Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1978 Hæstiréttur V-Þýzkalands: Heimilaði sýningar á Veldi tilfinninganna HÆSTIRÉTTUR V-Þýzkalands, hefur úrskurðað að japanska kvikmyndin „Veldi tilfinning- anna“ flokkist ekki undir klám og sé heimilt að sýna hana í öllum v-þýzkum kvikmyndahúsum. Höfðu yfirvöld í V-Berlín lagt kapp á að myndin yrði bönnuð og fengu dómsúrskurð um að ekki mætti sýna hana, en Hæstiréttur landsins hefur nú hrundið þeim úrskurði. Þessi frétta var höfð eftir viku- ritinu Spiegel i fréttatíma út- varpsins í gær. Kemur m.a. fram i fréttinni, að myndin fjalli um samhengi kynhvatar, ofbeldis og dauða. I hæstaréttardómnum segi, að myndin hafi ótvirætt list- rænt gildi, og þyki dómur þessi marka tímamót í Vestur- Þýzkalandi. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU M GLYSING A- SÍMINN KR: 22480 Margir líða gegnum lífið, án þess að gera sér fulla grein fyrir persónuleika sínum. Ef til vill gætu eftirfarandi spurningar hjálpað. Settu hring utan um viðeigandi númer eftir hverja spurningu. 5 er framúrskarandi, 4 er ágætt, 3 meðallagi, 2 þokkalegt, 1 er lélegt. 1. Erég vetklæddur og snyrtilegur? 1 2 3 4 5 2. Er ég liflegur og öruggur i framkomu? 1 2 3 4 5 3. Hef ég glaÖværa lund? 1 2 3 4 5 4. Á ég auðvelt með að eignast vini? 1 2 3 4 5 5. Er eldmóður minn einlægur og smitandi? 1 2 3 4 5 6. Hef ég einlægan hug á annarra hag? 1 2 3 4 5 7. Hef ég metnað til að komast áfram? 1 2 3 4 5 8. Á ég auðvelt með að umgangast aðra? 1 2 3 4 5 9. Bregst ég raunhæft við gagnrýni? 1 2 3 4 5 10. Man ég eftir nöfnum og andlitum? 1 2 3 4 5 11. Er ég stundvís? 1 2 3 4 5 12. Er ég samvinnuþýður? 1 2 3 4 5 13. Er ég laus við fordóma? 1 2 3 4 5 14. Læt ég orð annarra gera mér gramt i geði? 1 2 3 4 5 15. Er ég venjulega góður hlustandi? 1 2 3 4 5 16. Get ég gagnrýnt á jákvæðan hátt? 1 2 3 4 5 1 7. Geðjast mér venjulega að fólki eins og það er eða bið ég til að sjá hvort þvi likar við mig? 1 2 3 4 5 18. Hef ég gaman af félagsstarfi? 1 2 3 4 5 19. Er ég ábyggilegur? 1 2 3 4 5 20. Get ég lagað mig að aðstæðum? 1 2 3 4 5 Ef að einkunnagjöf þín fór yfir 80 þá er persónuleiki þinn framúrskarandi. Ef þú hefur verið heiðarlegur gagnvart sjálfum þér, þá ertu meðal þeirra sem líklegastir eru til að komast áfram í lífinu. 70—80 er yfir meðallagi, 60—70 er í meðallagi. Neðar en 60 sýnir mikla þörf á endurbótum. Nýtt Dale Carnegie námskeið er að hefjast. — Miðvikudagskvöld. Námskeiðið getur hjálpað þér að vera hæfari einstaklingur — byggja upp meiri trú á sjálfan þig — auðveldað þér að kynnast fólki — virkja betur lífskraftinn — losna við áhyggjur og kvíða. FJÁRFESTING í MENNTUN GEFUR ÞÉR ARÐ ÆVILANGT. Innrltun og upplýsingar í síma 'ög* 82411 EINKALEYFIO ÍSLANDI 7® STJÓRNUNARSKÓLINN VAl i. < AKM '.lh. v./.V.'/C/ //>/> Konráð Adolphsson Sovézkum flugmönn- um á Kúbu fer fjölgandi Washington, 14. febrúar. AP. STJÖRNVÖLD ( Bandarfkjunum hafa lýst yfir áhyggjum sfnum vegna aukins fjölda sovézkra flugmanna á Kúbu, en þetta eru fyrstu sýnileg merki um nærveru Sovétmanna á eyjunni frá því deilan um sovésku eldflaugarnar stóð sem hæst 1962. Heimildir herma þó að nú sé aðeins um að ræða fleiri hermenn en ekki vopn. Talíð er að aukinn fjöldi sovézkra flugmanna á Kúbu geti bent lil þess að sóvézkir flugmenn séu farnir að fljúga kúbönskum flugvélum, sem notaðar eru í styrjöld Eþíópiu og Sómalíu. Enn sem komið er virðist þó fjöldi Sovétmannanna vera frekar lítill, en búizt er við að hann aukist verulega á næstunni. Líklegt er talið að Sovétmenn- irnir fljúgi kúbönskum könnun- arvélum í grennd við Kúbu, en ekki er vitað til þess að nein aukn- ing hafi orðið á fjölda sovézkra flugvéla á eyjunni. Sovézkír flug- menn hafa undanfarin ár verið á Kúbu, en sagt hefur verið að þeir þjálfi aðeins kúbanska flugmenn, en nú eru þeir orðnir miklu fleiri en þarf til að þjálfa Kúbani. Heimildarmaður fréttarinnar, sem ekki vildi láta nafn síns getið, var að því spurður hvort banda- rískum stjórnvöldum væri ekki illa við að Sovétmenn flygju kúbönskum flugvélum og svaraði hann því til, að það skipti engu máli hvort sovézkir eða kúbanskir hermenn flygju flugvélum upp að ströndum Bandaríkjanna þeim væri illa við hvort tveggja. Aukinn fjöldi sovézkra flug- manna á Kúbu og sú staðreynd að sovézk skip hafa flutt hergögn og hermenn frá Kúbu til Eþíópíu getur torveldað samskipti Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna I ná- inni framtíð. Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Cyrus R. Vance, giskaði á í siðustu viku, að um 3.000 kúbanir væru nú i Eþíópíu, og þar af tækju 2.000 beinan þátt í átökun- um þar. Sumir þeirra kæmu frá Angóla, þar sem þeir hafa verið frá því í borgarastyrjöldinni 1976 en aðrir kæmu frá Kúbu. Við það veiktust varnir eyjarinnar veru- lega og sovézkir hermenn og flug- menn væru sendir til Kúbu til að fylla í skörðin. V anmeta eig- inn svef ntíma Cleveland, Ohio 14. febrúar AP. LÆKNIR í Cleveland, dr. Cher- yl E. Weinstein, sagði í dag að þeir sem þjást af svefnleysi vanmeti yfirleitt svefntíma sinn og ofmeti þann tíma sem það tekur þá að sofna. Weinstein sagði að svefnlaus- ir ættu að fylgja eftirfarandi reglum: gera daglegar líkams- æfingar og hvfla sig á kvöldin, neyta ekki þungrar fæðu eftir klukkan 19.00 og taka alltaf á sig náðir og fara á fætur á svip- uðum tfma. Weinstein hefur að undan- förnu gert tilraunir á svefn- lausum mönnum og sagði hún að af 46 sem Sögðust vera leng- ur en klukkustund að sofna, hefðu mælingar sýnt að 20 sofn- uðu á 15 mínútum, aðrir átta á 15 til 30 mínútum, og það tæki aðeins sex þeirra meira en klukkustund að sofna. Þá kom einnig fram í tilraunum læknis- ins að af 57 sem sögðust sofa minna en fimm klukkustundir á nóttu, reyndust aðeins tíu hafa rétt fyrir sér. Weinstein sagði að mjólkur- glas eða létt máltíð fyrir svefn- inn auðveldaði mörgum að sofna, en áfengi hefði slæm áhrif á svefninn. Vill fá að sitja þing í síðbuxum Aþena — AP LEIKKONAN og þingmaðurinn Me- lina Mercouri hefur nú hafið baréttu fyrir þvi að mega sitja þingfundi I síðbuxum, en reglur banna kven- þingmonnum i Grikklandi að klæðast siðbuxum í þingsal. Melina Mercouri, sem kosin var é þing i nóvember og þykir frjálslynd, mætti nýverið é þingfund i siðbux- um. Varð það eldri þingmönnum af sterkara kynmu éhyggjuefni og kvörtuðu þeir við þingforseta „Hvað er rangt við það að kvenfólk klæðist síðbuxum. Halda þessir þingmenn að ég sýni þingi og þingheim óvirðingu með þvi að klæðast þægilegum sið- buxum i stað kjóla," sagði Melina við blaðamenn i tilefni kvartananna um klæðaburð hennar. Melina sagðist mundu halda regl- umar i heiðri é næstunni. en sagðist mundu sækja um leyfi til að fé að klæðast siðbuxum é þingfundum. Sækir hún um leyfi það til þingfor- seta, Dimitrios Papaspyrou, en hann er 78 éra að aldri. Ovenjulegur loftbardagi Torino — Reuter FLUGMAÐUR eins manns svif- flugu lenti í kröppum dansi fyrir skemmstu er örn gerði árás á vél hans þar sem hann leið um loftin blá yfir f jöllunum í nágrenni Tor- ino. Flugmaðurinn, Antonio Beozzi, lýsti atburðinum svo: „I um 1500 metra hæð réðst reiður fuglinn á vélina. Steypti hann sér nokkrum sinnum á vélina, einkum á rúð- urnar í flugmannsklefanum. Um síðir brotnaði rúðan og hófust þá harðvítug átök okkar í milli. Örn- inn beit mig m.a. í handleggina en loks tókst mér að taka hann háls- taki og kyrkja hann. Ég var dauð- hræddur er á þessu stóð.“ Nokkrum minútum siðar lenti Beozzi farkosti sínum heilu og höldnu eftir þennan óvenjulega loftbardaga. víða um heim Aþena Berlin Brtissel Chicago Frankfurt 18 rigning 1 sólskin 1 snjókoma -2 skýjaS 0 snjókoma Genf 0 sólskin Helsinki -12 bjartvióri Jóh.borg 24 sólskin Kaupm.h. 1 skýjað Lissabon 15 sólskin London 4 skýjaS Los Angeles 14 skýjaS Madrid 10 sólskin Malaga 21 léttskýjaU Miami 23 bjartviðri Moskva 1 skýjað New York 3 snjókoma Ósló -6 skýjað Palma, Maj. 11 léttskýjað Paris 3 skýjað Róm 7 skýjað Stokkh. -3 sólskin Tel Aviv 24 bjartviðri Tokyo 5 skýjað Vancouver 6 iigning Vinarborg 0 skýjað Liechtenstein ríkasta land Vestur-Evrópu Vaduz. Liechtunstein 14. fehrúar. í OPINBERRI skýrslu sem birt var f Liechtenstein í síðustu viku segir að Liechtenstein sé nú rík- asta þjóð Vestur-Evrópu miðað við íbúafjölda. Þjóðarframleiðslan árið 1976 var að verðmæti 660 milljónir franka, en íbúatala landsins er 24.000. Verðmæti framleiðslunn- ar á hvern fbúa var því 11.055 dalir eða jafnvirði um 2.800.000 krónur. Þjóðarframleiðsla á íbúa í Sviss var um 9.320 dalir; í Bandaríkjun- um 7.865 dalir; í Vestur- Þýzkalandi 7.255 dalir og í Japan 4.920 dalir. Þjóðarframleiðslan jókst því um rúm 500% frá 1960, en þá var hún 104 milljónir franka. Meðal framleiðsluaukning á ári va 33.4% og er ólíklegt að hún haf nokkurs staðar í heiminum verii meiri. Liechtensteinbúar þakka þess miklu framleiðsluaukningi grósku i helztu iðngreinum land> ins og stöðugum straumi fjái magns inn i landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.