Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 40
ak;lysiní;asiminn er: 22480 |Wor0xinbI«tíit> (iLY'SINíiASIMINN EK: 22480 JWorBiinblflbiö MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1978 Vestfirðir: Öll félög fella verkfalls aðgerðir nema eitt Breytileg afstada verkalýds- félaga annars staóar á landinu VERSTA veður var i nágrenni Reykjavikur i gær. snjókoma og skafrenningur. þó að allar aðal- leiðir væru færar nema hvað i gærkvöldi var færð mjög tekin að þyngjast i Hvalfirði og likur á að þar yrði ófært með kvöldinu. Erfiðleikar voru i umferðinni i höfuðborginni. yfir 20 árekstrar urðu en engin alvarleg slys á fólki Frystihúsamenn á fundum með fulltrúum ríkisstjórnar: 10 frystihús af 23 á Suð- urnesjum búin að loka LJÓST var í gærkvcldi aö það skiptisl mjög i tvö horn eftir landshlutum. hvort menn tækju áskorun launþegasamtaka lands- ins um að fella niður vinnu f da« og á morgun til þess að mótmada efnahagsráðstöfum ríkisstjórnar- innar. Flest aðildarfélög ASl í Reykjavík og nágrenni hlýddu beiðni samtakanna. en þó ekki stærsta launþegafélag borgarinn- ar V'erzlunarmannafélag Reykja- Framkvæmdastjórn FFSÍ: Meirihluti andvígur ólöglegum verkfalls- aðgerðum INGÓLFUR Ingólfsson, formaður Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, sem sagt hefur ver- ið að styðji verkfallsaðgerðir ASl og BSRB hvarf síðdegis í gær frá því að halda fundi í framkvæmda- stjórn FFSÍ, þar sem fjalla átti um aðild FSSl að þessum aðgerð- um. Meirihluti framkvæmda- stjórnar FFSl hafði krafizt fundarins og hafði formaður lofað fundi'síðdegis í gær, þá lá fyrir, að meirihluti framkvæmdastjórn- ar FFSÍ var andvígur öllum ólög- legum aðgerðum í nafni samtak- anna eða þátttöku í þeim, að þvi er Morgunblaðið fregnaði í gær. víkur, en flest félög tóku ekki beint afstöðu sjálf, en láta það vera á valdi félagstnanna sinna, hvort þeir mæti til vinnu eða ekki. A Vesturlandi var það breytilegt eftir stöðum, hvort menn voru með eða á móti verk- fallinu. A Vestfjörðum felldu öll félög verkfall, nema Baldur á ísa- firði, sem ákvað að fara I verkfall en eitt félag hafði ekki tekið af- stöðu. A Norðuriandi var afstaða verkalýðsfélaga breytileg eftir stöðum og einnig á Austurlandi. í Vík og á Eyrarbakka var verkfall fellt, en í Þorlákshöfn var eins dags verkfall samþykkt — með sama hætti og á Suðurnesjum. Af þeirri þjónustu, sem tilheyr- ir opinbera geiranum, þ.e.a.s. sem launþegar innan BIIM og BSRB Framhald á bls. 22 FORSÆTISRAÐHERRA, sjávar- útvegsráðherra og landbúnaðar- ráðherra áttu í gær fundi með forsvarsmönnum fiskvinnslu- stöðva vegna þess vanda sem nú er við að etja f þeirri grein. Fyrst héldu ráðherrarnir fund með fulltrúum Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, þá með þingmönn- um Reykjaness og fulltrúum fisk- vinnslustöðva og sfðan með full- trúum fiskvinnslustöðvanna í Vestmannaeyjum. Að sögn Matt- hfasar Bjarnasonar, sjávarútvegs- ráðherra, skýrðu þessir aðilar all- ir þar sjónarmið sfn og kom m.a. fram að þeir teldu gengisbreyt- inguna á dögunum ekki hafa ver- ið nægjanlega. Hins vegar væru aðstæður einstakra staða og fisk- vinnslustöðva mjög mismunandi og ástæður erfiðleikanna mjög mismunandi, að sögn sjávarút- vegsráðherra, en hann kvað Öll þessi mál nú til athugunar innan ríkisstjórnar. Fram hefur komið, að um 10 frystihús af 23 á Suður- nesjum hafa stöðvazt vegna rekstrarörðugleika. Athyglin undanfarið hefur i vaxandi mæli beinzt að vanda fiskvinnslustöðvanna og þá sér- staklega frystihúsanna á Suður- nesjum. Fundur Suðurnesja- manna með ríkisstjórn í gær var að tilhlutan þingmanna í kjör- dæminu, að því er Ólafur B. Ólafs- son, framkvæmdastjóri hjá Mið- nesi í Sandgerði, tjáði Mbl., en þingmennirnir fóru fram á fund þennan eftir að sveitarstjórnir á Suðurnesjum höfðu haldið fund með þingmönnunum og forsvars- mönnum fiskvinnslunnar um þann vanda sem upp væri kominn varðandi fiskvinnsluna á þessu svæði, enda blikur á lofti hvað atvinnuástand snerti af þessum ástæðum, og fiskvinnslufyrirtæk- in komin í verulega skr'd bæði gagnvart sveitarfélögunum og öðrum þjónustufyrirtækjum vegna vangreiddra gjalda og reikninga. „Við fulltrúar fiskvinnslunnar á þessu svæði erum búnir að tala fyrir daufum eyrum um þessi mál nú sl. þrjú ár, en við vonumst nú til að eftir fundinn í dag muni þetta eitthvað skýrast," sagði Ól- afur B. Ölafsson, framkvæmda- stjóri, ennfremur. „Við höfum einkum lagt áherzlu á að eðlilegt Framhald á bls. 22 Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra: Aðgerðaleysi ríkisvalds hefði stefnt öllu í óefni Á það verður að reyna, hvort stéttarfélög geti eyðilagt árangur efnahagsaðgerða Morgunblaðið sneri sér í gær til Geirs Hallgrímssonar, for- sætisráðherra, og leitaði um- sagnar hans um verkfallsað- gerðir þær, sem boðaðar hafa verið í dag og á morgun á vcg- um ASt og BSRB. — Ég tel, að bæði ASl og BSRB hafi möguleika á því að fara lagalegar leiðir til þess að ræða við samningsaðila um kaupliði samninga, sagði Geir Hallgrimsson, en í stað þess hafa þessí samtök kosið ölögleg- ar aðgerðir. Slíkar aðgerðir eiga engan rétt á sér og grafa undan réttaröryggi í landinu og hagsmunum launþega og raun- ar landsmanna allra. Sá, sem brýtur lög í dag, þarf á vernd þeirra að halda á morgun, en hefur þá brotið niður virðingu fyrir lögum, sem getur komið honum sjálfum í koll. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að tryggja atvinnu- öryggi, vernda kaupmáttinn eins og hann hefur bezt orðið, snúa viðskiptahalla í afgang og snúa undanhaldi í sókn gegn verðbólgu. Allt eru þetta mark- mið, sem launþegum er lífs- nauðsyn að náð verði. An efna- hagsaðgerða ríkísstjórnarinnar blasti við stöðnun atvinnu- rekstrar og atvinnuleysi, hömlulaus verðbólga og vax- andi erlend skuldasöfnun en allt þetta mundi rýra lífskjör og koma fyrst og verst við hina lægst launuðu. — Telur þú, að aðgerðir verkalýðshreyfingarinnar nú bendi til átaka og óvissu á vinnumarkaðnum næstu mán- uði? — Ég geri mér vonir um, að forystumenn launþegasamtak- anna geri sér grein fyrir þess- um staðreyndum, sem ég hef rakið hér að framan eða laun- þegar almennt taki ella i taum- ana í stéttarfélögum sinum. Véra má, að stéttarfélögin geti eyðilagt árangur af efnahagsað- gerðum og valdið þannig sjálf umbjóðendum sinum óbætan- legu tjóni. En á það verður að reyna, þar sem aðgerðaleysi af ríkisvaldsins hálfu hefði stefnt í fullkomið óefni. — Þvi hefur verið haldið fram, að ríkisstjórnin hafi ekk- ert samráð haft við launþega- Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.