Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1978 11 Þeir, sem með völdin fara sæta oft ámæli, slikt er eðlilegt. Skipt- ar skoðanir eru um úrlausn vandamála. Það sem þó ætti að vera helst vert ámælis, er að ráð- ast ekki gegn vandanum. Þeir sem hopa á hæli, hafa ekki kjark til aðgerða eða skortir þrek til að axla óþægindi, eru ekki eftirsókn- arverðir foringjar. Einhvern tíma var sagt, að það þyrfti sterk bein til að þola góða daga. Eru þau orð nú að sannast á okkur Islendingum? Réttmætri gagnrýni hefur verið á loft haldið um skuldasöfnun landsmanna erlendis, svo halda mætti uppi margvislegum framkvæmdum hérlendis og um leið mikilli at- vinnu. Það mun samdóma álit að lengra verði ekki haldið á þeirri braut. Þeir, sem ætla sér að auka við metnað sinn með því að storka siðferðisvitund þjóðhoilra íslend- inga, munu reka sig óþyrmilega á. Það gildir um alla jafnt. Eg er þess fullviss, að svo litils er ekki um vert að vera þegn þessa fagra Iands, að þjóðfélag okkar leysist upp i fánýta illindaiðju. Tvennar kosningar eru fram- undan, til bæjar- og sveitar- stjórna og til Alþingis. Þeirra er skammt að bíða. Því verður ekki trúað að óreyndu, að liklegt sé til lýðhylli að hvetja til aðgerða, sem höggva að rótum þess lýðveldis, sem.stofnsett var í júníregni fyrir þriðjungi aldar. Sveinn B jörnsson. Sveinn Björnsson verkfræðingur: Uppreisn á þjóðar- skútunni? Islenzka þjóðarbúið er ekki stærra en svo, að þvi má Ifkja við sæmilega stórt erlent fyrirtseki, þegar alit er meðtalið. Séu efnahagsmái iiðandi stund- ar skoðuð i þessu ijósi má Ifta á rekstursreikning þjóðarbúsins og spyrja. hvers vegna endar nii ekki saman. Þar kemur tvennt til greina. Annað hvort gefa fram- leiðsluverðmætin ekki nóg i aðra hönd eða að einhverjir útgjaida- liðir ganga ðr hófi fram. Þvi fyrra er varla til aö dreifa. Verðlag útflutningsfram- ieiðslunnar er hagstætt og að magni tii er ekki um samdrátt að ræða. Skýringarinnar hlýtur þvi að vera að leita gjaldamegin. Við eðlilegar aðstæður ætti ný fjárfesting í landinu að vissu marki að vera einn aðalaflgjafi hagvaxtar. Ef grannt er skoðað, hygg ég að þessu hafi tiðum verið öfugt farið í þjóðarbúskap okkar á seinni árum. Milljörðum hefur verið varið í fjárfestingar án til- lits til arðsemi. Þetta hefur átt sér stað fyrir forgöngu opinberra aðila á mestu verðbólgutimum, sem gengið hafa yfir þjóðina og stór hluti hinnar óarðbæru fjár- festingar hefur í þokkabót verið fjármagnaður með erlendum lán- tökum, en ekki inniendum sparn- aði. 1 venjulegu fyrirtæki væri svona háttalag kaiiað yfirfjárfest- ing. Afleiðingin er óheyrilegur fjármagnskostnaður og verðbólguvöxtur. Þetta er án efa ein af meginorsökum verðbólgu- sjúkdómsins. En það eru fleiri rekstrarliðir sem skoða þarf. I flestri atvinnu- starfsemi, a.m.k. framleiðslu, vegur launakostnaður þungt í hundraðshlutum, oft á tfðum þyngst. Eflaust mundi það hljóma eins og lygasaga í eyrum fólks frá flestum löndum öðrum en Islandi, að landsfólkið hafi látið sér deíta í hug að hækka laun um 60—70% og jafnvel meira á einu ári. Er vandséð, hvort heldur skuii kaiia þetta háttaiag heimsku, sjálfs- blekkingu, óskhyggju, barnaskap eða eitthvað annað. Hafi forysta launþegasamtakanna knúð þetta fram í þeirri trú, að þeir væru að stuðla að hagsbótum fyrir skjól- stæðinga sína — launþega — verður að segjast eins og er, að þeir eru ekki vanda sinum og ábyrgð vaxnir. Þeir eru þvert á móti að vega að atvinnuöryggi og kaupgetu, öfugt við það sem vera ætti. Kjör launþega verða ekki bætt með því að gera tsland ósam- keppnishæft á útflutnings- mlrfcuðum. Þau verða efcki bætt með betjarstökkum sem leiða tii gengisfellinga. Þau verða ekki bætt roeð óraunhæfum préaentnhæfchunum. Þau verða aðeins bætt með bættri nýtiugu framleMsluþáttanna, vinnuafls fjármnna, hráefnis og orku og ankinni verðmætasköpun. Þessi sannindí mættu iandsmenn gjarnan festa sér f minni. Ef forystumenn launþegasam- takanna neita enn einu sinni að horfast f augu við staðreyndir, eins og nú horfir, virðist sam- dráttur og atvinnuleysi á næsta leyti. Löglega kjörin stjórnvöld, ríkis- stjórn og Alþingi hafa nú ákveðið ráðstafanir til að sporna við hætt- unni, sem á ferðum er. Vissulega eru þetta neyðarráðstafanir, sem allir vildu vera iausir við. En því miður eru valkostir ekki margir. Reksturskostnaður þjóðarbúsins er einfaldlega kominn úr hófi fram og því verðum við að staldra við um sinn i lífskjarakapp- hlaupinu. Ætla mætti eftir brambolti forystumanna sumra launþega- samtaka um þessar mundir, að algjör vá stæði fyrir dyrum, hungursneyð og volæði. Sem bet- ur fer er langt í frá að svo sé. Það verður ekki eingöngu ríkis- stjórnin og stjórnmálafiokkarnir, sem að henni standa, sem dregnir verða til ábyrgðar, ef illa fer í efnahagsmáium okkar næstu vik- ur og mánuði. Heldur verða það þeir pólitisku loddarar, sem bianda saman á ósvffinn hátt ævintýramennsku undir merki fjöldasamtaka og efnahagslegri velferð landsmanna. Kvenfélag Háteigssókn- ar 25 ára KVENFÉLAG Háteigssóknar er 25 ára um þessar mundir. Félagið var stofnað 17. febrúar 1953 og hyggst nú minnast afmælisins með samkomu sunnudaginn 5. marz f Átthagasal Hótels Sögu. Samkoman hefst kl. 8 e.h. Verða þar góð skemmtiatriði og veizlukaffi. Munu félagskonur, makar þeirra og velunnarar fagna þar þessum áfanga i heillaríku starfi félagsins. STORUTSALA hófst í morgun, miðvikudag Dagkjólar - Kvöldkjólar - Pils - Blússur - Síðbuxur. Allt að 60% afsláttur Stendur aðeins í nokkra daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.