Morgunblaðið - 26.02.1978, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1978
25
v
Þú bláfjallageimur með heiðjökla-
hring, hefur oft átt við að raula á
heimleiðinni inn eftir Skúlagötunni á
þessum vetri Slik heiðríkja léttir
ekki svo litið lundina i amstri dags
og prófkjöra Að visu er aðeins einn
jökul að hafa i fjallahringnum á
þeim slóðum, en háfjöll á borð við
Snæfellsnesfjöllin og Skarðsheiðina
eru að vetrinum jöklaigildi með sina
hvitu kolla upp fyrir kaldblá fjöll hið
neðra í vetur höfum við hér fyrir
sunnan fengið góðan ,,vetrarauka”.
og það i miðju skammdeginu Það
er ekki svo litils virði fyrir ibúa
þessarar eyjar norður i Dumbshafi
Stöku óveðursgusur skerpa bara til-
finninguna fyrir heiðrikjunni á eftir
Erum við ekki lika farin að kunna
betur að meta það sem þetta land
hefur upp á að bjóða til yndisauka
umfram önnur? Með þéttbýlismynd-
un sækjumst við kannski meira eftir
nokkru olnbogarými Ekki einungis
að sumarlagi, heldur lika á löngum
vetrum Skáldin eru næm á slikt og
farin að túlka þessi viðhorf Ólafur
Jóhann Sigurðsson segir i upphafi
eins Ijóða sinna
Af stað burt í fjarlægð
af flatneskju torgsins
þar sem hjólbörum er ekið
með andvana raul.
Og Ijóðið. sem er lengra. endar á
orðunum: „Og snúið til byggða,
með birgðir af söng ” Við slik nú-
tímaljóð ættu tónskáldin að gera
sönghæf lög fyrir almannaraddir,
svo maður geti raulað þau þegar við
á, engu siður en „Bláfjallageiminn”.
Sigurður Þórarinsson jarðfræð-
ingur hefur séð okkur fyrir slikum
meðfærilegum textum við lög, sem
allir kunna, til brúks i baði eða bil,
þegar útrás þarf fyrir þvisar skoðan-
ir Lagið við þjóðsöng Ástralíu um
hana Matthildi fær hjá honum text-
ann: Betra er á fjöllum:
Mörg er sú plágan
er þjakar mann.sem
býr i borg
brjótandi niður hans sálu
og kropp.
Þar er vafstur og amstur
og eilíft ráp um stræti
og torg,
aldrei þar verður á
jaginu stopp.
Og svo kemur viðlagið:
Betra er á fjöllum
konum og körlum
koma þau öllum
að nýju i lag.
Vistin á öræfum
eykur fjör og styrkir þrótt
öræfin skulum við gista
í nótt.
Ekki er slikt hugarfar aðeins til að
syngja um. þótt hressilegur söngur
hvetji ávallt til dáða Hugarfarsbreyt-
ingin hefur á nýliðnum árum ekki
breytt svo litið yfirbragði og lifshátt-
um fjölda fólks á höfuðborgarsvæð-
inu Hinn hefðbundni vetur heldur
borgarbúum gjarnan inni við bækur,
hljómplötur og sjónvarp eða annað
setugaman, sem ekki er staðið upp
frá fyrr en vorar En nú hefur vissu-
lega gefið til útivistar um hávetur
Og þá sjáum við hvernig lifsstillinn á
þéttbýlissvæðinu er að breytast. I
útjaðri borgarinnar riða hestamenn
á öllum aldri fákum sinum til kosta,
unglingar setja á sig skauta á
Rauðavatni og viðar og göngufólk
drifur sig um hverja helgi á fjöll og
fjörur með ferðafélögunum
Mest munar kannski um skiða-
fólkið Nú eru það ekki lengur kapp-
arnir einir og kartnir unglingar, sem
halda með skiðin sin til fjalla —
heldur heilu fjölskyldurnar með ung
börn á sleðum og fullorðna á göngu-
skiðum Aðstaða og útbúnaður
hefur batnað svo. að nú er skiða-
sport fleirum en hetjum einum fært
Mörgum finnst það sjálfsagt kynleg
árátta, að vera að æða út á hjarn i
skammdeginu, þegar hægt er að
sitja i baðstofuhita hitaveitunnar
heima hjá sér og fá allt sem hugur-
inn girnist að stólnum sinum á
skerminum, öldum Ijósvakans. i
bókum og finum hljómplötutækjum
Eða þá að liggja i sólinni suður i
álfum við Ijúfar veigar og hitastig.
eins og 70 þúsund íslendingar
gerðu á sl. ári. Ekki verður því
neitað að fósturjörðin er æði hörð
viðkomu og svöl, þegar reynt er að
komast i samband við hana þann
veg að stingast á andlitið ofan i hana
með tilhlaupi ofan úr brekkum.
Kann þá að fara fótur og fótur. en
hressandi er það og vert áhættu
Á þessum góða vetri hefur viðrað
til skiðaferða frá því fyrstu vikuna í
janúar og okkur þannig gefist á
þessu landshorni sex vikna vetrar-
auki, ef svo má segja í fyrravetur
var ekk; hægt að opna lyftur i Blá-
fjallafólkvangi fyrr en 19 febrúar
Slik óvissa veldur auðvitað erfiðleik-
um, sem Norðlendmgar þurfa ekki
við að búa Dýrt er að hafa fólk ráðið
frá áramótum þegar ekki gefur, en
allt ætlar undan álaginu að láta.
þegar svo vel viðrar Alla virka daga
streyma nú i BláfjöJlin rútubilar fullir
af skólakrökkum frá nærliggjandi
sveitarfélögum Um helgar eru lang-
ar biðraðir við skiðalyfturnar og þá
má sjá fjölskyldur i lágum brekkum
meðfram veginum öllum. þar sem
þær hafa meiri ró Aukningin og
áhuginn hefur vaxið örar en hægt
hefur verið að fylgja eftir i lyftum.
þar sem hreinlætis- og öryggismál.
svo sem vegur til að koma þessum
skara i burtu. ef hrið skellur á, hafa
orðið að ganga fyrir Fólkvangslyft-
urnar tvær og barnalyftan hafa get-
að gengið nær samfellt frá áramót
um og þriðja lyftan kom i gagnið
siðar, þar sem brösuglega gekk að
fá nægilega öruggt jarðsamband fyr-
ir rafmagnið í landi, sem er hraunið
eitt Okkar hrjúfa land er á ýmsum
sviðum dálítið erfitt Skiðaskálalyft
an hefur nokkru bjargað þá sjaldan
að lokaði i Bláfjöllum En sfcíðafélög-
in þar hafa komið inn með sinar
lyftur, þegar þau hafa séð sér fært
Og það verulega um hin góðu skiða-
sváeði í Skálafelli og Hamragili En
ekkert af þessu hefur dugað um
miðbik dagsins um helgar. þegar
mest var um skiðafólk i vetur Með
komu stólalyftu i Kóngsgili næsta
vetur, sem flytja á 1000 manns á
klukkustund upp á brúnir, ætti
nokkurt forskot að fást, i bili a.m.k
Þetta gengur hægt og bitandi! J-a.
hægt? Það eru ekki nema 7 — 8 ár
siðan við byrjuðum að reyna að ná
samstöðu sveitarfélaganna um fólk-
vangsstofnun Að skipuleggja skiða-
svæði i Bláfjöllum fyrir framtiðina er
mikið vandaverk Austurriskur sér-
fræðingur um skipan slikra svæða
hefur reiknað út hve margt fólk
svæðið taki í sæmilegum brekkum
og ráðleggur að eyðileggja ekki
skiðabrekkurnar með mörgum smá-
um lyftum, heldur fáum vel völdum.
svo skiðafólkið hafi svigrúm til að
renna sér Skiðasvæðið taki ekki svo
mikinn fjölda, og hópurinn úr öllum
sveitarfélögunum, sem þar þarf að
fá rými er ekki litill Auk lyfta fólk-
vangsins sjálfs, er gert ráð fyrir að
skiðafélögin geti fengið að reisa sér
skála og setja upp lyftur samkvæmt
vissum reglum i brekkunum suður
og norður af Kóngsgili En Kóngsgil-
ið verði sem mest að vera miðstöð
fyrir allt skíðafólk Umræður hafa
verið við skiðadeild Ármanns um að
kaupa húsið sem fyrir er i gilinu, en
þeir vilja byggja nýtt nálægt Reykja-
víkurskálanum i staðinn Jafnframt
komi þeir sér fyrir með lyftu i næsta
gili fyrir innan og nú hefur austur-
riski sérfræðingurinn fyrrnefndi fall-
ist á að koma megi fyrir lyftu i
ofanverðu Kóngsgili. svo sem þeir
hafa sótt fastast En hann varar
jafnframt við sliku samkrulli fleiri
aðila á einum stað af stjórnunar-
ástæðum, segir það alls staðar hafa
gefist illa i Austurriki Ættu þvi
samningar þvi ekki lengur að
stranda á því og uppgjöri við það
félag. sem vegna fyrri veru á staðn-
um hefur verið látið ganga fyrir
Enda ekki hægt að biða mikið leng-
ur með að afgreiða úthlutun til ann-
arra félaga um lyftur og skóla En
umfram allt er átakið auðvitað að
koma upp skiðaaðstöðu fyrir allt
skíðafólk i öllum sveitarfélögunum
sem að fólkvanginum standa Ekki
siður þá sem minni kappar eru en
hina. enda er skiðaíþróttin gott sport
fyrir alla fjölskylduna
Forlátið hve langt mál þetta varð
um Bláfjallafólkvang Á slikum vetri
er hann hugleikinn Maður malar
svo mikið og skrifar um útivist og
eyðir svo mikilli orku i að ná aurum i
þann málaflokk. að við liggur að
maður komist hvorki á fjöll né geti
litið á reiðhestinn sinn En mér og
öðrum til hvatnmgar i slikum um-
þenkingum, lýk ég þessum gárum
með seinni erindunum hans Sigurð-
ar við lagið „Walsing Matthilda”
Vinnirðu á skrifstofu
daginn út og daginn inn,
doðranta fyllandi, stóra og smá
hundleiður orðinn
á öllu þessu, auminginn
aktu til f jalla og þá muntu sjá, að
betr'er á fjollum . .
Ef að þú kunningi
leiður ert á lífinu,
löngun öll biluð og taugarnar með,
rifðu þig upp úr
amstrinu og kifinu
æddu til fjalla, þá geturðu séð, að
betr'er á fjöllum . .
ystu misviturra.manna verða lát-
in komast upp með að brjóta lögin
og hafa ákvarðanir Alþingis að
engu, þegar þeim þóknast, blasir
við stjórnleysi óg upplausn í landi
okkar. Og stjórnleysi og upplausn
bæta ekki lífskjör almennings.
Allir vita, að framkvæmda-
valdið er veikt. Það hefur t.d.
^kki yfir neinum þeim tækj-
um að ráða, sem geta komið í veg
fyrir þau lögbrot, sem ASÍ og
BSRB hvetja til næstu daga. En
einn aðili er til í landinu, sem
getur tekið í taumana og sagt sína
skoðun á þessu framferði með
þeim hætti, að eftir verði tekið og
á þann veg, að forystumenn laun-
þegasamtaka varist í framtíðinni
að taka lögin í sínar hendur meö
þeim hætti, sem þeir bersýnilega
hafa tilhneigingu til. Hér er átt
við kjósendur. Þeir geta á afdrátt-
arlausan hátt í kosningum sagt
álit sitt á þeim einstaklingum og
þeim stjórnmálaöflum, sem
standa fyrir lögbrotum. Eins og
nú stefnir hlýtur það að vera von
manna, að kjósendur láti til sín
heyra meö eftirminnilegum hætti
um þetta atriði í kosningunum í
vor. Þessir sömu kjósendur eru
einnig fél^gsmenn i launþega-
samtökunum og með atkvæði sínu
þar geta þeir ráðið því hverjir
veljast til forystu á þeim vett-
vangi. Haldi forystumenn ASÍ og
BSRB fast við áform sín um ólög-
legar aðgerðir hlýtur það að leiða
til mjög harðnandi átaka á vett-
vangi launþegasamtakanna
sjálfra um forystu þeirra.
Andstaða
Þótt áform ASI og BSRB um
ólöglegar verkfallsaðgerðir um
næstu mánaðamót valdi þjóðinni
þungum áhyggjum er myndin þó
ekki öll svört — til allrar ham-
ingju. Bersýnilegt er, að innan
verkalýðshreyfingarinnar er bæði
mjög sterk andstaða gegn fyrir-
huguðum ólöglegum aðgerðum og
mikil tregða til þess að taka þátt i
þeim. Nú er komið fram, að fjöl-
mennar starísstéttir ætla ekki að
taka þátt i ólöglegum verkföllum
um næstu mánaðamót. Sjómenn
ætla ekki að taka þátt í þeim,
verzlunarmenn ætla ekki að taka
þátt í þeim, bankamenn ætla ekki
að taka þátt í þeim og fjölmennir
aðrir launþegahópar ætla ekki að
taka þátt í þeim. Þetta segir sína
sögu. Þótt forystumenn ASl,
BSRB, launamálaráðs BHM og
Farmanna- og fiskimannasam-
bands Islands tali á þann veg, að
skilja má sem svo að samtök
þeirra standi óskorað á bak við
áform þeirra fer því víðs fjarri.
Innan Alþýðusambands Islands
eru fjölmennir hópar, sem vilja
ekki eiga hlut að ólöglegum
aðgerðum. Þannig segir Björn
Þórhallsson, formaður Landssam-
bands ísl. verzlunarmanna, sem
cinnig á sæti í miðstjórn ASt í
Morgunblaðinu í gær: „Eg er and-
vigur þessum ólöglegu aðgerð-
um.. . Mér er ekki kunnugt um
neitt verzlunarmannafélag, sem
ætlar að taka þátt í aðgerðunum,
en mér er hins vegar kunnugt um
nokkur, sem munu ekki verða
með.. Guðmundur H. Garðars-
son, formaður Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur, sem er
stærsta launþegafélag landsins,
segir um fund í stjórn og trún-
aðarmannaráði VR: „Á þessum
fundi kom ekki fram ein einasta
rödd um það að efna ætti til ólög-
legra verkfalla og forysta félags-
ins mun ekki hvetja til sliks..
Bjarni Jakobsson, formaður Iðju
hefur lýst því yfir á fundi í Iðju
og í Fulltrúaráði verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík, að hann sé and-
vigur ólöglegum aðgerðum í
hvaða mynd sem er. Jón Ingi-
marsson, formaður Iðju á Akur-
e.vri telur, að félagið muni naura-
ast leggja út i ólöglegar aðgerðir.
Gunnar Kristmundsson, formað-
ur Alþýðusambands Suðurlands
segir i viðtali við Morgunblaðið að
hann muni ekki hvetja fólk til
verkfallsaðgerða, sem ekki séu
löglegar. Sverrir Garðarsson, for-
maður Félags ísl. hljómlistar-
manna tekur i sama streng. Þrír
forystumenn sjómanna, þeir Ösk-
ar Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambands Islands, Hilmar
Jónsson, formaður Sjómanna-
félags Reykjavíkur og Pétur Sig-
urðsson hafa allir lýst því yfir, að
sjómenn muni ekki taka þátt í
þessum aðgerðum. Sagt er að Far-
manna- og fiskimannasamband ís-
lands styðji áform ASI og BSRB
um ólöglegar aðgerðir um næstu
mánaðamót. Garðar Þorsteinsson,
ritari FFSI skýrir frá þvi í
Morgunblaðinu í gær, að Ingólfur
Ingólfsson, formaður samtakanna
hafi ekkert umboð haft til þess að
lýsa sliku yfir. Sagt er, að Banda-
lag háskólamanna styðji aðgérðir
ASl og BSRB. Jónas Bjarnason,
formaður BHM segir hins vegar,
að ekki sé forsenda fyrir því að
fara í ólöglegar aðgerðir nú. Inn-
an BSRB er ekki samstaða um
þessar aðgerðir. Hersir Oddsson,
varaformaður BSRB, hefur lýst
því yfir að hann sé þeim andvígur
og greiddi atkvæði gegn þeim í
stjórn BSRB. Þórhallur Halldórs-
son, formaður Starfsmannafélags
Reykjavikurborgar segir, að mik-
ill meirihluti félagsmanna sinna
telji sér skylt að virða landslög.
Sólon Sigurðsson, formaður
Landssambands ísl. bankamanna
hefur lýst þvi yfir, að Landssam-
bandið muni ekki hvetja til ólög-
legra aðgerða.
Af þessu er ljóst, að fjölmennir
starfshópar og stór hluti laun-
þegasamtakanna vill enga aðild
eiga að ólöglegum verkfallsað-
gerðum sem ASI og BSRB áforma
eftir nokkra daga. Það vekur
vissulega bjartsýni um, að hinir
skynsamari menn verði að lokum
ofarrá i verkalýðshreyfingunni.
Verkalýðsfélögin hafa mótmælt
efnahagsráðstöfunum ríkisstjórn-
arinnar. Þau geta fylgt þeim mót-
mælum eftir með fullkomlega lög-
leguni hætti, sem enginn getur
haft neitt við að athuga. Þau geta
sagt upp samningum fyrir mán-
aðamót, tekið upp viðræður við
vinnuveitendur og boðað lögleg
verkföll frá 1. apríl ef þeirn sýnist
svo. En hið pólitíska uppgjör, sem
forystumenn sumra verkalýðs-
félaga bersýnilega vilja verður að
fara fram í almennum kosningum
næsta vor. Þá fá þeir að segja sitt
og þá segja kjósendur sitt og þeim
dómi verða allir að hlita. Þetta er
okkar lýðræðislega þjóðskipulag
og við skulum standa vörð um það
og gegn stjórnleysi og upplausn.