Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 23. marz Bls. 65—96 Götumynd frá Moskvu. í MOSKVU MEÐ KERFIÐ Á HÆLUNUM Eftir MAGNÚS FINNSSON Síðla í septembermánuði síðast- liðnum átti ég þess kost að heim- sækja Sovétríkin í fylgd forsætis- ráðherra, sem þangað fór í opin- bera heimsókn. Áður hafa birzt greinar frá ferð þessari, en segja má að þcssi grein eigi heima í sama flokki. Þessi grein fjallar þó um það, sem okkur frá íslenzkum fjölmiðlum tókst eina kvöldstund að komast undan fylgd embættis- mannanna í sovézka utanríkisráðu- neytinu. Bolshoj-leikhúsið var flóðlýst, þegar við komum út og fyrir framan biðu svörtu Volgurnar. Við höfðum þetta kvöld séð tvo balletta, „Jarð- fræðingana" eftir N, Karetnikov og „Vorblót" eftir Stravinsky í boði Sovétstjórnarinnar. Þetta var að kvöldi 22. september síðastliðins. í hléinu höfðum við hitt ritarann í íslenzka sendiráðinu, dreypt á vodka og etið dýrindis kavíar í litlum vatnsdeigkökum. Þá spurði ritarinn, hvort við vildum ekki eftir sýning- una koma í litla rússneska veizlu í útjaðri Moskvu, hitta þar venjulegt rússneskt fólk og eyða með því kvöldinu. Óvenjulegur ____________leigubíll____________ Þetta var vissulega mikil tilbreyt- ing frá hinni ströngu opinberu dagskrá, sem okkur hafði verið haldið við, íslenzku gestunum. Við vorum því fljótir að þiggja gott boð — þóttumst raunar ekki eiga annað tækifæri til þess að eiga samneyti við aðra en sovézka kommisara úr utanríkisráðuneytinu. Þeir fylgdu okkur eins og skuggar. Því var ákveðið að um leið og við kæmum á Hotel Sovétskaya sem stóð við Breiðgötu Lenins nr. 32/2, skyldi ritarinn koma þangað á sínum bil og við halda í honum og með leigubíl á fund tveggja rússneskra mynd- höggvara. Þegar að hótelinu kom, var tekið að rigna. Ritarinn kom skömmu síðar. Áður en við færum í sam- kvæmið, þurftum við fyrst að sækja íslenzka konu, sem stundað hefur nám í Moskvu um allmörg ár, en myndhöggvararnir voru kunningjar hennar. Fyrir utan hótelið voru nokkrir leigubílar og þegar við kölluðum á einn, kom til okkar bílstjóri á svartri Volgu. Við sögð- umst vilja einn af þessum venjulegu gulu leigubílum,' en bílstjórinn á svörtu Volgunni sagðist vera næstur. Gátum við ekki véfengt það og því varð úr að hann æki okkur í samkvæmið. Við íslendingarnir þóttumst held- ur góðir að komast nú út á lífið ef svo má að orði komast í Moskvu — án fylgdar embættismannanna úr utanríkisráðuneytinu, sem jafnan höfðu fylgt okkur. Var því næst haldið heim til íslenzka námsmanns- ins, sem síðan átti að vísa veginn til myndhöggvaranna. Lögreglan á _________halum okkar_____________ Þegar við höfðum sótt námsmann- inn var komin úrhellisrigning. Við fórum að ræða um það í bílnum, hvort kerfið — stóri bróðir — eins og það jafnan er kallað, hefði nokkur tök á að fylgjast með okkur. Framhald á bls. 68. Viö Kreml-múr'ana, rétt viö gröf óþekkta hermannsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.