Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1978 31 Sigurgísli Árna- son - Minningarorð Fæddur 24. september 1936. Dáinn 19. febrúar 1978. Aö kvöldi sunnudags 19. febrú- ar s.l. andaðist vinur minn Sigur- gísli Arnason húsasmiðameistari eftir erfiða sjúkdómslegu. Hann var fæddur i Reykjavik 24. sept. 1936 og var þvi aðeins fjörutíu og eins árs að aldri er hann iést. Kynni okkar Sigurgisla hófust ekki verulega fyrr en árið 1970, en þá tókum við báðir sæti í stjórn Meistarafélags húsasmiða, og áttum þar samstarf meðan heilsa hans ieyfði. Fljótlega varð þetta samband þó mun meira en sameiginleg stjórnarstörf félagsins gáfu til- efni til, enda var stutt á milli heimila okkar á þessum árum og mynduðust fljótlega tengsl milli fjölskyldu minnar og hans, sem ekki hafa rofnað siðan. Við sem áttum því láni að fagna að eiga samleið með Sigurgísla bæði í Ieik og starfi urðum fljótt varir við að þar var á ferðinni einstakur drengskaparmaður. i öllu starfi hans kom það mjög skýrt fram, hvað hann var opinn fyrir því að sjá björtu hliðarnar á hverju máli, og að leita eftir þvi jákvæða hjá hverjum og einum. Þessir eiginleikar, ásamt með- fæddu glaðlyndi hans og réttsýni, urðu fljótt til þess að gera hann að áhrifamanni innan samtaka okkar, þrátt fyrir að hann væri að eðlisfari hlédrægur. Hins vegar var hann ófeiminn við að berjast fyrir þeim máium sem hann taldi til framfara fyrir félagsmenn sína. Mér er afar mynnisstæð bar- átta hans fyrir eflingu styrktar- sjóðs og/eða aukinna trygginga fyrir félagsmenn til að mæta skakkaföllum er menn yrðu fyrir, svo sem heilsubresti. Fyrir þessu hóf hann baráttu, löngu áður en hans eigin heiisa fór að bila, en fékk þvi mióur kannski ekki þær undirtektir sem vert hefði verið. Arið 1972 hóf hann störf á skrif- stofu félagsins háifan daginn, enda var ekki um það að ræða að hann yrði þar í fullu starfi, þar sem hann jafnframt starfandi að iðn sinni sem húsasmíðameistari. Eins og jafnan reyndist hann þarna prýðilegur starfsmaóur og markaði þar ýmis spor sem lengi múnu verða sjáanleg í starfsem- inni. Jafnframt var hann fulltrúi félagsins i ýmsum nefndum o.þ.h. bæði hvað snerti iðnaðinn al- mennt, fræðslumál iðnaðarins o. fl. sem ekki verður rakið hér. Sigurgísli var mikill sportmað- ur, stundaði svifflug, skíði og jafnvel vélflug o.fl. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti er heilsa hans fór allt í einu að bila. í þessu máli var hann afar dul- ur, og vildi lengi vel ekki ræða um það að neitt væri að. Þar kom þó að lokum að ekki varð lengur dulist, og kannski rís maðurinn þá hæst þegar engum vörnum verður lengur við komið. Þessum skelfilega sjúkdómi tókst að lokum að yfirbuga likama hans, en við hvert slíkt áfall virt- ist hann vaxa svo að andlegum þrótti, að einstakt hlýtur að vera. Eg sem þessar fátæklegu línur skrifa, er ekki þess umkominn að skilja þau rök sem gera slik örlög nauðsynleg, en karlmennskan, hinn óbilandi kjarkur og andlega þrek sem hann sýndi i þessari ójöfnu baráttu, hijóta að verða öllum er kynntust endalaust undrunar- og aðdáunarefni. Við félagar hans í Meistara- félagí húsasmiða færum honum okkar bestu þakkir fyrir sam- fylgdina. Eftirlifandi konu hans og börnum, svo og öðrum ættingj- um hans og vinum, biðjum við styrks og blessunar í þeirra sáru sorg. Ég kveð góðan vin hinztu kveðju. Haraldur Sumarliðason. Eftir 5 ára veikindastríð fékk hann loksins lausn. Smátt og smátt lamaðist þessi sterki likami þar til hann var ekki lengur not- hæfur bústaður. En hugsunin var skýr til hinztu stundar, þótt tal- færin gætu naumast túlkað hana. Vissulega var lausnin gleðiefni. Þetta var orðið svo óskaplega erfitt. En sárt er þegar menn fara svona á bezt aldri. Hann var aðeins 41 árs. Sigurgisli var sonur hjónanna Árna Magnússonar vélstjóra og Valdísar Þorvaldsdóttur, búsett i Reykjavík. Hann missti föður sinn 6 ára gamall, en móðirin hélt heimilinu saman i 10 ár eða þar til hún lézt, og vann á sumrin á Kol- viðarhóli og víðar. Átta ára fór Sigurgísli í sveit að Björgum á Skagaströnd og var þar i sex sum- ur. Þar naut hann góðs atlætis og umhyggju. Móðir hans dó þegar hann var tæpra 16 ára og átti einn vetur eftir til gagnfræðaprófs. Síðan fer hann til sjós og er á vitaskipinu Hermóði nokkur ár og síðan 2 ár á Lagarfossi. Er hann þá orðinn rösklega tvítugur, hætt- ir sjómennsku, fer í Iðnskólann og tekur að læra húsasmíði. Arið 1961 kvænist hann eftirlif- andi konu sinni, Sigfriði L. Marinósdóttur. Hann innréttar litla íbúð handa þeim í Skafta- hlíðinni, fer í Meistaraskólann og verður húsasmíðameistari. Eftir það fer hann að taka að sér verk- efni og skapar sér sjálfstæða atvinnu, byggir sér raðhús og einnig fyrir okkur, tengdaforeldr- ana. En það fer ekki allt eins og ætlað er. Raðhúsið er selt, og þau fara í leiguíbúð. Upp úr þvi fer sjúkdómurinn að gera vart við sig, fyrst með sjóndepru, og hefst þá þetta 5 ára strið, smáversn- andi. Loks kaupa þau íbúð á jarð- hæð, svo hægt er að aka hjóia- stólnum út og inn. Stundum er hann í sjúkrahúsi eða á æfinga- stöð en þó meira og minna heima, síðast mánaðartíma núna um jól og nýár. Varð þá konan að stunda hann, og það hafði hún reyndar gert öll þessi veikindaár. Sigurgísli var áhugamaður um margt og tók þátt í félagsstörfum var t.d i stjórn Meistarafélags húsasmiða og einnig Svifflug- félagsins, enda stundaði hannn svifflug mikið og tók próf i því. Þá átti hann hlut í lítilli vélflugú og lærði á hana. Var hann kominn að þvi að taka einkaflugmanns- próf, en þá kom í Ijós að sjónin var farin að bila. Þau hjón eignuðust 4 efnileg börn: Svan, nú 15 ára, Ivar 13, Björk og Hlyn, tvíbura, 6 ára. Stúlku eignaðist Sigurgisli áður en hann kvæntist, sem heitir Jóna Maria. Hún hefur stofnað heimili og eignast barn, sem faðir hennar fékk að sjá áður en hann dó. Heimilið var honum alltaf kært, og hann var mikið með börnun- um, einkum þeim eldri, þegar hann gat. Hann var góður og mikilvirkur starfsmaður og eftirsóttur sem byggingarmeistari. Hef ég heyrt marga tala um trúmennsku hans og dugnað. Og við hjónin erum honum alltaf þakklát fyrir að hann byggði okkar hús. Guð blessi hann og leiði á veg- um annars heims, og styðji og styrki fjölskyldu hans ættingja og vini. Marinó L. Stefánsson Sólveig Guðnumdsdótt- ir Sandi — Minning F. 19. nóvember 1917 D. 29. október 1977 Hún var dóttir Guðmundar Friðjónssonar skálds á Sandi og Guðrúnar Lilju Oddsdóttur konu hans. Þar var hún fædd, næst- yngst 12 systkina. Þar ólst hún upp á þjóðkunnu heimili — og þar átti hún heima alla ævi. Aldrei dvaldi hún utan þess heimilis til lengdar, að undanskil- inni vist eitt námsár i hússtjórn- arskólanum að Laugum, og í sjúkrahúsum hér og þar, lengri eða skemmri tima. Heimili sinu og skyldmennum vann hún ann- ars allt er hún orkaði frá æsku- dögum til æviloka. Tímum saman orkaði hún ekki að inna af hönd- um störf vegna vanheilsu, (löm- unarveiki) er tók hana heljartök- um i blóma lifsins. Nokkra bót fékk hún þó við þvi meini, en aldrei gekk hún heil til skógar eftir það. Þess vegna var þjónusta hennar oft af höndum innt með veikum mætti. En getan við slíkar aðstæður var þó meiri en margur fékk skilið, einkum þegar mest lá við. „Þegar mest lá við“ — það var þegar móðir hennar veiktist. Eftir það gat hún enga björg sér veitt, sjúklingur í heimahúsum í 17 ár. Margir áttu þá að visu hlut að með hjálp og hjúkrun. En á engan er hallað þó Sólveigu sé eignaður þar stærstur hlutur. Öll árin vék hún ekki af verðinum hema þegar hún megnaði ekki að inna af höndum hjálp vegna eigin vanheilsu. Vegna þess, hve marg- ir lögðust á eitt með hjúkrun naut Guðrún Oddsdóttir dvalar á eigin heimili öll sjúkdómsárin, — og samvista með venslafólki og vin- um. örfáir síðustu ævidagar hennar eru hér undanskildir. Þá' voru öll sund lokuð heima með hjúkrun. Guðrún Oddsdóttir and- aðist haustið 1966 91 árs að aldri. Engin nöfn verða nefnd hér, ann- arra en Sólveigar. Þau yrðu of mörg upp að telja. Ekki mun langt frá lagi að ætla að Sólveigu hafi í svipinn fundist sem ævihlutverk sinu væri lokið er móðir hennar þarfnaðist ekki lengur aðhlynningar. En fljótt mun hún hafa eygt önnur verk- efni á víðfeðmara starfssviði. Nú var hjálp hennar og umhyggja i té látin í þágu heimilis, skyldmenna og venslafólks. Og hún sá lengra en nióur fyrir hlaðbrekkuna heima. Ef veikindi steðjuðu að heimilum vinafólks eða ná- granna, eða þá að heimilisástæður voru örðugar á annan hátt, var hún fús að rétta hjálparhendur. Enginn getur af höndum innt mikið starf og mannbætandi nema honum hafi verið mikið gef- ið, — og hafi jafnframt ástundað að efla eigin þroska. Sólveig Guðmundsdóttir miðl- aði mörgum sinnum af litlum hlut, efnalega, þangað sem henni þótti þörfin vera fyrir. Fjárráð hennar voru alltaf af skornum skammti. Hún komst aldrei nærri musterisdyrum Mammons, þar sem peningahyggjan situr í fyrir- rúmi. En henni hélst ávallt vel á því sem hún hafði undir höndum. — Nægjusemin var i heiðri höfðu. Hún Iét eftir sig litið kver, hand- skrifað, með tilvitnunum f Ijóð ýmissa góðskálda. Hún nefndi kverið „Sólskinsbókina", „nokkur gullkorn". Sem sýnishorn þess er hun valdi í „Sólskinsbókina" sina birti eg hér erindi eftir Herdísi Andrésdóttur: „Aldrei fyrir gull sá grætur, sem gefinn var ei auðurinn. En sá á nóg sér nægja lætur, náðina þína, Drottinn minn.“ Skáldin, sem gáfu „gullkornin" hafa eflaust verið Sólveigu hug- þekk — og valið sýnir smekk hennar og hjartalag. Önnur tilvitnun í „Sólskinsbók- ina“. „Eitt bros getur dimmu i dags- ljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka.“ (Einar Benediktsson) Að lokum þetta: „Göfgi og hátign heilags anda hverjum manni í brjóst er lagin. Himinninn opinn allann daginn öllum Drottinn lætur standa.“ (Guðmundur Guðmundsson) Mér virðist að í „Sólskinsbók- inni megi lesa brot úr ævisögu Sólveigar Guðmundsdóttur, hvernig hún valdi „gullkornin“, — og þannig kynnist lesandinn lifsviðhorfi hennar að nokkru. Þess vegna eru birt hér sýnis- horn. — Hver og einn vex af eigin verkum séu þau af höndum innt með ágætum, — en minnkar sjálf- an sig kasti hann til þeirra hönd- um, og þó einkum, ef vinnusvik eru við höfð. Hvar sem Sólveig Guðmundsdóttir tók til höndum gekk hún ekki frá verki fyrr en öllu var fyrir komið þannig að betur varð ekki gert. Þannig var umgengni hennar jafnt utan húss sem innan. Slíkir njóta ávallt verka sinna, hver sem daglaunin eru. Um þetta hygg eg að allir myndu fara sömu orðum, þeir er til þekktu. Rykkorn átti aldrei griðastað á hillu í herbergi eða í gluggakarmi. Þau voru burtu máð samstundis. Stofublómum var hagrætt þannig að þau nytu nær- ingar, birtu og vökvunar sem best. Bækur urðu að eiga sinn samastað í skápum, hver og ein, stólar og borð i röð og reglu og þannig mætti lengi telja. Og mörg voru handtökin í litla jurtagarðin- um við sólarhlið hússins heima. Þeir voru fáir sumardagarnir, sem liðu þannig að ekki væri fært þar eitthvað til betri vegar. Kvöldin urðu og riotadrjúg, oft og tíðum langt fram yfir venjulegan vinnutíma.— Manngerðirnar eru með ýmsu móti. Sumir eru löngum ósáttir við samferðamenn, setja sig ekki úr færi með að koma á þá höggi, annaðhvort fyrir það sem þeir hafa gert (,,illa“), eða þá ógert látið, láta gleymt það sem vel hef- ur verið gert til þeirra, — eða þá að það er vanþakkað. Hins verður alltaf hugþekkara að minnast, þegar menn gera sér far um að leiðrétta rangfærslur, stuðla að því að menn fái notið sannmælis, bera klæði á vopn í stað þess að reiða til höggs, koma til móts við þá sem rangsleitni eru beittir, stuðla að því að hver fái notið réttar síns, auðsýna skilning og vinsemd. Enginn sem kynntist Sólveigu Guðmundsdóttur efast um með hvorum hópnum hún átti samleið. Sólveig var mikill aufúsugestur hvar sem hún kom, — og hún fagnaði ávallt gestum innilega, hvenær sem þá bar að garði. Margar vinkonur hennar keppt- ust um að eiga hana sem gest, hvar sem hún dvaldi að heiman, ef ekki náttlangt, þá að minnsta kosti dagstund. Þetta var sómi beggja, gests og húsráðenda. Sanngjarnt mun að deila honum jafnt á báða aðila. Sólveig Guðmundsdóttir naut þeirrar gæfu að sýna systkina- börnum sinum ást og umhyggju á bernskuskeiði þeirra, og síðar börnum þeirra er þau risu á legg. Umsjá hennar þeirra vegna var varla hægt að deila jafnar, þegar aðstæður voru teknar til greina, því sum þeirra ólust upp á heimili hennar, eða í næstu nálægð, önn- ur í fjarlægð. Öll dáðu þau hana, elskuðu og virtu, þau mest, ef til vill, sem þekktu hana best. Sama gildir um börn öll og unglinga, sem sumardvöl áttu á heimili hennar, sum mörg misseri. Mikill harmur nísti hjörtu venslafólks, nágranna og vina Sól- veigar á Sandi, er hún féll í val- inn fyrir aldur fram. En huggun- in er að eiga fagrar minningar, — og von um endurfundi siðar i landi lifenda. Þórgnýr Garðar Olafsson tannlœknir Kveðja Ég hefi oft verið tannhvass tal- inn, þó að handverk Garðars sé þar ekki eingöngu að verki. Eg ætla ekki að.rekja dagleg störf hans að neinu marki, heldur að minnast samleióa á fjöllum og f fásinninu hér heima. — Þrátt fyrir alla mina góóu samferðamenn á lífsleiðinni, verður hann hinn góði ljúfi drengur og þær minningar eru mikils virði þegar tjaldið hefur fallið í hinsta sinni. — Ég ætla ekki að rekja ættir eða uppruna, aðeins að þakka fyr- ir þá samleið sem við áttum i okkar kæru Keflavík. — Þó að Garðar væri viðreistur um heimsbyggðina þá festi hann rætur í hinni umþráttuðu Kefla- vfk og reisti þar byggð sína og bú, að vísu ekki einn saman, þvi þar voru í samfylgd hans ágæta kona og sonur. Allt sem var, legg ég í sjóð minninganna — þann eina sjóð sem ég á og má rýsla við að vild. — Eg bið vini mínum allrar blessunar og veit að hann stendur á ströndinni og tekur á móti mér eins og hann gerði svo oft hérna megin. — Þetta er aðeins stundarbið og engu að kviða, því við erum öll á sömu leið. Þó margt sé að sakna af förnum vegi, þá bætist það allt við endur- fundi. Sjáumst næst — Bless — Holgi S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.