Morgunblaðið - 11.02.1978, Síða 27

Morgunblaðið - 11.02.1978, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1978 27 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82, S. 31330. Ofnasmiðjan með lágu verðtilboðin. Plötuofnar s/f, Smiðjuvegi 26, Kópavogi. Keflavik Til sölu m.a. góð 2ja herb. íbúð. Stór bílskúr. Góð 3ja herb. íbúð. Stór bilskúr. Glæsileg ný 3ja herb. íbúð. Mjög góð efri hæð i tvibýlis- húsi allt sér. Bilskúr. Góð stór efri hæð í tvibýlishúsi. Góður staður. Bilskúr. Ein- býlishús af ýmsum gerðum. Eigna- og verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavik, simi 92-3222. Einhleyp reglusöm kona óskar eftir litilli íbúð eða her- bergi. Þeir sem vildu sinna þessu sendi tilboð til Mbl. merkt: ,.X — 9943". Heimatrúboðið Almenn samkoma að Óðins- götu 6A á morgun kl. 20.30. Allir velkomnir. Almenn samkoma i húsi félaganna við Amtmannsstig 2B, sunnudagskvöld kl. 20.30. Dr. Ásgeir B. Ellerts- son talar. Allir velkomnir. I KFUfVI ~ KFUK Árshátið félgsins verður haldin að Hótel Borg, laugardaginn 1 8. febrúar kl. 20. Eftir borð- hald verða ýmis skemmti- atriði, dansað verður til kl. 2. Heiðursgestur félgsins verður Simon Williams og frú (Simon Williams er major James Bellamy í sjónvars- þættinum Húsbændur og hjú). Aðgöngumiðar verða seldir að Hótel Borg. laugardaginn 11. febrúar og sunnudag- inn 12. febrúar, frá kl. 15 — 1 8 báða dagana. Borðapantanir á sama stað og sama tima. Stjórn Anglia Byrjendakennsla verður haldin i Bláfjöllum á vegum Ármanns kl. 12 —13.30. Einnig verður byrjendakennsla í brautum kl. 12 — 13.00. Mæting við Skiðaskála Ár- mannS. Skiðadeild Ármanns. Nýtt líf Almenn samkoma í kvöld Hamraborg 11. kl. 20. Sýnd verður kvikmyndin af Billy i Graham. Crusade 1974. Aðgangur ókeypis Allir velkomnir. Bænastaðurinn Fálkagötu 10 Sunnudagaskóli kl. 10.30. Samkoma kl. 4. Bænastund virka daga kl. 7 e.h. T IVIS'I ARfE'RDiR Sunnud. 1 2.2. 1. kl. 10.30 Gullfoss í klakaböndum, Brúarhlöð og viðar. Fararstj. Kristján M. Baldursson. Verð 3 000: — 2. kl. 10.30 Ingólfs fjall, gegnar brúnir og á Inghól 551 m. Fararstj. Pétur Sigurðsson. Verð 1 .800.— 3. kl. 13.00 Álftanes. létt fjöruganga með hinum margfróða fararstjóra Gisla Sigurðssyni. Verð 1.000. — fritt f. börn m. fullorðnum. Farið frá B.S.Í. bensinsölu. Munið árshátiðina 1 8. febr. Útivist. Skiðaferðir á Kolviðarhóls- svæðið á vegum Skíðadeildar IR og Vikings laugardaga og sunnuaga. Lagt verður af stað kl. 1 0 og kvöldæfingar- ferðir verða þriðjudag og fimmtudaga kl. 18.00. en bill nr. 1 kl. 17.45. Við- komustaðir eru alla daga eft- irfarandi og i þessari röð: Bill nr. 1 1. Garðabær: Brúarflöt. 2. Silfurtún. Gatnamót. 3. Kópavogur: Pósthúsið. 4. Kópavogur: Vörðufell. 5. Breiðholtskjör. 6. Arahólar. 7. Shell Breiðholti. 8. Réttarholtsskóli. Bill nr. 2 1. Mýrarhúsaskóli. 2. Umferðarmiðstöðin. 3. Shell Miklubraut. 4. Laugalækjaskóli. 5. Sunnutorg. 6. Vogaver. 7. Nesti, Ártúnshöfða. 8. Árbæjarhverfi. Kl. 14 laugardaga og kl. 1 3.30 sunnudaga verða ferð- ir aðeins frá Umferðarmið- stöðinni. Verð helgarferða kr. 700.00 en kvöldferða kr. 500.00 — . og 10 ferðakort sem gilda i allar ferðir á kr. 5.000. Skiðadeild ÍR og Vikings. mm ÍSUINOS OIÐUGÓTU3 OS 1953J. Sunnudagur12. febrúar 1. ki. 11.00 Gönguferð á Esju (909 m). Farar- stjóri: Tryggvi Halldórsson. Hafið göngubrodda með ykk- ur. Verð kr. 1000 gr. v/bil- inn. 2 ki. 13 00 Úlfarsfell Fararstjóri: Hjálmar Guð- mundsson. Verð kr 1000 gr. v/bílinn. 3. Ki. 13.00 Geldinga- nesið létt ganga Fararstjóri: Þorgeir Jóelsson. Verð kr. 1000 fr. v/bilinn. Farið frá Umferðamiðstöðinni að austanverðu. Áætlun 1978 er komin út. Vetrarferðin i Þórs- mörk verður 18. —19. febr. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Ferðafélag Islands. SIMAR. 11798 raöauglýsingar Innilegar þakkir fyrir gjafir, skeyti og alla vináttu sem mér var sýnd á 70 ára afmælinu hinn 26. janúar síðastliðinn. Bjarni Guðmundsson Túni. raöauglýsingar — Skákþing Kópavogs hefst sunnudaginn 12. febrúar kl. 14. Skráning þátttakenda kl. 13—-13.30. Frekari upplýsingar í síma 41907 og 41751. raöauglýsingar húsnæöi óskast Iðnaðarhúsnæði Óskast til leigu, stærð 30 — 70 fm. fyrir léttan iðnað. Upplýsingar í s. 75584 — 75529. Minning: Kristleifur Jóns- son vegaverkstjóri Þeim fer fækkandi frumherjun- um, sem á fyrstu áratugum aldar- innar vörðu kröftum sfnum og þekkingu til að leggja akvegi um landið okkar. Einn af öðrum fara þeir til feðranna þessir harðgeru menn, sem árum og áratugum lifðu við það sem nútímamennirn- ir mundu kalla mesta harðræði. Einn þessara manna var Kristleif- ur Jónsson, vegaverkstjóri frá Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. Kristleifur var fæddur 18. nóv- ember 1898. Foreldrar hans voru þau hjónin María Elísabet Jóns- dóttir og Jón Guðmundsson. Var Kristleifur yngstur átta systkina, sem öll eru nú látin. Ungur að árum komst Kristleif- ur í snertingu við vegalagningu. Hann gerðist kúskur hjá Guðjóni verkstjóra Bachmann í Þver- brekkum f Stafholtstungum fyrir tveggja króna dagkaup. Vega- gerðin varð alla tíð síðan Iífsstarf Kristleifs og starfaði hann að þeim efnum í 56 ár óslitið. Starfið var ekki neitt sældarbfauð. Atta eða níu manns sváfu í flatsæng í einu tjaldi með skrfnukostinn hjá sér. Alþingishátíðarárið 1930 gerð- ist Kristleifur verkstjóri hjá Vegagerð rfkisins og var hans fyrsta verkefni vegarlagning við Gilsmúla í A-Barðastrandarsýslu. Þar átti að leggja veg utan í svö- nefndu Slitri. Þar var fyrir hesta- gata, víða ekki nema fet utan í snarbrattri fjallshlíð. Upp frá þessu vann Kristleifur nær eingöngu með vegavinnu- flokka sína á Vestfjörðunum. Kristleifur var hæglætismaður og vann sfn verk af rósemi, laus við valdboð yfirmannsins. Er það mál manna, sem unnu undir hans stjórn að Kristleifur hafi verið sérlega laginn verkstjóri og við að leiðbeina hinum ungu, enda komu víst margir baldnir strákar heim aftur að lokinni sumarvinnu í vegavinnunni,. ljúfir sem lömb. Innan vegavinnuhópsins var þó lif og fjör og þar sýndi sig að Kristleifur var'hinn sanni félagi. Þá var dugnaði hans og hörku Framhald á bls. 31. — ísraelar og Egyptar... Framhald af bls. 12 ný er ekki ýkja langt frá staður- inn Yamit. Yamit var áður egypzkt land. Sadat hefur því nokkuð til síns máls þegar hann hefur verið að lýsa þvf yfir að ísraelar hafi ekki rétt til að byggja þarna. Og þar sem við viðurkennum að hann hefur að sumu leyti rétt fyrir sér mætti kannski spyrja af hverju við höfum haldið þessu til streitu en ekki hætt við að reisa land- nemabyggðir þarna. Um aðeins 20 km spildu er að ræða. En þarna ráða hernaðarlegir hags- munir okkar. Strandlengjan frá Port Said hefur verið sú leið sem alltaf hefur verið farin, þegar hefur verið ráðizt inn í Palestínu. Því reistum við þess- ar byggðir á svæðinu til að treysta varnir okkar. Sadat krefst þess að þær verði fjar- lægðar. Þeir Gamassy og Weiz- mann munu ræða þetta. Ef lausn finnst á því er öllum hindrunum rutt úr vegi og friður verður saminn. Hvorki meira né minna. — En þá er Vesturbakkinn eftir og hann virðist töluverður tálmi og langt f land að um það atriði náist samkomulag. — Auðvitað gerðuð við okkur grein fyrir því. Og við vitum líka að Sadat hefði kannski kos- ið að gera sérfriðarsamning við Israela en hann getur það ekki. Hann hefur verið kallaður öll- um ónöfnum af öðrum Araba- leiðtogum og hann vill ekki láta herma það upp á sig kað hann svíki Palestínumenn. Sadat hafnaði tillögu Begins um heimastjórn og sagði hana annað nafn á hernámsstjórn. Palestínumenn eru hin heilaga kýr málsins. En ekki eru Arabarnir þar sjálfum sér sam- kvæmir frekar en í ýmsu öðru. Þeir krefjast þess að sjálfstætt Palestínuríki verði stofnað á Vesturbnakkanum. Jórdanir hertóku Vesturbakkann, sem hafði tilheyrt Palestínu, í sjálf- stæðisstríðinu 1948. 1 19 ár eða þar til í Sex daga stríðinu var Vesturbakkinn á valdi Jórdaníu. Ekki töluðu þeir um sjálfstætt Palestinuriki þar þá. Og það þarf ekki annað en líta á landakort til að gera sér grein fyrir þeirri ógn sem slíkt ríki væri. Inni í miðju ísraelsríki! Slikt ríki gæti skorið Israel I sundur i einni svipan. Israel vill ekki og getur ekki sætt sig við slíka lausn. Vill ekki vakna einn góðan veðurdag undir sovézkum eldflaugaoddum. Þetta vita allir og hvorki Bandarikjamenn, Egyptar né ýmsar þeirra Arabaþjóða sem hæst hafa líta á þetta sem hag- stæða lausn. Arabaleiðtogarnir nota Palestinumálið sem yfir- varp, en heilindin eru dregin í efa. Varðandi Vesturbakkann mætti til dæmis hugsa sér að einhverjar þær tillögur yrðu samþykktar sem stefna að því að íbúarnir fengju að taka þátt í að ákveða framtíð sína. Verði friður við Jórdan mætti svo búast við að raunhæfir samningar byrjuðu. Þvi að mál Vesturbakkans heyrir að sjálf- sögðu fyrst og fremst undir Jórdaniu og Israel. Og ekki er óeðlilegt að þessir íbúar fái að greiða atkvæði um hvoru þeir vilji fylgja Jórdaniu eða Israel. — Hvar kemur svo Sýrland inn í myndina? — Það vita allir að Sýrlend- ingar kyntu undir borgarastyrj- öldinni i Libanon sem er hræði- legur harmleikur. Fullveldi Líbana er nú nafnið tómt. PLO- menn hafa í því striði verið notaðir miskunnarlaust sem agn af hálfu Sýrlendinga. Ef Sadat mistekst mun Assad Sýr- landsforseti verða sá sem mest fagnar, þvi að hann er persónu- legur fjandmaður Sadats og getur ekki sætt sig við það for- ystusæti sem Sadat hefur með- al Arabaþjóða þrátt fyrir hvernig er i pottinn búið nú. Sýrlendingar hafa nokkra sér- stöðu meðal Araba. Þeir eru grimmlyndir og stoltir og geysi- legir þjóðernissinnar. Þá dreymir um stórrikið Sýrland. Þeir vilja að Jórdania, Palest- ina sem var og Libanon séu hluti Stór-Sýrlands. Þeir hafa ekki fyrirgefið Frökkum enn að taka Líbanon frá þeim og Bret- um að taka af þeim Palestínu og Jórdaniu. Það er athyglis- vert staðreynd sem ég er ekki viss um að fóik hafi almennt gert sér grein fyrir að Sýrland hefur aldrei viðurkennt Liban- on. Fyrir því er einföld ástæða: þeir telja að Líbanon sé hluti Sýrlands og þurfi því ekki við- urkenningar. Með þessu berja þeir bara hausnum við stein og horfast ekki i augu við stað- reyndir. En það er eitt sem gæti haldið aftur af Sýrlendingum og það er ef ótti þeirra um sovézk yfirráð yrði áþreifanleg- ur. Assad Ieikur að vísu tveim- ur skjöldum en hann myndi aldrei tefla I þá tvisýnu að Sýr- land lenti á áhrifasvæði Sovét- ríkjanna. Hvað sem öðru líður, sagði Rivlin sendiherra að lokum, er hyggilegt að menn séu ekki of óþolinmóðir. Reyni að gera sér grein fyrir umfangi málsins. En það er ölllum ljóst sem koma nálegt þessu máli að Egyptar og Israelar eru komnir að vega- mótum og aftur verður ekki snúið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.