Morgunblaðið - 26.02.1978, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1978
27
Vinsældalistar og fréttir ðr poppheiminum....
„Kókainið”
var heróín
VIÐ sögðum frá því hér
um daginn að Greg Her-
bert, saxófónleikari
hljómsveitarinnar
Blood, Sweat and Tears,
hefði fundist látinn í hót-
elherbergi sínu í Amst-
erdam. Talið var að of
stór skammtur af eitur-
lyfjum hefði orðið hon-
um að bana, en nú hefur
komið í Ijós að dauði
hans var „slys“.
Þannig er mál með
vexti, að hljómsveitin
hafði komið til Amster-
dam kvöld nokkurt í vik-
unni sem leið, eftir erfiða
flugferð frá Hamborg.
Hljómsveitarmeðlimirnir
voru allir í frekar slæmu
skapi og langaði nokkra
þeirra til að lyfta sér að-
eins upp. Fór Herbert við
þriðja mann út til að
kanna hvort hann gæti
ekki fengið keypt eitur-.
lyf. Ekki leið á löngu áð-
ur en eiturlyfjasali varð
á vegi þeirra, og sást það
síðast til Herberts að
hann hvarf á braut ásamt
salanum, tautandi kóka-
ín, kókaín. Eiturlyfjasal-
inn var þó ekki betri en
svo að hann seldi Her-
bert Heróin og sagði að
það væri kókaín. Með það
hélt Herbert aftur á hót-
el sitt og hugðist reyna
varninginn. Venja er að
menn taki kókaín í nefið,
þegar þeir nota það, og
brá Herbert ekki út af
þeirri venju. En „kókaín-
ið“ var heróín og saxó-
fónleikarinn lést
skömmu eftir neyzlu
þess.
Áttunda breiðskífa
Ný plata kemur öt með þeim félögum í vestur-þýzku hljómsveitinni Tangerine
Drcam í næsta mánuði. Platan, sem ber nafnið „Cyclone“, er sú áttunda sem
hljómsveitin hefur gefið út, en fyrir skömmu sendi einn liðsmanna hennar, Edgar
Fröse, frá sér sína þriðju „sóló-plötu“.
Tangerine Dream var stofnuð fyrir rúmum tíu árum af þeim Edgar Fröse, sem
leikur á hljómborð og gitar, Christoph Franke, sem leikur á hljómborð, og Pete
Baumann, sem leikur á hljómborð og flautu. Fyrst í stað var tónlist þeirra rokk, en
hún breyttist og hefur þokast meir og meir í átt að elektróniskri tónlist. Þá er
tónlist þeirra undir miklum áhrifum frá gotneskri tónlist, og hafa þeir haldið
marga tónleika í kirkjum, því stemmningin þar hæfir þeim vel.
Abba — komin á toppinn í Bretlandi.
V insældalistar
um allan heim
Sænska hljómsveitin ABBA trónar nú í efsta sæti brezka
vinsældalistans, en hún var I fjórða sæti í sfðustu viku. Lagið sem
var efst, „Uptown top tanking" með þeim Altheu og Donnu, er
hins vegar fallið niður f fjórða sæti. Annars eru breytingar á
listanum allmargar og þrjú ný lög eru nú meðal þeirra tíu cfstu.
I Bandarfkjunum situr allt við sama hevgarðshornið, ekkert
nýtt lag er þar á lista, heldur hafa lögin aðcins skipt um sæti
innbyrðis.
Það er sama sagan í Vestur-Þýzkalandi og Hollandi og f
Bandarfkjunum, og f Hong Kong er aðeins eitt nýtt lag, „Hey
Deanie“ með Shaun Cassidy.
Tfu vinsælustu lögin f London, staða þeirra í sfðustu viku f
sviga.
1. (4). Take a chance on me — ABBA
2. (2) Figaro —Brotherhood of man.
3. (3) If I had words — Scott Fitzgerald og Yvonne Keely
4. (1) Upton top tanking — Althea og Donna
5. (20) Wishing on a star — Rose Royce
6. (11) Hot legs/I was only joking — Rod Stewart
(10) Sorry I’m a lady — Baccara
8. (14) Come back my love — Darts
9. (6) Native New Yorker — Odyssey
10. (7) Lovely day — Bill Withers
Työ lög jöfn í sjötta sæti.
New York
1. (1) Stayin’ alive — Bee Gees
2. (3) Just the way you are — Bill Joel
3. (8) Emotion — Samantha Sang
4. (6) Sometimes when we touch — Dan Hill
5. (9) (Love is) thicker than water — Andy Gibb
6. (7) Dance, dance, dance —Chic
7. (2) Short people — Randy Newman
8. (5) We are the champions — Queen
9. (4). Baby come back — Olayer
10. (10) You’re in my heart — Rod Stewart
Bonn
1. (1) Surfin’ USA — Leif Garrett
2. (3) Rockin’ all over the world — Status Quo
3. (2) Needless and pins — Smokey
4. (7) Mull of Kintyre — Wings
5. (6) Lady in black — Uriah Heep
6. (4) Don’t stop the music — Bay City Rollers
7. (9) The name of the game — ABBA
8. (5) Don’t let me be misunderstood — Leory Gomez
9. (8) Black is black — Belle Epoque
10. (10) Ti amo — Umberto Tozzi
Amsterdam
1. (1) If I had words — Yvonne Keeley og Scott Fitzgerald
2. (3) Take a chance on me — ABBA
3. (2) Mull of Kintyre — Wings
4. (6) She’s not there — Santana
5. 5. (8) I can’t stand the rain — Eruption
6. (4) Smurfenbier — Vader Abraham
(5) Tingelingeling — Andre van Duin
8. (7) Singing in the rain — Sheila and black devotion
9. (10) Black Betty — Ram Jam
10. (9) Is je moeder niet thuis — Nico Haak
Tvö lög jöfn í sjötta sæti.
Hong Kong
1. (1) Mull of Kintyre — Wings
2. (2) You make loving fun — Fleetwood Mac
3. (3) Here you come again — Dolly Parton
4. (6) The name of the game — ABBA
5. (5) May way — Elvis Presley
6. (7) You're in my heart — Rod Stewart
(8) Emotion — Samantha Sang
8. (4) How deep is your love — Bee Gees
9. (10) Don’t it make my brown eyes blue — Crystal Gayle
10. (12) Hey Deanie — Shaun Cassidy.
Allt
er f er-
tugum
fært
Hver man eftir Lonnie
Donegan, sem fyrir um
það bil 20 árum var einn
vinsælasti tónlistarmað-
ur í Bretlandi. Donegan,
sem nú er 46 ára gamall,
hefur nú gefið út nýja
plötu með sínum gömlu
lögum og kom hún út fyr-
ir skömmu.
Samfara því hefur verið gef-
in út litil plata með einu af
hans þekktustu lögum, „Rock
island line“, en það var fyrsta
lag hans sem náði verulegum
vinsældum. „Rock in island
line“ kom út fyrir 23 árum, en
Donegan var þá að mestu
óþekktur og lék á banjó í jazz-
hljómsveit Chris Barbers. ðnn-
ur lög fylgdu í kjölfar „Rock
island line“ og á timabilinu frá
1955 til 1961 átti hann 21 lög
sem náðu miklum vinsældum.
Donegan var einna fyrstur til
að leika skiffle-tónlist i Bret-
landi, en skiffle-tónlistin er
blanda úr þjóðlagatónlist,
dreifbýlistónlist og rokk, og var
yfirleitt leikin á órafmögnuð
hljóðfæri.
A hinni nýju plötu Donegans
leika með honum nokkrir af
þekktustu tónlistarmönnum
Bretlands, það eru Elton John,
Ringo Starr, Leo Sayer, John
Entwhistle, Brian May, Rory
Gallagher, Mick Ralphs, Justin
Hayward, John Lodge, Ronnie
Wood og Gary Brooker. Platan
heitir „Puttin’ on the style“ og
dregur hún nafn sitt af einu af
kunnustu lögum Donegans.
Það var hinn góðkunni Adam
Faith, sem dreif Donegan í að
gefa út plötuna, en Faith átti
einnig mörg vinsæl lög i kring-
Elton John er aðeins einn af mörgum kunnustu hljóðfæraleikur-
um Bretlands, sem leikur með Donegan á hinni nýju plötu hans.
um 1960. „Mér fannst að hann
ætti að hljóðrita gömlu lögin
sín að nýju“, sagði Faith, „en
Donegan leist í fyrstu ekkert á
það.“ Að sögn Donegans
hringdi Faith dag einn í hann,
og sagði honum að hann ætti
bókaða tíma í stúdiói. „Hann
var ekki lengi að telja mig á að
fara i stúdíóið, þvi ég hafði ekk-
ert annað að gera og mig lang-
aði til að hætta í kabarettinum,
sem ég tók þá þátt í.“ Stúdíó-
vinnan gekk betur en ég hafði
nokkurn tíma þorað að vona, og
mér þótti mjög gaman að vinna
að plötunni. Samstarfið við
hljóðfæraleikarana var mjög
gott og ég varð dáiftið hissa
þegar þeir sögðu mér að þeir
hefðu fengið áhuga á tónlist af
að hlusta á lögin mín.“
Donegan sem undanfarin 14
ár hefur tekið þátt i kabarett-
sýningum viða um heim á lítið
sameiginlegt með tónlistar-
mönnum nútímans. Hann er
alitaf vel klæddur, er hægri-
sinnaður og hefur aldrei notað
eiturlyf. „Ræflarokkið og allt
sem því fylgir er bölvað rusl,“
sagði Donegan. „Eg hef angan
áhuga á að spila fyrir unglinga
sem ganga i druslum og hafa
stungið öryggisnælu í gegnum
kinn sér. En ég hefði gaman af
að koma fram og leika fyrir
fólk, sem er komið til að hlusta
á tónlistina."