Morgunblaðið - 26.02.1978, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1978
Prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins í Keflavík
t DAG heldur áfram prófkjör
Sjálfstæðisflokksins I Keflavík,
en í gær var einnig kosið. Kosn-
ing fer fram í Sjálfstæðishúsinu
en kosningaskrifstofa er opin í
JC-húsinu við Kirkjuveg, og er
opið í dag, sunnudag kl. 10—22 á
báðum stöðum.
Listann skipa: Árni R. Árnason,
Árni Þór Þorgrimsson, Björn
Stefánsson, Einar Guðberg, Einar
Kristinsson, Elías A. Jóhannsson,
Gunnlaugur Karlsson, Halldór
Ibsen, Ingibjörg Elíasdóttir, Ingi-
björg Hafliðadóttir, Ingólfur
Falsson, Ingólfur Halldórsson, Jó-
hann Pétursson, Jóhanna Geir-
laug Pálsdóttir, Kristinn Guð-
mundsson, Tómas Ibsen Halldórs-
son og Tómas Tómasson.
Að sögn Helga Hólm formanns
uppstillingarnefndar á að kjósa
um hið fæsta 5 menn á listanum
og tölusetja. Talning á að hefjast
kl. 19 í kvöld og gert er ráð fyrir
að henni Ijúki undir miðnætti.
Ákveðið verð á fisk-
beinum til mjölvinnslu
YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið verð á fisk-
beinuin. fiskslógí og 'heilum fiski til mjölvinnslu frá 16. febrúar til 31.
maí 1978. Var verðið ákveðið af oddamanni og fulltrúum seljenda gegn
atkvæðum fulltrúa kaupenda. Verðið er miðað við að seljendur skili
hráefninu í verksmiðjuþró. Verðið er sem hér segir:
a) Þegar selt er frá fiskvinnslustöðvum til fiskimjölsverksmiðja:
Fiskbein og heill fiskur, sem ekki er
sérstaklega verðlagður hvert kg .............................kr. 8.60
Karfabein og heill karfi, hvert kg ..........................kr. 11.50
Steinbitsbein og heill steinbítur. hverg kg..................kr. 5.60
Fiskslóg. hvert kg ..........................................kr. 3.90
b) Þegar heill fiskur er seldur beint frá fiskiskipum til fiskimjöls-
verksmiðja:
Fiskur. sem ekki er
sérstaklega verðlagður. hvert kJi ...........................kr. 7.80
Karfi. hvert kg .............................................kr. 10.50
Steinbitur. hvert kg ........................................kr. 5.10
Meðal farþega Flugfélags íslands er fóru til Akureyrar í gærmorgun voru nokkur
fjölfötluð börn, sem hér sjást á leið út í flugvélina. Var áætlað að dveljast á
Akureyri daglangt og koma til Reykjavíkur í gærkvöldi. Myndina tók Ólafur K.
Magnússon.
Samkomulag banka og sparisjóða:
“7
Styrkir til rannsókna
í umhverfisvandamálum
Utlánaþakið hækki
um 29% á árinu
Atlantshafsbandalagið mun á
árinu 1978 veita nokkra styrki til
fræðirannsókna á vandamálum er
snerta opinbera stefnumótun á
sviði umhverfismáia. Styrkirnir
eru veittir á vegum nefndar
handalagsins sem fjallar um
vandamál nútímaþjóðfélags.
Hafa verið valin eftirfarandi
fjögur verkefni til samkeppni að
þessu sinni:
1) Alþjóðasamvinna til þess að
hindra að' mengun berist milli
landa, 2) vandamál er snerta
orkuþarfir nú og í framtíðinni,
val orkugjafa og umhverissjónar-
mið í iðnvæddum löndum, 3) val
framtíðarflutningakerfa í borg-
um og umhverfissjónarmið og
4) áætlanir um nýtingu lands
með tilliti til verndunar landbún-
aðarsvæða.
Styrkir þessir eru ætlaðir til
rannsóknastarfa i 6—12 mánuði
og nemur hámarksupphæð hvers
©
INNLENT
Enn bræla
í loðnu-
miðunum
Enn er bræla á loðnu-
miðunum og engin veiði en
hún hefur verið lítil
síðustu tvo sólarhringana.
Bátarnir eru ýmist á
miðunum, í vari eða í höfn
og var í gær ekki útlit fyrir
að breytti til hins betra
með veður á miðunum.
styrks 220 þúsund belgiskum
frönkum eða um 1,7 milljónum
íslenzkra króna. Gert er ráð fyrir
að umsækjendur hafi lokið há-
skólaprófi og skal skila umsókn-
um til utanríkisráðuneytisins
fyrir 31. marz, en þar er einnig að
fá nánari upplýsingar um styrk-
ina.
SEÐLABANKI Islands, viðskipta-
bankarnír og Samband íslenzkra
sparisjóða hafa gert með sér sam-
komulag um, að heildarútlán
banka og sparisjóða hækki ekki
meira en um 30% á þessu ári, en
útlánaþakið, útlán án endur-
keyptra afurðalána, hækki ekki
um meira en 29%.
Eins og undanfarin ár verður
útlánaáukningunni skipt í þrjá
fjögurra mánaða áfanga og er
stefnt að þvi, að í fyrsta áfangan-
um, sem varir til aprílloka, verði
útlánaaukningin ekki meiri en
10% að meðaltali. Utlánastarf-
semi einstakra banka verður bæði
miðuð við fjárhæð innlána og
lausafjárstöðu, þannig að þeir
bankar, sem hafa þrönga lausa-
fjárstöðu, stefna að því að auka
útlán minna en meðaltalsaukn-
ingin er, en hinir, sem hafa rúma
lausafjárstöðu geta verið fyrir of-
an meðalútlánaaukninguna. 1
frétt Seðlabankans um þetta sam-
komulag segir, að vegna mikilla
útlána i janúar, verði um litla
aukningu að ræða næstu tvo mán-
STJÓRN Kaupmannasamtaka Is-
lands hefur sent frá sér mótmæli
við þeirri ákvörðun stjórnvalda
að lækka verzlunarálagningu
samfara sfðustu gengisfellingu.
Telur stjórnin að með þessari
ákvörðun séu virt að vettugi stað-
fest rök opinberra entbættis-
manna og stofnana um stöðu
verzlunarinnar á s.l. ári.
uðina. Hins vegar megi búast við
verulegri hækkun afurðalána
vegna vertíðarframleiðslu.
Þá segir í frétt Seðlabankans:
,,Þá var á fundi þessum fjallað
um afurðalánastarfsemi Seðla-
bankans og viðskiptabankanna.
Sá vandi hefur komið upp í þess-
um efnum, að endurkaupanleg
lán Seðlabankans hafa vaxið mun
hraðar á undanförnum árum en
ráðstöfunarfé hans í formi bund-
inna innstæðna frá innlánsstofn-
unum. A síðari helmingi ársins
1977 var svo komið, að endur-
kaupanleg afurðalán voru komin
rúmlega 4 milljarða fram úr
bundnu fé, sem þá hafði náð því
hámarki, er lög leyfa. I þvi skyni
að koma í veg fyrir, að þetta yrði
þess valdandi að draga þyrfti í
heild úr afurðalánum, var ákveð-
Framhald á bls. 47.
Þá segir i frétt frá Kaupmanna-
samtökunum að hún vilji benda á
að með síendurteknum gengisfell-
ingum hafi átt sér stað stórfelld
eignaupptaka á vörubirgðum
verzlana sem byggist á því að
bannað hafi verið að hækka vöru-
birgðir til samræmis við hækkað
innkaupsverð.
Þjóðleikhúsið frum-
sýnir á Húsavík
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ tekur upp
þá nýbreytni fimmtudaginn 2.
marz að frumsýna leikrit á
Húsavík. Er það bandarfskur
gamanleikur, „Á sama tfma að
ári“, eftir Bernard Sfade. Leik-
ritið, sem höfundur kallar
rómantískan gamanleik, var
frumsýnt fyrir tveimur árum á
Broadway og hefur sfðan farið
sigurför vfða um lönd, að þvf er
segir í frétt frá Þjóðleikhúsinu.
Persónur leiksins eru aðeins
tvær, karl og kona (Bessi
Bjarnason og Margrét Guð-
mundsdóttir), sem hittast á
sveitahóteli og eiga þar saman
helgi. Þar sem bæði eru gift,
stendur gamanið stutt og
ákveða þau að hittast þessa
sömu helgi ár. hvert. Spannar
leikritið tuttugu og fimm ár í
lífi þeirra, þar sem áhorfendur
sjá þau á fimm ára fresti. 1
verkinu á að speglast ýmis kon-
ar þjóðfélagsþróun og tízku-
fyrirbrigði í bandarísku þjóð-
lífi s.l. aldarfjórðung. Verkið
hefst 1951 og lýkur 1975.
Þýðandi leikritsins er Stefán
Baldursson, leikmynd gerði
Birgir Engilberts og leikstjóri
er Gfsli Alfreðsson.
Höfundurinn, Bernard Slade,
hóf feril sinn sem leikari, starf-
aði síðan við ýmis Ieikhússtörf
og hefur samið þrjú leikrit auk
sjónvarpsþátta.
Á Húsavík eru ráðgerðar
nokkrar sýningar áður en leik-
flokkurinn snýr aftur til
Reykjavíkur. Ætlunin er að
sýna leikritið síðan víða um
land. Þetta er í annað sinn sem
Þjóðleikhúsið frumsýnir leikrit
utan Reykjavíkur. Aður var
barnaleikritið „Furðuverkið",
frumsýnt í Grlndávfk fyrír
nokkrum árum.
Bessi Bjarnason og Margrél Guðmundsdóttir í hlutverkum sfnum.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Rvík:
Utankjörstaðakosn-
ing stendur yfir
NÚ STENDÚR yfir utankjör-
staðakosning í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins til borgar-
stjórnarkosninganna f Reykja-
vík. Kosið er í Valhöll, Háaleit-
isbraut 1, annarri hæð, og
stendur kosiiingin yfir í dag kl.
14—17 og næstu viku kl. 17—19
á sama stað.
Til að kosningin verði bind-
andi þarf að kjósa minnst 'A af
fylgi Sjálfstæðisflokksins við
sfðustu borgarstjórnarkosning-
ar, en þá kusu 8092, og er kjör-
nefnd skylt að gera tillögu um
þá á framboðslista sem fá yfir
50% atkvæða. Kjósa skal um
minnst átta og mest 12 fram-
bjóðendur, en þeir eru alls 39.
Kaupmannasamtökin
mótmæla lækkun
verzlunarálagningar