Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1978 21 Afstaða verkalýðsfélaga til aðgerða ASÍ og BSRB REYKJAVÍK MBL. REYNDI í gær að ná tali af forvstumönnum sem flestra félaga og sérgreinasambanda innan ASÍ og spyrja þá um undirtektir við tveggja daga verkfall. Svörin fara hér á eftir: þykkt að grípa ekki til ólög- legra aðgerða. tAlknafjörður Verkalýðsfélag Tálknafjarð- ar hafði síðdegis I gær ekki tekið neina afstöðu til tilmæla ASl.__________________ BÍLDUDALUR Félagsfundur Verkalýðsfé- lagsins Varnar. Bíldudal. sam- þykkti einróma að grípa ekki til verkfallsaðgerða. ÞINGEYRI A félagsfundi Verkalýðsfé- lagsins Brynju, Þingeyri, var samþykkt með eins atkvæðis meirihluta að fara ekki f verk- fall._________________ FLATEYRI Félagsfundur Verkalýðsfé- lagsins Skjaldar á FÍateyri sam- þykkti samhljóða að engin vinnustöðvun yrði hjá félags- mönnum._______ SUÐUREYRI Félagsfundur Verkalýðsfé- lagsins Súgandi á Suðureyri samþykkti að ekki skyldi gripið til vinnustöðvunar. BOLUNGARVÍK Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur samþykkti ein- róma að félagsmenn þess felldu ekki niður vinnu. ÍSAFJÖRÐUR Á félagsfundí í Verkalýðsfé- laginu Baldri. ísafirði, var sam- þykkt með 18 atkvæðum gegn 15 að taka þátt i tveggja daga vinnustöðvun. Sex sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. SÚÐAVÍK Verkalýðs- og sjómannafélag Alftfirðinga, Súðavík, sam- þykkti að ekki skyldi koma til vinnustöðvunar á Súðavfk. DRANGSNES „Hér höfum við ekkert með neina samþykkt að gera,“ sagði Jón Hörður Elíasson, formaður Verkalýðsfélags Kaldrananes- hrepps, Drangsnesi. „Vinna hófst hér við frystihúsið 17. janúar eftir langt stopp, þannig að fólk er ekki fúst til þess að grípa til vinnustöðvunar nú.“ Félagsfundur Verkakvenna- félagsins Framsóknar sam- þykkti einróma að verða við tilmælum ASÍ um vinnustöðv- un í dag og á morgun. Félagar i Framsókn eru um 2600 talsins. „Við siglum út i þetta undir fullum seglum og hefur félagið hoðað tveggja daga vinnustöðv- un allra sinna félagsmanna." sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, varaformaður Verkamannafélagsins Dags- brúnar, en félagar Dagsbrúnar eru um 4000. HVALFJÖRÐUR Jóhann Þórðarson, formaður Verkalýðsfélagsins Harðar. Hvalfirði. sagði enga samþykkt hafa verið gerða varðandi til- mæli ASÍ. Til félagssvæðis Harðar heyrir m.a. helmingur af framkvæmdunum við járn- blendiverksmiðjuna á Grundar- tanga. en félagssvæðið þar skiptist milli Harðar og Verka- lýðsfélags Akraness. Félagar Harðar eru um 100 talsins. AKRANES Á skrifstofu Verkalýðsfélags Akraness fengust þær upplýs- ingar að félagsfundur hefði samþykkt einróma að taka þátt i tveggja daga vinnustöðvun, en félagar eru á áttunda hundrað talsins. HELLISSANDUR Gunnar Már Kristófersson. formaður Verkalýðsfélagsins Aftureldingar á Hellissandi. sagði Mbl. að á félagsfundi i fyrradag hefði verið einróma samþykkt að verða við tilmæl- um ASl um 2ja daga vinnu- stöðvun. ÓLAFSVÍK Emanúel Ragnarsson. for- maður Verkalýðsfélagsins Jök- uls. sagði. að stjórn félagsins hefði enga samþykkt gert vegna tilmæla ASl. V'erzlunar- og skrifstofumannadeild félags- ins samþykkti að fara ekki í verkfall. GRUNDARFJÖRÐUR Að sögn Sigurðar Lárussonar. formanns Verkalýðsfélagsins Stjörnunnar í Grundarfirði. samþykkti félagsfundur ein- róma að taka þátt í vinnustöðv- un 1. og 2. marz. STYKKISHÓLMUR „Það hefur éngin samþykkt verið gerð," sagði Einar Karls- son. formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms. „En við vorum með almennan umræðufund í gærkvöldi og af máli manna þar að dæma reikna ég með að meirihluti félaga leggi niður vinnu i tvo daga. eins og ASI hefur beðið um." BÚÐARDALUR „Það liggur ekki fyrir nein sérstök samþykkt félagsins sjálfs." sagði Gisli Gunnlaugs- son. formaður Verkalýðsfélags- ins Vals í Búðardal. „En af al- mennum umræðufundi að dæma held ég að fólk sé al- mennt jákvætt gagnvart tilmæl- um ASl." PATREKSFJÖRÐUR Á félagsfundi Verkalýðsfé- lags Patreksfjarðar var sam- HÓLMAVÍK Stjórn Verkalýðsfélags Hólmavíkur hafði í gær enga afstöðu tekið til tilmæla ASÍ. HVAMMSTANGI „Við höfum sagt upp kauplið samninganna og höldum okkur við það,“ sagði Sigurður Eiríks- son, formaður Verkalýðsfélags- ins Hvatar á Hvammstanga. BLÖNDUÓS Félagsfundur Verkalýðsfé- lags Austur-Húnvetninga sam- þykkti að ekki skyldi gripið til neinna verkfallsaðgerða. SAUÐÁRKRÓKUR Hvorugt verkalýðsfélagið á Sauðárkróki, Fram eða Aldan, gerðu samþykkt vegna tilmæla ASl og lögðu talsmenn beggja félaga á það áherzlu i samtölum við Mbl. að það væri algjörlega í valdi félagsmanna sjálfra, hvernig þeir brygðust við til- mælunum. SIGLUFJÖRÐUR „Eg reikna með langleiðina i 100% þátttöku i tveggja daga vinnustöðvun," sagði Kolbeinn Friðbjarnarson, formaður Verkalýðsfélagsins Vöku í Siglufirði. „Við héldum félags- fund sem samþykkti einróma að verða viö tilmælum ASÍ og af fundum á vinnustöðum í dag, sem ég hef frétt um, hefur þátt- taka alls staðar verið samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Ég held að ein kona í hvoru frystihúsinu hafi lýst sig andsnúna vinnustöðvuninni." ÓLAFSFJÖRÐUR DALVÍK AKUREYRI „Við hvetjum okkar fólk til að verða við tilmælum ASÍ og ég á ekki von á öðru en að vinnustöðvun verði nokkuð al- geng á öllu félagssvæðinu,“ sagði Jón Helgason, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri.______________ HÚSAVÍK „Ég held að það sé reiknað með talsverðri þátttöku verka- fólks i tveggja daga vinnustöðv- un hér,“ sagði fréttaritari Mbl. á Húsavík. KÓPASKER „Stjórnin samþykkti einróma að félagsmenn skyldu ekki taka þátt í heinu verkfalli nú,“ sagði Sigurður Óskarsson, formaður Verkalýósfélags Presthóla- hrepps, Kópaskeri. BAKKAFJÖRÐUR „Við höfum samþykkt að eng- in vinnustöðvun verði hér," sagði Jón H. Marinósson, for- maður Verkalýðsfélags Skeggjastaðahrepps. „Hér er litil sem engin atvinna núna svo við getum ekki verið meó slíkar aðgerðir.“ BORGARFJÖRÐUR EYSTRI „Við höfum ekki samþykkt neitt," sagði Halldór Eiðsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarfjarðar, Borgarfirði eystri. „Það er mjög takmörkuð atvinna hér núna. Við klárum í frystihúsinu í kvöld og þá verð- ur ekki meira hráefni til vinnslu og þessir fáu menn, sem eru að vinna í höfninni, munu vinna áfram." REYÐARFJÖRÐUR „Við höfum enga afstöðu tek- ið til tilmæla ASI,“ sagði Bóas Hallgrímsson. formaður Verka- lýðsfélags Reyðarfjarðar- hrepps, „og ég reikna ekki með almennri þátttöku I vinnustöðv- un.“ _____________ NESKAUPSTAÐUR „Eg reikna með rnjög al- mennri þátttöku í vinnustöðv- unum hér í Neskaupstað," sagði Sigfinnur Karlsson, formaður Verkalýðsfélags Norðfirðinga, er Mbl. ræddi við hann á mánu- dag. „Við höfum hvatl okkar félagsmenn til að verða við til- mælum ASÍ.“ fAskrúðsfjörður „Almennur félagsfundur hvatti mjög til þátttöku í vinnu- stöðvunum og ég held að fólk verði almennt við þeirri hvatn- ingu,“ sagði Ingólfur Arnarson, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Fáskrúðsfjarðar. VÍK I MÝRDAL „Við höfum samþykkt að vera ekki með neinar aðgerðir á morgun eða á fimmtudaginn," sagði Birgir Hinriksson, for- maður Verkalýðsfélagsins Vík- ings í Vik í Mýrdal. VESTMANNAEYJAR „Ég held að menn reikni með mjög almennri þátttöku félaga verkalýðsfélaganna í vinnu- stöðvun þessa tvo daga," sagði fréttaritari Mbl. í Vestmanna- eyjum.__________________ EYRARBAKKI „Við ætlum að sitja hjá og fara að lögum. Það er einróma samþykkt stjórnar félagsins," sagði Kjartan Guðjónsson, for- maður Verkamannafélagsins Bárunnar á Eyrarbakka. SELFOSS „Ég reikna með mjög þokka- legri þátttöku fólks í tveggja daga vinnustöðvun," sagði Hjörtur Hjartarson, formaður Verkalýðsfélagsins Þórs á Sel- fossi. „Það liggur fyrir sam- þykkt um að við fylgjum ASÍ að málum og við höfum rætt við fólk á velflestúm vinnustöðum um það það verði við tilmælum ASÍ“____________________ ÞORLÁKSHÖFN „Það er ákveðið að fella niður vinnu á morgun, en ekkert ákveðið með 2. marz," sagði fréttaritari Mbl. í Þorlákshöfn. HAFNARFJÖRÐUR Forystumenn verkalýðsfélag- anna í Hafnarfirði kváðust reikna með almennri þátttöku i tveggja daga verkfallinu. Fé- lagsfundur Verkakvennafélags- ins Framtiðarinnar samþykkti einróma að verða við tilmælum ASÍ og á félagsfundi Verka- mannafélagsins Hlífar var sam- þykkt hvatning til félagsmanna um að vera með í verkfallinu. MÁLM- OG SKIPA- SMIÐASAMBAND ÍSLANDS Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasambands islands, tjáði Mbl. að honum væri ekki kunnugt um neitt að- ildarfélag sambandsins sem ákveðið hefði að taka ekki þátt í þeim aðgerðum sem formanna- raðslefna ASÍ hefði hvatt til. I spjalli Mbl. við Jökul Jóseps- son, formann Félags járniðnað- armanna á isafirði, kom þó fram, að það félag ákvað á fé- lagsfundi að taka ekki þátt í aðgerðunum. Félag málmiðnað- armanna i Norður-Múlasýslu ákvað að gera enga samþykkt úm afsiöðu til aðgerðanna, en Arni Jón Sigurðsson, formaður félagsins, tjáði Mbl. þó að fé- lagsmenn hefðu á félagsfundi verið hvattir til að sýna sam- stöðu með ASÍ. i Málm- og skipasmiðasam- bandi Íslands hafa eftirtalin fé- lög ákveðið að taka þátt í að- gerðum ASÍ, að því er Guðjón Jónsson tjáði Mbl.: Félag bif- vélavirkja, Félag btikksmiða, Félag járniðnaðarmanna. Sveinafélag skipasmiða, Iðn- sveinafélag Suðurnesja. Sveinafélag málmiðnaðar- manna á AkVanesi. Iðnsveinafé- lag Mýrasýslu, Sveinafélag járniðnaðarmanna á Akureyri. Sveinafélag járniðnaðarmanna. Húsavík og S.-Þing., Málm- og skipasmiðafélag Neskaupstaö- ar, Iðnsveinafélag Fljótsdals- héraðs, Sveinafélag járniðnað- armanna, Vestmannaeyjum, og Járniðnaóarmanna Arnessýslu. Iðnsveinafélag Stykkishólms ákvað að gera enga samþykkt um aðgerðir 1. og 2. marz, en ákvað að þess í stað skyldu fundir á vinnustöðum kveða á um aðgerðir. Samþykktu með- limir félagsins hjá Skipavik að leggja niður vinnu 1. og 2. marz. Iðnsveinafélag Skaga- fjarðar ákvað að fara sömu leið og þeir í Stykkishólmi, en ekki reyndist unnt að afla upplýs- inga af niðurstöðum vinnu- staðafunda þar. LANDSSAMBAND ÍSLENZKRA VERZLUNARMANNA Björn Þórhallsson, formaður sambandsins, sagðist einungis vita til tveggja félaga innan sambandsins sem gert hefðu samþykkt að taka þátt í þeim aðgerðum, sem ASl hefði boðað 1. og 2. marz. Sagði Björn að. Verzlunarmannafélag Borgar- ness hefði samþykkt að taka þátt í aðgerðunum. Það hefur almennur félagsfundur i Verzl- unarmannafélagi Siglufjarðar ákveðið að óska eftir því að fólk legði niður vinnu i Siglufirði 1. og 2. marz. Skv. upplýsingum sem Mbl. aflaði sér í Siglufirði eru hins vegar litlar líkur á að verzlunarfólk þar leggi niður vinnu i einhverjum mæli. Hef- ur starfsfólk Kaupfélagsins t.d. ákveðið að mæta til vinnu. RAFIÐNAÐAR- SAMBAND ÍSLANDS Magnús Geirsson, formaður sambandsins, tjáði Mbl. í gær að öll aðiidarfélög sambands- ins, utan Félag islenzkra skrif- vélavirkja, hefðu lýst stuðningi við aðgerðir ASl og hvatt sina félaga til að leggja niður vinnu. Sagði Magnús að sum félögin hefðu þó ákveðið að láta félags- mönnum sinum það sjálfum eftir að ákveða hvort þeir legðu niður vinnu eða ekki. í Rafiðn- aðarsambandinu éru: Félag ís- lenzkra rafvirkja, Félag ís- lenzkra línumanna, Sveinafé- lag útvarpsvirkja, Rafiðnaðar- mannafélag Suðurnesja, Raf- virkjafélag Akureyrar,- Félag rafiðnaðarmanna, Suðurlandi, og Félag rafiðnaðarmanna í Vestmannaeyjum auk Félags islenzkra skrifvélavirkja. SAMBAND BYGGINGARMANNA Jón Snorri Þorleifsson tjáði Mbl. í gær að eftirtalin félög sambandsins hefðu boðað til verkfalla 1. og 2. og rnarz i framhaldi af samþykktum stjórna- og trúnaðarmannaráðs- funda og félagsfunda: Málara- félag Reykjavíkur, Sveinafélag húsgagnabólstrara, Sveinafélag húsgagnasmiða, Trésmiðafélag Reykjavíkur. Félag byggingar- iðnaðarmanna. Hafnarfirði. Iðnsveinafélag Suðurnesja. Ið n s v e i n a f é 1 ag M ý r a sý s 1 u. Byggingamannafélagið Arvak- ur, Húsavik. Iðnsveinafélag Fljótsdalshéraðs, deild í verka- lýðsfélaginu Jökli á Höfn og Félag byggingariðnaðarmanna í Vestmannaey jum. Fél.ag by ggi n gar i ð n að a r- manna í Árnessýslu ákvað að gera ekki samþykkt um aðgerð- ir 1. og 2. marz Þau félög í Sambandi bygg- ingarmanna sent ákváðu að láta fundi á vinnustöðunum ákveða aðgerðir voru Iðnsveinafélag Stykkishólms og Iðnsveinafélag Skagafjarðar. Samþykkt var á fundum í Trésmiðjunni Ösp og Trésmiðju Stykkishólms að leggja ekki niður vinnu 1. og 2. marz. en ekki tókst að afla upp- lýsinga uni hiðurstöður i Skaga- firði. Trésmiðafélag Akraness ákvað aó boða ekki til verkfalls. en stjórnin hvatti félagsmenn til að leggja niður vinnu 1. og 2. marz. samkvæmt upplýsingum Ólafs Backmanns, formanns fé-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.