Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 19‘78
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulitrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson
Þorbjöm Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6. simi 22480.
Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 90 kr. eintakið.
Klofinn stjórnarandstaða
— klofinn Alþýðuflokkur
Stjórnarandstaðan er klofin ekki síður en verkalýðs-
hreyfingin í afstöðu til þeirra ólöglegu verkfallsaðgerða, sem
ASÍ- og BSRB-forystan hafa beitt sér fyrir í dag og á morgun.
Þessi sundrung stjórnarandstöðunnar kemur berlega fram í
viðtölum, sem Morgunblaðið birti i gær við helztu forystumenn
stjórnarandstöðuflokkanna
Karvel Pálmason, alþingismaður, kveðst ekki mæla með þess-
um aðgerðum og ekki vera aðili að þeim Þessari afstöðu hefur
Karvel fylgt eftir í verkalýðshreyfingunni á Vestfjörðum en hann
er einn af forystumönnum hennar. Þannig hefur Alþýðusamband
Vestfjarða ákveðið að taka ekki þátt i aðgerðunum og verkalýðsfé-
lagið i Bolungarvík, sem Karvel Pálmason er i forystu fyrir, hefur
ákveðið að eiga engan hlut að þeim Mörg önnur verkalýðsfélög á
Vestfjörðum hafa fylgt i kjölfarið
Gylfi Þ Gíslason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, hefur
einnig lýst andstöðu við ólöglegar verkfallsaðgerðir í viðtali við
Morgunblaðið i gær leggur hann áherzlu á, að verkalýðshreyfing-
in verði að heyja baráttu sína innan ramma laganna. Breytir hér
engu um, þótt Gylfi Þ Gislason lýsi samúð með andstöðu
verkalýðsfélaganna við aðgerðir rikisstjórnarinnar Þær eru ekki til
umræðu nú heldur ólöglegar aðgerðir fjölmennra almannasam-
taka og formaður þingflokks Alþýðuflokksins hefur lýst andstöðu
við þær
Bersýnilegt er hins vegar, að engin samstaða ríkir innan
Alþýðuflokksins um þessa afstöðu Gylfa Þ Gislasonar. Hinn nýi
formaður flokksins. Benedikt Gröndal, hefur lýst stuðningi við
aðgerðir verkalýðshreyfingarinnar. Enginn vafi er á því, að
fjölmargir kjósendur, sem á liðnum árum hafa veitt Alþýðuflokkn-
um stuðning, a.m.k við og við og bera hag flokksins fyrir brjósti
munu veita þvi eftirtekt, að Alþýðuflokkurinn er sundraður i
afstöðu til lögbrota og að formaður flokksins lýsir stuðningi við
ólöglegar aðgerðir nokkurra verkalýðsforingja. Mismunandi af-
staða stjórnarandstöðunnar til þessa máls endurspeglar þann
ágreining, sem er innan verkalýðshreyfingarínnar sjálfrar í
marga áratugi hefur verkalýðshreyfingin ekki verið jafn sundruð i
verkfallsaðgerðum og hún er nú Og þótt liklegt megi telja, að
meirihluti verkalýðsfélaga muni taka þátt i ólöglegum verkfallsað-
gerðum í dag er Ijóst, að mjög fjölmenn launþegasamtök vilja
ekkert af þeim vita Það liggur þvi fyrír, að innan verkalýðshreyf-
ingarinnar og í hinum svonefndu verkalýðsflokkum er engin
samstaða um aðgerðirnar í dag og á morgun Það út af fyrir sig er
mikið áfall fyrir þá, sem að þeim standa
BSRB og neyðarréttur
Arnljótur Björnsson, prófessor við lagadeild Háskóla
íslands, segir i viðtali við Morgunblaðið í gær, að hann telji
að varla nokkur lögfræðingur muni taka undir þau rök BSRB. að
ólöglegar verkfallsaðgerðir samtakanna flokkist undir neyðarrétt
I fréttatilkynningu, sem fjármálaráðuneytið sendi frá sér i fyrra-
dag, er á það bent, að i kjarasamningí opinberra starfsmanna séu
einmitt ákvæði um það, hvernig með skuli fara, þegar breytingar
verði á vísitölugrundvelli samninganna eins og nú hafi gerzt
Samningurinn gerir ráð fyrir, að hvor aðilinn um sig geti óskað
endurskoðunar á kauplið samningsins. Þetta er sú leið, sem
BSRB er opin og út í hött að tala um neyðarrétt i þessu sambandi.
Fjármálaráðuneytið bendir einnig á, að neyðarrétti verði ekki
beitt nema öðrum úrræðum verði ekki komið við vegna skyndi-
legrar neyðaraðstöðu, sem upp kemur og jafnvel þá sé um mjög
þrönga túlkun á neyðarrétti að ræða Um enga slíka aðstöðu er að
ræða hjá BSRB nú og röksemdir forystumanna samtakanna því út
í hött
BSRB og BHM:
Fæst aðildarfélaga
hafa tekið afstöðu
til verkf allsaðgerða
Fæst aðildarfélaga BSRB og
BHM hafa tekið afstöðu til
þess, hvort þau hvetja eða letja
félagsmenn sfna til þátttöku í
verkfallinu. en þó voru dæmi
um hvorttveggja. Póstmanna-
félagið hvatti ekki til verkfalls.
Starfsmannafélag Reykjavíkur
borgar.latti menn til þess, en
Starfsmannafelag ríkisstofn-
ana hvatti menn til verkfalls-
ins, svo og ýmis kennarfélög,
sem stóðu að 450 manna fundi í
Sigtúni í fyrrakvöld, sem
hvöttu til samstöðu; Félag há-
skólamenntaðra kennara, Sam-
band framhaldsskólakennara.
Framkvæmdastjórn BSRB
taldi að um 80 til 90% kennara
á Stór-Reykjavíkursvæðinu
myndu taka þátt f verkfallsað-
gerðunum.
Innan Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja eru 17
ríkisstarfsmannaféiög og 16
bæjarstarfsmannafélög.
Stærsta félagið er Starfsmanna-
félag rikisstofnana og hvatti
það félagsmenn sína til aðgerð-
anna. Stærsta bæjarstarfs-
mannafélagið, Starfsmanna-
félag Reykjavíkurborgar, sagði
hins vegar að það teldi vinnu-
stöðvunina ekki þjóna hags-
munum félagsmanna sinna og
hvatti ekki til aðgerðanna. Hið
sama gerði Póstmannafélagið
og Félag íslenzkra símamanna
tók ekki afstöðu í málinu, þar
sem á félagsfundi í félaginu
kom ekki fram nein tillaga um
að félagið beitti sér á nokkurn
hátt. Hins vegar mun hafa verið
samþykkt í einstökum deildum
innan félagsins að menn felldu
niður vinnu, svo sem í deild
tæknimanna og línumanna. Þá
felldu starfsmenn Skatt-
stofunnar í Reykjavík að leggja
niður vinnu með 40 atkvæðum
gegn 7, en 10 til 15 starfsmenn
sátu hjá.
Haraldur Steinþórsson, fram-
kvæmdastjóri BSRB, kvað fæst
félaganna hafa tekið afstöðu og
gilti því samþykkt stjórnar
BSRB, þar sem mælzt er til
þátttöku i vinnustöðvuninni.
Stjórn Bandalags háskóla-
manna hvorki hvetur né letur
til þátttöku í verkfallinu. Þegar
BSRB var í verkfalli í haust
samþykkti stjórnin stuðnings-
yfirlýsingu við verkfallið, en
það sætti mikilli gagnrýni inn-
án félagsins. Astæður fyrir því
eru þær að BHM er samsett
bandalag, þar sem aðild eiga
bæði launþegar og atvinnurek-
endur. í bandalaginu eru um
1.700 ríkisstarfsmenn, en
félagsmenn eru um 3.500 tals-
ins. Hluti þeirra er í vinnu hjá
einkaaðilum og sveitarfélögum,
en atvinnurekendur eru á bil-
inu 500 til 600. Eru það menn
með sjálfstæðan rekstur, svo
sem eins og læknar, lögfræðing-
ar og verkfræðingar, svo að ein-
hverjir séu nefndir.
í launamálaráði BHM eru
eingöngu fulltrúar launþega-
félaga, því er það launamála-
ráðið, sem stendur að þessum
aðgerðum með öðrum laun-
þegasamtökum í landinu. Aðild
að launamálaráði eiga 19 félög
en 18 eiga fulltrúa í því. Það
félag, sem ekki á fulltrúa í ráð-
inu, er Lyfjafræðingafélag ís-
lands, sem hefur sérstaka og
sjálfstæða samningsaðild og er
félagið ekki aðili að kjarasamn-
ingi BHM. Við ákvörðun launa-
málaráðsins sátu þrjú félög eða
fulltrúar þeirra hjá, er ákveðin
var þátttaka í vinnustöðvun-
inni. Voru það fulltrúi Félags
háskólamenntaðra kennara,
fulltrúi Félags háskólakennara
og fulltrúi Félags tækniskóla-
kennara. Fulltrúi Félags há-
skólakennara sat hjá að sögn
Magnúsar Skúlasonar, fram-
kvæmdastjóra BHM, þar sem
hann taldi sig ekki vita um vilja
háskólakennara. Fulltrúi
Félags tækniskólakennara sat
hjá, þar sem hann hafði kannað
vilja félagsmanna sinna. Félag
háskólamenntaðra kennara
stóð síðan að fundi í Sigtúpi í
fyrrakvöld ásamt Félagi
menntaskólakennara, Sam-
bandi íslenzkra barnakennara,
og Landssambandi framhalds-
skólakennara og þar var sam-
þykkt með öllum þorra atkvæða
gegn 6 að taka þátt í aðgerðun-
um.
12 af 35 barnaheimilum loka
TOLF af dagvistunarstofnunum
Reykjavíkurborgar fyrir börn af
alls 35 stofnunum munu loka nú
vegna þess að starfsfólk þeirra
fellir niður vinnu í dag og á morg-
un. 1 sumum stofnunum mun ein-
hver hluti fóstranna vinna og
veróur því að takmarka þann
fjölda, sem kemst að. Því getur
svo farið að þegar foreldrar koma
með börn sín, verði heimilið orðið
fullt. Um 15 stofnanir verða opn-
ar eins og venjulega.
Bergur Felixson, framkvæmda-
stjóri, sem sér um rekstur dag-
vistunarstofnana Reykjavíkur-
borgar, sem Sumargjöf rak áður,
kvað starfsfólk sumra stofnana
hafa látið meirihlutaákvörðun
ráða. A öðrum stöðum, þar sem
hver og einn starfsmaður tekur
persónulega ákvörðun, verða
heimilin ekki fullmönnuð. Því
getur svo farið að loka verði um
leið og ákveðinn fjöldi barna er
kominn. Yfirleitt var foreldrum
tilkynnt um stöðuna á hverju
heimili í gærkveldi með tilkynn-
ingu, sem þar var hengd upp.
Loka vegna skorts á hráefni?
HUGSANLEGT er talið að hrað-
frystihúsinu Kirkjusandi h.f.
verði lokað verkfallsdagana
vegna hráefnisskorts. Gísli Jón
Hermansson sagði í samtali við
Mbl að s.l. föstudag hefði starfs-
fólki verið sagt upp vegna þess að
útlit væri fyrir hráefnisskort nú
1. og 2. marz, þ.e. að ekki fengist
landað fiski til vinnslu frá bátum.
— Annars er nánast enginn
grundvöllur fyrir rekstri frysti-
húsa núna, skuldahalinn er orð-
inn langur og erfitt að hafa hann
á eftir sér jafnvel eftir þessar
siðustu ráðstafanir. Við þurfúm
nú yfirleitt að greiða 36% vexti
og það er of mikið.
— Við lokuðum fyrir nokkru
en opnuðum mánudaginn 20.
febr. aftur og ákváðum að halda
áfram nú eftir gengislækkun og
erum staðráðnir í að halda rekstr-
inum áfram, þessi uppsögn núna
er aðeins vegna hugsanlegs hrá-
efnisskorts í fyrirhuguðu verk-
falli.
Starfsfólk við heilsugæzlu
ákveði siálft aðgerðirnar
MORGUNBLAÐINU barst i gær
frétt frá heilbrigðisstarfshópi í
BSRB og BHM, sem er svohljóð-
andi:
„Nefnd fulltrúa frá ýmsum
starfsgreinum heilbrigðisþjón-
ustu hefur rætt aðstöðu starfs-
manna til vinnustöðvunar án þess
að heilsugæzlu fólks væri stefnt í
voða. Akveðið var að kynna fyrir-
liggjandi hugmyndir um tak-
mörkun starfsmannafjölda á
skurð-, svæfinga- og röntgendéild-
um, draga úr starfrækslu göngu-
dcilda og endurhæfingadeilda,
svo og annars staðar, þar sem
timabundinni fækkun starfs-
manna væri unnt að koma við.
Nefndin beinír því til starfsfólks,
að það sjálft ákveði sín á milli
möguleika á framkvæmd þess á
hverjum stað. Starfræksla ýmissa
deilda, t.d. legudeilda, verði í
engu skert.
Þá er því beint til alls starfs-
fólks í heilsugæzlu, að það reyni
að haga svo verkefnaskiptingu, að
sem stærstur hluti starfsmanna
geti tekið þátt í útifundi laun-
þegasamtakanna á Lækjartorgi
klukkan 14 á miðvikudag. í
nefndinni voru aðílar frá þessum
Lögreglan
sinnir
öryggisgæzlu
LÖGREGLUMENN hafa lýst sam-
stöðu með öðrum launastéttum
vegna vinnustöðvunarinnar I. og
2. marz á félagslegum grunni. en
hins vegar munu lögreglumenn
vinna og halda uppi öryggisgæzlu
— sagði Jónas Jónasson lögreglu-
varðstjóri, formaður Landssam-
bands lögreglumanna. I samtali
starfsgreinum eða félögum:
Hjúkrunarfélagi íslands, Starfs-
mannafélagi ríkisstofnana,
Starfsmannafélaginu Sókn,
meinatæknum* fóstrum, þroska-
þjálfum, sjúkraliðum, sjúkra-
þjálfurum, aðstoðarmönnum
sjúkraþjálfara og gæzlumönnum
á Kleppi."
við Morgunblaðið í gær.
Jónas sagói hins vegar að lög-
reglumenn sem aðrir væri orðnir
langþreyttir á kjaraskerðingar-
áformum og það sérstaklega mis.s-
eri eftir að sjálf ríkisstjórnin
hefði undirritað kjarasamning við
opinbera starfsmenn. „Við erum
hins vegar eins og hjúkrunarstétt-
irnar i þeirri aðstöðu að við verð-
um að halda uppi öryggisgæzlu og
það verður gert. Það er heldur
ekki hægt nema menn komi til
vinnu.