Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1978 7 Hvað sögðu Gylfi og Lúðvík Dagblaðið Vísir segir í leiðara í fyrradag: „Fáir hafa talið vfsi- tölukerfið til frum- orsaka verðbólgu, en fæstum hefur dulist að það hefur viðhaldið verðbólgu hér á landi. Dr. Gylfi Þ. Gíslason segir I Vísisgrein síðast liðinn fimmtudag að ekki sé unnt að komast hjá að vekja athygli á þvl, að verðbólgan á Is- landi er jafngömul þessu kerfi. Dr. Gylfi Þ. Glslason bendir réttilega á I grein sinni, að I raun og veru er ekkert rökrétt samband á milli breyt- inga á framfærslukostn- aði eins og hann er mældur með verðlags- vísitölum, og getunnar til þess að auka kaup- mátt launa eða nauð- synjar á að skerða hann. Og hann segir ennfremur með réttu að ekki sé unnt að svara þeirri spurningu ját- andi, hvort kauphækk- i un geti tryggt óbreyttan kaupmátt. Vmsir hafa komið auga á þessa staðreynd aðrir en dr. Gylfi. Nú- verandi varaformaður Alþýðubandalagsins | sagði t.a.m. eftir | febrúarsamningana 1974 í forystugrein í Þjóðviljanum: „Það 1 þekkist heldur hvergi nema á tslandi, að launafólk fái allar al- mennar verðhækkanir bættar á þriggja mán- aða fresti með vísitölu- greiðslum á kaup, og t.d. í Svíþjóð hefur verkafólkið enga slíka tryggingu gegn verð- hækkunum. En auðvitað liggur það svo I augum uppi, að þessi réttur, sem verkafólk og bændur njóta á Islandi en ekki annars staðar, á sinn þátt í því að verðbólga hefur löngum verið meiri á Islandi síðustu áratugi en í flestum ná- lægum löndurn." Það eru þvl ekki bara vond- ir atvinnurekendur og f jandsamlegar ríkis- stjórnir, sem hafa eygt þessa staðreynd.“ Verðbólgu- krónur og hagsmunir launafólks Enn segir Vísir: „Skömmu eftir að nú- verandi rfkisstjórn tók við völdum sagði Lúð- vfk Jósepsson t.d. á Al- þingi: „Það þarf að koma í veg fyrir að kaupið, eftir einhverj- um vfsitölureglum eins Lúðvík Jósepsson: „Þegar kaupið æðir upp...“ og þeim sem við höfum búið við, æði upp á eftir verðlagi, því að það kippir vitanlega fótun- um undan eðlilegum rekstri eins og nú er ástatt." Lúðvík Jósepsson lýsti aðstöðu núverandi ríkisstjórnar við sama tækifæri með þessum orðum: „IVIér er það al- veg Ijóst að við þær að- stæður, sem við búum við í dag, er engin leið að halda atvinnu- rekstrinum gangandi af fullum krafti eins og verið hefur, ef þessi skrúfugangur yrði látin ganga áfram eins og ástatt er... Þetta er að mínum dómi langsam- lega stærsta vandamál- ið.“ Þeir sem nú berjast gegn breytingum á vfsi- tölukerfinu vilja áfram- haldandi verðbólgu. Þeir forystumenn laun- þegafélaganna sem fylgja þessari verð- bólgustefnu, eru að fórna hagsmunum lág- launafólks til þess að Gylfi Þ. Gíslason: Verð- bólgan jafn gömul vísi- tölukerfinu. geta veifað skýrslum, er sýna sem mestar krónu- töluhækkanir, til sann- indamerkis um dug- mikla forystu þeirra. Gallinn er hins vegar sá, að þessar verðbólgu- krónur eru einskis virði og skipta því ekki máli að því er varðar Iffskjör fólksins í landinu. Öllum má því vera Ijóst, að það er skyn- samleg ákvörðun sem Geir Hallgrfmsson for- sætisráðherra hefur beitt sér fyrir með tak- mörkun verðbóta og að taka óbeina skatta út úr vísitölugrundvellinum. I raun og veru þyrfti að stefna að meiriháttar kerfisbreytingu á þessu sviði t.d. með því að taka upp þjóðhagsvfsi- tölu eða viðskiptakjara- vfsitölu, eins og dr. Gylfi Þ. Gíslason benti á í Vísisgrein sinni á fimmtudaginn og laun- þegar og vinnuveitend- ur ræddu f fullri alvöru fyrir þremur árum en hafa nú gleymt að þvf er virðist." Dömur ath. Músík- leikfimi íþróttahúsinu Seltjarnarnesi Nýtt hressandi og styrkjandi 6 vikna nám- skeið í leikfimi fyrir dömur á öllum aldri hefst þann 20. febrúar n.k. Kennt verður á mánudags- og fimmtu- dagskvöldum í íþróttahúsinu Seltjarnar nesi. Leikfimi — vigtun — mæling — matar- æði — sturtur. Innritun og upplýsingar í sima 75622 eftii kl. 1 alla virka daga. Auður Valgeirsdóttir. Hringprjónar Fimmprjónar Tvíprjónar Heklunálar MILWARD MILWARD Framleitt úr léttri álblöndu Heildsölubirgðir: Davið $. Jónsson & Co. hf. Sími 24-333 flúrpfpun f mörgum stœrðum Og ÍtUm. HEILOSÖLUBIRGOin _______ ® PHILIPS heimilistæki sf Sætún 8 sími 24000 Látið okkur smyrja bílinn regiulega Audi 80 Audi 100 Opið frá kl. 8—6. HEKLA HF. SMURSTÖÐ Laugavegi 172 — Símar 21240 — 21246.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.