Morgunblaðið - 11.02.1978, Síða 43

Morgunblaðið - 11.02.1978, Síða 43
MORGUNBLAÖIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978 43 Hætti viö ÍBV, en er nútekinn við hjá AJ AX HOLLENZKA stórliðið Ajax hefur ráðið nýjan aðal- þjálfara til félagsins og heitir sá Cor Bronn. Það sem gerir frétt þessa merkilegri en ella fyrir okkur Is- lendinga er að Bronn þessi var svo gott sem ráðinn þjálfari hjá liði ÍBV sumarið 1975, en þá lék IBV í 2. deild. Asgeir Sigurvinsson'hafði haft milligöngu um það fyrir IBV að fá þennan snjalla þjálfara til að koma til landsins. Hafði Bronn fallizt á skilmála ÍBV og var á leið hingar til lands er babb kom í bátinn. Eftir að hafa ekið frá Hol- landi til Luxemborgar til að taka Islandsvél þar kom í ljós að engar bókanir voru réttar fyrir hann og höfðu greinilega orðið mistök hjá ferðaskrifstofu þeirri, sem átti að sjá um þessa hlið mála fyrir ÍBV. Þegar ekki var hægt að kippa þessum málum í liðinn í Luxem- borg hélt Bronn til baka til Hol- lands. Sagðist hann ekki standa í svona lagaðri vitleysu og Eyja- menn sáu aldrei neitt af honum. Réðu Vestmanneyingar George Skinnear í staðinn, en Bronn er sem sagt orðinn aðalmaðurinn hjá Ajax, sem fyrir nokkrum árum varð þrjú ár í röð bæði Hollands- og Evrópumeistari. Þórsarar ráða enskan þjálfara AKUREYRARLIÐIÐ Þór hefur ráðið enskan þjálfara til að sjá um meistaraflokk liðsins í knatt- spyrnu á næsta keppnistímabili. Heitir sá Allan Rogers og er ráð- inn hingað til lands með hjálp George Skinnear, þjálfari Eyja- manna, sem gaf honum hin beztu meðmæli. Rogers hefur víða verið við þjálfun, nefna má félög í Eng- landi og Iran, en hann hefur einn- ig verið við þjálfun annars staðar. Þór féll niður í 2. deild síðastliðið haust og Rogers fær það verkefni að koma liðinu í hóp þeirra 10 beztu á nýjan leik. Undanfarnar þrjár vikur hefur verið staddur hér á landi á vegum Fimleikadeildar Armanns sænskur þjálfari, Lars Wallner að nafni. Hann er starfandi þjálfari hjá einu af beztu fimleikafélög- um Sviþjöðar í Örebro. Einnig þjálfaði hann danska kvenna- landsliðið í 7 ár. Mikil ánægja hefur verið með störf Wallners hér á landi og er meðfylgjandi mynd tekin á æfingu hjá Armanni í síðustu viku. Wallner segir ungum Armenningi til. Tekst Forest hið ótrúlega? NOTTHINGH^M Forest er svo gott sem komið í úrslit í ensku deildarbikarkeppninni, en liðið vann Leeds 3:1 í f.vrri leik liðanna á miðvikudag og var þó leikið á heimavelli Leeds — Elfand Road. Mörk Forest í leiknum gerðu Peter W'ithe (2) og John O’Hare en Eddie Gray skoraði f.vrir Leeds. Þrjá af sterkustu Ieikmönnum Forest vantaði að þessu sinni, þá Shilton, Gemmill og Needham. Þeir höfðu áður leikið með sínum gömlu félögum en fjarvera þeirra virtist engu máli skipta og lið Nottingham Forest er greinilega erfitt viðureignar um þessar mundir. Það virtist engú máli skipta fyrir leikmenn liðsins þótt 43 þúsund áhorfendur hvettu leikmenn Leeds dyggilega. Forest á nú góða möguleika á að vinna þrefalt í Englandi. Liðið hefur örugga forystu í deildinni, er i átta-liða úrslitum í FA- bikarkeppninni og loks er liðið nær öruggt með að komast i úrslit deildarbikarsins, þar sem mót- herjar liðsins verða annað hvort leikmenn Arsenal eða Manchest- er City. Takist liðinu að vinna hina ótrúlegu þrennu verður liðið fyrst allra til að vinna það afrek. I gær var endanlega gengið frá sölu á Gordon McQueen frá Leeds til Manchester United. Sömdu fé- lögin um 450 þúsund pund fyrir þennan sterka miðvörð og er það hæsta upphæð, sem greidd hefur verið fyrir leikmann milli enskra liða. McQueen hafði áður fengið tilboð frá Tottenham, sem hljóð- aði upp á 450 þúsund pund, en sagðist hvergi fara. Hann vildi aðeins fara til Manchester United. Guðrún Sigurþórsdóttir var drjúg I leiknum gegn FH og Ármann vann óvæntan sigur. Óvænttap FH ÖLLUM á óvart tókst Ármanni að sigra FH í 1. deild kvenna I Laugar- dalshöllinni i gærkvöldi. Úrslitin urðu 1 2:1 0 (6:4) og var Ármannslið- ið yfir allan leikinn. FH-liðið hafði fyrir leikinn tapað fæstum stigum í mótinu ásamt Val, eða aðeins tveim- ur. en eftir þennan óvænta Ármanns- sigur trónir Valsliðið eitt á toppi deildarinnar. Þá léku einnig f gær- kvöldi lið Vfkings og Þórs og unnu Víkingsstúlkumar sannfærandi sig- ur, úrlistin urðu 18:13 (12:8) og munaði átta mörkum á liðunum er munurinn var stærstur. í leik Ármanns og FH voru það stöllurnar Erla og Guðrún, sem stóðu sig bezt í Ármannsliðinu ásamt bezta leikmanninum á vellinum, Magneu markverði Annars var góð barátta í Ármannsliðinu og dugnaðurinn fyrst og fremst að baki sigrinum FH-liðið var mjög dauft og áhugalaust í þessum leik og engin ein skaraði fram úr I leik Vikings og Þórs var Ingunn Bernódusdóttir i miklum ham í liði Víkings, Guðrún Helgadóttir átti traust- an leik og Eirika er bráðefnileg og frisk i iþróttinni. í liði Þórs var það helzt Anna Gréta sem eitthvað kvað að, en hennar var vel gætt í seinni hálfleikn- um Mörk Ármanns: Jórunn 3 (3 v). Guðrún 2, Erla 3, Auður 2. Þórunn 1, Sigriður 1 Mörk FH: Kristjana 5, (1 v), Svan- hvit 3, Anna 2 Mork Vikings Ingunn 8, Guðrún S. 3 ( 3 v), Stella 2, Eiríka 2, Guðrún H, Sigrún og Anna 1. Mörk Þórs: Anna Gréta 4, Dýrfinna 4. Magnea 3, Soffia 1, Sigríður 1 — áij. Blikastúlk- ur stefna á 1. deildina BLIKASTÚLKURNAR standa nú mjög vel að vigi i 2. deild kvenna i handknattleik. Liðið vann erfiðasta andstæðing sinn, lið ÍBK, með 14 mörkum gegn 13 I Ásqarði í Garða- Framhald á bls. 25. STJARNAN ÁENNVON í gærkveldi fór fram einn leikur i 2. deild íslandsmótsins i handbolta. Stjarnan og KA léku þá i Ásgarði i Garðabæ og lauk leiknum með sérlega sannfærandi sigri Stjörnunnar, 25—21 (12—11). og á þvi Stjarnan enn nokkra möguleika á sæti i fyrstu deild að ári. Leikmenn KA verða hins vegar að sætta sig við aðra deildina eitt ár enn a.m.k. Fyrri hálfleikurinn var allan timann i að öðrum ólöstuðum og ekki má járnum, liðin skiptust á um forystuna og hún varð aldrei meiri en tvö mörk og staðan i leikhléi var 12—11 í siðari hálfleik fóru hlutirnir siðan að gerast fyrir alvöru. Stjarnan skoraði þá hvert markið af öðru á hinn fjölbreyti- legasta hátt og lokaði um leið vörn sinni. Skoruðu leikmenn KA þá flest sin mörk úr vitaköstum eða fyrir ein- staklingsframtök Var oft gaman að sjá Stjörnuna tæta vörn Norðanmanna i sundur i seinni hálfleik Stjarnan náði snemma hálfleiks öruggri forystu, sem mest varð fimm mörK, 23—18, og náðu leikmenn KA aldrei að ógna sigrinum sem varð loks 25—21 eins og áður segir Lið KA náði sér aldrei á strik í leiknum og stóð þar enginn sérstak- lega upp úr. nema þá helst Jóhann Einarsson Stjarnan náði sér aftur á móti mjög vel á strik, einkum í síðari hálfleiknum. þegar liðið lék oft og tiðum handknatt- leik eins og hann gerist bestur hér á landi Hörður Hilmarsson og Magnús Teitsson áttu stórleik að þessu sinni, Botnliðin leika í dag á Akureyri í DAG fer fram einn leikur i 1. deild karla i islandsmótinu i körfuknattleik Þór og Ármann leika á Akureyri og hefst leikur- inn kl. 14.Q0. Er ekki nokkur wafi að hart verður barizt. þvi að þessi lið verma nú botnsætin i deild inni. Ármenningar eru neðstir, hafa enn ekki hlotið stig og Þór i næstneðsta sæti með 2 stig, hafa aðeins unnið Ármann 1 fyrri um- ferðinni 80:69. Ármenningar hafa nú misst þjálfara sinn Mike Wood. sem genginn er i raðir Framara, en hafa i staðinn fengið annan bandariskan leikmann. og verður forvitnilegt að sjá. hvort hann kemur til með að styrkja Ármannsliðið. Róðurinn verður þó vafalaust þungur hjá Ármanni, þvi að Mark Christeneen og félagar hans i Þór hafa staðið sig vel að undanförnu og tapað með litlum mun fyrir tveimur af topp- liðunum. ÍS og UMFN. Þá verða þrir leikir i 2. deild um helgina. í Vestmannaeyjum leika ÍV og KFÍ tvo leiki. kl 14 00 á laugardag og sunnudag og á Sel tjarnamesi leika á sunnudag kl. 20.00 Breiðablik og Snæfell. gleyma Baldri Svavarssyni. sem átti urmul af línusendingum sem gáfu mörk. Þá varði Ómar markvörður vel þegar mikið lá við, þar á meðal tvö vítaköst Mörk Stjörnunnar Magnús T 7, Hörður 6 (1 víti), Árni. Magnús og Gunnar 3 mörk hver. Logi 2 og Eggert ísdal eitt mark Mörk KA: Jón 9 (8 viti), Jóhann 5, Alfreð 3. og Þorleifur tvö mörk — 99 Bruni frestað vegna veðurs I GÆR varó aó frcsla brtin- kcppni karla í hcinisbikarnunt á skfðum. scm áa'tlað hafði vcrið að halda í Chamonix í Frakklandi. .Ellunin cr að rcyna að koma mólinu á í dag og færi brunkcppnin þá fratn áður cn kcppnin hcfst í svigi karla. Vcðurúllit cr þó allt annað cn gott og litlar líkur á að það lagist svo niikið að kcppnin gcti farið fram. Aðalþjálfari bandaríska kvcnnalandsliðsins á skfðum sagði upp störfum sintim í gær. Hann gaf ckki upp ncina ástæðu fyrir uppsögn sinni og ckki hcldur forystumcnn skfðamála í Bandaríkjunum. Þó svo aó fiestum stúlkunum f liðinu hafi líkað vcl við þjálf- ara sinn hcfur hann ckki náð þcim árangri, scm ætlazt var til af honum. Dómarar Aðalfundur Knattspyrnudómarafélags Reykjavíkur verður haldinn í Glæsibæ (kaffiteríu) fimmtudaginn 16 febrúar kl. 20:30 Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnurmál. Stjórnin. Meistaramót F.S.Í. Meistaramót í fimleikastiganum verður í íþróttahúsi Kennaraháskóla Islands sem hér segir: Laugardaginn 1 1 . febr. kl. 1 5 — keppni pilta í öllum flokkum. Sunnudaginn 1 2. febr. kl. 10 — keppni í 2 aldursflokkum, stúlkna, 1 2 ára og yngri og 1 7 ára og eldri. Sunnudaginn 1 2. febr. kl. 15 — keppni í 2 aldursflokkum, stúlkna, 13 —14 ára og 1 5 — 1 6 ára. Fimleikasambandið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.