Morgunblaðið - 26.02.1978, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1978
45
v ^ ^
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10 — 11
FRÁ MANUDEGI
alveg vonlaus, að ætla sér að tak-
marka mannfjöldann á jörðinni.
Maðurinn er hugsandi og skyn-
samur og framtið hans er fólgin i
því að rækta upp allar auðnir
jarðarinnar og lif sjávarins og
vatnanna. Þegar þessu marki er
náð þá lifa allir i sátt og saml.vndi
en rifast ekki eins og mávur og
hrafn um sama bitann.
En manninum verða oft á mis-
tök og af þessum mistökum lærir
hann og á ég þar sérstaklega við
menntamennina, þvi þeirra mis-
tök eru stærst og mest og þau
koma oft niður á öllu mannlífinu.
Þeir verða að gjöra svo vel að
beygja sig fyrir almættinu og
segja: ,,Guð, verði þinn vilji."
Benedikt Guðmundsson,
Ólafsvfk."
# Lífsgeislan og
efnisgeislan
,,Lifið er kraftur, sem brýst
fram í alheimi efnisins, í þeim
tilgangi að skapa efnið fram til
sifellt æðri fullkomnunar."
(Helgi Pjeturss.)
Lif jarðar okkar er aðeins á
yfirborði hennar og efni lífver-
anna er aðeins ákaflega litið brot
af öllu efm jarðarinnar.
Hugsanlegt er að á jörðum hins
æðra lifs verði allt efni með ein-
hverjum hætti lifi gætt. Það
magnast af lífsorku hinna æðri
ltfvera, sem þær jarðir byggja. Og
sjálft efni þeirra jarða verður þá
mun meira geislandi en það lif-
vana efni. sem við hér þekkjum.
A slikum stöðum verður allt efni
hnattanna gegnsýrt ,af áhrifum
frá hinu æðra lifi. sem þar á
heima.
Litum til kvasaranna. hinna
óskiljanlega björtu og geislandi
vetrarbrauta. Eru ekki þar heim-
kynni hins æðsta lifs? Stafar ekki
ofurbirta þeirra frá efni, sem svo
mjög er lifmagnað vegna návistar
æðri lifvera i þeim sömu vetrar-
brautum?
Er það ekki vegna guðlegrar
lifmögnunar hverrar efnisagnar
þessara stjörnuhvyrfinga. sem
þessi ofurgeislun stafar?
.Geislunarmagn cinhvcrs efnis
mun ekki stafa eingöngu frá hita-
stigi þess eða kjarnaklofnun
frumefnanna, heldur cinnig, og
stundum jafnvel fremur. frá
þeirri lifmagnan, sem cfníð
verður fyrir. og á þetta einkum
við um efni þeirra vetrarbrauta:
sem eru heimkynni hins æðra lifs.
lngvar Agnarsson."
Þessir hringdu . . .
Ljóslausir
hljólreiðar-
menn
Ökukona:
— Ég hef nokkrum sinnum
rekið mig á það að hljólreiðar-
menn sumir hverjir virðast mjög
litt hirðusamir um hvernig háttað
er ljósabúnaði á hjólum þeirra.
Virðist svo sem þeir hugsi lítið
um hvað það getur reynst þeim
hættulegt að hjóla Ijóslausir í um-
ferðinni t.d. hér i Reykjavík, jafn-
el þótt þeir fari um vcl upplýstar
götur. Hjólin eru það fyrirferðar-
lítil farartæki að ekki cr víst að
ökumenn taki alltaf eftir þeim og
þvi getur allt gerzt. ef þeir reyna
ekki að gæta sin. Það er líka
ákveðið farið fram á það i umferð-
arlögum að sá sem er á ferð á
hjóli i myrkri skuli sjá til þess að
Ijósabúnaður sé eftir þvi sem
nauðsynlegt getur talizt. Ég hef
séð þess dæmi að legið hefur við
slysi vegna þess að ökumenn sáu
ekki til ferða hjólreiðarmanna og
þvi vil ég hvctja þá til að huga að
Ijósabúnaði hjóla sinna.
# Líflaust
í strætó?
Farþegi með strætisvagni á
hverjum morgni. cins og cinn
vildi láta nefna sig eða daglegur
farþegi eins og má lika hafa það.
sagði í samtali við Velvakanda í
liðinni viku, að það þyrfti að
hrista svolítið upp i strætisvagna-
ÞU AUGLYSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
M GIA Sl\(. \
SIMIW ER:
22480
farþegum á morgnana. Hann
hefði i mörg ár farið með sama
vagninum til vinnu sinnar á sama
tíma á morgnana og hvað eftir
annað væri sama fólkið á ferð
mcð honum. Hann vissi orðið ná-
kvæmlega hvar hinn og þessi far-
þeginn færi út úr vagninum og
jafnvel við hvað hver ynni o.s.frv.
Sagði hann að helzt þyrfti að hafa
þessa strætisvagnaferðir svolitið
liflegri, að menn spjölluðu saman
um daginn og veginn. veðrið eða
dýrtíðina cf ekki vill betur. því
það væri nánast ófært að fara með
sama fólki í strætó á hverjum
degi og þekkja það en tala samt
aldrei við það. yelvakandi hafði á
orði hvort hann gæti ekki hafið
samræður við einhvern samferða-
manna sinna, en viðmælandinn
kvað þaö vera erfitt nema allir
væru sammála um að svo skyldi
vera. því sumir væru jafnvel svo
leiðinlegir að það mætti ails ekki
varpa á þá svo mikið sem einu
einasta orði þá sendu þeir þvílíkt
augnaráð að hvcrjum sem væri
gæti orðið ofviða að sitja undir.
Helzt sagði þessi farþegi i strætó
það til úrbóta að gerð væri um
það samþykkt að bæta úr þessu og
reynt væri að brydda upp á sam-
ræðum meðal kunningja i strætó.
Eftir þessar viðræður kvaðst
Velvakandi geta komið hugmynd-
inni á framfæri. cn hann lætur
lesendum eftir að vega hana og
meta og taka hana annaðhvort i
fullri alvöru eða gamni einu. Hafa
má þó það i huga að öllu gamni
fylgir nokkur alvara.
HÖGNI HREKKVÍSI
“ Ji&P ~
©1*78
McNught 8y*a„
SlGeA V/öGA £ uLVEftAN
nýjar bækur
aaglega
Bókaverzlun Snæbjamar
HAFNARSTRÆTI 4 OG HAFNARSTRÆTl 9
ffim
Nýkomnar hljómplötur
—" 'V s
i ? / HOT
Ak SOUL 2
ÍTHEOBls
IW(W »(ÍT OURTHNT.KXÍMR
ÍJOETEX
W .HWMDUtW'
f AOMOPUYERS
' VswnsnoPfMNG
4 RAIPHCARTU
' -3W EXIHAtXTRAÍRfADAÍl AÖOUTfT)
BARRYWHÍTE
líUHFMuacrwv ,
Hot Soul 2
The Very Best
Of Herman's Hermits
Linda Ronstadt
Nýjasta
Smokie
The Manhattan Transfer
20 Success
Woody Guthrie
20 Great Songs
Iggy Pop
Twiggy
Bee Gees
20 Disco Hits
London Symphony O.
Emerson Lake & Palmer
Bellamy Brothers
John Denver
Gladys Knight
30 Greatest
Nýjasta
Pastiche
Dynamite
Orginal 1940-1946
Feelings
Lust For Life
Please Get Me
Name Rightt
Nýjasta
Disco Fever
Classic Rock
"Works Volume 1 1
Let Your Love Flow
The Best.
heimilistæki sf
Hafnarstræti 3 - 20455.
W\WtK Wttó -G' — —4 m l a - VÍ4MA/A SVf irif/lM/^ - - - — ~
Jmvítii) áiiTnþiT^ 1