Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1978 19 Yfirlýsing vegna uppsagnar í Dóm- kirkjunni Morgunblaðinu hefur borist sóknarnefndum, þeir sitja ekki eftirfarandi yfirlýsing frá sóknarnefndarfundi og hafa lit- Ragnari Björnssyni, dómorgan- ista: Vegna stöðugra fyrirspurna dagblaða og einstaklinga um ástæðu fyrir því að mér var sagt upp störfum sem dómorganisti þykir mér hvorki fært eða rétt að bíða lengur með að gefa þær upplýsingar sem ég veit þar að lútandi. Þegar ég kom heim úr tón- leikaferð um Sovjetrikin í byrj- un febrúar var ég beðinn að koma til fundar í Dómkirkj- unni þriðjudaginn 7. febr., en þar voru þá mættir tveir sókn- arnefndarmenn þeir Erling Aspeluhd og Benedikt Blöndal. Tjáðu þeir að mér væri hér með sagt upp störfum við kirkjuna frá og með þeirri stundu, þó á fullum launum í þrjá mánuði. Ég spurði um ástæðu fyrir upp- sögninni og fékk þau svör aó ástæður væru þær að það vant- aði söngfólk í Dómkórinn og að ágreiningur væri um lagaval við sálma. Að þessum atriðum kem ég síðar. Formlegt upp- sagnarbréf fékk ég svo dags. 8. febrúar, þar sem engar ástæður fyrir uppsögninni voru til- nefndar. Eg skrifaði jsóknar- nefndinni bréf þann 12. febr. og bað um skriflegar ástæður fyrir uppsögninni og lýsti mig jafnframt fúsan til viðræðna um „hugsanlegar ástæður með áframhaldandi samstarf í huga.“ Svarbréf barst mér dags. 22. feb. þar segir: „Astæð- ur fyrir uppsögninni þarf ekki að skýra“. Ástæðan sú að söng- fólk vanti í Dómkórinn er tæp- lega næg til uppsagnar, þar að auki vita allir organistar í Reykjavík að erfitt er að fá söngfóik til starfa í kirkjukór- um vegna bindingar á sunnu- dögum. Hin ástæðan, að ágrein- ingur væri um lagaval við sálma, er mér ókunn, auk þess að venjan er sú að prestur ráði sálmum en organistinn því hvaða lög skuli notuð við þá. í samningum stendur: „organist- inn ákveður sálmalög Organista 'ber að taka tillit til sérstakra óska prestsins um lagaval við sálma“. i þessu sam- bandi held ég að ómögulegt sé að finna brottrekstrarsök. Árið 1969 var ég fastráðinn organisti við Dómkirkjuna en hafði áður verið aðstoðarorgan- isti dr. Páls ísólfssonar frá þvi ég kom heim frá námi 1955 og raunar lengur, því ég aðstoðaði Pál oft meðan ég var nemandi hans í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hver er þá ástæðan fyrir uppsögninni? Og hvers vegna er mér sagt að hætta á stundinni, skila lyklum og gögnum eins og um afbrot væri að ræða? Og hvers vegna fæ ég ekki að vinna út hinn venjulega uppsagnartima? Svör við þess- um spurningum kann ég ekki og öðrum væri einnig skyldara að svara þeim ef svör eru til. Organistar eru ráðnir af il skipti við sóknarnefndir. Samstarfið er fyrst og fremst við kórinn og presta kirkjunn- ar. Lengst af hef ég starfað með tveim fyrrverandi dómpróföst- um þeim sr. Jóni Auðuns og sr. Óskari J. Þorlákssyni (sem ég starfaði einnig með i eitt ár á Siglufirði). Ekki legg ég þess- um tveim prestum orð í munn, en beygi mig óhræddur fyrir þeirra mati á samstarfi okkar. Sama er að segja um samstarf okkar sr. Hjalta Guðmundsson- ar, sem er reyndar tiltölulega nýkominn prestur að Dómkirkj- unni, en við höfum þ.a.u. unnið mörg ár saman i hópi Fóst- bræðra. Sr. Þórir Stephensen er einnig tiltölulega nýorðinn prestur við kirkjuna. Hans eigin orð, vid»ýmsa þá aðila sem mikið hafa reynt til þess að fá þessum aðgerðum sóknar- nefndar breytt eru, að hann geti ekki unnið með mér og við slíkum yfirlýsingum á sóknar- nefnd vitanlega erfitt með að bregðast nema á einn veg. Þetta þótti mér mjög leitt að frétta, því ég treysti mér vel til þess að vinna með sr. Þóri, jafnvel ekki síður eftir það sem gerst hefur. Að hætti míns fyrirrennara við kirkjuna héf ég lagt á það áherslu að geta komið fram sem konsertorganleikari bæði hér- lendis og erlendis og tekist þannig að kynna þó nokkuð af íslenskum verkum á þeim vett- vangi, sem að ég veit að hefur orðið bæði íslenskum tónskáld- um til gildis og verið um leið kynning á íslenskri tónmenn- ingu. Boð berast mér stöðugt um tónleikaferðir og þegar svo er finnst mér skylda dómorgan- istans að reyna að standa undir þeim kröfum sem slíkar ferðir útheimta og ég man ekki betur en að allar sóknarnefndir Dóm- kirkjusafnaðarins hafi sýnt fullan skilning á því. Dómkirkj- an er ekki aðeins safnaðar- kirkja, hún er einnig höfuð- kirkja landsmanna allra og hvað þar gerist er því engum óviðkomandi. Leitt þykir mér að þurfa að telja upp framanskráð en sé mér ekki annað fært vegna sögusagna ýmissa og kem heldur ekki auga á réttlæti í þvi að þurfa að taka á mig ómak- lega byrðar annarra. Ég þakka þeim mörgu aðilum innan kirkjunnar sem reyndu allt sem þeir gátu til þess að fá aðra afstöðu upptekna i um- ræddu máli en því miður án sýnilegs árangurs. Ég hef tekið þá ákvörðun að sækja aftur um starf organista við Dómkirkjuna vegna þess að ég tel að sem tónlistarmaður á þeim stað geti ég orðið kirkj- unni og íslenskri tónlist að mestu gagni innan lands og utan. Kirkjan er stofnun sem hlýtur að aga sína en ekki for- herða og er sáttfýsi því ekki minnkun. Gjafir frá „Svölunum” / Svölurnar, félag núverandi og fyrrverandi flugfreyja, hafa ný- verið afhent Sigríði Isleifsdóttur kennara, styrk að upphæð kr„ 350.000,- til náms í talkennslu fyrir börn með talgalla, en mikill skortur er á talkennurum hér á landi. Þá hafa Svölurnar gefið Hlíða- skóla kr. 125.000.— til minningar um 14 ára hreyfifatlaða stúlku, Guðrúnu Arnbjörnsdóttur, sem lést i nóv. sl. og mun þeirri fjár- hæð varið til kaupa á serstökum stól handa fötluðum börnum, en þeim er veitt aðstaða til náms í Hlíðaskóla. Einnig hafa Svölurnar gefið andvirði flugfars Kaupmh.-Rvík -Kaupmh. fyrir Else Hansen, sem kemur hingað til lands í marz n.k. og heldur fyrirlestra um börn með alvarlega geðræna erfiðleika. Hefur félagið aflað fjárins með kaffisölu, happdrætti, jólakortasölu og bingói. Stjórn félagsins skipa: Sigríður Géstsdóttir, formaður; Ingibjörg Pálsdóttir varaform, Kristín Björnsdóttir gjaldkeri, Anna Þr. Þorkelsdóttir ritari og Astrid K Hansen, form. fjáröflunarnefnd ar. ASÍMINN EH: 22480 Maharishi Mahesh Yogi KERFIÐ INNHVERF ÍHUGUN TRANSCENDENTAL MEDITATION PROGRAMME ALMENNUR KYNNINGARFYRIRLESTUR um tæknina Innhverf ihugun verSur i kvöld kl. 20.30 i arkitektasalnum Grensásvegi 11 (fyrir ofan verzlunina Málarinn). Tæknin er auSlærð, auðæfð, losar um spennu og streitu og eykur sköpunargáfu. Þetta staðfesta visindarannsóknir. Öllum heimill aðgangur. Islenzka íhugunarfélagið. yNÍTyy: C á C. Prentarar og útgefendur! Okkar er áncegjan, að bjóða yður og samstarfsmönnum yðar í sýningarsal okkar, þar sem gefur að líta nýjustu tœkni á sviði \ ljóssetningar og innskriftar, frá Compugraphic Wl SKRISTJ SKAGFvJ 'S Hólmsgötu 4-Pósthólf 906-slmi 24120-Reykjavlh .. v' e* "■ Réttnr timi reyfarakanpa! GKÁFELDS VGRSALAN *% GRÁFELDUR HF. ÞINGHOLTSSTRÆTI2 GRÁFELDS VORSALAN er nú orðin árviss liður í innkaupum þeirra sem fylgjast með. Hér nkal engan furða þvi kjörin eru einstök. Við bjóðum heimsþehht vörumerki s.s. Louis London, Heinzelmann, pierre cardin o.m.fl. auk hinnar viðurkenndu og sívinscelu íslensku skinnavöru okkar. HÁTlSKUFATNAÐUR s.s. kjólar, peysur, blússur, buxur og pils - einnig leðurjakkar, regnkápur, húfur og lúffur, jafnt sem skór og ferðatöskur seljast með allt áð 50% afslœtti. MOKKAFA TNAÐUR frá okkur selst með miklum afslætti og rúmum afborgunarskilmálum auk þess sem hœgt er að panta hann og fá hann framleiddan á vorsöluverði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.