Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 32
AUííLYSINíiASÍMINN EH: 22480 38. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1978 Tvö dauðsföll til rannsóknar — vegna gruns um ranga lyfjagjöf RANNSÓKNARLÖG- REGLAN hefur til rann- sóknar mál vegna tveggja dauðsfalla en hinir látnu voru til meðferðar hjá sama lækni í Reykjavík og grunur leikur á að röng lyfjagjöf kunni að hafa valdið þessum dauðsföll- um. Mbl. sneri sér til dr. Þorkels Jóhannessonar læknis, formanns eiturefnanefndar, vegna þessa og sagði hann það rétt, að með viku millibili hefðu komið upp tvö slík mál, er vörðuðu sama lækninn. Framhald á bls 18. Jón Ármann og fleiri í óháð framboð til bæjar- stjórnar í Kópavogi? „ÞAÐ ER rétt að viðræður standa nú yfir um óháð framboð til bæj- arstjórnar Kópavogs við næstu kosningar og er þar um að ræða menn úr öllum stjórnmálaflokk- um, en við teljum ekki að lands- málapólitík þurfi að koma svo mikið inn á störf bæjarstjórnar," sagði Jón Armann Héðinsson al- þingismaður í samtali við Morg- unbtaðið f gær. „Þeir menn sem aðallega hafa tekið þátt í þessum viðræðum eru auk mín þeir Sigurjón Ingi Hil- aríusson bæjarfulltrúi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna í Kópavogi, Sigurður Helgason lög- fræðingur, fyrrverandi bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, og Björn Einarsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins í Kópavogi. Framhald á bls 18. Jón Armann Héðinsson. Löndunarbannið í Bretlandi: Sjómenn hóta að sigla í land — verði banninu á íslenzku fiskiskipin aflétt TOGARASKIPSTJÓRAR í Bret- landi hafa nú í hótunum um að hætta veiðum og sigla í land ef Flutningaverkamannasambandið slaki eitthvað á afstöðu sinni til landanna á fsfiski úr íslenzkum fiskiskipum. Forsvarsmenn sam- handsins hafa raunar fyrir sitt leyti fallist á að afnema þetta Framhald á bls 18. Þetta er mælingabíllinn, sem Mbl. sagði frá í gær að Orkustofnun hefði fengið frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, en hingað kominn kostar hann röskar 15 millj- ónir króna. Bíllinn er búinn mjög full- komnum mælihúnaði, m.a. tækjum, sem nota geislavirk efni til mælinganna. Ljósm. Mbl.: S.H. Nýtt loðnuverð kr. 8.80 hækkar um kr. 1.80 með atkvæðum oddamanns og seljenda í yfirnefnd YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað á fundi sfn um f gærkvöldi nýtt lágmarks verð á loðnu til bræðslu, sem gild ir frá og með deginum f dag, 15 febrúar, og til loka loðnuvertíðar. Verðið var ákveðið kr. 8.80 hvert kfló og er þá miðað við 8% fitu- innihald og 16% fitufrftt þurr- efni og breytist til hækkunar og lækkunar við breytt fitu- eða þurrefnismagn. Auk þess greiða kaupendur 30 aura fyrir hvert kíló í loðnuflutningasjóð. Akvæði um verð á úrgangsloðnu frá frystihúsum eru hin sömu og á vertíðinni í fyrra. Að þessu sinni var verðið á loðnunni ákveðið af oddamanni í yfirnefnd og fulltrúum seljenda gegn atkvæðum fulltrúa kaup- enda. Verð á bræðsluloðnu sem gilt hefur á vertíðinni fram til þessa frá áramótum var hins vegar .7 krónur (viðmiðun hins sama) og var það á sínum tíma ákveðið með atkvæðum odda- manns i yfirnefnd og fulltrúa kaupenda, þ.e. fiskimjölsverk- smiðjanna, en sú ákvörðun leiddi til þess að loðnuflotinn sigldi i land í mótmælaskyni. Sú deila leystist m.a. með því að greitt var fyrir ferð fulltrúa í Verðlagsráði til nágrannalandanna til að kynna sér verðákvörðun á samsvarandi afla þar. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Jón Sigurðsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, og oddamaður yfirnefndar, að framangreindar breytingar á bæði verði bræðsluloðnu og meirihluta innan yfirnefndar væri þó ekki afrakstur þessarar ferðar heldur hefðu í þessari verð- ákvörðun verið endurmetnar all- ar forsendur verðsins, eins og til Framhald á bls 18. Forsætisráðherra í útvarpsumræðum: Pólitískur hráskinnsleikur launþegum ekki til hagsbóta Bólar á nýrri loðnu- göngu við Kolbeinsey BRÆLA var á loðnumið- unum s.l. sólarhring. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson fann hins vegar í fyrradag hrygn- ingarloðnu á alldreifðu svæði kringum Kolheins- ey og austan hennar, sem Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur og leið- angursstjóri, taldi ekki ólíklegt að gæti myndað efniviðinn í allmyndar- lega göngu innan mánaðartíma en ekki væri þó unnt að fullyrða hvaða stefnu þessi loðna tæki. Hjálmar kvað Bjarna Sæmundsson þar áður hafa fundið töluvert af loðnu sem komin hefði verið suður með austur- stöndinni á móts við Glettingahes og loðna þessi hefði verið þar á um 70 sjm. löngu svæði norður frá kantinum milli Glettinganess og svæðis norðaustur frá Langanesi. í gær leitaði Bjarni Sæmundsson úti af Vest- fjörðum og í kringum friðaða hólfið út af Kögri fannst einnig töluvert af loðnu en Hjálmar sagði að sú hefði verið ókyn- þroska. Átti síðan í gær að leita áfram úti af Vest- f jörðum til suðurs. ÞRIÐJU umræðu neðri deildar Alþingis um frumvarp (il ráðstaf- ana í efnahagsmálum var útvarp- að í gærkveldi. Geir Hallgríms- son, forsætisráðherra. vék m.a. að þvi, að sagt hefði verið um stjórn- málamenn. að þeir „þyrðu ekki fyrir kosningar að taka afstöðu til eða gera neinar þær ráðstafanir. sem nauðsynlegar væru til að bæta þjóðarhag, ef þær hefðu erfiðleika I för með sér. Rikis- stjórnin hugsar ekki þann veg um stundarvinsældir, heldur leggur hún nú fram tillögur sinar á þeim tima þegar hún telur þeirra þörf. Verði brugðizt við þessum ráð- stöfunum með því að efna til póli- tísks hráskinnsleiks bera þeir, sem að þvi standa, ekki hag laun- þega i landinu fyrir hrjósti." Ræða ráðherrans er birt i heild á bls. 13 iMbl. Idag. Matthias Bjarnason, sjávarút- vegsráðlierra, tók þátt í þessum útvarpsumræðum, auk forsætis- ráðherra, f.h. Sjálfstæðisflokks- ins. Af hálfu Alþýðubandalagsins töluðu þeir Lúðvik Jósepsson og Eðvarð Sigurðsson. Af hálfu Framsóknarflokksins töluðu Hall- dór E. Sigurðsson, samgöngu- málaráðherra og Tómas Árnason. Af hálfu Alþýðuflokks: Benedikt Gröndal, form. flokksins, Gylfi Þ. Gislason, formaður þingflokksins og Sighvatur Björgvinsson. Fyrir SFV töluðu þeir Magnús T. Ólafs- son, formaðpr.flokksins og Karvel Pálmason. Umræðurnar stóðu yf- ir, er frétt þessi fór í setningu, en þær verða lauslega raktar efnis- lega á þingsíðu Mbl. á morgun. Larsen efstur FRIÐRIK Ólafsson náði öðru sæti á Reykjavikurmótinu i skák í gærkvöldi, er hann vann Smejkal frá Tékkóslóvakiu í stórfallegri skák i 40 leikjum. Þegar Smejkal gaf, var hann komið með gjörtapað tafl. Það var niunda umferð mótsins, sem tefld var i gær, og urðu önnur úrslit þau, að Browne vann Hort, Larsen vann Jón L. Árnason, Lombardy vann Miles, Plugaevsky vann Helga, Guðmundur vann Ögaard og Kuzmin vann Margeir. Staðan á Reykjavikurmótinu er nú sú, að Bent Larsen er með 7!ó vinning, Friðrik og Miles eru með 6 vinninga, Browne er með 5H vinning og biðskák, Polugaevsky og Hort eru með 5!ó vinning, Lombardy 5 vinn- inga og biðskák. þá koma'Guð- mundur og Kuzmin með 4 vinninga, Smejkal er með 3!ó Framhald á bls 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.