Morgunblaðið - 11.02.1978, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 11.02.1978, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978 29 Húsa EINS og ávallt þegar meta á fasteignir þá er það staðarval er miklu ræður. Á þetta ekki síður við um atvinnuhúsnæði en fbúðar- húsnæði. í lauslegri athug- un er Viðskiptasíðan hefur framkvæmt þá kemur fram að jarðhæðarhúsnæði hefur mest gildi og síðan má segja að verðið lækki er ofar dregur. Ekki virðist það vera almenn regla að greitt sé fyrirfram heldur er mest um mánaðarlegar eftirá greiðslur að ræða. Helstu mátsatriðin í þessu sambandi er vísitölu- binding leigufjárhæða eða endurskoðundartímabil á þeim upphæðum er samið er um. Algengasta undan- tekningin virðist hins vegar vera sú að ef ekki sé greitt fyrir með beinum peningagreiðslum þá taki leigutaki annað hvort á sig skuldbindingar varðandi innréttingar og/eða við- hald fasteignarinnar. Aö lokum er ekki úr vegi að nefna hér nokkrar leigu- upphæðir er komu fram i fyrrgreindri könnun. Skrifstofuhúsnæði i Ár- múla er verðlagt á um 500 kr. pr. fm meðan skrif- stofuhúsnæði í Austur- stræti miðast við 800 kr. pr. fm., og verzlunarhúsnæði bæði þar og við Laugaveg virðist vera á mun hærra verði. Verð á Iðnaðarhús- næði í t.d. Ártúnshöfða, Kópavogi og Hafnarfirði mun vera á milli 5—600 kr. pr. fm og er þá miðað við jarðhæð. 1 öllum tilfellun- um er miðað við verðlag í janúar 1978. Áréttri braut STUNDUM er því haldið fram að bílasala sé að verða æ ópersónu- legri og því fylgi kuldalegt and- rúmsloft. Eitt af þeim ráðum sem beitt hefur verið til ráða bót hér á er stofnun veitingasölu inn í sýn- íngarsal bílasölunnar. Á bílasöl- unni Braut hefur sú nýjung verið tekin upp að selja veitingar þann- ig að nú geta menn drukkið kaffið sitt meðan kaup og sala bifreiðar fer fram og hefur þessi nýbreytni mælst vel fyrir að sögn forstöðu- manna fyrirtækisins. Mvndin hér til hliðar er tekin af veitingasölunni hjá Bdasölunni Braut. Myndin er tekin hjá einu af spilafélögunum í borginni, sem ekki fara miklar fréttir af. Bridge Umsjón: Arnór Ragnarsson Bridgefélag Suðurnesja. MEISTARAMÖTI Suðurnesja lauk sl. fimmtudag með sigri Alfreðs G. Alfreðssonar og Einars Jónssonar, sem áttu mjög góðan endasprett, meðan helztu keppinautar þelrra, Logi Þormóðsson og Jóhannes Sig- urðsson, áttu fremur dapran dag og urðu að láta sér nægja annað sætið. Röð efstu para: Alfreð G. Alfreðsson — EinarJónsson 159 Logi Þormóðsson — Jóhannes Sigurðsson 105 Magnús Torfason — Gísli Torfason 103 Sigurður Sigurbjörnsson — Þórleif Magnúsdóttir 52 Gestur Auðunsson — Högni Oddsson 51 I dag verður spilað við Sel- fyssinga í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvíkum og hefst keppnin klukkan 13. Er þetta árlegur viðburður. I fyrra fóru leikar þannig að Suðurnesjamenn gjörsigruðu Selfyssinga — unnu á öllum borðum nema einu. Er trúlegt að Selfyssingar hyggi á hefndir nú. Næsta keppni Bridgefélags Suðurnesja verður sveita- keppni, væntanlega aðalsveita- keppni félagsins og hefst hún á fimmtudaginn kemur í Stapa klukkan 20. Bridgedeild Breiðfirðinga- félagsins Þremur kvöldum af átta er lokið í barometerkeppninni, en alls taka 40 pör þátt í keppn- inni. Röð efstu para: Asa Jóhannsdóttir — Sigriður Pálsdóttir 355 Guðjón Kristjánsson Framhald af bls. 29. — Umhorf Framhald af bls. 30 því í leikritinu að það sé réttlæt- anlegt eru miklu veigameiri en gagnrökin, þau eru gerð móður- sýkisleg og fordómafull, þar er ekki beitt réttri röksemdafærslu. Vel getur verið að harður ihalds- maður úti í bæ vilji ekki láta gefa fyrsta barnabarn sitt dóttur ein- hvers óforbetranlegs kommún- ista En veltum vandanum fyrir okkur á sjálfstæðan hátt. Er barnið skuldbinding sem ekki verður komist frá eða er ekkert athugavert við að gefa barn fólki sem ekki á barn fyrir og þráir að eignast það? Hér duga hvorki fordómar né móðursýki. Við verðum. að hugsa um barnið, hvað sé þvi fyrir bestu og ef ekki eru skilyrði fyrir þvi að það fái gott uppeldi og það er ekki vel- komið i heiminn þá er eins gott að láta það frá sér fara þvi að mörg barnlaus hjón sækjast eftir að ættleiða kornabörn Hulda leyndi stjórnmálaskoð- unum sinum fyrir föður sínum fyrst eftir að hún kom heim vegna þess að hún vissi að þær voru i svo hróplegri andstöðu við skoðanir hans. En Þórður gamli komst að ýmsu þegar hann fór á stúfana til að varna þvi að Svan- dis gæfi barnið. Til að gera okk- ur grein fyrir skoðunum Huldu skulum við vitna i nokkur atriði úr leikritinu og um leið er vert að gefa orðfæri Vésteins gaum. Hulda. Ég hefði átt að öskra upp i eyrað á þér strax og ég kom: Stalin var glæpon og Sovétríkin eru ekki sósíalisk fremur en þetta viðurstyggilega arðránsþjóðfélag sem við lifum í hérna. íslensku þjóðfélagi er jafnað við alræðisþjóðfélag Ráðstjórnar- ríkjanna. það er a.m.k. engu betra. Það er harður dómur sem ísland fær, eitt af fáum lýðræðis- þjóðfélögum jarðar og mannrétt- indi eru óvíða i veröldinni betur i heiðri höfð en einmitt hér á landi. Þó að frelsið hafi ýmsa agnúa í för með sér þá er þó betra að vera frjáls en fjötraður. En við litum á frelsið sem sjálf- sagðan hlut Ástandið er vissu- lega slæmt á mörgum sviðum hins íslenska þjóðfélags en ég held samt að það þoli vel saman- burð við aðrar þjóðir hvað lýð- frelsi og velferð borgaranna snertir. En að ísland sé jafnósósi- aliskt og Ráðstjórnarrikin, um það treysti ég mér ekki til að dæma. Af þessu má ráða að sósialismi sé nokkuð eftirsóknar- verður þó að vandfundin sé hin rétta framkvæmt hans i veröld- inni ef það er þá nokkurs staðar Hulda segir svo um Samein- ingarflokk alþýðu: Ekkert nema andskotans þjóðrembingur blandaður saman við ómelta lyg- ina að austan; Var það furða þó Þórður yrði reiður! Vésteinn deil- ir hart á rússakomma i Alþýðu- bandalaginu enda segist hann vera marxisti en ekki leninisti og trúlega telur hann að hinn rétti marxismi hafi hvergi komist tif vegs og virðingar enn í dag Það er staðreynd að enn i dag eru til karlar og konur sem eru ná- kvæmlega sömu skoðunar um Sovétríkin og Þórður gamli Aðalinntak leikritsins, boð- skapur þess og það sem öll önn- ur ádeila fléttast inn í er að fögur orð séu ekki sama og athafnir. Hulda: Þú (Þórður) varst einlæg- ur baráttumaður fyrir frelsi þinn- ar eigin stéttar en hérna heima varstu lika smækkuð mynd þessa eymdarþjóðfélags: íhald- samur forstjóri. Þú þóttist elska réttlætið og umburðarlyndið en praktiseraðir hvorugt nema með vörunum. Vésteinn gagnrýnir þá sem tala um frelsi og réttlæti en eru svo i raunveruleikanum ekkert nema þröngsýnir eiginhags- munaseggir. íslenskt þjóðfélag er spillt.á margan hátt og gefur tilefni til gagnrýni en gagnrýni Vésteins er ekki aðeins á stjórn- völd, hún beinist einnig að hverj- um einasta borgara Það er alls staðar hægt að finna menn sem tala um réttlæti og umburðar- lyndi en nota svo hvorugt í verki Hulda. Hvað þýðir að einblina á roðann í austri ef maður sér ekki einu sinni blámann i sjálfum sér Við eigum að skoða okkur sjálf fyrst áður en við gagnrýnum aðra og kannski fyrst að setja sig i þeirra spor. Leikritið Stalín er ekki hér er hnyttin ádeila, skemmtileg og spennandi þvi að höfundur gefur lesandanum sifellt nýjar upplýs- ingar sem gera hönum. kleift að lita á málin frá öðru sjónarhorni Samtölin eru vönduð og hnit- miðuð og greinilega unnin af mikilli vandvirkni. Ádeilan er mjög fjölbreytt. Það er drepið að fjölda vandamála en umfjöllun verður kannski full einhæf þar sem allar persónur leikritsins eru sósialistar, nema kannski ein, en það spillir þó ekkert fyrir ágæti verksins. Ég hafði gagn og ánægju af að lesa leikritið og sjá það siðan á fjölunum. Leikritið er kjörin lesning fyrir alla áhugamenn um stjórnmál, hugmyndafræði, nútimasögu. heimilisflækjur og sálfræði Það ætti engum að leiðast lesturinn, svo mikið er vist Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Yf irgengi miðað við Kaupgengi prkr. 100- innlausnarverð Seðlabankans 1967 1 flokkur 2198 19 36 8% 1967 2 flokkur 2183 20 18 2% 1968 1 flokkur 1921 72 5.7% 1968 2. flokkur 1 790 85 4.1% 1969 1 flokkur 1336 08 4.3% 1970 1 flokkur 1228 39 36 5% 1970 2 flokkur 898 64 4.6% 1971 1 flokkur 847 47 36 0% 1972 - 1 flokkur 745 02 5,7% 1972 2. flokkur 632 20 36 0% 1973 1 flokkur A 488 30 1973 2. flokkur 451 38 1974 1 flokkur 313 49 1975 1 flokkur 256 30 1975 2. flokkur 195 58 1976 1 flokkur 185 88 1976 2 flokkur 1 50 94 1977 1 flokkur 140 19 1977 2 flokkur 1 1 7 43 1978 1 flokkur Nýtt útboð 100 00 — dagvextir VEÐSKULDABRÉF: Kaupgengi pr kr 100 ^ 1 ár Nafnvextir: 12% — 23% P a 75 00—80 00 2 ár Nafnvextir: 12% — 23% p a 64 00—70 00 3 ár Nafnvextir: 23% pa 63 00—64 00 x) miðað er við veð i auðseljanlegri fasteign HLUTABRÉF: Verslunarbanki íslands hf Sölutilboð óskast Iðnaðarbanki islands hf Sölutilboð óskast PjnRPEJTinGflRPÉIAG ÍJIflflDJ HP. VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækjargötu /12 — R. (Iðnaðarbankahúsinu) Sími 20580. Opið frá kl 1 3.00 til 1 6.00 alla virka daga. ANTWERPEN: Goðafoss 14. feb. Lagarfoss 1 5. feb. Fjallfoss 20. feb. Lagarfoss 27. feb. Fjallfoss 6. marz. ROTTERDAM: Goðafoss 1 3. feb. Úðafoss 1 6. feb. Fjallfoss 2 1. feb. Lagarfoss 28. feb. Fjallfoss 7. marz. FELIXSTOWE: Mánafoss 14. feb. Dettifoss 21. feb. Mánafoss 28. feb. Dettifoss 7. marz. HAMBORG: Mánafoss 1 6. feb. Dettifoss 23. feb. Mánafoss 2. marz Dettifoss 9. marz. PORTSMOUTH: Brúarfoss 28. feb. Bakkafoss 14. marz Selfoss 2 1. marz. GAUTABORG: Laxfoss 1 3. feb. Háifoss 20. feb. Laxfoss 27. feb. KAUPMANNAHÖFN: Laxfoss 1 4. feb. Háifoss 2 1. feb. Laxfoss 28. feb. HELSINGBORG: Tungufoss 20. feb. Urriðafoss 1. marz MOSS: Tungufoss 2 1. feb. Urriðafoss 2. marz. KRISTSANSAND: Tungufoss 22. feb. Urriðafoss 3. marz. STAVANGER: Tungufoss 23. feb. rpj Urriðafoss 4. marz. ® TRONDHEIM: [jjj Skeiðstoss 20. feb. W GDYNIA/GDANSK: (rafoss 1 1. feb. Múlafoss 5. marz. [3 VALKOM: Fjallfoss 1 5. feb. Múlafoss 3. marz. RIGA: Skógarfoss 28 feb WESTON POINT: Kljáfoss 14. feb. Kljáfoss 28. feb. Reglubundnar ferðir H alla mánudaga frá Reykjavik til ísafjarð- ar og Akureyrar. Vörumóttaka í A-skála! á föstudögum. ALLT MEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.