Morgunblaðið - 26.02.1978, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1978
HELGI
HÁLFDANARSON:
ÖVINURINN ðSVNILEOI
í Morgunblaðinu birtist í gær (15.2.) grein eftir dr.
Jón Gíslason skólastjóra, Forngrískir leikir í Ijóðum
og lausu máli. Þar lætur dr. Jón í Ijósi undrun sína og
þó nokkra hneykslun á því, að Þjóðleikhúsið skuli
nota ljóðtexta, sem ég hef gert, til flutnings á leikriti
Sófóklesar, Ödípúsi konungi. Hann lýsir því yfir, að
sér leiðist flutningur leikrita í ljóðum, og finnur því
formi margt til foráttu, sem ég mun ekki ræða án
frekara tilefnis, þótt ég sé þar mjög á öðru máli.
Mig furðar, hversu dr. Jón hefur allt á hornum sér í
þessari grein sinni. Honum þykir jafnvel tímabært að
setja út á það eína sem enn hefur birzt af þýðingu
minni, nafnið Ödfpús, vegna þess að það sé „latneska
myndin". Auðvitað valdi ég ekki þetta nafn vegna
þess að það væri latnesk mynd, heldur vegna þess, að
það er hin hefðbundna íslenzka mynd þessa griska
nafns. Steingrímur Thorsteinsson notar í Goðafræði
Stolls myndina Ödípus. Og má ég geta þess, að dr. Jón
Gíslason ræðir allmikið um konung þennan í ágætu
riti sínu, Goðafræði Grikkja og Rómverja, og nefnir
hann þá ýmist Ödípús eða Ödipús, þó að nú þyki
honúm ekkert duga nema Oidipús, því það sé hin
gríska mynd nafnsins (sem það raunar er ekki). Sú
mynd virðist mér ónothæf í íslenzkum texta.
Dr. Jón fjallar nokkuð um þýðingar sjálfs sín á
forngriskum leikritum, og lýsir því hve erfiðlega sér
hafi gengið að fá þær fluttar; hvar sem hann hafi
leitað á, hafi öll sund lokazt og ýmsu verið barið við.
Síðan segir hann;
„En hér er við einhvern ósýniiegan óvin að kljást,
sem ekki er gott að hafa hendur i hári á. Hann hagar
sér eins og Refsinornir, rekur slóð fórnarlambsins og
gefur þvi engin grið."
Ég verð að segja sem er, að mér þykir hörmulegt, að
dr. Jón skuli láta svo um mælt. Þegar svona er til orða
tekið, hvað er þá eðlilegra en ýmsum komi í hug sá
maður, sem þarna virðist öðrum fremur hafa fipað
æskilegan gang mála, sem sé undirritaður, hvort sem
dr. Jón ætlast til þess eða ekki, að svo sé skilið.
Vegna þessara ummæla kemst ég ekki hjá að láta
þess getið, að þýðingu á leikriti hef ég aldrei — segi og
skrifa aidrei — boðið neinu leikhúsi, útvarpi né
sjónvarpi; enda stæði ég fremur betlandi á Lækjar-
torgi en að ganga á milli manna og bjóða fram slíkan
varning.
Fyrsta leikritið sem ég þýddi fyrir Þjóðleikhúsið var
Sem yður þóknast eftir Shakespeare, og var það
sannarlega ekki vegna þess að mér hefði það til hugar
komið, heldur fyrir þrábeiðni leikstjórans, sem var
vinur minn Lárus Pálsson. Lárus vissi til þess, að ég
hafði ögn verið að leika mér að nokkrum af sonnettum
Shakespeares, þó að ekki hefði ég birt neitt af slíku.
Mun það hafa valdið þessu hlálega uppátæki hans.
Síðar var svo beðið um fleira eftir sama höfund, og
urðu til þess bæði forráðamenn Þjóðleikhússins og
aðrir. Fleiri en einn útgefandi bauð mér útgáfu, og ég
samdi við þann sem fyrstur bauð. En vegna útgáfunn-
ar sjálfrar bættust enn í hópinn nokkur Shakespeares-
leikrit, og hafa sum þeirra siðan verið föluð til flutn-
ings i leikhúsum og útvarpi.
Haustið 1968 tilkynnti Leikfélag Reykjavíkur að
Antígóna eftir Sófókles í minni þýðingu yrði meðal
næstu vérkefna sinna. Af þvi tilefni skrifaði dr. Jón
Gíslason grein í Morgunblaðið (21.9. ’68), þar sem
hann bendir á að þýðing sín á leikriti þessu hafi verið
gefin út og hlotið góða dóma. Mátti lesendum þá
furðulegt þykja, að fitjað skyldi upp á nýrri þýðingu,
fyrst til var góð þýðing fyrir. Ég sendi því blaðinu
daginn eftir smá-athugasemd þess efnis, að misskiln-
ings myndi gæt'a um eóli verksins. Þar segir m.a.:
„Þegar Leik-félag Reykjavíkur fór þess á leit við
mig, að ég þýddi Antigónu, tók ég því víðs fjarri, og
benti einmitt á, að til væri mjög nýleg þýðing beint úr
frummáli eftir vandvirkan fræðimann. Kom þá að
kjarna þessa máls. Leikfélagið lagði allt kapp á að
flytja leikritið í bundnu máli, sem næst hinu forna
ljóðformi þess. Nú er þýðing dr. Jóns hins vegar gerð á
lausu máli, svo sem víða hefur tíðkazt jöfnum hönd-
um, ekki sízt um fræðilegar þýðingar, þar sem ná-
kvæmni merkinga skiptir meira máli en orðahljómur
á leiksviði.” Og síðar:
„Mér var að sjálfsögðu vel ljóst, hvílíkum kostum
þýðing dr. Jóns er búin, ekki sízt frá fræðilegu sjónar-
miði, og kom mér aldrei til hugar að ganga svo að
verki mínu, að hún yrði mér ekki jafnan til ráðuneyt-
is, enda þótt mér væri sett annað markmið. Ekkert af
þessu vildi ég að færi á milli mála, og þegar ég skilaði
þýðingu minni, lét ég fylgja henni svo fellda athuga-
semd á titilblaði: „Þýðing þesssi er gerð fyrir Leikfé-
lag Reykjavíkur til flutnings á leiksviði í fornlegum
ljóðstíl. Hún er ekki gerð úr frummáli, heldur eftir
erlendum Ijóðþýðingum, og með hliðsjón af hinni
vönduðu lausamáls-þýðingu dr. Jóns Gíslasonar.” Var
svo um talað, að athugasemd þessi kæmi fram opinber-
lega, áður en sýningar hæfust.“
Nú vil ég geta þess, að fyrir nokkrum árum fór
Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri þess á leit við mig,
að ég gerði Orestesar-þríleik Æskilosar sömu skil og
Antígónu áður. Mun honum hafa þótt ég ærið tregur
til; og var það þó ekki vegna þýðingar dr. Jóns á því
verki, enda nú sem fyrr um annars konar þýðingu að
ræóa, heldur blátt áfram vegna þess, að mér hraus
hugur við að færast slíkt ofboð i fang. Þó kom þar, að
ég skilaði þjóðleikhússtjóra þýðingu, sem hann taldi
hæfa sinum þörfum.
En þegar til kom, var svo háttað verkefnum Þjóð-
leikhússins ög mannafla, að fresta varð sviðtöku þrí-
leiksins um óákveðinn tíma. Og í hans stað bað þjóð-
leikhússtjóri mig nú um að þýða fyrir sig ödípús
konung, sem þá yrði sýndur fyrr. Þrátt fyrir öll mín
undanbrögð lauk okkar viðskiptum á sama veg og fyrr,
og er nú flutningur þeirrar þýðingar að hefjast.
Þýðing mín á Antígónu hafði verið gefin út um
leið og hún var flutt á sínum tíma. Þegar Ödípús
konungur bættist við, þótti illa á því fara, að þar
vantaði einn þriðjunginn af Þebu-leikjunum svo-
nefndu, ödfpús f Kólónos. Varð því að ráði, að þessir
leikir yrðu samferða, svo sem mjög er venja. En vegna
beiðni skólakennara var þó að því horfið að prenta nú
þegar Ödfpús konung, en Ödípús í Kólónos síðar.
Þegar ég var að fást við þríleik Æskilosar, hafði ég
Frá Skákþingi
So vétr ík j anna
EINS og skákáhugamönnum er kunnugt urðu þeir
Boris Guljko og Jozef Dorfman jafnir og efstir á
Skákþingi Sovétríkjanna 1977. Þeir urðu því að tefla
einvígi um titilinn og er því nýlokið.
Áður en fjallað verður um einvígið skulum við til
gamans rifja upp úrslitin á meistaramótinu sjálfu.
Þau urðu þessi: 1—2. Dorfman og Guljko 9'A v. af 15
mögulegum. 3—4. Petrosjan og Polugaevsky 9 v. 5—7.
Bagirov, Geller og Tal 8 v. 8—9. Kuzmin og
Romanishin 7'A v. 10—11. Balashov og Sveschnikov 7
v. 12—14. Kochiev, Smyslov og Tukmakov 6'A v. 15.
Grigorjan 5lA v. 16. Alburt 5 v.
Boris Guljko (t.v.) og Jozef Dorfman við verðlaunaafhendingu á
Skákþingi Sovétrfkjanna.
Eins og sjá má á þessari upp-
talningu voru allir sterkustu
skákmenn Sovétríkjanna að
Karpov undanskildum mættir
til leiks. Fyrirfram voru tveir
ungir og upprennandi skák-
menn, þeir Kuzmin og
Romanishin, taldir sigurstrang-
legastir, auk hinna þraut-
reyndu skákmanna af eldri
kynslóðinni, þeirra Petrosjans,
Polugaevskys og Tals. Mótið
var æsispennandi frá upphafi
til enda, en lengst af var
Petrosjan í forystusætinu.
Hann byrjaði mjög vel, hafði
hlotið 5‘A vinning eftir sjö um-
ferðir, en tapaði í áttundu um-
ferð fyrir Kuzmin. Við það var
sem allur kraftur væri úr hon-
um, hann gerði sjö síðustu
skákirnar jafntefli og þeir
Guljko og Dorfman skutust upp
fyrir hann á endasprettinum.
Þeir Guljko sem er 32 ár'a og
Dorfman, sem er aðeins 24 ára,
tefldu síðan til úrslita um titil-
inn og bjuggust flestir við
spennandi viðureign, enda
báðir svo til óþekktar stærðir.
Sú varð einnig raunin á.
í fyrstu skákinni, sem Guljko
hafði hvilt í kom upp óvenju-
legt afbrigði drottningarbragðs
og náði Dorfman snemma að
jafna taflið. Var siðan samið
um jafntefli eftir 25 leiki.
1 annarri skákinni beitti
Guljko afbrigði af spænskum
leik sem mjög er í tízku um
þessar mundir (1. e4 — e5 2.
Rf3 — Re6 3. Bb5 — Bc5).
Kapparnir fylgdu bókunum
síðan lengi og virtist Dorfman
alltaf hafa rýmra tafl. Guljko
gaf þó ekki millimeter eftir í
vörninni og eftir 39. leik hans
Hf8-f7 kom upp þessi staða:
Svart: Guliko_________________
Hvítt: Dorfman
Skák
eftir MARGEIR
PÉTURSSON
40. Dd3? (Nauðsynlegt var 40.
Rc6 — Dc8 41. He7 og jafntefli
eru eðlilegustu úrslitin. Nú
vaknar svarta liðið heldur bet-
ur til lifsins og hvita staðan
veróur skyndilega óverjandi)
Db2! 41. Dfl (41. Df3 kom ekki
til greina vegna 41. . .. Da2 42.
Ha6 — Bb6) Dc2 (Biðleikur-
inn. 1 rannsóknum sínum á bið-
stöðunni fann Dorfman enga
haldgóða vörn) 42. Ha6 — Bc5
43. Rc6 — Hd7 44. Rb4 —
Dxe4+ 45. Kh2 — Hd2 46. Ha2
— Ilxa2 47. Rxa2 — Df3 48.
Dg2 (Eða 48, Kgl — Dxg3+)
Dxf2 og hvítur gafst upp.
1 þriðju skákinni fékk Guljko
mun betri stöðu eftir byrjunina
og að loknum 21. leik svarts.
b7-b5, kom upp þessi staða:
Svart: Dorfman
Guljko lék hér 22. Rg3 en
mannsfórnin 22. .. . Bxf5! hefði
vafalaust gefið honum betri
möguleika. 22. ... Hxfð gengur
auðvitað ekki vegna 23. Hxc8 +
og svartur yrði því að leika 22.
... exf5 23. Dxd5+ — Kh8.
Hvítur hefur þá steka sókn
eftir 24. Hc6! T.d. 24. ... Dd2
25. Hxh6+ — Kg7 26. Dc6 —
Hg8 27. Dg6+ — Kf8 28.
Hxc8 + !.
Eftir þessa yfirsjón Guljkos
náði Dorfman að bjarga sér í
jafntefli. Lokin urðu þannig:
22. Rg3? — Bb7 23. Ddl — g4
24. Bxf5 (Nú leiðir fórnin
aðeins til jafnteflis. Betra var
24. Rh5 — Bg5 25. Rf4 og hvítur
stendur ennþá betur)
— exf5 25. Rxf5 — Hxf5 26.
Dxg4+ — Hg5 27. De6+ — Kh7
28. Hc7 — Hbg8 29. Hxe7+ (En
ekki 29. Hxb7? — Hxg2+ 30.
Khl — Hxh2+ 31. Kxh2 —
Dd2+ og svartur mátar) H8g7
30. Hxg7+ — Hxg7 31. Df5+ —
Kg8 32. De6+ — Kh7 33. Df5 +
— Kg8 34. De6+ Jafntefli.
Byrjun fjórðu skákarinnar
var mjög róleg frönsk vörn, en í
þessari- stöðu varð Guljko á
mjög alvarleg yfirsjón:
Hvftt: Dorfman