Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1978 27 VAUXHALL Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavík Simi 38900 Dagur Sigurjónsson skólastjóri — Minning Hann andaðist í sjúkrahúsinu á 'Húsavik 10. febrúar síðast liðinn eftir langa vánheilsu 77 ára að aldri. Fæddur var hann að Sandi í Aðaldal 22. apríl 1900 og var son- ur hjónanna Sigurjóns Friðjóns- sonar skálds og bónda þar og konu hans, Kristínar Jónsdóttur, Ölafssonar, á Rifkelsstöðum i ■Eyjafirði. Þó að Dagur Sigurjónsson fæddist og lifði fyrstu æviárin á sama stað og sá, er þetta ritar, og við værum bræðrasynir að frænd- semi, voru kynni okkar engin, svo að minnileg reyndust þá, því að foreldrar hans fluttust búferlum alfarin frá Sandi að Einarsstöðum í Reykjadal vorið, sem hann varó 6 ára, en undirritaður á öðru ári. Seinustu árin átti Dagur við vanheilsu að stríða. Kom að lok- um í hlut Sigurbjargar að annast búið ein eða með aðstoð annarra. Loks var hann fluttur á Húsa- víkurspítala, þar sem hann dvaldist síðustu misserin og andaðist 10. febrúar síðast liðinn, eins og áður er sagt. Dagur Sigurjónsson var meðal- maður á hæð, fremur grannvax- inn, en svaraði sér vel, friður sýn- hans, að honum hefði ekki orðið skotaskuld úr að ganga langskóla- veginn meó lofi, ef hann hefði viljað svo við hafa. En til kennslu barna virðist hann sérstaklega hafa köllun haft. Mér hefur alltaf fundizt, að vel ættu við Dag Sigurjónsson orð Horatiusar, sem eru þannig i þýðingu Grims Thomsens: Vamnilausuni hal or vltalausnm firina nint i. boglist þarf hann oi ad r«*yna. ban\a*mini þarf hann örvuni oiturskovta aldroi ad hoita. — Vertu sæll, vel gefni frændi minn. T>ökk fyrir samfylgðina, þð að stutt og stopul væri. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi. Við Dagur kynntumst ekkert að ráði fyrr en sumarið 1931 úti í Sviþjóð, en þar urðum við ferða- félagar og eins konar skólabræð- ur um nokkurra vikna skeið. Við vorum að leita okkur framhalds- náms sem kennarar. Og fyrir valinu urðu skólasetrin Sigtuna og Naás. En þar voru haldin nám- skeið fyrir þá. Og á leiðinni til Sigtúna urðum við samferða um borgirnar Stokkhólm og Uppsali. Dagur notfærði sér timann í Svíþjóð á allan hátt sem bezt. I Nesi sótti hann handavinnunám- skeið, og sýnir það vel, að hann vissi, hvað hann vildi, og fylgdist með tímanum, því að handavinnu- kennsla var þá í uppsiglingu. Af mér er það að segja, að mér þykir nú mest um vert, að hafa kynnzt Degi þetta sumar fyrir handan haf. Reyndar hafði ég áður haft óbein kynni af vinnubrögðum hans og viðbrögðum. Það var á Einarsstöðum í Reykjádal vetur- inn 1924. Við vorum þar samtíða viku eða hálfan mánuð, hann þá þegar orðinn kennari í Reykdæla- hreppi, en ég við annað. Dáðist ég að háttprýði Dags og fágaðri framkomu, enda báru börnin mikla og verðskuldaða virðingu fyrir honum. Hið sama mátti segja um álit það, er hann naut hjá, Svíum sumarið 1931, þegar við dvöldumst i landi þeirra, því að allir mátu þennan grandvara mann mikils. Ég man, að stúlkurnar i Sigtúnum — en þar var þá aðallega kvennanámskeið. — kölluðu Dag „Solstrálen" (Sólargeislann). Þarf þó nokkuð til að geta sér þann orðstir þar í landi. Var ekki laust við að ég væri hreykinn af þessum frænda mínum og landa. Nú liðu fáein ár, þar til fundum okkar Dags bar næst saman. Það var árið 1936 (og síðar 1939) norður í Öxarfirði. Hann var þá orðinn skólastjóri heimavistar- skólans í Lundi. Þar nutum við hjónin frábærrar gestrisni hans. Vakti eftirtekt mína, hve um- gengni hans öll var smekkleg. Til dæmis hafði hann gert fagran garð við skólann og annaðist hann með sæmd og prýði, enda var hann hið mesta snyrtinenni. Lengst var Dagur þó skólastjóri í Reykjadal öðru sinni, eða frá 1942 og þar til hann lét af störfum sakir heilsubrests. Jafnframt skólastjórastarfinu var hann bóndi á Litiulaugum, þar sem hann bjó með Sigurbjörgu systur sinni, enda lét honum búsýsla vel. Ég kom til systkinanna að sumar- lagi, eftir að faðir þeirra hafði afhent þeim bú sitt. Var sam- vinna þeirra aðdáunarverð. Ræktu þau búskapinn af fölskva- lausri gleði, hlógu og léku við hvern sinn fingur á túninu, þar sem þau voru við þurrk. ' M Atvikin höguðu því svo, að við leigðum okkur sameiginleg her- bergi á öllum þessum stöðum til að spara fé. Og með okkur Degi fór hið bezta að öllu leyti. Ég man sérstaklega fyrirlestra skólastjór7 ans í Sigtúnum, sem var þá Man- fred Björkquist, er við hlýddum á með mikilli eftirtekt. Milli tíma reikuðum við um þennan friðsæla bæ í sólskininu, skoðuðum hann og fórum í kirkju, þegar tækifæri gáfust. um, sviphreinn ljóshærður og frá- bært prúðmenni í framkomu. Hann var sannkallaður sólar- geisli, eins og sænsku stúlkurnar i Sigtúnum nefndu hann, vildi ekki vamm sitt vita í neinu. Bardaga- maður var hann að visu ekki, eins og sumir frændur hans, en vann hvert sitt verk mað ágætum, fyrst og fremst kennslustörfin. Mér fannst hann vera fæddur kennnari. í æsku gekk Dagur á Eiðaskóla og tók þáðan hæsta próf þeirra, sem sátú í hans bekk, ef ég tnan rétt. Próf frá gagnfræðaskólanum á Akuréyri tók hann ári siðar Qg kennarapróf tveim árum þar á eftir. Hann þótti hvarvetna góður námsmaður. Sýnir námsferill um kosti hins nýja Chevette, þá hefur reynsla fjölda ánægðra eigenda Chevette hér á landi sannað yfirburði þessa fjölhæfa fjölskyldubíls. Erlendis hefur Chevette unnið marga glæsilega sigra í „rally“-keppnum. Hann er búinn 68 ha. vél 1255 cc, 4ra gíra alsamhæfðum gírkassa, Deluxe innréttingu, upphitaðri afturrúðu, góðri miðstöð o.m.fl. Þú þarft ekki að vera í vafa lengur. Chevette er líklega einn sá besti. Ennágóðu verði. Sýningarbíll í salnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.