Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR 44. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Glistrup- málið fyrir hæstarétt Kaupmannahöfn, 28. febr. AP. MOGENS Glistrup, leiðtogi danska Framfaraflokksins, hætti á þriðjudag öllum tilraunum til að knýja fram umræðu í danska þinginu um það hvort honum væri að eiga áfram sæti í lög- gjafarsamkundu þjóðarinnar eft- ir að fram kom ákæra á hendur liomim um stórfelld skattsvik. Glistrup lét af beiðni sinni eftir að ríkissaksóknari tilkynnti að úrskurður borgardóms í máli Glistrups fyrr í þessum mánuði yrði tekin fyrir f hæstarétti. Rannsókn málsins er einhver sú lengsta, er fram hefur farið í Dan- mörku, og. tók alls fjögur ár. Henni lauk með þvi að Glistrup, upphafmaður annars stærsta Framhald á bls. 22 Park mætir íWashington Á meðfylgjandi mynd má sjá Tongsun Park, milljónamæring og hrísgrjónasala frá Kóreu, koma til yfirheyrslu í Capitol Hill í Washington ásamt lög- manni sínum, William Hundley, á þriðjudagsmorgun. Er Park þangað kominn til að svara spurningum siðanefndar þingsins fyrir luktum dyrum. Milljónamæringurinn er grun- aður um að hafa reynt að kaupa sér áhrif í bandaríska þinginu. Nefndarmönnum er forkuður á að vita um einstök atriði í sam- bandi við 100.000 dollara borg- un, sem Park er grunaður um að hafa laumað í vasa nokkurra fyrrverandi þingmanna og öld- ungadeildarþingmanna. „Eg ætla að stíga þarna inn og leyfa þeim að spyrja mig þeirra spurninga, sem þeim þóknast. Eg ætla að gera mitt bezta til að fá mál þetta á hreint," sagði Park fréttamönnum. A mynd- inni með honum sjást öryggis- verðir hans meðan á dvöl hans í Washington stendur. Reynt að sameina Kongressflokkinn Nýju-Delhi, 28. feb. AP. Reuter. INDIRA Gandhi sagði á þriðju- dag að hún væri ekki ginnkeypt fyrir þvf að verða forsætisráo- herra landsins á nýjan leik eða þó ekki væri nema forseti neðri deildar þingsins. Eftir stórsigur flokksarms hennar í indversku fylkiskosning- iinum voru f dag gerðar tilraunir til að bræða saman flokkinn í heild og sögðu formenn hins opin- bera Kongressflokks, að þeir væru viljugir til að ganga til sam- starfs við Indiru. A fundi með fréttamönnum „Associated Press" fréttastofunn- ar skýrði Indira frá því, að sigur hennar í kosningunum hefði sið- ur en svo komið henni á óvart. „Við sigruðum af því að fólkið stóð i aðalatriðum okkar megin", sagði hún. Drslit kosninganna Framhaldábls. 22 Rhodesísk árás inn í Botswana Símamynd AP Gaborone. 28. febrúar AP. HERSVEITIR frá Rhódesíu réð- ust inn í grannlandið Botswana í gær og felldu 15 Botswanaher- menn og tvo óbreytta borgara og Verðbréfahrun á mörkuðum í Sviss Genf, 28. febr. AP. MIKIÐ hrap varð á svissneskum verðbréfamörkuðum á þriðjudag. meira en dæmi eru til um áður þar f landi. Atburðir þessir koma f kjölfar hafta, sem svissneska stjórnin setti við kaupum útlendinga á skuldabréfum f Sviss. Vísitala tuttugu og fimm mikil- vægra verðbréfa hrapaði um 11.8 stig eða um 4.3 prósent. Að sögn bankafyrivalda er hér um að ræða meira fall en varð 23. nóvember 1973 en þá voru afleiðingar oliu- kreppunnar í hámarki. Það munu hafa verið bankar, sem verst urðu úti á verðbréfamarkaðinum í dag, með 6,5 prósent fall, en önnur fyrirtæki urðu einnig fyrir áfalli og á meðal þeirra flugfélagið Svissair. Mikil verðbréfasala var einnig á mörkuðum í Sviss í dag, en að -sögn vildu hluthafar selja af ótta við að ráðstafanir stjórnarinnar gerðu það að verkum að verðbréf þeirra féllu enn í verði eða að gengi svissneska frankans sjálfs kynni enn að falla. Atburðirnir á þriðjudag höfðu einnig sín áhrif á dollarann á heimsmörkuðum og hrapaði hann snarlega gagnvart svissneska frankanum og tapaði þannig þeirri uppbót, sem hann hlaut með aðgerðum svissneskra stjórn- valda á mánudag. Mun hann hafa tapað um tveimur og hálfu pró- senti af verðgildi sinu gagnvart svissneska frankanum. A síðastliðnum tólf mánuðum hefur dollarinn tapað sjö prósent- um af verðgildi sinu gagnvart helztu gjaldmiðlum heimsins og má þar um kenna gifurlegum við- skiptahalla Bandarikjamanna á siðasta ári, en hann nam 26,7 milljörðum dollara, og vegna þess að orkufrumvarp Carters náði ekki fram að ganga á þingi. Mbl. sneri sér til Jónasar Haralz Framhald á bls. 22 Platrán á ítalíu? Mílanó, 28. feb. Reuter. TOLLLÖGREGLA á ítalíu telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því, að einn ítalskur iðjuhöldur að minnsta kosti hafi nýlega sett á svið sitt eigið brotthvarf til að svíkja fé út úr erlendu tryggingafélagi. Þykir lögreglumönnum for- vitnilegt að af þeim u.þ.b. þrjátíu iðjuhöldum, sem tryggt hafa sig gegn mannrán- um, hafa 10 horfið og verið greitt fyrir þá lausnargjald skömmu sfðar. I frétt frá Reuter- fréttastofunni segir, að mann- rán séunú einhver arðbærasti atvinnuvegur, sem um geti á ítaliu og hafi mannræningjum tekizt að hafa út jafnvirði 36 milljóna dollara þar í lausnar- gjald fyrir gisla sína. Tollyfir- völd standa nú að rannsókn á Framhald á bls. 22 særðu átta hermenn að því er stjórn landsins sagði í dag. Quett Masire varaforseti sagði á þingi að barizt hefði verið i Kazungula, afskekktu útvirki þar sem landamæri Rhódesíu, Botsw- ana, Zambíu og Suðvestur-Afríku mætast. Hann sagði að atburður- inn gæti orðið til þess að stjórn Botswana neyddist til að endur- skoða afstöðu sína til Rhódesiu- málsins. Botswana er eina blökku- mannarikið er liggur að Rhódesíu sem hefur ekki lýst yfir styrjaldarástandi gagnvart stjórn hvíta minnihlutans í Salisbury og hefur ekki leyft rhódesískum skæruliðum að haf a bækistöðvar í Iandinu. í Sailsbury var staðfest að her- sveitir hefðu ráðizt inn i Botsw- ana, en rhódesíska herstjórnin sagði að hersveitirnar hefðu verið að. veita eftirför skæruliðum blökkumanna sem hefðu ráðizt á rhódesískan varðflokk innan landamæra Rhódesiu. Um bardagana sagði herstjórn- in að rhódesisku hersveitirnar hefðu hörfað jafnskjótt og i ljós hefði komið að þær áttu ekki í höggi við skæruliða heldur her- menn Botswana-stjórnar. Masire varaforseti hélt þvi hins vegar fram að engir skæruliðar hefðu fundizt á svæðinu sem bar- izt var á og kallaði átökin „grimmilega og tilhæfulausa árás". Ófriðaralda í Niceragua Managua, Nicaragua 28. febrúar. AP. Iteutcr. AÐ MINNSTA kosti 12 létust og um 40 særðust f miklum óeirðum í Managua f gær. Óeirðirnar hóf- ust eftir að Anastasio Somoza, forseti. hafði sagt að hann hygðist ekki leggja niður völd, fyrr en kjörtímabil hans rennur út 1981. Nemendur við Nicaragua- háskóla fóru í mótmælagöngu til að krefjast þess að Somoza legði þegar niður völd. Kom til átaka milli þjóðvarðliða og nemenda, sem lauk með því að 3 nemenda létu lifið og tveir særðust. Auk þess voru nokkur hundruð þeirra handteknir. Talsmaður þjóðvarð- liðsins neitaði þeim sögusögnum Framhald á bls. 22 Kafbátalið Russa gerir Svíum órótt Stokkholmi 28. febr. AP. Sænsk stjórnvöld hafa látið í Ijós áhyggjur út af nærveru sex sovézkra kjarnorkukafbáta í Eystrasalti sem þar virðast vera til frambúðar. Kafbatar þessir eru útbúnir meðaldrægum eldflaugum með kjarnorkuoddum og hafast þeir nú við f höfn borgarinnar Liepaja f Lithaugalandi. 1 opinberri tilkynningu frá sænska utanríkisráðherranum, Karin Söder, segir að Svíum hafi verið fullljóst er Sovét- menn fluttu sex gamla kjarn- orkukafbáta með kjarnorku- vopnum til Eystrasalts fyrir ári. Kafbátarnir eru knúnir með dieselolíu og virðast nú vera notaðir til eins konar strand- gæzlu. Karin sagði að með hlið- sjón af stærð eldflauganna þá væri þeiro beint að mörkum i Evrópu. „Um nokkurra ára bil höfum við horft upp á það með skelfingu er Sovétmenn hafa í síauknum mæli flutt alls kyns kjarnorkuvopn nær og nær Norðurhöfum og sérstaklega Eystrasalti," sagði Söder. Svíar hafa ekki enn sem komið er hreyft máli þessu formlega við sovézk stjórnvöld. Að sögn tals- manns sænska utanríkisráðu- neytisins er engin lagaleg leið til að þjarma að Sovétmönnum svo lengi sem þeir halda sig við alþjóðlegar og eigin siglinga- leiðir. Eldflaugar af þeirri stærð. er um ræðir, má senda allt að 1.200 kilómetra vegalengd og gætu þær spannað svæði t.d. frá París til nyrztu byggða á Norðurlöndum. Kafbátarnir eru að sögn smiðaðir í lok sjötta áratugarins og í byrjun þess sjöunda. Talsmenn finnska utanríkis- ráðuneytisins greindu einnig frá þvi á þriðjudag að þeim hefðu borizt upplýsingar um sovézka kjarnorkukafbáta á Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.