Morgunblaðið - 26.02.1978, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1978
7
,.Og þótt hann sonur væri,
lærði hann hlýðni af því, sem
hann leið". Væri ekki hræði-
legt ef einhverjum nútíma
hálfvillingi í kristindómi yrðu
þau ósköp á. að fara að full-
yrða um sjálfan Krist, að
hann hefði lært i skóla þján-
inga sinna, ..lært hlýðni af
þvi, sem hann leið", eins og
sjálft Ntm. (Hebr. 5) segir um
hann? Er þá hitt ekki hin
..hreina trú", að hann hafi frá
öndverðu verið fullkominn,
og því ekkert þurft að læra?
Sé sannleikans leitað við lest-
ur helgra fræða, verða marg-
ar spurningar á veginum, og
spurnir, sem krefjast svars í
nafni hans, sem á einni
stærstu og jafnframt ægileg-
ustu stund ævi sinnar lýsti
yfir því frammi fyrir lands-
stjóranum Pílatusi, að hann
væri konungur sannleikans,
boðberi sannleikans og þá að
sjálfsögðu leiðtogi þeirra,
sem sannleikans leita. Ámæl-
um þungum hefur kristin
kirkja tíðum af þvi sætt, að
hún skoði hlutverk sitt það,
að verja gömul „sannindi" i
stað þess að leita nýrra sann-
inda, miklu fremur það, að
fletta varlega gömlum blöð-
um helgiritanna en að sópa
rykinu af gömlum og gulnuð-
um blöðum og lesa þau síðan
í nýju Ijósi
Lærði Kristur hlýðni af þvi,
sem hann leið, einsog Ntm.
fullyrðir? Ég ætla að geyma
mér að svara þeirri spurn-
ingu, en spyrja
Hlýöni
—Þegn-
skapur
annarar spurnar, sem nú
liggur þjóðlífi okkar nær:
Höfum við lært þá hlýðni,
þann þegnskap, sem tryggt
geti þjóðarfarsæld og bætt
þá margföldu annmarka,
sem á þjóðlífi okkar eru i
dag?
Hann, sem Hebreabréfið
segir að hafi „lært hlýðni af
þvi, sem hann leið, sagði,
þegar hann stóð andspænis
hræðulegustu kvölum og
dauða: „Verði þinn vilji, faðir,
en ekki minn"!
Hvilík hlýðni, — en hvað
um okkur, íslenzka þjóð? Um
óhlýðni unglinga og barna er
talað margt, og margt að
óþörfu, en muninn sjáum við
vel frá því er við ólumst upp,
sem nú höfum lifað nálega
þrjá aldarfjórðunga. Sjálfur
ólst ég að nokkuru upp i
fjölmennu sveitaheimili, þar
sem í hendur héldust nútim-
inn og fornar heimiliserfðir
og hlýðnisskylda var orða-
laust virt af ungum og göml-
um En getum við, hin gamla
kynslóð, láð unglingum og
börnum? Hvernig rækjum við
hlýðnisskyldu við landslög
og almannaheill? Lifum við
sem hollir þegnar þjóðfélags-
ins, samfélaL|sins?
Við eigum meira en nóg af
einstaklingshyggju en of lítið
af samfélagshyggju, sem
vekur hlýðni ekki aðeins við
hin skráðu lög, heldur einnig
við þau óskráðu lög, sem
góður maður og hollur þegn
vill virða til almennrar far-
sældar borgaranna En ef
hlýðni við landslög og holl-
usta við þjóðarhag setja ekki
einstaklingsfrelsinu skorður
er vá fyrir dyrum.
Hefur islenzkt þjóðfélag
nokkuru sinni fyrr verið eins
tröllriðið eiginhagsmuna-
streitu og i dag? Fjármálasið-
gæði hefur svo stórlega hrak-
að, að iskyggilegt er. I við-
skiptalífinu hefur komið i
dagsljósið glæpur eftir glæp,
svo að því virðast litil tak-
mörk sett, hvað menn gera
ekki fyrir peninga. í nafni
listanna, — en hvað er list?
— virðast margir óhræddir
við að opna i nafni frelsisins
og listanna flóðgáttir óeðli i
kynferðismálum, sem menn
hraus hugur við til skamms
tima. Sjáum við þó ekki öll,
að við verðum að endurfæð-
ast til nýrrar hlýðni við æðri
lög en þau, sem skefjalaus
einstaklingsgeðþótti, gróða-
hyggja og stundarhagur
setja?
Við stöndum andspænis
þvi, hvernig sem fram úr þvi
ræðst, að flóðalda nýrrar
kjaradeilu velti yfir þjóðina,
Samúð þorra þjóðarinnar er
með þeim, sem skarðan hlut
bera frá borði, en hvað er um
hina? Standi þjóðarhagur svo
höllum fæti, að fyrir dyrum
sé vá, verður að sjálfsögðu til
þeirra horft um þegnskap,
sem við bezta aðstöðu búa i
þjóðfélaginu, og til þeirra þá
horft um fordæmi, sem þjóð-
in hefur forystuna falið. Það
hefur vakið athygli og umtal,
að þótt ekki verði á það born-
ar brigður, að valdhafar séu
að leita þeirra úrræða, sem
þeir finna bezt og treysta
bezt að afstýra megi miklum
efnahagsvanda og holskeflu
nýrrar kjaradeilu. — þá hef-
ur úr sölum Alþingis mér
vitanlega ekki heyrzt nema
ein rödd, og hún frá kvenfull-
trúa Vestfjarðakjördæmis,
sem hvetur til þess, að hinir
þjóðkjörnu fulltrúar færi
fyrstu fórnina. Þótt ekki leysi
slíkt vandann, sem verið er
að etja afli við, væri slíkt
fagurt og verðugt fordæmi,
og hvaðan ættum við borgar-
arnir að vænta fordæmis um
þegnskap og hlýðni við þjóð-
arhag fremur en úr þeim söl-
um, sem þeir menn sitja.
sem vandamálin ættu
gleggst að þekkja og alvara
timans ætti að vera og er
sjálfsagt Ijósust?
Sjálfsagt þykir ýmsum
þeim, sem þessi orð lesa, að
ég sé kominn æði langt frá
orðum Hebreabréfsins um
Krist, sem ég vitnaði til í
upphafi og fylgja 5 kap
bréfsins. Ég vona að geta
gert þeim orðum bráðlega
betri skil: „En þótt hann
(Kristur) sonur væri, lærði
hann hlýðni af því, sem hann
leið".
Það gefi Guð, að ekki þurfi
til þess böl atvinnuleysis og
nýrra erfiðleika, að okkarást-
kæra þjóð læri lexíu hlýðn-
innar, þeirra hlýðni, sem vek-
ur þegnskap við þjóðarhag.
Styrkið og fegrið iíkamann
Ný 4ra vikna námskeið hefjast 1 marz.
FRÚARLEIKFIMI — mýkjandi og styrkjandi.
MEGRUNARLEIKFIMI — vigtun — mæling
— holl ráð„
SÉRTÍMAR fyrir konur sem vilja léttast um 15
kg eða meira.
Innritun og upplýsingar alla virka daga
kl. 13-22 í síma 83295.
Sturtur—Ijós—gufuböð — kaffi — nudd.
® Júdódeild Ármanns
Svipmyndir
á svipstundu
Svipmyndir í hvert skírteini
Svipmyndir sf.
Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu
GÆSLUVARÐHALDS-
FANGELSI
Tilboð óskast í jarðvinnu og steypu sökkla og
kjallara gæsluvarðhaldsfangelsiisins að Tungu-
hálsi 6, Reykjavík.
Verkinu skal lokið 1 5. ágúst 1 978.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri,
Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 15 000 — kr
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
1 5. mars 1 978, kl. 1 1.30 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
lV>iWýv»<
p FERDAKYNNING:
(Ðenidorm
Skiphóll Hafnarfirði
Sunnudagskvöld kl. 19.00.
Kvöldverður.
Ferðakynning: Benidorm
Skemmtiþáttur: Baldur Brjánsson
Ferðabingó: 3 umferðir.
Danssýning: Sæmi og Didda
Tiskusýning: Karonsamtökin sýna
tiskufatnað frá versluninni Herrariki og
versluninni Urður, Kópavogi.
Dans: Hljómsveitin Dominik
Borðapantanir eftir kl. 16 i sima
52502 laugardag og sunnudag
Ferðamiðstöðin hf.
Aöalstræti 9 Simar 11255 12940
. .