Morgunblaðið - 26.02.1978, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1978
VERÖLD
Gjaldeyris-
greif arnir í
(Pól)landi
öreiganna
Það var á ársþingi pólska
kommúnistaflokksins, sem haldið
var f Varsjá fyrr í þessum mán-
uði. Fundur stóð yfir, og Gierek
formaður var að halda alvöru-
þrungna ræðu. En það vantaði
allnokkra þingfulltrúa f salinn.
Þeir voru ekki veikir, ellegar
veðurtepptir úti á landi. Þeir
voru reyndar saman komnir rétt
fyrir utan þinghúsið. Stóðu þar í
halarófu utan við litla bókaverzl-
un. Þær fregnir höfðu nefnilega
borizt út, að nokkrar sjaldfengnar
bækur væru komnar í verzlanir.
Þingmennirnir voru löglega
afsakaðir; það skilja allir í Pól-
landi, er maður segist ckki mega
vera að einhverju þvf að hann
þurfi að flýta sér f biðröð. Þá er
einhver torfengin vara komin f
verzlanir.
Kjöt er líklega eftirsóttasta var-
an og verða undir eins langar
biðraðir við kjötbúðir, þegar
fréttist af því. En það er líka
algengt að sjá biðraðir utan við
bókabúðir. Þess utan er hvort
tveggja selt í stórum stíl á svört-
um markaði. Meðalupplög bóka í
Póllandi eru svo sem 20 þúsund
eintök (það er langtum meira en
höfundar á vesturlöndum eiga að
venjast). En það er alvanalegt að
upplag bókar seljist allt á nokkr-
um dögum. Eftirsóttustu bókun-
um er strax stungið „undir borð-
ið“. Metsölubókin á svörtum
markaði um þessar mundir er eft-
ir bandarískan geðlækni og fjall-
ar um streitu. Hafa langtum færri
fengið hana en vildu.
Pólverjar eyða næsta ótrúleg-
um tíma til þess að verða sér úti
um nauðsynjar, og er hætt við því
að mönnum á vesturlöndum
brygði ef jafnerfitt yrði um að-
drætti þar. Svartamarkaðsverslun
er geysimikil i landinu og reynir
ríkisstjórnin ekkert til þess að
draga úr henni. Framboð er svo
lítið, að stjórnin verður að láta sér
svartamarkaðinn lynda. Hún hef-
ur að vísu gert nokkuð til þess að
friða neytendur: sett á stofn
verslanir sem selja gegn gjald-
eyri. Þetta þykir ekki góður
sósialismi, en eitthvað urðu yfir-
völdin að gera til þess að friða
menn, og kalla þau þetta „tíma-
bundna lausn“.
Vörudreifing og verzlun í Pól-
landi er með nokkuð sérstæðum
hætti. Ríkið rekur verzlanir og
selur þar nauðsynjar við mjög
vægu verði — og pólskri mynt. En
svo eru aðrar verzlanir, þar sem
einungis er selt við gjaldeyri, og
þar eru á boðstólum munaðarvör-
ur: bílar, litasjónvarpstæki, inn-
fluttar snyrtivörur, fatnaður, inn-
fluttar sigarettur — og jafnvel
niðursoðið pólskt svinsflesk endr-
um og eins. En það þykir mest
munaðarvara í Póllandi. Aftur á
móti eru matvörur margar tor-
fengnari; t.a.m. er kjöt oft illfáan-
legt í ríkisverzlunum.
Fyrir utan verzlanir ríkisins
eru svo þrir markaðir og þar selja
bændttr afurðir sinar við þvi
verði sem þeim sýnist hverju
sinni og er ekkert eftirlit með þvi.
Auk þess er svartamarkaðurinn,
eins og fyrr sagði, og fæst þar
flest, sem nöfnum tjóir að nefna,
þ.á m. erlendur gjaldeyrir; og
loks er að nefna vöruskiptaverzl-
un, sem er algeng.
Margar húsmæður í Varsjá hafa
þann hátt á að þær semja við
bændur og koma þeir þá vikulega
með vistir. Borga húsmæður það,
sem upp er sett og hugsa sig ekki
um tvisvar. Þó blöskraði einni
kunningjakonu minni, þegar
sveitakonan sem færir henni ný-
meti reglulega tók upp á þvi ekki
alls fyrir löngu að heimta borgun
í gjaldeyri!
Menn hafa augu og eyru hjá sér
og eru snöggir til, er þeir fá veður
af eftirsóttri vöru. Eitt sinn kom
ég inn á veitingastað i Varsjá og
var í fylgd með kunningja mín-
um. Það var ungversk salami-
pylsa á boðstólum. En hún þykir
mikið sælgæti. Þegar við vorum
búin að borða bað kunningi minn
einn þjóninn að finna sig afsíðis
og ræddu þeir saman í hvislingum
smástund. Þjónninn vék sér svo
frá en kom aftur að vörmu spori
með dálítinn böggul, sem hann
fékk kunningja mínum en sá
laumaði einhverjum seðlum að
þjóninum í staðinn. Þjónnirin
hafði selt honum heila, stóra
salamipylsu og hann borgað 300
zloty. (tæpar 5000 ísl. kr.) fyrir.
Hann hefði getið fengið svona
pylsu fyrir 60—70 zloty i ríkis-
verzlun. En þær fást því miður
nærri aidrei í ríkisverzlunum.
Almenningur rekur einnig um-
fangsmikla símaþjónustu og ber-
ast fréttir af nýkomnum, sjald-
séðum vörum undrahratt út. Einn
daginn eru t.d. komnar í búðir
Kleenex-þurrkur, tveim dögum
síðar Earl Grey te ellegar ítalskir
skór og eru þá ailar símalínur
uppteknar um hrið en siðan
myndast langar viðraðir og varan
elst upp á skammri stund. Reynd-
ar er líka uppiýsingaþjónusta á
vegum hins opinbera; menn geta
hringt og fengið upplýsingar um
vörur, sem eru á boðstólum
hverju sinni. En það getur tekið
timann sinn að ná sambandi við
þá miðstöð.
Fyrir utan þetta er að nefna
„neðanjarðarútgáfu", sem stend-
ur með miklum blóma. Lesmál
sem hið opinbera telur almenn-
ingi ekki hollt einhverra hluta
vegna er prentað og því dreift
með ólöglegum hætti í stórum stíl.
Til að mynda munu velflestir
menntamenn í Varsjá hafa komið
höndum yfir reglugerðina um rit-
skoðun, 70 siðna bók, sem laumað
var úr landi í fyrra og hún gefin
út þar. Þeir, sem ég hafði tal af
höfðu lika allir veður af bréfi því,
sem 14 hátt settir embættismenn
kommúnistaflokksins rituðu
undir og kröfðust þar þess, að
lýðræði yrði aukið í flokknum og
alþýðu manna veitt meiri hlut-
deild'i stjórn og ákvörðunum.
Pólskur almenningur býr yfir-
leitt við góð efni nú orðið, enda
kvarta fæstir um iaun sín. En
framboð vöru hefur ekki aukizt
að sama skapi og það hefur valdið
almennum og viðvarandi urg í
landiriu. Pólverjar horfa ekki í
það að greiða svartamarkaðsvöru
dýru verði. Aftur á móti verður
mikill urgur um leið og stjórnvöld
hyggjast hækka vöruverð í ríkis-
verzlunum.
Það er naumast hægt að bera
saman vöruverð í Póliandi og á
vesturlöndum; vöruverð í Pól-
landi er svo margs konar. Það er
vöruskiptaverð, opinbert verð,
„ferðamannaverð", svartamark-
aðsverð, „kunningjamarkaðs-
verð“ og mun þó ekki upptalið.
Hið opinbera selur langódýrast;
vörur í ríkisverzlunum eru flestar
niðurgreiddar og það svo, að vest-
urlandamönnum þykir þær hlægi-
lega ódýrar.
Föt og rafmagnstæki eru seld
við mjög sanngjörnu verði — en
eru oft ekki til ellegar léleg þau
sem fást. Löng bið er eftir bilum
og ibúðum — nema menn eigi
handbæra dollara. Þá er alls eng-
in bið. Reyndar eru allar vörur,
sem fást gegn dollurum miklu
ódýrari í Póllandi en á vestur-
löndum.
Pólsk yfirvöld halda þvi fram,
að erlendur gjaldeyrir nemi
minna en 10% þeirrar upphæðar,
sem keypt er fyrir að jafnaði, en
það er grunsamlega lág tala. Þús-
undir Pólverja eiga ættingja er-
lendis og senda þeir síðarnefndu
oft gjaldeyri heim ellegar koma
með hann sjálfir. Aður fyrr
geymdu menn gjaldeyri sinn
heima en nú er búið að heimila
þeim að stofna gjaldeyrisreikn-
inga í bönkum og er þá ekki spurt
um það hversu féð sé fengið.
— HELLA PICK.
ÓGNARÖLD
Maðurinn sem
á metið -1
múgmorðum
MIÐBAUGSGINEA heitir Iftið
land og liggur í Afríku vestan-
verðri rétt fyrir norðan miðbaug.
Miðbaugsgfnea var áður nýlenda
Spánverja, en hlaut sjálfstæði
árið 1968. Upp frá þvf hefur setið
þar að vöfdum Macias nokkur
Nguena Biyogo og stjórnað með
tilstyrk hers sfns. Macias þessi er
frægastur af þvf, að hann er tal-
inn hafa látið myrða fleiri þegna
sfna en aðrir þjóðhöfðingjar sem
nú eru uppi, og er þá langt til
jafnað.
Að sögn diplómata og flótta-
manna frá Miðbaugsgíneu hafa
tugþúsundir manna verið myrtar
f landinu á undanförnum níu ár-
um, þ.e. frá því, að Maeias kom til
vaida. Menn eru teknir af lifi
fyrir litlar sem engar sakir.
Algengasta líflátsaðferðin mun
vera barsmíðar.
Fáum fréttamönnum hefur ver-
ið hleypt inn i landið á undan-
förnum árum, og nærri engum
vestrænum. Það er því nærri
ógerningur að ganga úr skugga
um sannleiksgildi sagna, sem
þaðan berast. En nokkuð er það,
að flóttamönnum, diplómötum,
kaupsýslumönnum og tækni-
mönnum, sem þar hafa verið ein-
hvern tíma stíðustu árin ber
öllum nokkurn veginn saman í
frásögnum.
Þeir segja svo frá, að Macias
stjórni með tilstyrk herlögreglu,
skipaðrar mönnum af ættflokki
hans er Fangnefnist, en auk þess
hafi hann sér til hjálpar nokkur
hundruð Sovétmenn, Kínverja og
Kúbumenn, enda kalii hann
stjórn sína marxíska. Er hann og
búinn að reka alla bandariska
diplómata úr landi.
Það er talið, að nærri 145 þús-
und manna hafi flúið frá
Miðbaugsgíneu til nágrannaríkj-
anna Kamerúns og Gabons elleg-
ar tii Nígeriu eða Spánar. Þetta er
geysihátt hlutfall, nærri helming-
ur þjóðarinnar.
Ekki er vitað með vissu hversu
margir hafa látið lifið, en fiestir
kunnugir telja að þeir hijóti að
vera tugir þúsunda alls.
Mörg fjölþjóðleg samtök, svo
sem Heimskirkjuráðið, Samtökin
gegn þrælahaidi, og Amnesty
International, hafa fordæmt
stjórn Maciasar opinberlega og
segir í einni samþykkt, að „hún sé
ein allra mesta ógnarstjórn í
heiminum“.
Macias fer ekki i manngreinar-
álit, þegar morðfýsnin grípur
hann. Hann hefur látið myrða
eina sjö fyrrverandi ráðherra
sína, ef ekki fleiri. Og einn fyrr-
verandi ráðherra komst undan
nauðuglega; Macias hafði gefið út
skipun um að drepa hann, en
ráðherranum tókst að flýja til
skógar. Var hann tvo daga á
flóttanum unz hann komst úr
landi, en herlögreglan leitaði að
honum dyrum og dyngjum um
allt land. Ráðherra þessi heitir
Pedro Ekong Andeme og fór áður
með heilbrigðismál fyrir Macias.
Ég náði tali af Ekong fyrir
skömmu; það var í Younde í
Kamerún, og fór fundur okkar
fram með leynd, því að Ekong
telur sig fráleitt óhultan enn þótt
hann sé sloppinn frá Miðbaugs-
gíneu.
Ekong sat i fangeisi í Malabo,
höfuðborginni í Miðbaugsgineu, í
fjögur ár, frá 1971 til 1975. Hann
var fangelsaður fyrir þá sök eina
að hafa tekið til máls þegar
Macias vildi að hann þegði. Ekong
segír svo frá, að hann hafi hírzt i
tveggja metra löngum og tveggja
Macias kannar heiðursvörðinn í
opinberri heimsókn f Nigerfu.
feta breiðum klefa ailan þennan
tíma, allsnakinn og varð að sofa
þannig á beru steingólfinu.
Hann reyndi að fyigjast með því
er fangar voru teknir af iífi í
fangelsisgarðinum og hafa tölu á
þeim. Taidi hann 157 á þeim
fjórum árum, sem hann sat þarna.
Flestir voru barðir til dauða. Tók
það mislangan tíma, en kvalavein
fanganna glumdu um fangelsið á
meðan — „þangað til hryggurinn
var brotinn. Þá hættu þeir að
æpa“. Fáeinir hlutu þó þau for-
réttindi að verða leiddir fyrir af-
tökusveit og skotnir. Flestir, sem
teknir voru af lífi, höfðu verið
fangelsaðir af stjórnmálaástæð-
um, að því er Ekong sagði. En auk
þess kvað hann herlögreglumenn
oft hafa drepið merin, sem ekkert
höfðu andæft stjórninni, „bara af
því að þeim datt það i hug“.
Malaboborg er á Fernandó Pó-
eyju, (Miðbaugsgínea er í tveim
hlutum Fernando Pó-eyju og Ríó
Múni uppi á meginlandinu), sem
nú er reyndar búið að skíra upp
og heitir hún Macias Nguema
Biyogo-eyja. Þar býr nærri
fjórðungur þjóðarinnar. Þótt
margir séu drepnir i Malabó eru
þó langtum fleiri myrtir uppi á
meginlandinu, að því er Ekong
segir.
Diplómat frá Kamerún, sem
dvaldist i tvö ár í Miðbaugsgíneu,
lét svo um mælt er hann kom
þaðan, að Macias virtist ráðinn i
þvi að útrýma öllum stjórnmála-
leiðtogum háttsettum embættis-
mönnum, menntamönnum og
kaupsýslumönnum og helzt ölium
öðrum en ættbræðrum sínum
Fangmönnum. Flestallir and-
stæðingar hans úr hópi stjórn-
málamanna eru annað tveggja
dauðir eliegar flúnir úr landi. En
alþýða manna, sem er mestan
Framhald á bls. 36