Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1978 25 fclk í fréttum + Um þessar mundir fer fram í Strasbourg I Frakklandi keppni í listhlaupi á skautum. Þessi skautamaður virðist hafa það gott í baðinu, en sennilega hefði verið viturlegra að taka af sér skautana og fara í fótabað líka. Þór Jakobsson + Arámótabrennur hafa hingað til ekki tíðkast í Kanada, en í 3. tbl. Lögbergs-Heimskringlu 1978 segir frá því að Þór Jakobsson veðurfræðingur hafi efnt til brennu á gamlárskvöld, hinnar f.vrstu þar vestra. Hún þótti tak- ast svo vel að hér eftir verður sennilega áramótabrenna í Heart Lake á hverju ári. ti + Myndin hér að ofan er af Karli Bretaprins, en hann dvelst um þessar mundir í vetrarfríi í Sviss með ónafngreindri stúlku, en þau hafa sézt saman í nokkur skipti. Samvera þeirra vekur nokkurt umtal sem að líkum lætur og sýnist sitt hverjum. Tvíbura- óheppni + Tvíburarnir Pat -og Mike Pearson eiga margt sameiginlegt, þar á meðal óheppni. Með fárra mínútna millibili duttu þeir í sama stigan- um og sinar í hægra fæti þeirra tognuðu. Og nú sitja þeir hlið við hlið með hægri fót í gipsi. Þessir ungu menn efndu fyrir nokkru til hlutaveltu vestur á Brekkustíg, til ágóða fyrir Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra og söfnuðu þeir 12.000 krónum. Strákarnir heita: Sigfús Tryggvi Blumenstein, Eirfkur Freyr Blumenstein, Sumarliði Kr. Jónsson og Össur Hafþórsson. Junior Chamber með borgarafund á Bolungarvík Bolungavík, 14. febrúar. JUNIOR Chamber Bolungavík efnir til borgarafundar í félags- heimili Bolungavíkur sunnudag- inn 19. febrúar kl. 13.30. Þar mun Kristján Friðriksson iðnrekandi flytja framsöguerindi, sem hann kallar: „Skipulag atvinnumála — meðal annars Hagkeðjan.“ A eftir erindi Kristjáns verða leyfðar frjálsar umræður, en á undan er- indinu fer fram stutt kynning á J. C. hreyfingunni. Junior Chamber Bolungavík var stofnað 22. apríl 1976 og hefur félaginu stöðugt vaxið fiskur um hrygg. Þetta er fyrsti borgara- fundurinn, sem félagið efnir til, en meðal annarra verkefna, sem félagið vinnur nú að má nefna könnun á stöðu iðnaðarins í Bol- ungavík, teiknimyndasamkeppni innan grunnskóla Bolungavíkur, auk námskeiðahalds fyrir félaga í ræðumennsku og félagsstörfum. Félagar i J. C. Bolungavík eru núna tæplega 40. Forseti félags- ins er örn Jóhannsson. Gunnar. AUGLÝSINGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Aðalstræti 6 simi 25810 í fegrun og snyrtingu BúÓin í Bankastræti og Snyrtistofan í næsta húsi Nú höldum við snyrtinámskeið Hvert námskeið tekur yfir 4 kvöld og er kennt í 2 tima i einu Kennslugreinar eru: Umhirða húðarinnar — handsnyrt- ing — dag- og kvöldsnyrting og hárgreiðsla. Kennslan fer fram á mánudögum — þriðjudögum — miðvikudögum og fimmtudögum Kvöldnámskeið okkar henta konum á öllum aldri Ualíit camhanrl uiH nlrlnir I clma 1 4033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.