Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1978 GOÐ RAÐ DÝR GOLFlÞRÓTTIN getur verið á margan hátt snúin. Það gerðist t.d. í Bob Hope golfmðtinu f Kalifornfu f Bandarfkjunum um helgina, að bolti atvinnumannsins Fuzz.v Zoellar lenti f tré einu við hrautina og sat þar fastur. Kylfingurinn dð þð ekki ráðalaus og í stað þess að taka nvjan bolta og nota þannig tvö högg fékk hann burðarsvein sinn til að reisa stiga við tréð og kraka boltanum úr laufþykkninu. Gekk það vel og fðr Zoellar brautina á aðeins einu höggi yfir pari. Myndin er af aðstoðarmanni atvinnumannsins þar sem hann leggur sig allan fram um að ná boltanum. Zoellar karlinn varð ekki á meðal hinna efstu í mótinu, en sigurvegari varð Bill Rogers frá Bandaríkjunum, sem lék samtals á 339 höggum, en leiknar voru 90 holur. Hringina fór Rogers á 69 — 67 — 67 — 67 — 69 höggum og vann Jerry McGée með tveimur höggum, en hann kom inn á sam- tals 341 höggi. Peter Oosterhuis frá Bretlandi varð, þriðji á 343 höggum. Caldwell lék á 345 högg- um, Watson á 346, Snead á 347, Fergus og Hinkle sömuleiðis, Trevino og Simpson á 348 högg- um. Fyrir sigurinn fékk Rogers 45 þúsund dollara, eða sem svarar ÍTALÍA OPNUÐ SAMBAND atvinnuknattspyrnu- manna á ítaliu samþykkti í gær að leyfa erlendum knattspyrnumönnum að leika með þarlendum liðum. Það var þó tekið fram í samþykkt knatt- spyrnumanna að hvert lið mætti ekki hafa nema tvo útlendinga i liði sinu. Þessi samþykkt er i samræmi við samninga Efnahagsbandalagsins, þar sem kveðið er á um að verkafólk skuli óhindrað geta fengið atvinnu innan bandalagsríkjanna. Knattspyrnusambandið á Ítalíu hefur bannað útlendinga i itölsku knattspyrnunni síðan 1 964, en er nú undir miklum þrýstingi að breyta þessari afstöðu sinni. Áður en bann- ið var sett á var ítalia mikið „gósen- land" erlendra knattspyrnumanna og háar upphæðir greiddar fyrir beztu leikmennina, sama hvers lenzkir þeir voru. um 11,4 milljónum íslenzkra króna, samkvæmt síöustu gengis- skráningu. Bjarni Guðmundsson Val er þekktur fyrir ýmislegt annað f handknattleiknum en glæsileg uppstökk. A þessari mynd gnæfir hann þó yfir varnarvegg tR-ínga og skömmu sfdar small knöturinn f þverslánni. Bjarni hafði þvf ekki heppnina með sér að þessu stnni en spurningin er hvernig honum tekst til í leiknum við Fram f kvöld. Eru 12 réttir á næsta ENN ER allt viö sama heygarðs- hornið I Bretlandi hvað veður snertir, leikjum er frestað í hrönnum, þrátt fyrir að norður á tslandi séu stórsnjallir opinberir tipparar búnir að ákveða hvernig leikirnir fara. Einn litt sniðugur náiingi bar þær dylgjur upp á okkur fyrir skömmu, að i raunin i værum við opinberu tippararnir ólýsanlega fegnir er öllum þessum ieikjum væri frestað vegna þess að það hiíMi okkur við frekarí niðurlaegingu í spám okkar Þetta er auðvitað alrangt. enda hðfum við ávallt stað- ið okkur sérlega vel a.m.k. af og til? Seðillinn er að þessu sinni blanda úr bikarkeppni. 1. deild og 2. deild. Arsenal (5 sæti f 1. deild — Walsall 1. Walsall hefur komið á óvart í bikarkeppninni með þvi að slá út lið úr fyrstu deild, en þegar að er gáð, er afrek þeirra ekkert merki- legt, þvi þeir unnu bara Leicester. Arsenal liðið er mjög gott og eín- beitir sér auk þess meira að bikar- keppnunum þessa dagana. Spáin hlýtur að vera heimasigur. Getrauna- spá M.B.L. Morgunblaðið •o *o Í8 jO 3 •O '>, -O, < •o •o ÍS s tc cn a o a u > G »o S/3 Tfminn 2 Q. tm cs > s Vísir c c > ■o »o A Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the world Sunday Telegraph SAMTALS 1 \ 2 Arsenal — Walsall 1 l i \ 1 i 1 I 1 1 I 10 1 0 Bristol R — Ipswich \ X \ \ \ 2 \ 1 \ \ 2 1 8 2 Derby — West Brom. 1 I \ I 1 1 \ \ 1 \ 1 7 4 0 Millwall — N. County I 2 i 2 1 1 \ \ \ \ \ 4 5 2 Orient — Chelsea 2’ 2 2 2 \ I 2 2 \ \ 2 1 3 7 QPR — Nolt. Forest \ 2 \ 1 \ 2 \ 2' \ 2 \ 1 6 4 Everton — West II 1 1 1 1 1 1 1 I I 1 I II 0 0 Man. l’td — I.eeds 1 1 I 1 \ I \ 1 \ \ I 7 4 0 Wolves — Aston Villa 1 1 \ 1 I 1 \ 1 1 \ \ 7 4 0 Bristol C — Man. Cit\ 1 2 2 \ 2 1 \ 2 2 \ 2 2 3 6 IIull C — Southampton \ 1 \ \ 2 1 \ 2 2 2 \ 2 5 4 I.uton — Tottenham 2 X 2 1 \ I 2 2 \ \ \ 2 5 4 Bristol Rovers (miðbik 2. Deild) — Ipswich (neðarlega f 1. deild) x. Bristol-liðið er orðið illsigran- legt, ekki sfzt á heimavelli. Þó að Ipswich leiki í fyrstu deild, er liðið afar slakt á útivelli og hefur þar að auki verið að sogast i fall- baráttuna undanfarið. Við spáum jafntefli engu að síður. Derby (miðbik 1. deildar) — West Bromwich (ofan verð 1. deild) 1. Þetta verður vafalaust hörku- leikur. Það hefur verið gífurlegt álag á heilum okkar í sambandi við þessar spár og því ætlum við í þetta eina skipti að tippa án þess að beita vísindalegri nákvæmni slíkt reynist ýmsum vel. Við föll- umst'á heimasigur. Millwall (næstneðst f 2. deild) — Notts County (neðarlera f 2. deild) 1. Millwall hefur leikið vel í bikarnum og einnig í deildinni undanfarið, því tippum við á sig- ur þeirra. Orient (neðarlega f 2. deild) — Chelsea (miðbik 1. deild) 2 Þessi er gífurlega erfiður og kemur sér nú vel að hafa þurft lítið að hugsa um síðustu tvo leiki. Rétt áður en að blaðið fór í prent- un í gærkveldi, ákváðum við að spá hér útisigri og eru rökin svo flókin, að þeim verður sleppt hér Reykjavíkurlið berjast í Laugardalshöll í kvöld FJÖGUR Reykjavíkurliö veröa í baráttunni í 1. deildinni í handknattleik í Laugar- dalshöllinni í kvöld. Öll eiga liðin það sammerkt aö hafa tapað stigi eöa stigum í síðustu leikjum sínum og er áríðandi fyrir þau öll að ná sigri í leikjum kvöldsins. Fyrri leikurinn í kvöld er á milli Vals og Fram, en Valur gerði jafntefli við ÍR á mánudagskvöldið, en Fram tapaði þá fyrir Armanni. Hafa Framarar hlotið 2 stig í deildinni, tapað 6 stigum. Valsmenn hafa fengið 3 stig, en tapað 5 stigurn. Síðari leikurinn í kvöld er á milli Víkings og IR. Vfkingar misstu nokkuð óvænt stig á móti Haukum í Hafnarfirði á laugardaginn og var það fyrsta stigið, sem Víkingarnir missa í deildinni í ár. Hafa þeir hlotið 7 stig og eru efstir eftir 4 leiki, en ÍR -ingar hafa einnig leikið 4 leiki og fengið 4 stig, unnið 1 leik, gert 2 jafntefli og tapað 1 leik. Eins og f flestum leikjum Islandsmótsins má búast við spennandi leikjum í kvöld og jafnvel óvæntum úrslitum. Það er a.m.k. deginum Ijósara að lslandsmeistarar Vais og topplið Víkings þurfa að hafa fyrir sínu í leikjum kvöldsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.