Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1978 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRÁ MANUDEGI nyí/JWm-'LDJ'U II mark á því og hvet ég menn til að hugsa sig vel um hvernig staða íslenzkra efnahagsmála er um þessar mundir. Launþegi." % íslenzk eöa dönsk? Á þennan veg spyr farþegi sem feðaðist nýlega til útlanda. en er hann kom i þotu á flug- vellinum i Kaupmannahöfn sagð- ist henn ekki vita hvort hann var i danskri eða íslenzkri flugvél. „Ég fór fyrir nokkru stutta ferð til Norðurlanda og þykir það vart í frásögur færandi á þessum ferðatímum okkar. í alla staði var þessi ferð hin bezta. þjónusta flugfélaganna er þekkt og ekki þörf á að ræða hana. Þó er eitt atriði, kannski smávægilegt sem ég vildi gjarnan minnast á. Þegar komið er i þotuna á Kastrup-flugvelli og allir hafa komið sér fyrir í sætum sínum spennt beltin og allt það. þá kem- ur flugfreyjuröddin i hátalara- kerfið og býður góðan dag herrar minir og frúr á dönsku. Var þetta þá dönsk vél? Þetta fannst mér fremur óviðeigandi og skil ekki alveg hvers vegna má ekki ávarpa tslendingana sem í vélinni voru. fyrst. Er það einhver dónaskapur við þá fáu útlendinga sem eru með i þessum fcrðum? Þeir voru a.m.k. fáir er þessi ferð var farin. Vera má líka að einhverjar sér- stakar reglur séu i gildi um þetta. reglur, sem ég ekki þekki, en eigi að siður fannst mér þetta nokkuð undarlegt. I islenzkri vél finnst mér að eigi að ávarpa farþega fyrst á islenzku. en siðan mega öll möguleg önnur mál fylgja á eftir fyrir mér. Vona ég að þetta þyki ekki framhlevpni af mér að spyrjast fyrir um þetta mál. en vildi gjarn- an fá að hevra einhverjar skýring- ar á þessu. Farþegi." KOKKA FÖTIN komin aftur PÓSTSENDUM VERZLUNIN azísm Þessir hringdu . . . 0 Um vel máluð hús. Vesturbæingur: — Ég er ein af þeim sem hefur áhuga á gömlum húsum og vil að þeim sé vel haldið við og þau gerð skemmtileg. Stýri- mannastígurinn er ein fallegasta gatan í bænum. að mínu áliti. hún er friðlýst og húsin við hana eru máluð í fallegum og skemmtileg- um litum. Þó er eitt hús sem sker sig úr. en það er gamli Stýri- mannaskólinn sem nú er barna- skóli. Ekki fer mikið fyrir máln- ingu á honum og finnst mér að á því verði að ráða bót. Má ekki mála hann I fallegum og skemmti- legum litum. rétt eins og hin hús- in við Stýrimannastíginn. annars liggur við að það verði til skamm- ar og ólíkt hlýtur það að vera skem^^Jegia fyrir bæði nemend- ur o'gwennara að starfa í skólan- um ef hann er málaður skemmti- lega og lítur vel út. Finnst mér að þetta eigi að taka til athugunar og jafnvel að borgarstjórn eigi að ganga I málið og stuðla að þessari fegrun og aðstoða með fjárútlát- um ef með þarf. Þessari hugmynd Vesturbæings er hér með komið á framfæri og skal á það minnst svona í leiðinni að sjálfsagt er af húseigendum að halda eignum sinum vel máluðum og snyrtilegum og er sjálfsagt mál að fara að hugsa til þess nú er farið er að lengja daginn og vorið ekki mjög langt undan. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á minningarmóti Capablanca í Cienfuegos á Kúbu í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Hedmans, Kúbu, og Romanishins, Sovétríkjunum, sem hafði svart og átti leik: 18. ... Bxb4! 19. axb6 (Ef strax 19. cxb4 þá Rxb4 20. De2 — Rf4 með auðunnu tafli) cxb6 20. cxb4 — Rxb4 21. Da4 — Dxa4 22. Hxa4 — Rd3 23. Hdl — Rgf4. Ilvítur gafst upp Jafnir og efstir á mót- inu urðu þeir Romanishin og Kúbumaðurinn Guillermo Gareia báðir með 13U v. af 17 möguleg- um, en þriðji varð Svíinn Ulf Andersson mTÁ T2'5 V. -- HÖGNI HREKKVÍSI í HÚSI IÐNAÐARINS VIÐ INGÓLFSSTRÆTI [ SIGGA V/öGA £ liLVtmi m mta a'x \\vítöl\, tvö í\\ Wawót i\fr t\ló a\ Ö\LOVlAvo Va\<ka av ^ÓSf/VOM. $W WUNWoV AStfíVA W Ó/.AS av wóm^íwr, Tvm , a\ a, 'ím a\ <Lim, iiNNrm/ súVottmú oá Avo WÓSA A\J f tS) . KLAtÓNIr' Y-/9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.