Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1978 — Afstaða Framhald af bls. 21 lagsins. Sömu afstöðu tók Tré- smiðafélag Akureyrar. EINSTÖK FÉLÖG INNAN ASÍ Einungis tókst að afla upplýs- inga um nokkur þessara félaga. ASB, félag afgreiðslustúlkna í brauð- og mjólkursölubúðum, ákvað að boða til verkfalla starfsfólks síns 1. og 2. marz í framhaldi af samþykkt stjórnar félagsins. Sagði Hallveig Ein- arsdóttir formaður félagsins að hver og einn félagi yrði þó að gera sjálfur upp við sig hvort hann legði niður vinnu eða ekki. Bakarasveinafélag íslands ákvað að taka ekki neina af- stöðu til boðaðra aðgerða ASl 1. og 2. marz, en félagið hefur sagt upp launalið kjarasamninga. Félag íslenzkra kjötiðnaðar- manna samþykkti að taka ekki neina afstöðu til aðgerða 1. og 2. marz. ,,Við töldum ekki rétt að gera það,“ sagði Gísli Arna- son, formaður félagsins, i spjalli við Mbl. IÐJA í REYKJAVÍK OG A AKUREYRI Eins og fram hefur komið í Mbl. samþykkti trúnaðar- mannaráð Iðju, félags verk- smiðjufólks í Reykjavík, að beina þeirri ósk til félags- manna að þeir verði allir sem einn við tilmælum ASÍ um að leggja niður vinnu dagana 1. og 2. marz. Iðja félag verksmiðjufólks á Akureyri hefur sent sínum fé- lögum samsvarandi hvatningar. — Glistrup Framhald af bls. 1. stjórnmálaflokks landsins, sem hafði afnám tekjuskatts að mark- miði, var ákærður fyrir að draga fé til sfn og skjólstæðinga sinna á ólöglegan hátt. Þrátt fyrir það verður ekki ann- að sagt en að Glistrup hafi sloppið fremur vel. Hann var hreinsaður af ákæru um stórkostleg skatt- svik, fékk 250.000 kr. danskar í sekt og honum þyrmt við kröfu ákæranda um þungan fangelsis- dóm. Vandamál Glistrups var hins vegar það að ef hann vísaði málinu ekki fyrir hæstarétt átti hann á hættu að sæta brottrekstri af danska þínginu á forsendum borgardómsins. Var það af þess- um ástæðum að Glistrup reyndi af öllum kröftum að fá þingið til að skera úr um hvort honum yrði úthýst áður en frestur sá, er Glipstrup hafði til að vísa máli sínu til hæstaréttar rynni út á föstudag. Það var hins vegar ríkissaksóknarinn, sem tók af skarið og gerði þannig þinginu kleift að fresta ákvörðun í málinu þar til úrskurður hæstaréttar ljggur fyrir. — Vestfirðir Framhald af bls. 40 annast, virðist ljóst að hljóðvarp verður í gangi með eðlilegum hætti. Einnig verður Gufunes- radíó í gangi, svo að líkur benda til þess að utanalandsflug verði með eðlilégum hætti. Óljóst var i gærkveldi, hvort starfsmenn á fjarritum í flugstjórn myndu koma til vinnu, en það er persónu- leg ákvörðun hvers og eips, hvort hann mætír til vinnu klukkan 07.30 í dag. Hins vegar v^r búizt við því að innanlandsflug félli niður, þar sem verkamenn koma þar við sögu. Búizt er viö að strætisvágnar gangi með eðlilegutn hætti, þar „sem .Slaffst.tannafélag Revkja- víkurborgar . r hvatt félágs- menn sína tii bess að leggja ekki niður vinnu, e'Atur og simi starfi eðlilega og * .- uahennili Reykja- . víkurborga ; ',i i i”st optn. en 12 af 35 heiti ,n <u; u uevistunar-- stofnum lok Haraldur jiusson fram- kvæmdast.iik ‘. . idlags starfs- manna ríki i>æja bjóst við að meirihluti k ra tnyndi léggja niður vinnu Kvaðst hann hafa heimildir um að 80 til 90% kenn- ara á Stór-Reykjavíkursvæðinu myndu leggja niður vinnu. Engin afstaða starfsmanna sjónvarpsins var kunn f gær- kveldi. Klukkan 09 í morgun var boðaður félagsfundur í Starfs- mannafélagi sjónvarpsins og átti þar að fjalla um samræmdar að- gerðir félagsmanna. Samkvæmt því sém Morgunblaðið komst næst var vart búist við því að starfs- menn felldu niður vinnu í tvo daga, en búizt var við eitthvað harðari afstöðu en hljóðvarpsfólk- ið tók. Þó er ljóst, að þar sem síðari verkfallsdagurinn er fimmtudagur getur ekki komið til þess að sjónvarpsútsending falli niður nema í einn dag, þ.e.a.s. í kvöld, ef starfsmenn taka þá ákvörðun. Yfirleitt hafa einstök félög opinberra starfsmanna bæði inn- an BHM og BSRB ekki tjáð sig um þessar verkfallsaðgerðir. Hafi þau gert það, telst það til undan- tekninga. Það virðist því vera sett einstaklingnum í vald, hvort hann á eigin ábyrgð ákveður að leggja niður vinnu eða ekki. — Platrán Framhald af bls. 1. umsvifamiklu máli og telja að þar komi margar milljónir dollara við sögu. í beinum tengslum við mál þetta réðust þau á föstudag inn í skrifstofu starfsmanns tryggingafyrir- tækis í Mílanó, sem þau gruna um að hafa verið milliliður milli iðjuhöldanna og erlendu tryggingarfyrirtækjanna. — Verðbréfahrun Framhald af bls. 1. bankastjóra og bað hann að svara því hver áhrif þetta hrap dollar- ans hefði á stöðu íslenzka gjald- miðilsins. Jónas sagði að fall doll- arans hefði að sjálfsgöðu áhrif á okkur. þvi þeim mun lægri sem dollarínn væri því óhagstæðara væri það fyrir okkar viðskipta- kjör. Hann sagði hins vegar að það væri matsatriði hvort hér væri um varanlegt eða timabund- ið áfall fyrir dollarann að ræða. Kvaðst hann sjálfur vera þeirrar skoðunar að dollarinn myndi rétta við og hefjast upp úr öldu- dalnum. — Reynt að sameina . . . Framhald af bls. 1. voru mikil vonbrigði fyrir forsæt- isráðherra landsins, Moraji Desai, og Janataflokk hans. Leiðtogi hins opinbera Kongressflokks, K.B.Reddi, sagði þegar í stað af sér og lýsti ábyrgðinni á ósigrin- um á hendur sér. Indiru-armur Kongressflokks- ins vann þægilegan meirihluta í Karnataka og Andhra Pradesh. Janataflokkurinn náði hins vegar meirihluta í Maharashtra, en i þvi fylki er stærsta borg Indlands, Bombay. Hann náði einnig meiri- hluta i Assam og Arunachal Pra- desh á Austur-Indlandi. Gamli Kongressfloltkurinn reið ekki feitum hesti frá yiðureigninni og náöi aðeins meirihluta atkvæða i Meghalaya, sem lítið kveður að. — Kafbátalið Framhald af bls. 1. þessum slóðum. En í tilkynn- ingu þeirra sagði hins vegar, að þar eð önnur ríki við Eystrasalt hefðu þegar komið sér upp kjarnorkuvopnum væri ekki ástæða til að ætla að slíkir kaf- bátar röskuðu hernaðarlegu valdajafnvægi á Norðurhöfum. — Niceragua Framhald af bls. 1. að nokkrir hermenn landsins hefðu gengið í lið með andstæð- ingum forsetans, og sagði þær uppspuna frá rótum. Mestar urðu óéirðirnar í borg- unum Masaya og Diriamba, og var útgöngubann þar í fyrrinótt. Tal- sambandslaust var við borgirnar, og einu fréttirnar þaðan bárust með flótt afólki þaðan. Hermdu þær fréttir að átök stæðu enn yfir á milli þjóðvarðliða og óeirðar- manna. Átökin eiga að hafa hafist skömmu eftir hádegi á sunnudag, og höfðu 9 fallið og um 40 særst. Dagblaðið la Prensa, sem er málgagn stjórnarandstöðunnar, lýsti átökunum í Masaya, sem byltingu, og þjóðvarðliðar sögðu í dag, að þeir gætu ekki ábyrgst öryggi blaðamanna, sem þangað færu. Rafmagnslaust var í höfuðborg- inni Mangua á mánudagskvöld, og jók það enn á spennuna sem þar ríkir, en þar kom til átaka við tvo háskóla. Óeirðirnar sem nú hafa blossað upp eiga rætur sínar að rekja til morðsins á Foe Pedro Joaquin Chamorro, sem myrtur var hinn 10. janúar síðastliðinn. I kjölfar morðsins urðu miklar óeirðir um landið, og verkföll voru þar næstu 17 daga. — Aðgerðaleysi Framhald af bls. 40 samtökin um aðgerðir sinar. Er það rétt? — Þa fóru fram ýmsar um- ræður við fulltrúa frá laun- þegasamtökunum sagði Geir Hallgrimsson, þótt þær hafi ekki allar verið auglýstar i fjöl- miðlum. Að lokum fóru fram formlegar viðræður, þar sem sú skoðun ríkisstjórnarinnar var kynnt, að fullnægjandi efna- hagsráðstafanir yrðu ekki gerð- ar nema verðbótaákvæði um kjarasamninga yrði breytt. Þessu höfnuðu fulltrúar verka- lýðsfélaganna algerlega og vildu ekki ræða málið á þeim grundvelli. Ríkisstjórnin hlaut því að taka ákvarðanir sjálf og leitaðist við i þeim efnum, að aðgerðir yrðu sem mildastar gagnvart launþegum eins og sjá má af þvt, að kaupmáttur launa helzt i desember n.k. eins og hann var i febrúarmánuði. Á síðustu stigum málsins var þó unnt að draga ályktanir af viðræðum við fulltrúa launþega og viðbrögðum þeirra, ályktan- ir, sem leiddu til breytinga á upprunalegum tillögum rikis- stjórnarinnar og verður því ekki sagt, að ekkert Jillit hafi verið tekið til viðhorfa þeirra. — Því hefur einnig verið haldið fram, að rikisstjórnin hafi að lokum lagt fram aðrar tillögur en hún hafi kynnt fyrir verkalýðshreyfingunni. — Það er ekki rétt. Ríkis- stjórnin tjáði verkalýðsforyst- unni hvaða tillögur hún myndi leggja fyrir þingið, en að teknu tilliti til sjónarmiða fulltrúa launþega voru tillögur ríkis- stjórnarinnar byggðar á þeirri málamiðlun, sem flestir verð- bólgunefndarmenn aðhylltust og búið var að ræða innan verð- bólgunefndar og utan, þar sem fulltrúar launþega og stjórnar- andstæðinga áttu sæti. Hins vegar var sú leið, sem fulltrúar stjórnarandstæðinga, BSRB og ASl í verðbólgunefnd lögðu til, víðsfjarri þvi að byggjast á nokkrum möguleg- um valkostum, sem gerð var grein fyrir í verðbólgunefndar- áliti. I tilefni af því, að fulltrúar launþega buðu ríkisstjórninni viðræður á grundvelli þessarar málamiðlunarleiðar, var fund- ur haldinn með þeim og því lýst, að ríkisstjórnin teldi það ekki lausn vandans að leggja skatta á þann atvinnurekstur, sem átti að bjarga, eða stofna fjárhag ríkissjóðs í voða með auknum útgjöldum og óraun- hæfri tekjuöflun, sem átti að felast í betri innheimtu skátta frá því, sem reynslan hefur sýnt að mögulegt er. Slíkt hefði kynnt undir verðbólguna. — Telur forsætisráðherra, að framundan séu hörð átök milii ríkisvalds og verkalýðs- hreyfingar eða má búast við, þrátt fyrir þessar aðgerðir nú, að vinsamlegt samstarf haldist áfram eins og verið hefur um nokkurt árabil milli rikis- stjórna, sem Sjálfstæöisflokk- urinn hefur átt aðild aö, og verkalýðssamtakanna? — Ég treysti því, segir Geir Hallgrímsson, að við' rólega yfirvegun sahnfærist jafnt for- ystumenn launþega sem laun- þegar almennt og landsmenn allir um nauðsyn þess aö snúa bökum saman til að leysa að- steðjandi vanda og láta athafn- ir fylgja í orðum í baráttu gegn verðbólgunni til þess að halda fullri atvinnu. Ég hef ekki síð- ur trú á dómgreind íslendinga en annarra Norðurlandaþjóða, sem eiga við sinn efnahags- vanda að stríða, ef til vill öllu alvarlegri en við tslendingar í sumum tilvikum. Ég geri mér fastlega vonir um, að umræður og athafnir í efnahagsmálum geti ekki síður farið fram á raunhæfum grundvelli hér en Þar- , , , — 10 frystihús Framhald af bls. 40 sé að þeir aðilar er staðið hafa undir taprekstri fyrirtækjanna undanfarin misseri, t.d. bankar, bæjarsjóðir, bæjarfógetaembætti fyrir hönd ríkisins og ýmis þjón- ustufyrirtæki, er safnað hafa inn- eign hjá okkur, fái úrlausn mála. Skuldahalinn hefur orðið erfiðari og erfiðari, þar sem þessir aðilar hafa farið fram á dráttarvexti af inneigninni, 3% á mánuði eða 36% á ári sem auðvitað hefur orðið til þess að inneignin vex sifellt. Það hefur verið staðfest af Þjóðhagsstofnun að reksturinn hér á Suðurnesjum er undir núlli og ekki er minnsta von til þess miðað við aðstæður nú að við munum geta minnkað þennan skuldahala. Eina leiðin sem við sjáum út úr þessu er hreinlega að skuldahalinn verði klipptur af. I öðru lagi væntum við þess að fundnar verði leiðir til að þessi rekstur geti í framtiðinni staðið undir sér og höfum lagt áherzlu á að 500 milljónirnar og siðan 350 milljónirnar úr gengismunar- sjóðnum nægi ekki til að leysa vandamálið heldur verði þarna að koma meira til. — Afkoma Landsbankans Framhald af bls. 2 um auknum framlögum til eftirlaunasjóðs. Að þessu loknu nam nettóhagnaður að frátöld- um vöxtum af eigin fé 265 milljónum króna samanborið við 220 milljónir króna árið áð- ur. Eigið fé bankans jókst um 632 milljónir króna á árinu, en sú aukning svarar til nettó- hagnaðar og þeirra vaxta, sem reiknaðir eru af eigin fé. Var aukning nokkru meiri en á ár- inu 1976, en þá nam hún 499 milljónum króna. Eigið fé bankans nam í árslok 2875 milljörðum króna. Þrátt fyrir verulera aukningu i krónutölu hefur eigið fé bank- ans farið rýrnandi á undanförn- um árum, þegar tillit er ekið til hækkunar verðlags. Hefur það þannig hækkað verulega í samanburði við innlán bank- ans. Það er hvarvetna talið mikilvægt, að eigið fé banka sé í hæfilegu samræmi við þær skuldbindingar, sem bankinn hefur tekið á sig gagnvart sparifjáreigendum og erlend- um lánveitendum. Skiptir því miklu máli, að eigið fé Lands- bankans aukist á næstu árum til jafns við vöxt innlána og fjárhagur hans geti þar með haldist jafn traustur sem fyrr. Að lokum segir í frétt Lands- bankans, að á árinu 1978 muni verða að því stefnt í samræmi við samkomulag bankanna við Seðlabankann, að útlán Lands- bankans aukist ekki um meir en rúmlega 30%, að frátöldum endurseldum lánum. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins á aukningin ekki að fara yfir 10%. Jafnframt þessu un bank- inn stefna að því að lausafjár- staða hans haldi áfram að batna. Nauðsynlegt 'er, að vaxtaaukaútlan aukist meira en önnur útlán, svo að unnt reyn- ist að standa undir vaxtabyrði af vaxtaaukainnlánum og varð- veita eignafjárstoðu bankans. — Minning Sigbjörn Fratnhald af bls. 30 hvarflar hugurinn til skólaár- anna, sem við áttum þar saman og þoldum súrt ög saitt, blítt og strítt, eins og gengur. Hver og einn á sitt rúm í minningunni, þótt ’á ýmsan máta sé. Sigbjörn var morgum góðum kostutn búinn og varð eftirminni- legur félagi og traustur vinur. Hann var óvílinn, jafnlyndur og ætið glaður. Skipti engu máli þótt ekki gengi allt svo sem best varð á kosið. Honum var léður sá eigin- leiki að sjá fram úr stundarerfið- ■leikum og láta þá fara hjá án þess að sýta eða berja sér. Uppgjöf og undansláttur voru honum fjarlæg hugtök og smámuni eða stundar- mótbyr lét hann ekki svipta sig sálarró. Á gleðistundum var Sigbjörn hrókur alls fagnaðar, söngvinn og síkátur og kunni flestum betur að gleðjast með glöðum. Hvort sem við minnumst okkar ágæta bekkjarbróður við starf eða leik, verða okkur trúlega ógleymanlegastir tveir eðlisþætt- ir hans, sem áttu hvað sterkasta samhljóma- í sál hans, en þeir voru góðvild og greiðasemi. Lagði hann öllum gott til, eygði hið já- kvæða en leit framhjá hinu, ef eitthvað var og greiðasemin var slík, að hann vildi jafnan ganga feti lengra en fullunnið væri. Efa- laust hafa þessir eðlisþættir fært Sigbirni ríkulega uppskeru i starfi. Fyrir tæpu ári kenndi Sigbjörn sjúkdóms, sem nú hefur orðið honum að aldurtila. I baráttu við þennan sjúkdóm komu skýrt fram þeir eðlisþættir sem áður er á minnst og honum voru svo eigin- legir. Hann vildi strax vita, hvað að sér gengi og að þeim svörum fengnum má líklega segja, að hann skipulegði baráttuna að svo miklu leyti sem honum var mögu- legt. I þeirri baráttu skyldi ekki slegið undan meðan stætt væri. Svo fjarlæg var uppgjöfin til hins síðasta, að vinur og félagi, sem spjallaði við hann fyrir tveimur mánuðum og ráðlagði honum að taka sér hvíld frá störfum, fékk einungis þetta svar. „Hverju er ég bættari að liggja í rúminu og horfa upp í loftið?“ Við viðurkennum að þessi af- staða hafi verið hárrétt, en þrekið og æðruleysið, sem speglast í svarinu var með fádæmum. Ekki var nokkur vafi á að Sig- björn vissi fullvel, að hverju gat stefnt, þrátt fyrir það átti hann von fram á síðustu stund. Hann féll óbugaður fyrir ofureflinu en án þess að hafa slégið undan. Að leiðarlokum kveðjum við Sigbjörn og þökkum honum fyrir samveruna. Eiginkonu, börnum, aldraðri móður og öðrum ættingjum flytj- um við innilegar samúðarkveðjur. — Sinfónían Framhald af bls. 2 læra að fiðlu sex ára gamall og varð atvinnufiðluleikari að- eins 14 ára gamall. Hann vann keppnina sem kennd er við Paganini árið 1956 en siðan 1959, eftir að hafa unnið Thibauld-keppnina, hefur hann verið einn -af eftlrsótt- ustu fiðluleikurum sem nú eru uppi. Þegar Pauk kemur hing- að, er hann að koma úr tón- leikaferð frá Suður-Afríku. — Prófkjör Framhald af bls. 2 fram daglega f Valhöll og í þeirri kosningu geta allir þeir þátt tekið, sem eiga von á því að verða fjarverandi aðalpróf- kjörsdagana. Á laugardag og sunnudag verða opnir sjö kjör- staðir víðs vegar um borgina og eiga þátttakendur að sækja kjörstaði i þvi hverfi, sem við- komandi voru skráðir búsettir 1. desember 1977, en á mánu- dag verður eins og áður sagði einungis kosið í Valhöll við Háaleitisbraut. — Er þetta ekki svara vert? Framhald af bls. 15 aurahækkun til Dagsbrúnar- verkamannsins. Ef við erum sameiginlega að berjaát við verðbólgudraug, þá skulum við gera það sameiginlega og með augljósum og skýrum dæmum og láta þá leiðrétta okkur í því er við höfum misskilið. Fyrstur skal ég verða til þess að halda á loft þeim ótvíræðu rökum, sem réttlæta þessa misskiptingu, en um leið hefja skelegga baráttu með þeim, er þarna hafa verið hlunnfarnir. Reykjavík, 26. febr. 1977. • Sigfús J. Johnsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.