Morgunblaðið - 26.02.1978, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1978
15
Lelkllst
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
verk tveggja aðstandenda Leik-
brúðulands og nokkurra
kunnra leikara, hljóðuþptaka
gerð af Guðmundi Guðmunds-
syni.
Þegar á allt er Iitið er þetta
viðamikil sýning og merkur
áfangi í sögu Leikbrúðulands.
Það sem helst mætti finna að er
hljóðupptaka sem ekki er nógu
skýr og gætir stundum ósam-
ræmis milli þeSS sem sagt er og
þess sem fer fram á sviðinu.
Aðstaðan að Fríkirkjuvegi 11
er ekki nógu góð.
Þess skal að lokum getið að
kynnir sýningarinnar er Gíri
gíraffi. Það sem honum er lagt í
munn er eftir Guðrúnu Helga-
dóttur, flytjandi Baldvin
Halldórsson. Að vonum er
margt smellið sem frá gíraffan-
um kemur, en mál hans þyrfti
að stytta.
Fyrsti þátturinn nefndist
Vökudraumur, lítið ævintýri
með tónlist. Tónupptaka er
verk Guðmundar Guðmunds-
sonar, en Erna Guðmarsdóttir
gerði brúður og leikmynd og
leikstýrði. Þátturinn sem
fjallar um strák sem dreymir
ferðalag til annarra stjarna
minnir óneitanlega á Litla
prinsinn, ekki sist vegna þess
að tæknin er að mestu sú sama
og í sýningu sænska Marionett-
teatern í Þjóðleikhúsinu á sín-
um tíma. En hér er þó aðeins
um heillavænleg áhrif að ræða
því að sýningin miðlar eftir-
minnilegum hugblæ.
Hólmfriður Pálsdóttir sá um
leikstjórn.
Eineyg, Tvíeyg og Þríeyg er
að sama skapi löng sýning.
Brúður gerði Helga Steffensen
og er hennar verk athyglisverð-
ast í sýningunni, brúðurnar
hinar kostulegustu. Efnið er
sótt í Grimmsævintýri, textinn
lagaður til af Kristjáni Arns-
syni og Hólmfriði Pálsdóttur
sem einnig leikstýrir. Leik-
mynd er eftir Þorbjörgu
Höskuldsdóttur. Raddtúlkun er
Litla Gunna og litli Jón er
þáttur saminn eftir kvæði
Davíðs Stefánssonar og eru
brúður og leiktjöld eftir Hall-
veigu Thorlacius. Þórunn
Magnea Magnúsdóttir syngur
ljóðið. Þessi þáttur var
Brúður, höfundar og stjórnendur. Frá vinstri: Þorbjörg Höskuldsdóttir, Helga Steffensen, Erna
Guðmarsdóthr og Hallveig Thörlacius.
í Leikbrúðulandi
LEIKBRUÐULAND: Erna
Guðmarsdóttir, Hallveig Thor-
lacius, Helga Steffensen, Hólm-
fríður Pálsdóttir og Þorbjörg
Höskuldsdóttir. Sýningar að
Frikirkjuvegi 11.
Leikbrúðuland iætur engan
bilbug á sér finna. Nýlega voru
frumsýndir fjórir leikþættir að
Fríkirkjuvegi 11 og eru þeir
allir til vitnis um þróun
islensks brúðuleikhúss þótt
ekki verði sagt að um stökk-
breytingar sé að ræða hvað efni
og túlkun varðar.
skemmtilegur, gæddur ísmeygi-
legum húmor og að mínu viti
hæfilega langur. Best fer á því
að þættirnir séu ekki of langir,
einkum vegna barnanna.
Drekinn eftir Arne Mykle
þótti mér of langdreginn. Efnið
er útþvælt þótt reynt sé að lífga
upp á það með súkkulaðikexi og
köngi sem mismælir sig. Hér
eru sem fyrr á ferð dreki sem
rænir prinsessu og hugdjarfur
prins sem frelsar hana.
Brúðurnar gerði Leikbrúðu-
land, leiktjöld eru eftir Þor-
björgu Höskuldsdóttur og
Okeypis , - 0,
flúortöflur gegn
tannskemmdum
afhentar hér
NÆSTU daga verður á vegum
Heilbrigðismálaráðs Reykja-
vikurborgar farið að afhenda
ókeypis flúortöflur handa börn-
um innan sex ára aldurs, sem
búsett eru í Reykjavík.
Töflurnar verða afhentar á
barnadeild Heilsuverndar-
stöðvarinnaf og í heilsugæzlu-
stöðvunum í Arbæ, Breiðholti og
Langholti.
Flúor hefur reynst áhrifa-
ríkasta lyfið gegn tannskemmd-
um. Sé það tekið i hæfilegum
skömmtum á myndunarskciði
tannanna, minnkar það tann-
skemmdir um og yfir 50%.
Afgreiddar verða 365 töflur á
einstakling, en það er ársskammt-
ur handa yngstu börnunum. Töfl-
ur þessar eru litlar og hragðdauf-
ar. Þær eru auðlcystar í vatni og
blandast auðveldlega barnamat,
án þess að spilla bragði.
(Fréttatilkynning)
^ X “S -14275 7 ^ ^
LAUGAVEGUR ^
■Sf-21599