Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1978 Skuldabréf fasteignatryggð og spariskírteini til sölu Miðstöð verðbréfavið- skipta er hjá okkur Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna og verðbréfasala Vesturgötu 1 7 Sími 16223. Þorleifur Guðmundsson heimasími 12469. 4* VW SKIPAÚTGCRB RÍKISINS M/S Esja fer frá Reykjavík, föstudaginn 3. marz vestur um land til ísafjarðar og tekur vörur á eftir- taldar hafnir Bildudal. Þingeyri. Flateyri. Súgandafjörð. Bolunga- vík og Isafjörð Móttaka alla daga og til hádegis á föstudag Áhuga á flugvirkjun, flugi?? í Spartan getið þér lært: Atvinnuflugmaður Flugvirkjun Með þjálfun og kennslu í hinum fræga skóla James Haroldson, Spartan School of Aeronautics, 8820 East Pine St Tulsa Oklahoma 741 51 U S A Skrifið strax í dag eftir nánari upplýsingum upplýsingabæklingur, mun verða sendur til yðar, nýir nemendur teknir inn mánaðarlega Yfir 30 íslepdingar stunda nú nám í Spartan. Lærið vélritun Ný námskeið hefjast þriðjudaginn 7 marz Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, eng- in heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13 00 VálritimarskQlinn Suðurlandsbraut 20 'JŒZBaLL©CC8K0LÍ BÚPU ) líkam/fcekt Nýtt námskeið hefst 6. marz ★ Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri ir Morgun — dag og kvöldtímar ir Tímar tvisvar eða fjórum sinnum í viku ★ Sérstakir tímar fyrir þær, sem vilja léttar og rólegar æfingar ir Sérstakir matarkúrar, fyrir þær sem eru i megr- un. ir Vaktavinnufólk athugið ,,lausu tímana" hjá okk- ur ÍT Sturtur — sauna — tæki — Ijós. Munið okkar vinsæla sólarium Hjá okkur skin sólin allan daginn, alla daga. Upplýsíngar og innritun í síma 83730. ;ÍZZBOLLeCCSl<ÓLÍ BQPU N M p J Bjarnjj Ólafsdótt- ir—Minningarorð Fædd 8. október 1900. Dáin 22. febrúar 1978. Bjarný Ólafsdóttir fæddist að Hellisfjarðarseli í Hellisfirði. For- eldrar hennar voru Ólafur Magnússon, bóndi þar og kona hans Guðlaug Magnúsdóttir. Systkini hennar voru Kristín og Bjarni Sveinn, sem voru eldri en Bjarný, og Pálína Ingibjörg, sem var yngst þeirra systkina. Þau eru nú öll látin. Nánasti ættingi Bjarnýjar, sem nú er á lífi, er Sigríður Ottósdóttir, Hörgshlíð 12, en þær eru bræðradætur. Bjarný fræddi okkur, sem með henni voru hér fyrir sunnan, oft um Hellisfjörð, Norðfjörð og Eskifjörð og sagði þá vel frá, en talaði samt lítið um æsku sína í Hellisfirði. Efalaust hafa þau ár verið nokkuð erfið, einkum vegna veikinda móður hennar, en af þeim sökum bregður faðir hennar búi að Seli, þegar Bjarný er á 11. árinu og flyzt til bróður síns Ottós, sem þá bjó 1 Sigmundarhús- um í Helgustaðahreppi. Um sama mund er Bjarný tekin í fóstur að Utlæk í sama hreppi. Eftir fermingu fer Bjarný að vinna fyrir sér, fyrst á Norðfirði og seinna hjá Árna Jónssyni á Eskifirði. Árið 1929 fer Bjarný í vist suður og átti heima í Reykja- vík, þar til hún lézt, í nær 50 ár. I öll þessi ár vann Bjarný, með stuttum frávikum, hjá tveim fjöl- skyldum. Hún vann 7 ár hjá Helga Sigurðssyni, húsgagna- bólstara og konu hans Steinunni Guðmundsdóttur, en rúm 40 ár að Laugavegi 97 hjá Þorláki Ófeigs- syni, byggingarmeistara og konu hans Önny Guðnýju Sveinsdóttur, og að þeim látnum hjá minni fjöl- skyldu. Bjarnýju þótti vænt um það fólk, sem hún vann fyrir. Hún tók sérstöku ástfóstri við Steinunni, dóttur Helga Sigurðssonar og börn hennar Gunnbjörn og Önnu. Hún var Steinunni sem önnur móðir og börnunum sem amma, enda sýndu Steinunn og systur hennar Bjarnýju einstaka ræktar- semi, Á heimilinu að Laugavegi 97 hlynnti Bjarný að þremur kyn- slóðum, sem allar eru henni þakk- látar fyrir umönnun hennar og ástúð. Heimilið var fjölmennt á þriðja og fram á fjórða áratuginn, þvi auk foreldra minna og min og uppeldissystra minna, Sigríðar Júlíusdóttur og Elínar Guðbjörns- dóttur, voru margir piltar á heimilinu í trésmíðanámi. Öll nut- um við hjálpar Bjarnýjar á einn Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki VESTURBÆR Sörlaskjól Lynghagi AUSTURBÆR Ingólfsstræti, Lindargata, Hverfisgata 63— 1 25 Hverfisgata 4—62 ■ Upplýsingar í síma 35408. Hut Skeif „ „7 jffíraiiíiiiiisiiiiiiiiiiinHiiiiliiiiiiiiiiiliiiii* tirí una5 iWiilililiiiiiiiiíiii!iiiiiiií;;iii:!!!!!!!S!r^ 1 1 | 7 l 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 ] B.ILAKAUP Lj i ■ i i i i i ii ■ 1 i i i 1 i 1 Ji | SKEIFAN 5 - - SÍMI 86010 | Allir þanj rata gað. eða annan hátt. Börnum okkar hjónanna Sveini og Guðnýju var hún líka einstaklega góð. Hæst ber þó þakklæti okkar til Bjarnýj- ar fyrir hjúkrun hennar á foreldr- um mínum, en þau lágu siðustu sjúkraleguna. Þau létust með tveggja ára millibíli, en gátu bæði legið heima vegna sérstakrar um- hyggju Bjarnýjar. Bjarný var um margt sérstæður persónuleiki. Hún var litil á velli, en ákveðin í skapi, mikill vinur vina sinna og með afburða gott minni. Hún gat rekið ættir margra á við góðan ættfræðing. Bjarný var ógift alla ævi. Hún var heisluhraust, hafi ekki legið á sjúkrahúsi fyrr en nú fyrir tveim- ur árum, að hún fór í rannsókn þangað í nokkra daga, og þá fyrst sá ég henni brugðið, þegar aðrir urðu aö hjálpa henni. Með Bjarnýju er, að öllum lík- indum, genginn sá hópur íslend- inga, sem vann hjá vandalausum alla ævi og gat gert það með reisn, haldið sínu, en um leið orðið hluti þeirrar fjölskyldu, sem unnið var fyrir. Við þökkum henni öll að leiðar- lokum. Rögnvaldur Þorláksson. Gud, í náðarnafni þínu nú til hvíldar legj; ég mig. Hvfl þú nú f hjarta mínu. helga það, svo elski ég þig. Góði faðir, gættu mín, gefi blessuð mildin þín. Að f friði sætt ég sofi sfðan þig. er vakna. lofi. (Páll Jónsson) Það er alltaf sárt að missa ást- vini sína og jafnvel þó að við vitum að öll kveðjum við þennan heim fyrr eða síðar þá kemur kallið okkur alltaf á óvart. Þannig var það einnig með Böddu. í kringum 1930 kynntust amma mín og afi Böddu og kom hún síðan að heimili þeirra Leifsgötu 17 og var hún þar til heimilis í nokkur ár. Badda var alla tíð eins og ein af fjölskyldunni, og þó að hún flyttist síðar að Laugavegi 97 þá slitnuðu aldrei þau tryggu vinarbönd sem höfðu skapast á þeim tíma sem hún bjó hjá ömmu minni og afa. Badda var trygg og góð vinum sínum og mátti ekkert aumt sjá. Ég man fyrst eftir Böddu 3—4 ára. Þessari lágvöxnu konu sem var mér og bróður mínum svo góð. Ef mömmu og pabba langaði að skreppa eitthvað út var það yfir- leitt Badda sem sat hjá okkur systkinunum. Ég man alltaf eftir spennunni sem ríkti allan daginn, því Badda ætlaði að koma og mamma og pabbi ætluðu út. Hún var vön að koma með eitthvað i poka hana okkur og síðan sat hún með prjónana sína og sagði okkur sögur, og ófáir voru þeir sokkarn- ir og vettlingarnir sem hún prjón- aði á litlar hendur og fætur. Við litum alltaf á Böddu sem ömmu og vissum lengi vel ekki að hún var okkur ekkert skyld. En ég veit að við frændsystkinin lítum aldrei á hana öðruvísi en nokkurs konar ömmu, svo góð og hlý var hún okkur öllum. Eins veit ég, að hún var börnum þeirra Thoru og Rögnvalds engu siður amma en okkur hinum. Þær eru ekki ófáar minningarn- ar sem við systkinin eigum frá heimili hennar á Laugaveginum, og viljum við þakka Thoru og Rögnvaldi alla þá hlýju og um- hyggjiisemi sem þaú sýndu henni. Að endingu flyt ég henni hjart- ans þakkír frá móður minni og systrum hennar fyrir alla tryggð og umhyggjusemi sem hún sýndi þeim og fjölskyldum þeirra alla tíð. Blessuð sé minning góðrar konu. Anna og Gunnbjörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.