Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1878
31
TUERTTIL
COSMOS
NEW York Cosmos hcfur keypt
Dennis Tuert frá Manchester City
og greitt fyrir hann 250 þúsund
pund eða liðlega 120 milljónir
íslenzkra króna. Tuert sagði að
hann hefði gert þriggja ára samn-
ing við félagið en neitaði að gefa
upplýsingar um hve mikið hann
fengi greitt f laun hjá Cosmos.
Talsmaður fclagsins sagði að Tu-
ert yrði meðal þriggja launa-
hæstu leikmanna félagsins, ásamt
Beekenbauer og Italanum China-
glia.
Er Tuert var beðinn að spá um
úrslit heimsmeistarakeppninnar
í Argentínu í sumar sagði hann
aðeins, að keppnin yrði erfið fyrir
Evrópuliðin, sem ekki væru vön
svo hörðum völlum. Þá var hann
spurður hvort hann myndi gefa
kost á sér til enska landsliðsins í
framtíðinni. — Ég gef kost á mér
til úrslitanna í heimsmeistara-
keppninni 1982 á Spáni, sagði Tu-
ert, sem hefur skorað 15 mörk
fyrir Manchester City í 28 leikj-
um á kcppnistímabilinu.
Leiðrétting
Þau leiðu mistök urðu i
Morgunblaðinu i gær að íslands-
meistari síðustu ára i fimleikum,
Sigurður T. Sigurðsson, var
sagður í Gerplu. Hann er að sjálf-
sögðu í KR.
Þá sagði i fréttinni að Berglind
Sigurðardóttir, Björk sýstir Sig-
urðar hefði unnið í flokki 13—14
ára stúlkna. Svo var ekki, heldur
varð Berglind í öðru sæti, en sig-
urvegari varð Jódís Pétursdóttir,
Gerplu, systir Berglindar Péturs-
dóttur, sem sigraði einnig í sínum
aldursflokki.
I flokkakeppni pilta sigraði Ar-
mann, en í flokkakeppni stúlkna
urðu Gerplustúlkur hlutskarpast-
ar.
Sigurður T. Sigurðsson, KR
leitl?
og fólk aðeins beðið að treysta
okkur.
QPR (3ju neðstir í 1. deild) —
Notthingham Forest (efst í 1.
deild) X.
Þessi leikur er einnig erfiður,
en við spáum því að Forest haldi
ferð sinni til Wembley áfram, en
þurfi hins vegar aukaleik.
Everton (3. sæti i 2. dcild) —
West Ham (4ju neðstu i 1. deild)
1.
Þessi leikur útheimtar lág-
marks heilastarfsemi og segja má,
að hann og leikur Arsenal og
Walsall séu einu „öruggu“ leik-
irnir.
Manchester Utd. (miðbik 1.
deild) — Leeds (ofarlega f 1.
deild) 1
Þetta er ekki bikarleikur, en
við fyrirgefum honum það. Þetta
er hins vegar einn tvísýnasti leik-
urinn á seðlinum og játum við það
fúslega, að hér höfum við kastað
teningi, eins og Cesar forðum, og
fengið út heimasigur.
Wolves (neðarlega í 1. deild) —
Aston Villa (ofarlega í 1. deild) 1
Um þennan leik er harla lítið að
segja og ætlum við þvi lítið að
segja, réttara sagt ætlum við ekk-
ert að segja, en hins vegar höfum
við þegar sagt of mikið. Við göng-
um á vit örlaganna'og tippum á
heimasigur.
Bristol City (miðbik 1. deiWar)
Framhald á bls. 18
Liverpool í úrslit
SVEIT FH sem sigraði f Kambaboðhlaupi IR og HSK f ár. Frá
vinstri eru Sigurður P. Sigmundsson, Einar P. Guðmundsson.
Oskar Guðmundsson og Magnús Haraldsson. Þeir þrír fyrst-
nefndu eru bræður. en Magnús er sonur hins dugmikla frjáls-
iþróttafrömuðar f Ilafnarfirði, Haralds Magnússonar.
Ljósm. >lhl. Birnir Þ. Jóakimsson
LIVERPOOL mun keppa til úr-
slita i enska deildarbikarnum við
annaðhvort Nottingham Forest
eða Leeds United, þar sem liðið
sigraði Arsenal samanlagt 2—1 i
undanúrslitum. í gærkvöldi léku
liðin síðari leik sinn á Highbury
og lauk honum með jafntefli, ekk-
ert mark var skorað.
A morgun munu Nottingham og
Leeds kljást um hvort þeirra leik-
ur til úrslita við Liverpool. Ur-
slitaleikurinn fer fram á
Wembley 18. marz næstkomandi.
2. deild kvenna í handknattleik:
BREIÐABLIK
TYLLTITÁNNI
I FJÓRUM leikjum um helgina bar það helst til tfðinda, að Breiðahlik
sigraði Keflavfk og tvllti þar með tánni i 1. deild, og að IR sigraði bæði
KA og Grindavlk og er lið IR þar með komið í toppslaginn, hefur tapað
aðeins stigi minna cn. Keflavfk. Breiðablik hefur tapað þremur stigum
oe hefur tekið nokkuð ákveðna forystu, en með sigrum tR nú um
ina hefur skapast fremur óvænt barátta um annat) sætið. sem snýst
ig um sæti i 1. deild, einvfgi við næst neðsta félag þar.
Breiðablik — Keflavík 14:13.
Leikur þessara efstu liða í deild-
inni einkenndist hvort tveggja af
óstyrkum taugum leikmanna
beggja liða og þeim takmörkun-
um, sem þrengslin i Ásgarði í
Garðabæ skapa. Lið Keflavikur
skoraði 4 fyrstu mörkin og virtist
liklegt til stórræða. En leikurinn
jafnaðist og staðan var jöfn i leik-
hléi, 5:5. I seinni hálfleik snerist
leikurinn strax Breiðabliki í vil
og hélst þannig fram undir lokin.
Urslitin, 14:13 fyrir Breiðablik,
nákvæmlega þau sömu og i fyrri
leik liðanna. 1 liði Breiðabliks
voru sterkastar þær Alda Helga-
dóttir, Ásta B. Gunnlaugsdóttir og
i markinu Hanna Dóra Stefáns-
dóttir. 1 Keflavikurliðinu Auður
Harðardóttir og Þuriður Jónas-
dóttir, en markvarslan brást veru-
lega.
lR — KA 17:13.
Grindavík — fR 7:13.
Njarðvík — KA 16:15.
Staðan. Auk fenginna stiga er
bætt við aftast töpuðum sitgum til
glöggvunar:
Breiðablik 8 6 1 1 132:84 13 3
Keflavik 9 6 0 3 130:88 12 6
ÍR 8 4 1 3 86:91 9 7
Njarðvík 8 3 1 4 83:98 7 9
Grindavík 8 2 2 4 76:96 6 10
KA Ak.eyri 8 2 1 5 97:110 5 11
Þróttur 7 1 2 4 76:102 4 10
Næstu leikir. Skv. mótsskrá:
16.2. kl. 21.00. Laugardalshöll: IR
— Keflavik.
16.2. kl. 22.00. Laugardalshöll:
Þróttur — Njarðvik.
19.2. kl. 15.35, Njarðvík: Njarðvik
— Keflavik.
19.2. kl. 20.15, Ásgarður: Breiða-
blik — Þróttur.
— herb.
3. deild karla í handknattleik:
NJARÐVÍK HAFÐI
ENN STIG AF ÞÓR
Lið Njarðvíkur og Þórs frá Eyjum skildu jöfn í leik sfnum i Njarðvfk á laugardaginn, endirinn varð 20
mörk gegn 20. f fyrri leik liðanna, úti f Eyjum í október, sigraði lið Njarðvíkur, sem hefur þvf tekið 3 stig
af þeim 4, sem topplið Þórs hefur tapað það sem af er i deildinni. Akurnesingar sigruðu Keflvfkinga á
heimavelli sfnum með 22 mörkum gegn 19 og settust þar með I 2. sætið f dcildinni. a.m.k. að sinni.
Njarðvfk — Þór 20:20. Þórsarar
skoruðu tvö fyrstu mörkin i þess-
um leik, en Njarðvikingar jöfn-
uðu fljótlega og sigu fram úr.
Siðan höfðu þeir forystu lengst
af, mest 4 mörk i fyrri hálfleik,
9:5, en i leikhléi stóð 12:9. Þegar
langt var liðíð á seinni hálfleik
náðu svo Þórsarar að jafna. 17:17,
og úr því mátti ekki á milli sjá,
hvernig endirinn yrði. Jafntefli
var sanngjarnt.
I liði Þórs voru þeir Hannes
Leifsson og Andrés Bridde sem
fyrr máttarstólparnir og skoruðu
mest, 5 mörk hvor. Njarðvíking-
um tókst þó verulega að hafa
hemil á þeim félögum með því að
taka þá úr umferð á vixl, og við
það dofnaði sókn Þórsara.
1 Njarðvikurliðinu var Ómar
Hafsteinsson atkvæðamestur og
skoraði hann 8 mörk, en liðið virð-
ist vera að sækja sig eftir nokkra
lægð og hefur færst úr botnhópn-
um i miðjuhópinn eftir siðustu
leiki sina.
Akranes — Keflavfk 22:19.
Akurnesingar höfðu frumkvæði i
leiknum frá upphafi til enda, þótt
aldrei munaði miklu á markatöfl-
unni. í leikhléi stóð 11:10. Lið
Akraness er að ná sér á strik á
heimavelli sínum, sem var bæði i
fyrra og framan af i vetur ein-
kennilega erfiður fyrir það. Þó
náði liðið ekki að sýna klærnar i
þessum leik. Drýgstir leikmanna
Akranessliðsins voru þeir Þórður
Björgvinsson, Haukur Sigurðsson
og Daniel Helgason, en annars er
liðið eitt það jafnasta i deildinni.
Lið Keflavíkur, sem virtist á tima-
bili i vetur ætla að ná sér á strik,
hefur nú greinilega slakað á aft-
ur, líkast því, að einhver órói sé
kominn upp. Þetta lið á sérlega
erfitt uppdráttar hvað varðar æf-
ingaaðstöðu, og varla að búast við
þvi, að það nái langt fyrr en úr
rætist í því efni, sem verður jafn-
vel næsta vetur. Að þessu sinni
voru helstu leikmenn Keflavikur
þeir Sigurður Björgvinsson, Grét-
ar Grétarsson og Bjarni Sigurðs-
son.
Mál Dalvíkinga
Eins og þeir vita, sem fylgjast
með fréttum hér i blaðinu af
keppni i þessari deild, var sér-
staklega fjallað um það í siðustu
viku, að Dalvikingar hefðu gefið
leiki við Eyjaliðin helgina þar á
undan og i framhaldi af þvi um
„sölu“ þeirra á heimalcik við Þór
til Eyja, og loks um kæru Akur-
nesinga vegna leiks við Dalvik-
inga nyrðra, sem snýst um það,
hvort Halldór Rafnsson, áður leik-
maður með KA á Akureyri, hafi
verið löglegur leikmaður i liði
Dalvikinga i umræddum leik.
Eftir stjórnarfund hjá HSl á
föstudaginn, gaf mótanefnd HSl
Dalvikingum kost á þvi, annað-
hvort að leika siðar við Eyjaliðin í
Eyjum og halda að öðru leyti
áfram í deildinni eða að greiða Tý
í Eyjum bætur vegna ferðar Týr-
ara norður og hætta í deildinni.
Þess má geta, að þetta ferðalag
Týrara kostaði þá á fjórða hundr-
að þúsund krónur, enda lentu
þeir í miklum ferðahrakningum á
báðum leiðum. I simtali við Vigni
Hallgrimsson, handknattleiksfor-
mann þeirra Dalvikinga, á sunnu-
daginn. sagði hann þá hafa valið
fyrri kostinn, að mæta til leikja í
Eyjum og halda áfram i deildinni.
Hann sagði ennfremur. að Dalvik-
íngar hefðu óskað eftir frestun á
Eyjaferð sinni til mótanefndar
HSÍ, en fengið synjun og verið
sagt um leið, að þeir ættu ekki
annarra kosta völ en að mæta eða
gefa leikina. Þar sem þeim hefði
verið ómögulegt að mæta vegna
forfalla í liðinu. hefðu þeir til-
kynnt i simskeyti að þær gæfu
leikina. En nú hefur afstaða
mótanefndar sem sagt verið end-
urskoðuð og Dalvíkingar ætla að
halda áfram.
Framhald á bls. 18
Sigrar hjá
ÍS og Þrótti
EYFIRÐINGUM tókst að vinna eina hrinu af Stúdentum er lið þessi mættust i
1. deildinni i blaki á Akureyri á laugardagi'nn Það fór þó ekki á milli mála að
lið ÍS var sterkari aðilinn i viðureigninni og úrslitin urðu 3:1 eftir að
hrinunum lauk 1 5:3, 1 5:1 2, 15:17 og 1 5:10. Þá léku Þróttarar við Laugdæli
á Laugarvatni og unnu örugglega 3:0, úrslitin urðu 15:7, 16:14 og 15:10.
Það var i þriðju hrinu ÍS og UMSE. sem Eyfirðingum tókst að knýja fram
sigur eftir mjög svo spennandi lotu. Eyfirðingar höfðu yfir lengst af, en ÍS
komst i 13:10 og töldu þá flestir að keppninni væri lokið. Eyfirðingar voru
ekki á þvi að gefa sig og tókst að sigra 1 7:1 5 eftir spennandi lok.
Af Eyfirðingum voru þeir Þórhallur Bragason og Aðalsteinn Bernharðsson
beztir, en jafnræði var með leikmönnum fS.
í leik Þróttar og Laugdæla byrjuðu Laugdælir allar hrinurnar af miklum
krafti og höfðu jafnan yfir i byrjuninni. En Þróttarar hvöttu hver annan áfram.
komust alltaf yfir og voru aldrei i taphættu. Beztu menn Þróttar voru Böðvar.
Guðmundur og Valdemar, en af Laugdælum Torfi Rúnar og Haraldur
Hlöðversson.
, IM
SO Aé>
ðTTAíTA^
veee>a óæfO'
ísíkt. v/fe
OF’íOUtO
Le'\<VAK3Lr-
PAcló-
e«5 Pfciixet
Te«T ý=0&>\JEE.^UM
Afcs siöiaA svj vSí-
ueMDitou-^ uuoie sxoocu
TC0JLO A&OBdLew.. .