Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1978 Dr. Jón Gíslason: Vinurinn Helga Hálfdan- arsyni svarad Rek burtu kuldann, komdu með nægan við að kasta á eidinn, láttu svo rcnna glatt úr keri þínu, kæri vinur kjarngóða sabneska vínið forna. Hóraz, H.H. þýddi. sýnilegi Aldrei var það ætlun mín að særa Helga skáld Hálfdanarson á nokkurn hátt með þeim fáu linum, sem ég skrifaði i Morg- unblaðið 15. febr. um „Forn- gríska leiki í ljóðum eða lausu máli," enda var hann hvorki nefndur þar á nafn né að hon- um vikið beint eða óbeint. Eg tel mig meðal hinna mörgu að- dáenda Helga og vildi sízt af öllu verða til að misbjóða hon- um eða angra hann. Þó að ég hafi lítil persónuleg kynni af honum haft, þá eru þau á þann veg, að mér hefur virzt hann vera einstakt valmenni, sem ekki megi vamm sitt vita í neinu. En menn geta auðvitað verið vinir, þó að þeir séu ekki ævin- lega sammála. Tilgangurinn með greinarkorni mínu var vissulega ekki sá að varpa rýrð á verk Helga Hálfdanarsonar. Aðeins skyldi vakin athygli á, að til greina kæmi að sýna forn- gríska leiki í Iausu máli eigi síður en í ljóðum, jafnvel þótt þeir á frummálinu væru í bundnu máli. Það jaðraði við þröngsýni að geta ekki hugsað sér annað form á þeim til flutn- ings en ljóð. Sumar bækur Gamla testamentisins eru t.a.m. í ljóðum, en hafa að því, er ég bezt veit, ævinlega verið þýdd- ar í laust mál i öllum Bibliuþýð- ingum. Ein þessara bóka t.a.m. er í leikrænu formi, Jobsbók, sem sumir fræðimenn ætla, að samin muni vera með hliðsjón af „Prómeþeifi fjötruðum" Aiskýlosar. Öllum hefur þótt mikið til þessa tignarlega skáld- skapar koma, þótt þýddur væri í óbundið mál. Raunar kemst Helgi Hálfdanarson að þeirri niðurstöðu að lokum í fyrr- nefndri grein (Mbl. 26. febr.), að vel komi til greina að sýna forngríska leiki í lausu máli, en þá séu þeir orðnir verk, sem séu allt annars eðlis en þeir upphaflega voru. En gildir það ekki um allar þýðingar jafnt í ljóðum sem lausu máli? Það er þarflaust að útskýra það fyrir snillingnum Helga Hálfdanar- syni, að sérhver þýðing skáld- verks er nýsköpun. Hann er nú þegar á sínum langa og frjóa skáldferli búinn að fara eldi andagiftar sinnar um svo marg- vísleg og fjölbreytt bókmennta- svið, forn og ný, allt frá Kína til Norðurlanda, að enginn núlif- andi íslendingur væri honum færari til að útskýra hið vanda- sama verk þýðandans. Hitt atriðið í grein minni, við- skipti mín við Þjóðleikhús og fjölmiðla, var saga, sem virtist eiga það skilið að verða skráð. En hún er Helga Hálfdanarsyni jafn óviðkomandi, sem nokkur hlutur getur verið. Samt er einmitt hér komið að því atriði í grein Helga, sem mér finnst vera fyrir neðan virðingu hans og ósamboðið drengskapar- manni, sem ég veit, að hann er: „ ... enda stæði ég fremur betl- andi á Lækjartorgi en að ganga á milli manna og bjóða fram slíkan varning." Helgi er skagfirzkur aristokrat, sem þegið hefur í vöggugjöf vakran og svifléttan skáldfák. Hann hefur því haft efni á að sitja rólegur í fíla- beinsturni sfnum og bíða þess, að vitringar frá Austurlöndum eða aðrir þeirra jafnokar dræpu á dyr og beiddust þess auðmjúkir að fá að sýna lotn- ingu nýjasta snilídarverki meistarans. Þó að ég hafi að visu aldrei þurft að velja á milli þess að herða upp hugann og leita hóf- anna hjá fjölmiðlum eða útgef- endum eða standa betlandi á Lækjartorgi ella, þá hef ég, öbreyttur alþýðumaður, aldrei haft efni á að bíða þess í óbifan- legri ró, að fjallið kæmi til Múhameðs. Þá vildi ég biðja vort ástsæla skáld að hugleiða, hvort það sé í rauninni óeðlilegt, þó að mig hafi stundum fýst að gera eitt- hvað á því sviði, sem háskóla- nám mitt var helgað. Grísku harmleikararnir voru fyrir fá- um áratugum lítt kunnir á landi hér. Kom mér þá í hug, að þar væri verk að vinna, þótt í mikið væri ráðizt. Raunar á ég það nemendum minum í Verzlunarskóla Islands að þakka, sem fleira gott, að ein- mitt þetta svið grískra bók- mennta varð fyrir valinu. Voru þeir einu sinni í vandræðum með leikþátt, sem leika skyldi á árshátið þeirra, Namendamót- inu. Varð að ráði, að ég þýddi fyrir þá útdrátt úr „Persum“ Aiskýlosar. Þetta var upphafið að þýðingarsíarfi mínu. í stop- ulum frístundum er ég búinn að þýða samtals ellefu harm- leika, fimm eftir Aiskýlos og þrjá eftir Sófokles og Evripídes hvorn um sig. Atta hafa þegar , komið út, þrir eru í prentun (af þeim hefur Antigona birzt áður), og „Prómeþeifur fjötrað- ur“ eftir Aiskýlos er tilbúinn til prentunar, ef einhver vildi gefa hann út. Ef Helgi Hálfdanarson kynni einhvern tima að hafa getað haft eitthvert gagn af þýðing- um mínum, væri mér það bæði sómi og óblandin ánægja. Hitt veit ég mæta vel, að Helgi hef- ur hingað til getað þýtt —, og þýtt snilldarvel án minnar að- stoðar. En satt að segja rann mér kalt vatn milli skinns og hör- GERIÐ GÓÐ KAUP! Við seljum í þessari viku ýmsar vörur með 30—50%afs,ætti: öSsi' l/ m T í Húsgagnadeild Lítið gölluð borðstofuhúsgögn, teak og palisander. Stakir stólar, sófar, sófaborð og m.fl. myi': I Teppadeild Ymsar stærðir og gerðir af teppabútum, einnig margar gerðir af alullarteppum. í Byggingarvörudeild Veggfóður og ítalskar gólf- og veggflísar. Ath. Við földum teppabútana og smærri teppi, meðan beðið er. I Rafdeild Ýmsar gerðir rafljósa Jli Jón Loftsson hf. LLJ, iLLÍ L~_ '■ ,1 i 1 í í —J _J[ u. c l. ::: . l.u r i jj ÍL. i_J L IJ U I J □ J } jj 1 rií “-n^ÆfTTTTnil iain.1 Hringbraut 121, simi 10600 — 28603. Brldge Umsjón: Arnór Ragnarsson Bridgefélag Stykkishólms Aðalsveitarkeppni félagsins er nýlokið með sigri sveitar Ell- erts Kristinssonar. Auk hans voru I sveitinni: Kristinn Frið- riksson, Guðni Friðriksson, Halldðr S. Magnússon og Sigur- jón Helgason. Urslit urðu þessi: Sveit stig. Ellerts Kristinssonar 76 Þórðar Sigurjónssonar 47 Sigurbjargar Jóhannsd. 26 Kjartans Guðmundss. . 24 Leifs Jóhannssonar 16 Bridgedeild Hún- vetningafélagsins Urslit í sveitakeppni deildar- innar varð sú að sveit Karls Gunnarssonarbar sigur úr být- um en sveitina skipa þeir Karl Gunnarsson, Jóhann Lúthers- son, Sigurður Kristjánsson og Kjartan Markússon. Sigurveg- ari frá síðasta ári var sveit Jóhanns Lútherssonar. Þrjár efstu sveitirnar fengu eftirtal- inn stigafjölda: Sveit stig. 1. KarlsGunnarssonar 82 2. Hermanns Jónssonar 74 3. Valdimars Jóhannss. 62 Spilað var um farandikar gef- inn af Fiatumboðinu Davíð Sig- urðsson h/f. Innan tiðar verður spilað við Hvergerðinga og munu koma fréttir frá þeirri keppni og einnig frá einmenn- ingskeppninni sem nú stendur yfir. Tvímennings- keppni prentara Sl. sunnudag lauk tvímenn- ingskeppni IllP með öruggum sigri Arnörs Ragnarssonar og Árna Jörgensens. Spilað var í tvo daga og sigruðu þeir félagar alla keppinauta sina báða dag- ana. Þess ber þó að geta að höfuðandstæðingar þeirra und- anfarin ár mættu ekki til keppni, en það eru keppendur frá Félagsprentsmiðjunni. Spilað var með nýstárlegu keppnisformi, sem helzt mætti líkja við Butler-tvímenninginn. Staða efstu para: Arnór Ragnarsson Árni Jörgensen 86 BrynjarBragason — Bergur Garðarsson 60 Halldór Aðalsteinsson — Gísli S. Jónss. 48 Jón Þórðarson — Baldur Garðarss. 46 Að keppni lokinni fór fram verðlaunaafhending. Bridgefélag Kópavogs Fimmtudaginn 2. mars verð- ur spilaður einmenningur sem jafnframt er firmakeppni félagsins. Spilarar eru kvattir til að fjölmenna og mæta stund- vislega. Reykjavfkurmótid í bridge Eins og fram hefir komið i blaðinu varð sveit Stefáns Guð- johnsens Reykjavíkurmeistari i bridge, sveitakeppni 1978. Háðu þeir félagar harða keppni við sveit Jóns Ásbjörnssonar, sem varð að láta sér nægja ann- að sætið, enda þótt sveitin ynni alla keppinauta sina. 1 fyrsta flokki sem spilaður var jafnhliða sigraði sveit Páls Valdimarssonar með 94 stig af 100 mögulegum. Fyrir sfðustu umferðina var sveit Guðmund- ar T. Gislasonar i efsta sæti í fyrsta flokki með 76 stig en sveit Páls með 74 stig. Sveitirn- ar spiiuðu svo saman í siðustu umferðinni og vann sveit Páis þann leik 20:0. Um keppnina I meistara- flokki er það helzt að segja að fyrir siðustu umferðina var staða sveitanna þessj: Jóns Ásbjörnssonar 102 Stefáns Guðjohnsens 87 Dagbjarts Grimssonar 60 Guðmundar Hermannss. 58 Sigurjóns Tryggvasonar 57 Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.