Morgunblaðið - 26.02.1978, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 19Œ8. -
31
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Munið sérverzlunina
með ódýran fatnað.
Verðlistinn Laugarnesvegi
82. S. 31330.
26" sjónvarp
Til sölu. Vel með farið. 3ja
ára gamalt. Upplýsingar i
síma 27 1 96. kl. 7-—8.30.
Ofnasmiðjan
með lágu verðtilboðin.
Plötuofnar s/f, Smiðjuvegi
26. Kópavogi.
Skólar, félagasamtök.
félagsheimili. Siminn
okkar er 29320. Tivoli.
Deildarbungubræður,
Reykjavík og hljómsveit
Magnúsar Kjartanssonar fyrir
fullorðið fólk. Geymið auglýs-
inguna.
Vörubill óskast
til kaups eða leigu. Einnig
óskast starfsfólk til loðnu-
frystingar. Unnið allan sólar-
hringinn. S. 11618 kl.
2—6.
Veiðimenn
Haukadalsá efri i Dalasýslu er
til leigu sumarið 1978. Rétt-
ur áskilinn að taka hvaða til-
boði sem er eða hafna öllum.
Tilboð berist fyrir 20. marz
n.k. til Jósefs Jóhannessonar
Giljalandi eða i pósthólf 51
Búðardal.
Veiðifélagið Haukar.
Til sölu Volvo 89
árgerð 1974 10 hjóla, getur
selst með eða án palls eða
flutningskassa. Upplýsingar
gefur Ármann Leifsson, simi
94-7148 Bolungavík, og
Veltir h.f. Simi 35200
Reykjavik.
Góður bíll óskast
ekki eldri en '73 árgerð.
BMV, Honda. Saab 99,
Volvo og Mazda 323, koma
helzt til greina, þó kæmu aðr-
ar gerðir til greina. Uppl. i
síma 27196 kl. 7—8.30.
er fluttur að Ármúla 28, simi
37033. Kaupi allan brota-
málm langhæsta verði. Stað-
greiðsla
skipstjórar
Vanur skipstjóri á allan veiði-
skap getur tekið að sér afleys-
ingar simi 52602. Geymið
auglýsinguna.
Kona óskar
eftir vinnu hátfan daginn. Allt
kemur til greina. Hefur
reynslu i skrifstofustörfum.
Tilboð sendist Mbl. merkt:
„H — 920".
Au pair stúlkur
óskast til vinarlegra fjöl-
skyldna. Góðir skólar i ná-
grenninu.
Mrs. Newman, 4 Crickle-
wood Lane, London NW2,
England.
Dönsk stúlka
19 ára hefur áhuga á að
koma til Islands i ca. 5 mán.
frá marz. en þá byrjar hún i
skóla, og ætlar að læra vefn-
að sem aðalgrein. Hana lang-
ar til að dveljast á sveitabæ
og vinna bæði inni og úti-
störf. Hún er vön hestamann-
eskja og hefur unnið i V2 ár á
barnaleikskóla, svo hún hefur
einnig áhuga á að komast að
við leikskóla.
Raghild Röstböll,
Elmevænget 1 7. 2880
Bagsværd, Danmark.
Kvm.
IOOF 10 = 1 5 9 2 2 7 8 V2 =
Bingó
Aðalfundur
íþróttafélags kvenna verður
haldinn mánudaginn 6. marz
kl. 8.30 að Hverfisgötu 21.
Stjórnin.
Hjálpræðisherinn
í kvöld kl. 20.30 hjálpræðis-
samkoma. Brig. Ingibjörg
Jónsson stjórnar.
Fíladelfia
í Reykjavík
Systrafundur verður mánu-
daginn 2 7. febrúar. að Há-
túni 2 kl. 8.30. Verið allar
velkomnar.
Stjórnin.
Fíladelfia
Safnaðarguðsþjónusta kl. 14.
Ræðumaður Enok Karlsson.
Ath. aðeins fyrir söfnuðinn
Kl. 20 almenn guðsþjónusta
ræðumaður Enok Karlsson,
fjölbreyttur söngur.
Félag kaþólskra
leikmanna
Aðalfundur félagsins verður
haldinn í Stigahlíð 63, mánu-
daginn 2 7. febrúar kl. 8.30
síðdegis. Venjuleg aðalfund-
arstörf. Sýndar litskugga-
myndir frá förinni að Kirkju-
bæjarklaustri sl. sumar.
Stjórn F. K.L.
m UTIVISTARFERÐIR
Sunnud 26.3
1. kl. 10.30 Gullfoss i
klakaböndum og viðar
Fararstj. Þorleifur Guð-
mundsson. Verð 3000 kr.
2. kl. 10.30 Esja,
vetrarfjallganga með Pétri
Sigurðssyni. Verð 1 500 kr.
3. kl. 13.00 Fjöru-
ganga á Kjalarnesi.
Fararstj. Einar Þ. Guðjohn-
sen. Verð 1500 kr., frítt f.
börn m. fullorðnum. Farið frá
B.S.Í., bensínsölu. Útivist.
Elím, Grettisgötu 62
Sunnudagaskóli kl. 1 1 al-
menn samkoma kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Bænastaðurinn
Fálkagötu 10
Sunnudagaskóli kl. 10.30
Samkoma kl. 4. Bænastund
virka daga kl. 7 e. h.
Aðalfundur
Áfengisvarnanefndar kvenna
í Reykjavík og Hafnarfirð.
verður haldinn fimmtudaginn
2. marz kl. 8.30 að Hverfis-
götu 21.
Stjórnin.
kynningarfundur
fyrir þátttakendur í ísraelsför
Nessóknar, verður i Safrv
aðarheimili Neskirkju, þriðju-
daginn 28. febrúar kl.
20 30
Hörgshlið 12
Samkoma í kvöld, sunnudaq
kl 8.
Sálarrannsóknar-
félag íslands
Félagsfundur að Hallveigar-
stöðum fimmtud. 2. marz kl..
20.30 Árni Óla flytur erindi.
Visindi og sálarlif.
Minningarspjöld
Félags einstæðra
foreldra
fást i Bókabúð Blöndals.
Vesturveri, i skrifstofunni
Traðarkotssundi 6. Bókabúð
Olivers, Hafnarfirði, hjá
Jóhönnu s. 14017, Ingi-
björgu s. 27441 og Stein-
dóri s. 30996.
Skrifstofa Félags
einstæðra foreldra
Traðarkotssundi 6, er opin
alla daga kl. 1 —5. Simi
1 1822.
FMIIIIFÍUIG
ÍSUWIS
OLOUGOTU 3
.. SÍMAR. 11798 OG 19533.
Sunnudagur 26. febr.
1. kl. 11. Skiða
ganga. Gengið verður um
Leiti og Eldborgir. Fararstjóri:
Kristinn Zophoníasson.
2. kl. 11. Geitafell
(509 m). Létt ganga.
Fararstjóri: Sigurður Kristins-
son. Verð kr. 1 .000 i
morgunferðirnar gr. v/bilinn.
3. kl. 13. Hólmarnir-
Grótta-Seltjarnarnes.
Fjöruganga á stórstraums-
fjöru. Fararstjórar: Gestur
Guðfinsson og Guðrún
Þórðardóttir.
Verð kr. 500 gr. v/bilinn
Farið frá Umferðarmiðstöð-
inni’ að austanverðu. Munið
ferða- og fjallabókina
Vetrarferðin í Þórs-
mörk verður 4.—5.
marz.
Nánari upplýsingar á skrif-
stofunni. Ferðafélag íslands.
— Goðsögnin
um Elizabeth
Taylor
Framhald af bls. 17.
á móti þessum skara og
hrópað að honum. Þegar
hún sá Brooks bætast við,
hrópaði hún að honum:
„Þú, skepnan þín. Ég býst
við, að þú sért kominn til
að fá að vita, hvenær ég
komi aftur til vinnu!"
Elizabeth Taylor giftist
Eddie Fisher, þegar hún
hafði náð sér eftir dauða
Mike Todds, og með því að
virðast stela Fisher frá
Debbie Reynolds fékk hún
á sig orð fyrir að vera
hættuleg kona — femme
fatale. Þegar litið er til
baka, virðist hin almenna
reiði, sem hún bakaði sér,
ekki vera eins hræsnisfull
og hún virtist þá. Ekkja
Todds var að brjóta eina af
elztu og ströngustu reglum
mannlegs samfélags, þótt
óskrifuð sé — að látinn
mann verði að syrgja, og að
það taki um eitt ár. Mike
Todd hafði haft gott lag á
að vekja á sér athygli, og
mynd hans var enn í full-
um gangi umhverfis jörð-
ina og þess vegna fannst
öllurr^heiminum lengi svo
stutt síðan hann dó.
Todd lyfti Elizabeth upp
í hóp þeirra 10 stjarna, sem
með myndum sínum höfðu
hlotið mesta aðsókn, en í
þeim hópi hafði hún aldrei
verið áður. Og nú varð aft-
ur ánægja i herbúðum
MGM. „Kötturinn á heitu
blikkþaki" var tilbúinn til
sýningar, einmitt um þær
mundir þegar sögurnar
gengu sem hæst um
Debbie og Eddie, og þeir
voru fegnir að hafa haft
myndina í lit. „Kötturinn"
varð mesta gróðafyrirtæk-
ið í kvikmyndaheiminum
það árið og tfunda mesta í
sögu Metro-
Goldwyn-Mayers.
Aðeins 10 árum áður
hafði Ingrid Bergman eyði-
lagt feril sinn með því að
stinga af með Roberto
Rossellini. En hún varð að
liða fyrir það, að hneykslið
spillti að eilífu imynd
henníir sem Hinn norræni
hreinleiki. „Köttur á heitu
blikkþaki og ránið á Eddie
Fisher undirstrikuðu að-
eins orðróminn um, að hér
væri um hættulega fegurð-
ardis að ræða — og frama
hennar var borgið.
Og nú var hún tilbúin að
græða peninga. Það kom
ekki til mála að undirrita
nýjan samning við MGM. A
þessum tima höfðu greiðsl-
ur til kvikm.vndastjarna
hækkað mjög, og kvik-
myndaverin stóru voru i æ
ríkara mæli leigð út óháð-
um framleiðendum, svo að
það að vinna samkvæmt
samningi hjá stóru kvik-
myndafélagi gegn árlegum
launum var eins og að láta
arðræna sig og þræla sér út
samkvæmt kenningum
Karls Marx. Elizabeth
Taylor ákvað því að vinna
sjálfstætt og fékk sér nýj-
an umboðsmann. Kurt
Frings var þekktur fyrir
þær miklu fjárhæðir, sem
hann hafði aflað skjólstæð-
ingum sínum — Lucilie
Ball, Audrey Hepburn og
Brigitte Bardot voru allar
á lista hans. Og hver var
það fremur en Elizabeth
Taylor, sem væri líklegri
til að verða fyrsta stjarnan
til að fá milljón dollara fyr-
ir eina mynd? Eða að leika
aðalhlutverkið i dýrustu
mynd, sem nokkurn tima
hefur verið gerð?
I fyrstu leizt Spyros
Skouras, forstjóra
Twentieth Century Fox,
ekki á þá hugmynd, að
Elizabeth Taylor léki Cleo-
pötru, en kvikmyndastjór-
anum, Walter Wangel,
tókst að vinna hann á sitt
band. Hún varð „min Cleo-
patra“. blómi kvenlegrar
æsku, kveneðlis og máttar,
svo fögur og vitur, að hún
gæti einnig stjórnað heim-
inum.“ Og þegar Skouras
hafði einu sinni snúizt til
þessarar trúar, þá var þar
enginn hálfkæringur. Þeir
fengu þetta báðir á heil-
ann: verði engin Liz,
verður engin Cleo.
1 samninginn hafði Eliza-
beth Taylor sett ákvæði,
sem átti eftir að verða Fox
dýrt — að „Cleopatra" yrði
tekin upp erlendis. Það
hefði verið auðvelt að taka
myndina upp i Kaliforníu,
en sem óháð kvikm.vnda-
stjarna vildi Elizabeth
heldur starfa utan Banda-
ríkjanna af skattaástæð-
um. Kvikmyndun erlendis
hentaði Skouras ágætlega.
Ekki vegna þess að hann
ætlaði að strá peningum í
kringum sig. Langt frá þvi.
Þrátt fyrir það sem hann
ætlaði að borga stjörnu
sinni, hafði hann ekki
hugsað sér algert hámark
útgjalda. Myndin skyldi
ekki kosta meira en 6 millj-
ónir dollara. Það var af
sparnaðarástæðum, sem
hann ákvað að upptakan
skyldi fara fram i Pine-
wood Studios i Englandi.
Það var siðla óvenju sól-
arlauss sumars i Englandi
1960, sem Eddie Fisher og
föruneyti flutti inn i eftir-
lætis hótel Elizabethar
Ta.vlor i London, Park
Lane. Elizabeth hélt sig
svo við rúmið, og brátt fóru
blaðamenn að furða sig á
því, af hverju hún færi
varla út úr hótelinu.
En hvað sem gekk að
henni, þá fór hún ekki út í
Pinewood til að leika Cleo-
pötru. I lok október krafð-
ist Lloyd I London. sem
hafði tryggt hana fyrir 3
milljónir dollara, að önnur
yrði tekin I hennar stað.
Lloyds-menn, sem ekki
voru neinir sérfræðingar i
hlutverkaskipan, . lögðu
fram sinar eigin tillögur:
Marilyn Monroe, Shirley
McLaine eða Kim Novak.
Skouras neitaði.
Kvikmyndastjórinn dró
sig i hlé, og Joseph
Mankiewicz, pipumaður og
áhugamaður um sálgrein-
ingu, tók við. Það var búizt
við, að hann myndi
„skilja" Elizabeth Taylor.
Hann átti jafnframt að
vera aðalhöfundurinn og
þurfti tíma til að átta sig á
sambandi Cleopötru og
Ceasars og Antóníusar, svo
að upptakan gat ekki hafizt
alveg strax. Meðan hann
hugsaði málið. fékk Fisher
botnlanlangabólgu, en
Elizabeth Tavlor Asiuin-
flúensu. 6. marz 1961 var
Elizabeth sett i sjúkrabör-
ur og flutt í skyndi í
sjúkrahús. Hún hafði feng-
ið sjaldgæfa tegund af
lungnabólgu og ekki talið.
að hún ætti nema klukku-
stund eftir ólifaða.
Læknar björguðu lifi
hennar með skurðaðgerð á
barkanum. Foreldrar
hennar voru við sjúkrabeð-
ið, og Eddie Fisher grét. I
anddyrinu gengu helztu
menn Fox um gólf ásamt
blaðamönnum og ræddu
áhyggjufullir um það.
hvernig færi með mynd-
ina, ef hún dæi. og hvað
væri hægt að gera við örið
á hálsinum. ef hún lifði
þetta af.
Tíu dögum síðar var
Elizabeth ekið út úr
sjúkrahúsinu og flogið
beint með hana í sólskinið í
Kaliforniu. Það að hún
skyldi raunverulega hafa
verið að deyja, jók enn við
goðsögnina um Elizabeth
Taylor. Nú bættist upprisa
við gyðjuna. Sylvia Plath.
sem tekið var i guðatölu
eftir sjálfsmorðið 1963,
hafði nærri drepið sig einu
sinni áður. og í kvæði kall-
aði hún sig siðar „Lafði
Lazarus". En Elizabetn á
betur nafnið skilið.
—svá—
úr Obser ver Review.