Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1978
37
Minning:
Jón H. Leós
deildarstjóri
F. 9. desember 1901
D. 16. febrúar 1978
Jón H. Leós, fyrrverandi
deildarstjóri i Landsbanka ís-
lands, andaðist i Landspítalanum
16. febrúar sl. Hann hafði átt við
nokkra vanheilsu að striða
siðustu árin.
Jón Leós var Ísfirðingur að
uppruna, fæddur þ. 9. des. 1901,
sonur hjónanna Kristinar
Halidórsdóttur og Leós Eyjóifs-
sonar, kaupmanns á Ísafirði.
Stóðu að honum merkarog traust-
ar vestfirskar ættir.
Um tvítugt hleypti Jón
heimdraganum og fór til
Kaupmannahafnar til náms. Þar
lauk hann prófi frá Köbmands-
skolen 1924. Þegar heim kom hóf
hann störf á póststofunni á Isa-
firði og 1927 varð hann póstfull-
trúi í Reykjavík. Árið 1934 réðst
hann til Landsbanka tslands og
starfaði þar sem gjaldkeri til
1958, en þá varð hann deildar-
stjóri í víxladeild bankans og
gegndi því starfi til 1971 er hann
lét af störfum vegna aldurs. Hafði
Landsbankinn þá notið krafta
hans í 37 ár. Störf hans í bankan-
um — sem annars staðar — ein-
kenndust af sérstakri reglusemi
og árvekni en þar kom einnig
glöggt i Ijós hans einstaka lipurð
og hjálpfýsi. sem alla tið var hans
aðalsmerki. Munu margir
viðskiptamenn bankans eiga hon-
um þökk að gjalda fyrir góða sam-
vinnu við úrlausn á oft vandasöm-
um málum.
Fyrstu kynni min af Jóni Leós
voru er ég 11 ára sveitastúlkan
lagði leið mína í fyrsta sinn vest-
ur á Reynimel 43 til að heimsækja
Svanlaugu frænku mina, sem þá
var nýlega gift og hafði ég heyrt
mikið talað um hið fallega heimili
þeirra. Þegar á Reynimel kom,
var Svanlaug ekki heima. en hús-
bóndinn bauð mig velkomna og
með sínu hlýja viðmóti eyddi allri
feimni minni. Hann hitaði handa
mér kakó, sýndi mér myndir og
spjallaði við mig um heima og
geima. Þannig var Jón, hlýr og
elskulegur maður, sem vildi
öllum gott gera, ungum sem öldn-
um. Hann var mjög barngóður og
átti jafnauðvelt með að bregða á
leik með börnum og að stytta
öldnu fólki stundir með glaðlegu
samtali og frásögnum. Jón var
mjög reglusamur i starfi og leik.
Hann var félagshyggjumaður og
alltaf glaður í góðum hópi. Vegna
þessara eiginleika hans voru hon-
um falin mörg trúnaðarstörf.
Hann starfaði mikið i Leikfélagi
Reykjavíkur frá 1933—1952 og
var gjaldkeri félagsins um skeið.
Hann fékkst töluvert við leiklist á
þeim árum og nú fyrir nokkrum
vikum sáum við hann á sjónvarps-
skerminum í gervi bóndans i
hinni ágætu kvikmynd Lofts
heitins Guðmundssonar. Niður-
setningnum. Fór Jón þar á kost-
um. Hann var formaður Póst-
mannafél. i Reykjavík
1931—1934. Formaður Alþýðu-
flokksfélags Reykjavikur frá
1947—1950, formaður Félags
starfsmanna Landsbanka Íslands
1949—1952 og formaður ís-
firðingafélagsins i Reykjavik
1947—1963. ÖIl þessi trúnaðar-
Terelynebuxur frá kr. 2.975. —
Gallabuxur kr. 2.500,- Leðurlíkijakkar kr.
5.500. — . Úlpur margar gerðir, lágt verð. Peys-
ur nýkomnar. Skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt.
Andrés Skólavörðustíg 22.
ÚTSALA
á kvenskóm og
leðurstígvélum.
Verð
kr.
8000 -
Verð
kr. 7000 -
Póstsendum.
SKÓSEL,
Laugavegi 60,
sími 21270.
störf rækti Jón af mikilli elju og
trúmennsku.
1 einkalifi sinu var Jón mikill
gæfumaður. Árið 1941 kvæntist
hann ungri og glæsilegri stúlku.
Svanlaugu Böðvarsdóttur frá
Laugarvatni. Eignuðust þau 4
börn en þau eru: Leó Már. tækni-
fræðingur. kvæntur Sigrúnu
Dröfn Jónsdóttur, Ingunn.
íþróttakennari, gift Gunnari
Kristjánssyni, vélstjóra. Kristín.
húsmóðir i Bolungarvik, gift Erni
Jónssyni rafvirkjameistara. og
yngstur er Böðvar Leós, myndlist-
arnemi, sem nýlega hefur stofnað
heimili með Grétu Baldursdóttur,
laganema. öll eru börnin hin
mannvænlegustu og bera gott
vitni um þá ástúð og umhyggju.
sem þau nutu i uppvextinum. Jón
var góður heimilisfaðir. sem
stöðugt hugsaði um hag fjölskyld-
unnar. jjann var gestrisinn með
afbrigðum og fagnaði vinum og
vandamönnum með sínu hlýja
brosi og þétta handtaki. Hann var
fróður og vel lesinn og mjög
áhugasamur um þjóðmálin. Það
var þvi ætið ánægjulegt að koma
á heimili þeirra hjóna, sem voru
mjög samtaka um að taka vel á
móti gestum sinum, hvort sem
þeir dvöldu um skamma stund
eða langa. Var oft gest.kvæmt hjá
þeim, enda frændgarðurinn stór i
báðar ættir, og áttu ættingjar
þeirra beggja utan af landi gott
athvarf hjá þeim hjónum.
Móðir Svanlaugar. Ingunn
Eyjólfsdóttir, dvaldi i 7—8
siðustu ár ævi sinnar á heimili
Jóns og Svanlaugar og naut þar
mikillar ástúðar og umhyggju.
Var Jón henni einstaklega góður
og var mjög kært með þeim frá
fyrstu tið. Sat hann margar stund-
ir hjá henni, las fyrir hana og
færði henni fréttir úr daglega
lífinu. Hún fékk þvi i rikum mæli
að njóta þeirrar frásagnargleði og
kímni sem Jóni var gefin.
Með Jóni Leós er genginn eftir-
tektarverður maður. sem við. sem
eftir lifum minnumst með þökk
og hlýju. Þar sem góðir menn fara
eru Guðs vegir.
O.P.
heimilistæki sf
SÆTÚNI 8 - SÍMI 24000
Sjómenn á togurum, farskipum, bátum og vakta-
vinnufólk i landi missiroft af uppáhaldsþáttunum
sinum i sjónvarpinu vegna óreglulegs vinnutima. Hins vegar
er frivaktin og fritiminn oft lengi að liða. Með tilkomu Philips
myndsegulbands er þetta liðin tið. Með Philips myndsegulbandstæki
er hægt að taka beint upp sjónvarpsefni og sýna það siðan aftur hvenær
sem þú óskar. Timarofi er á.tækinu svo að hægt er að stilla hvenær segul-
bandið tekur sjálfvirkt upp sjónvarpsefni. Þannig er t.d. hægt að stilla
tækið, að það taki upp sjónvarpsefni eftir 1—2 eða 3 daga á ein-
hveijum vissum tima. Ef og þegar hægt verður að velja um fleiri
en eina rás á íslandi þá getur Philips myndsegulbandið
ennfremur tekið upp sjónvarpsefni á einni rás,
meðan horft er á aðra.
|
UMfl