Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1978 Stjórn heimilanna er grundvöllurinn ad vexti og viðgangi þjóðfélagsins UNDANFARIN ár hefur æði oft verið vikið að hússtjórnar- fræðslu bæði í opinberum fjöl- miðlum ofí manna á meðal. Sýn- ist sitt hverjum en flestir hussandi menn hafa þó komist að þeirri niðurstöðu, að þörfin fyrir hússtjórnarmenntun er enKU minni nú en áður var. Það sem meira er, að nú þurfa bæði kynin á slíkri fræðslu að halda. Lagabókstafurinn einn nægir ekki. Fyrir nokkrum áratugum, meðan gömlu hefðbundnu hús- mæðraskölarnir stöðu i blóma þótti fengur fyrir unga stúlku að stunda nám í slíkum skóla og búa sig þannig undir lífsstarf sitt. Nú, þegar hússtjórn er ekki lengur aðalstarf kvenna, horfir málið öðru vísi við. Gömlu góðu húsmæðraskólarn- ir okkar falla ekki inn í fræðslukerfið í dag. Þö var vissulega gerð athyglisverð til- raun í þá átt og samþykkt lög á Alþingi um breytt form hús- stjórnarskóla 1975. 1 þeim liigum er m.a. gert ráó fyrir meiri bóklegri fræðslu og síðan gert ráð fyrir að próf úr slíkum skóla gilti sem fyrsti bekkur á framhaldsskölastigi. Því miður hefur enginn hússtjórnarskóli stárfað eftir þessum lögum. Tilraun var gerð til þess, að Laugalandi í Eyjafirói, en það fengust ekki nægjanlega marg- ir nemendur tii þess að hægt væri að fara af stað með svo fjölþætta ketlnslu. í dag starfa enn 2 skólar eftir gamla fyrirkomulaginu, þó kennsla þar hafi að sjálfsögðu þróast eftir breyttum timum, en aðrir sem ekki hafa verið felldir niður, starfa með breyttu fyrirkomulagi. Er það fyrst og fremst fólgið í mismun- andi löngum námskeiðum og er Margrét Kristinsdóttir skólastjóri, Akureyri. fyrirkomulagið álíka marg- breytilegt og skólarnir eru margir. Það er ekki sársauka- laust að leggja niður skólastofn- anir, sem hafa verið blómi sins héraðs í marga áratugi. En það verður líka að horfast í augu við þá staðreynd, að það er fjár- hagslega ófært að reka slíkar stofnanir séu þær illa setnar af nemendum. Endarnir þurfa að ná saman. Stjórn heimilis er eins og smækkuð mynd af stjórn heils þjóðfélags. Dettur þá engum heilvita stjórnanda þjóðfélags í hug að gera slíkt án aðstoðar menntaðra ráðgjafa, hverjum á sínu sviði. Afkoman byggist á útsjónarsemí og hagsýni og að það sé hugsað fram í tímann, þannig að endar nái saman milli tekna og gjalda. Þetta hefur reynst mörgum hús- stjórnendum erfitt og sömu- Ieiðis mörgum stjórnvöldum. Fólk gerir kröfur um að geta lifað mannsæmandi lífi, en mat- ið á því hvað sé mannsæmandi líf er æði misjafnt. Koma þarf til áhrif frá upp- eldi, bæði heimila og skóla og þrýstingur frá hinum ýmsu framleiðendum vöru og þjón- ustu. Engan skal undra þó margir glati þeim hæfileika að velja og hafna af skynsemi í því endalausa kapphlaupi um lífsins gæði. Allir eru sammála um nauðsyn góðrar stjórnunar á þjóðarbúskapnum, þó svo að skoðanir séu skiptar um aðferð- , ir, en því má ekki gleyma að stjórn heimilanna er grund- völlurinn að vexti og viðgangi þjóðfélagsins. Þeir sem hafa átt því láni að fagna, að alast upp á góðu heimili eru ólíkt betur undir það búnir að takast á í lífsbaráttunni en hinir. Hússtjórnarmenntunm er því meira virði en margur hyggur í fljótu bragði. Sem betur fer eru það sífellt fleiri sem gera sér grein fyrir þessu, sem sannast á því, að ár frá ári eykst aðsókn, bæði pilta og stúlkna, að hinum lengri hússtjórnarnámskeiðum, enda eru þau viðurkennd sem valgrein i öðrum framhalds- skólum, í það minnsta hér á Akureyri. Hússtjórnarfræðslan er í lágmarki í grunnskólum og hún er enn sem komið er ómót- uð í framhaldsskólakerfinu, en að mínu áliti er það ekki fyrr en á framhaldsskólastigi að nemendur eru nógu þroskaðir til að tileinka sér þau grund- vallaratriði, sem eru forsenda góðrar hússtjórnar. Flýttu þér hægt. Nú hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um samræmda framhaldsskóla. í fljótu bragði viröist það þjóna tilgangi sínum, þó fæstir skilji hvernig það verði fram- kvæmanlegt í hinum dreifðu byggðum. Ég ætla ekki að fara út i þá sálma nú, því það er of langt mál, en aðeins minna hlutaðeigendur á hin fornu orð „flýttu þér hægt“. Brýnasta nauðsyn á sviði hússtjórnar- fræðslunnar í dag tel ég vera að skólastjórar og kennarar í hús- stjórnarfræðum þingi saman, skipti með sér verkum og móti mismunandi tegundir af nám- skeiðum og samræmi þau, sem þegar er komin góð reynsla á og hafi samráð um tímafjölda og námsefni við stjörnendur annarra framhaldsskóla. Hingað til hefur hver stofn- un, sem starfar með breyttu fyrirkomulagi, byggt upp og mótað námskeiðin hver í sínu horni, en ef allir legðu saman, þó svo aó það kosti aukna vinnu, yrði það áreiðanlega vænlegra til árangurs. Ekki væri verra að hljóta stuðning nokkurra fulltrúa þeirra fjölmörgu hússtjórn- enda, sem reka heimili sín með stakri prýði. Það yrði að sjálf- sögðu að vera í verkahríng menntamálaráðuneytisins að koma á slíku þingi. Þessari tillögu er hér með komið á framfæri vió forráða- menn ráóuneytisins. Ungafólkider sá vaxt- arbroddur, sem okkur ber að vardveita ókalinn Undanfarnar vikur hafa birst á síðum dagblaðanna kynning- ar á frambjóðendum flokkanna til prófkjörs. Ég álít að besta kynning fyrir frambjóðanda sé virk þátttaka hans í stjórnmála- félagi, þannig sýnir frambjóð- andinn, að hann hefur raun- verulega áhuga á hugsjón og málefnum flokksins og vill vinna að framgangi hans. Efnalegt sjálf- stæði forsenda sjálfstæði þjóðarinnar I hugsjón okkar sjálfstæðis- manna er það megininntak að útbreiða þjóðlega og víðsýna framfarastefnu, sem grundvoll- uð er á frelsi og sjálfstæði ein- staklinga og þjóðar. Við erum ekki alltaf ánægð með það, hvernig unnið er að framgangi hugsjóna flckksins. Okkur finnst stundum miða hægt við að koma stefnumálum okkar i framkvæmd og vil ég i því tilliti minna á efnahagsmái- in. Þau ætla að reynast þessari ríkisstjórn erfið eins og öðrum ríkisstjórnum. Skuldír okkar við útlönd aukast ogverðbólgu- hjólið snýst. Maður skilur eigin- lega ekki hvað þetta getur gengið lengi og á hér ekki við gamli málshátturinn „flýtur á meðan ekki sekkur". Það er ekkert vafamál, að efnalegt sjálfstæði okkar er 'algjör forsenda fyrir frelsi okkar sem sjálfstæð þjóð. Við þurfum enga sérfræðinga til að segja okkur það, að ef við verðum háð erlendu ríki fjárhagslega, þá erum við ekki lengur frjálst og fullvalda ríki. Það hefur stundum hvarflað að mér, hvort efnahagsmálum okkar væri svona komið, ef fleiri konur hefðu verið þar með í ráðum. Frjálst framtak einstaklinga á undanhaldi Um árabil hefur þjóðin lifað um efni fram og nú verðum við að snúa blaðinu við og draga úr útgjöldum okkar. Við vitum þetta öll og stjórnmálamennirn- ir eru líka alltaf að segja okkur þetta. En sannleikurinn er sá, að hinn almenni kjósandi er hættur að taka stjórnmála- mennina alvarlega í þessu efni, þvi þeir gera ekki ailtaf sjálfir orð sín að athöfnum. Manni finnst að ríkisvaldið eigi að ganga á undan með því að Þórunn Sigurbjörnsdóttir húsmóðir, Akureyri. draga úr opinberum fram- kvæmdum og umsvifum sem óneitanlega ganga lengra en sjálfstæðismenn vilja. Við höfum komið hér á vel- ferðarþjóðfélagi, þar sem menntun og öryggi allra þjóð- félagsþegna eru tryggð. En hvað höfum við greitt fyrir þetta? Útgjöld til skólamála, trygginga- og félagsmála hafa stóraukist á fjárlögum og fjár- hagsáætlunum síðustu ára, og ríkið seilist æ lengra niður í vasa skattborgarans til að standast straum af þessum út- gjöldum. Þar að auki er frjálst framtak einstaklinga til at- vinnurekstrar og umsvifa á undanhaldi. Þá er ríkisbákníó og kerfið orðið svo flókið, ef sækja á þangað ýmsa fyrir- greiðslu, að menn hreinlega leggja ekki út í það, nema þeir séu gæddir óvenjumikilli bjart- sýni og dugnaði. Endurskipuleggja þarf málefni landbúnaðarins I framhaldi af þessu vil ég aðeins minnast á hvernig hög- um landbúnaðarins og bænda- stéttarinnar er komið í dag. Málefnum landbúnaðarins, sem er í eðli sínu einhver sjálfstæð- asti atvinnurekstur í landinu, er nú svo komið, vegna óstjórn- ar og skipulagsleysis á fram- leiðslu- og markaðsmálum, að sumir tala um að leggja niður landbúnað i landinu. Ég vona að það séu ekki ábyrgir sjálf- stæðismenn, sem tala þannig. Nú þegar allar þjóðir kapp- kosta um að brauðfæða sig og milljónir manna svelta í heim- inum, þá sæmir betur að taka mál iandbúnaðarins til endur- skipulagningar heldur en að tala um að leggja hann niður. Þátttaka kvenna of lítil Ég held að flestir séu sam- mála um, að þátttaka íslenzkra kvenna í stjórnmálum fyrr og nú sé allt of lítil. Okkur er gjarnt að bera okkur saman við aðrar þjóðir á ýmsum sviðum. Ef við berum okkur saman við aðrar Norðurlandaþjóðir, þá stöndum við þeim langt að baki, þegar um er að ræða þátttöku kvenna í stjórnmálum. A Al- þingi þar sem 60 kjörnir full- trúar eiga sæti eru aðeins 3 konur. A þeim 62 árum, sem við höfum haft kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, hafa inn- an við 10 konur átt sæti á Al- þingi í lengri eða skemmri tíma. t bæjar- og sveitarstjórn- armálum er ástandið ekki betra, af 1251 sveitarstjórnar- fulltrúa eru 42 konur. Ég held að við hljótum að spyrja, hvern- ig stendur á þessu áhuga- og afskiptaleysi islenzkra kvenna af stjórnmálum. Eflaust eru mörg svör við þessari spurn- ingu, svo sem tímaþröng, þekk- ingarskortur, hlédrægni o.fl. Staðreynd er, að í mörgum til- vikum vinnur konan tvöfaldan vinnudag og þá er lítill timi eftir til að sinna áhugamálum eða auka við þekkingu sína. Hvað varðar hlédrægni, þá held ég að hún sé ekki fremur eðlis- læg hjá kvenfólki en hjá karl- mönnum. Hún er einstaklings- bundin og hægt að sigrast á henni eins og öðru, ef vilji er fyrir hendi. Við höfum sýnt það og sannað í hinum hefðbundnu kvenfélögum, að þar getum við staðið saman og komið málum okkar fram af festu og einurð. Og þó að málin, sem kvenfélög- in láta til sín taka heiti liknar- mál, heilbrigðismál eða eitt- hvað annað, þá eru þetta auð- vitað þjóðmál, sem koma alls Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.