Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR l.JWARZ 1978 Sjálfstæðisflokkurinn: Utanlqörstadaatkvæða- greiðsla vegna próf- kjörsins í Reykjavík PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna borgar- stjórnarkosninganna á vori komanda fcr fram dagana 4.—6. marz n.k. og verður kosið á sjö stöðum víðs vegar um borgina. nema á mánudag þeg- ar aðeins verður kosið í Valhöll við Háaleitisbraut. Utankjör- staðaatkvæðagreiðsla vegna prófkjörsins er þegar hafin og stendur yfir daglega fram á föstudag klukkan 17—19 í Val- höll. Atkvæðarétt í prófkjörinu hafa allir stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins í væntanlegum borgarstjórnarkosningum, sem náð hafa 20 ára aldri 28. maí 1978 og lögheimili áttu í Reykjavík 1. desember 1977, svo og allir meðlimir sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, sem lögheimili áttu í Reykjavík 1. desember 1977. Frambjóð- endur voru valdir með fram- boðum studdum af minnst 25 flokksbundnum sjálfstæðis- mönnum og af kjörnefnd, sem skipuð er 15 kjörnum og til- nefndum sjálfstæðismönnum. Til þess að úrslit verði bind- andi fyrir kjörnefndina, þarf fjöldi þeirra sem þátt tekur í prófkjörinu að vera 1/3 af kjör- fylgi Sjálfstæðisflokksins við síðustu borgarstjórnarkosning- ar eða minnst 8092. Auk þess þurfa einstakir frambjóðendur að hljóta minnst 50% greiddra atkvæða til þess, að kosning þeirra verði bindandi. A at- kvæðaseðlinum er nöfnum frambjóðenda raðað eftir staf- rófsVöð. Kjósa skal fæst 8 fram- bjóðendur og flest 12. Skal það gert með því að setja kross fyrir framan nöfn frambjóðenda, sem viðkomandi óskar eftir að skipi endanlegan framboðslista flokksins. Utankjörstaðaatkvæða- greiðsla fer eins og áður sagði Framhald á bls. 22. Snorri Jónsson, varaforseti ASÍ: Verða að hafa skýra hugsun ef þeir vilja BAUOUS Frá Keflavíkurhöfn Fjármálaráðuneytið og BSRB ákveða texta augljsinga jrwui a oátt nm INORRI Jónsson varaforspti Al- samtökunnm t»ptta svnir aó %Jm ^ %J %J w w Hli fj arvis tafrádr átt SNORRI Jónsson, varaforseti A1 þýðusambands Islands sagði í samtaii við Morgunblaðið í gær að samráð hafi veríð haft við Harald Steinþórsson, framkvæmdastjóra BSRB aðeins um einn fund, sem Haraldur hafi séð um auglýsingu á. „Allar aðrar auglýsingar voru sendar út héðan (frá ASl — inn- skot Mbl.) og það kannast enginn við það hér að það hafi verið talað við þá. Enda er það augljóst mál með tilliti til stöðu þeirra og hlut- leysis, að með þessu beina þeir þessu á allar efnahagsráðstafanir rikisstjórnarinnar, en við vorum þó bara með kjaraskerðinguna. Þótti okkur ástæða til þess að mótmæla þessu, því að það virðist æði oft, sem um er að ræða al- gjöra meiningarleysu sem verið er að gera þarna.“ Snorri Jónsson kvað bréfið frá forystumönnum launþegasamtak- anna hafa náð til mun fleiri til- kynninga, þar sem mikill fjöldi tilkynninga hafði verið lesinn frá samtökunum. „Þetta sýnir, að menn verða að hafa svolítið skýra hugsun, ef menn ætla að fara að setja mönnum fyrir, hvað þeir mega setja í auglýsingar," sagði varaforseti Alþýðusambandsins. Haraldur Steinþórsson fram- kvæmdastjóri BSRB kvaðst að- eins hafa séð um að senda þessa einú auglýsingu í útvarpið, sem var um fund á Egilsstöðum. I texta auglýsingarinnar var rætt um kjaraskerðingarlög ríkis- stjórnarinnar. Haraldur kvað Guðmund Jónsson síðan hafa hringt til sin og óskað eftir þvi a- breyta orðalagi auglýsingarinnar. „Ég sagði, að það skipti ekki nokkru máli — ef orðalagið stöðv- aði auglýsinguna, að þar kæmi i staðinn efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar i þessari tilkynn- ingu. Aðrar tilkynningar vissi ég ekki um og ekki gat ég fallizt á að þetta væru kannski ekki kjara- skerðingarlög ríkisstjórnarinn- ar,“ sagði Haraldur Steinþórsson. fjarmalaraðuneytið sendi í gær út eftirfarandi frétta- tilkynningu: Ráðuneytið hefur í dag fellt úr gildi umburðarbréf nr. 7/ 1968 um skráningu og meðferð óheim- illa fjarvista. Er því niður felld heimild starfsmanna til að velja um hvort óheimilum fjarvistum þeirra skuli mætt með fækkun á sumarleyfisdögum eða auka- vinnu. Jafnframt skal vakin athygli á að samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 30. gr. laga nr. 38/ 1954 um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkis- ins, er starfsmanni skylt að vinna án endurgjalds yfirvinnu allt að tvöföldum þeim tima, er hann hefur verið frá starfi án gildra forfalla eða hlíta því að dregið sé af launum sem því nemur. t tilefni af þessari fréttatil- kynningu barst Mbl. eftirfarandi fréttatilkynning frá BSRB: BSRB hefur í dag borist með- fylgjandi fréttatilkynning frá fjármálaráðuneytinu. Sú ákvörðun ráðuneytisins að fella nú úr gildi heimild um val starfsmanna um leiðir til að mæta fjarvistum er tilraun til að hræða starfsfólk frá þátttöku í vinnu- stöðvun með ógnun um stórfelld fjárútlát. Jafnframt er nefnilega dreift þeirri hugmynd, að ríkið geti dregið frá launum yfirvinnukaup í tvöfaldan þann tíma, sem starfs- menn eru fjarverandi, eða sem svarar 32% af mánaðarkaupi, vegna tveggja daga fjarvista. Sannleikurinn er hins vegar sá, Framhald á bls. 18 Afkoma Landsbanka íslands var hagstæð á síðasta ári: Heildaraukning innlána nam 42% árið 1977 REIKNINGAR Landsbanka Is- lands fyrir árið 1977, sem Olafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra samþykkti á fundi bankaráðs í gærdag, bera það með sér, að árið 1977 var bankanum hagstætt. Innlán jukust verulega, aukning út- lána var hófleg, nema afurða- lána, sem jukust óvenju mikið. Lausafjárstaða bankans batn- aði þriðja árið f röð og afkoman var allgóð og svipuð og undan- farin tvö ár, segir í frétt Lands- bankans í gær. Fyrstu fimm mánuði ársins var aukning innlána mikil, enda verðbólga minnkandi og lausafjárstaða fyrirtækja og einstaklinga tiltölulega rúm. Þegar sjá mátti fyrir, að verð- bólga ykist að nýju að loknum kjarasamr ngum í júní, drógust innlán sanan. Síðasta ársfjórð- ungin jukust innlán hins vegar verulega og varð ársaukning innlána því mun meiri en á horfðist um skeið. Heildar- aukning innlána allt árið nam 42% samanborið við 39% árið áður. Námu innlán í árslok 34.800 milljónum króna. Vaxta- aukalán jukust mest allra inn- lána og námu þau 30% spari- innlána í árslok. Rétt fyrir ára- mót hóf bankinn að taka á móti innstæðum á innlenda gjald- eyrisreikninga, segir einnig í frétt bankans. Heildarútlán bankans jukúst um 43% á árinu og námu 42.500 milljónum króna í árslok. Voru það afurðalán, sem að miklu leyti eru endurseld Seðla- bankanum, sem jukust lang- mest, eða 76%. Útlán án endur- seldra lána, sem háð eru sam- komulagi við Seðlabankann um útlánaþak, jukust um 31%. I þeirri aukningu er talin mikil aukning viðbótarlána við endurseld afurðalán, sem fylgja föstum reglum. Að þeim lánum frátöldum var útlána- aukningin í góðu samræmi við það útlánamarkmið, sem sett hafði verið. Útlánaaukning varð mun meiri til sjávarútvegs en til annarra atvinnugreina. Nam hún 6200 milljónum króna, eða helmingi allrar útlánaaukning- ar bankans. Var meginhluti þessarar upphæðar afurðalán, 5300 milljónir króna. JMikil aukning varð einnig í lánum til landbúnaðar, 2500 milljónir króna, allt afurðalán. Saman- lagt jukust útlán til sjávarút- vegs og landbúnaðar um 64%, en útlán til allra annarra þarfa um 25%. Nam aukning annarra atvinnugreina en sjávarútvegs og landbúnaðar um 3000 milljónum króna en aukning útlána til einstaklinga 1100 milljónum króna. Vegna mikillar aukningar vaxtaaukainnlána jókst vaxta- byrði bankans mjög. Var því leitazt við að auka vaxtaaukaút- lán, og jukust þau meira en aðrar tegundir útlána. Námu þau samt sem áður ekki meiru en 38% vaxtaaukainnlána i árs- lok. Lausafjárstaða bankans styrktist verulega á árinu. Var hún 1571 milljón króna í árs- byrjun. Batnaði hún verulega fyrrihluta ársins vegna mikillar innlánaaukningar og náði há- marki, 4700 milljónum króna, þann 22. júni. Samfara lækkun innlána fór lausafjárstaðan síð- an hraðversnandi fram í októ- ber og hafði þá versnað um rúmlega 5000 milljónir, þrátt fyrir aðhald í útlánum þegar innlán jukust aftur þatnaði lausafjárstaðan og var orðin já- kvæð um 2806 milljónir í árs- lok. Reynsla undanfarinna ára og ekki sízt ársins 1977 sýnir ljóslega hversu nauðsynlegt er að lausafjárstaða sé öflug til þess að unnt sé að verjast skyndilegum áföllum. Afkoma bankans var svipuð á árinu 1977 og undanfarin tvö ár. Auk reglulegra afskrta voru samtals 95 milljónir króna gðar til hliðar til þess að mæta hugsanlegum afskriftum út- lána síðar meir og væntanleg- Framhald á bls. 22. Útifundur í dag LAUNÞEGASAMTÖKIN, sem standa að verkföllunum í dag og á morgun, efna í dag til útifundar á Lækjartorgi og hefst hann klukkan 14. Fundarstjórar verða Jónas Sigurðsson starfsmaður INSl og Jón Hannesson, formaður launamálaráðs BHM. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá ASI verða ræðumenn fundarins tveir: Snorri Jóns- son, varaforseti ASl, og Krist- ján Thorlacius formaður BSRB. Lúðrasveit verkalýðsins mun leika fyrir og eftir fundinn. Ungverskir gestir á Sinfóníu- tónleikum NÆSTU áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands verða I Háskólablói kl. 20.30 nk. fimmtudagskvöld, og á efnisskránni eru forleikurinn Leikhússtjórinn eftir Mozart, fiðlukonsert nr. 2 eftir Bartok og Sinfónfa nr. 9 eftir Schub- ert. Hljómsveitarstjóri er Adam Fischer en einleikari György Pauk, Ungverjar báðir' tveir. ADAM FISCHER er fæddur í Búdapest árið 1949. Hann lagði fyrst stund á píanóleik og tónsmíðar i heimalandi 'sinu, en siðar hljómsveitarstjórn, m. a. hjá próf. Swarowsky við tónlistarháskólann í Vinarborg og Maestro Ferrara i Feneyj- um og Siena. Arið 1973 vann hann hin eftirsóttu „Guido Cantelli" verðlaun í Mílanó, en þau verðlaun eru aðeins veitt fyrir framúrskarandi hæfi- leika. A árunum 1974—1977 var Fischer fyrsti hljóm- sveitarstjóri við óperuna í Hel- sinki, en er nú einn af aðal- hljómsveitarstjórum við óper- una í Karlsruhe i Þýzkalandi. GYÖRGY PAUK byrjaði að Framhald á bls. 22. Fundir og fyrirlestrar PRÖFESSOR Walter James frá Bretlandi mun nk. föstu- dag flytja erindi í Norræna húsinu um Opna háskólann í London, en háskóli þessi er frábrugðinn öðrum háskólum að þvi leyti, að hann hefur ekki yfir neinu kennsluhús- næði að ráða og fer öll kennska fram með bréfaskriftum, í gegnum útvarp og sjónvarp. Félag einstæðra foreldra efnir til fundar um skólamál n. k. fimmtudagskvöld kl. 21.00 í Tjarnarbúð. Frummælendur verða þau Olafur Proppé og Anna Kristjánsdóttir. Nessöfnuður efnir n.k. laug- ardag til fræðslufundar, sem fjalla mun um samskipti for- eldra, kirkjunnar og yngstu barnanna. Fundurinn verður haldinn i félagsheimili kirkjunnar og hefst kl. 14.00. Kristilegt stúdentafélag efn- ir i kvöld til fyrirlestrar í stofu 102 í Lögbergi, þar sem séra Halldór Gröndal ræðir efnið: Attu lifandi trú? Framleiðsluráð landbúnað- arins hefur boðið Poul Astrup prófessor við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn að flytja fyrirlestur hér á landi um mat- aræði og hjartasjúkdóma og mun fyrirlesturirin fara fram á fimmtudagskvöld kl. 20.30 í Súlnasal Hótel Sögu. Fuglaverndarfélag Islands efnir annað kvöld til fræðslu- fundar í Norræna húsinu kl. 20.30 þar sem Arni Waage ræð- ir um lifnaðarhætti hvaiastofn- anna við Island, einkum með tilliti til friðunar og útrýming- arhættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.