Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 12
76 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDaGUR 23. MARZ 1978 w Sólríkar^ \ • urvalsferoir BEINT ÞOTUFLUG BROTTFARIR: 23. marz 7. april 28. apríl 12. mai 19. mai 2. júni 9. iúni 2. viktir Páskaferð 3. vikur 2 og 3. vikur 1 og 3. vikur 2 og 3. vikur I. 2 og 4. vikur 1. 3 og 4. vikur 2. 3 og 5. vikur ágúsl ágúst 18. ágúst 25. ágúst 1. sept. 8. sept. 15. sept. 22. sept. 29. sept. 6. okt. 1 og 3. vikur 2 og 4. vikur 2. 3 og 4. vikur I. 2 og 3. vikur I. 2 og 3. vikur I. 2 og 3. vikur L 2 og 3. vikur 1. 2 og 3. vikur I. 2 og 3. vikur I. 2 og 3. vikur I. 2 og 3. vikur 1. 2 og 3. vikur og um London I og 3. vikur 23. maí 13. júní 4. júlí 25. júlí 3. vikur 3. vikur 3. vikur 3. vikur 15. ágúst 3. vikur 5. sept. 3. vikur 26. sept. 2 og 3. vikur heim um London Einstaklingsferðir til Ibiza um London frá páskum. Leitið nánari upplýsinga FERÐASKFUFSTOFAN Eimskipafélagshúsinu, simi 26900 — „Mikillörn...” Framhald af bls. ?3. pólitískri hugsun í Evrópu á seinni öldum. Þannig má e.t.v. segja um tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins að þeim svipi hvorum til annars ekki vegna þess að þeim ber saman um stjórnmálahugmyndir, heldur vegna 'þess að stjórnmálahugmyndum er ekki- til að dreifa. Htigtök eins og jafnaðarstefna, kommúnismi, heims- valdastefna, fabianismi, íhalds- stefna og frjálslyndi hafa komið minna við sögu á Irlandi en víðast annars staðar en draumkenndar og óraunsæjar nafngiftir eins og „her- menn örlaganna" eða „kynþáttur keltanna" borið þeim mun hærra. Það væri vissulega ósanngjarnt og fráleitt að skella skuldinni á einstak- an mann eða menn á því hversu seinlega gekk að innleiða tuttugustu öldina á eyjunni grænu. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að tugir þúsunda flýðu landið á valdatíma hins mikla foringja og sneru ekki aftur og voru margir beztu synir þjóðarinnar í þeirra hópi. Lítið var gert til að ráða bót á fátæktarvanda- málinu, en fjöldi blásnauðra hefði beðið hungurdauða hefði knappra atvinnuleysisbóta ekki notið við. Skólakerfið hefur verið fornfálegt og úr sér gengið fram á síðustu tíma og ríkisstjórn de Valera hafði verið þrettán ár við völd, er sett voru lög til að ráða niðurlögum berklaveiki. Samband íra og Breta hélt áfram að vera þokukennt og óskýrgreint eftir að gengið var frá stofnun lýðveldis- ins og það var að sönnu kaldhæðnis- legt að lausn Norður-írlandsvandans hafði aldrei verið fjarlægari en þegar leiðtoginn féll frá í ágúst 1975. „Við erum bændaþjóð". „Þjóð okkar er fábrotin þjóð“ var viðkvæði de Valera og flokks hans. Sú gamla rómantíska hugmynd að það sé dyggð að vera fábrotinn, greypti sig inn í hug hans og skýrir hvers vegna de Valera fór svo ólíkt að samanbor- ið ví Chiang Kai-Shek og kommún- ista í Kína eða Kemal Atatúrk í Tyrklandi, sem horfðu fram á veginn, leiddu þjóðir sínar í sókn til framfara. Hann dró styrk sinn og þrek úr djúpi bældrar þjóðarvitund- ar, sem gerði honum kleift að standa í stafni eins lengi og raun var á. ÍsSSsg Litsjónvarpstæki 20" skermar VERÐIÐ ER sjonvorp sameina myndgæöi, frábæra liti. Bilana- tíöni í algjöru lágmarki. sjónvörp búa yfir bestu kost- um sjónvarpa. 'untiai etióó i Suðurlandsbraut 16. Síml 35200. Sá„ er skilur vilja og þrár einnar þjóðar í viðlíka mæli og Eamon de Valera, hlýtur hvernig sem á er litið, að vera mikill þjóðhöfðingi, og er þar fyrir á engan hátt minni þótt hann hafi bundið bagga sína öðrum hnútum en samferðamenn á öldinni eða fylgdi eigin kompás án tillits til nýrra strauma anglóamerískrar menningar. Það er algeng hugsunar- villa, sem hrjáir stjórnmálaskýr- endur í nútímaríkjum þegar þeir fjalla um svonefnd þróunarlönd, að þau séu að svo miklu leyti ófull- komnari sem þau taka síður mark af velferðarhugsjón iðnríkisins. I um- fjöllun um menningu þjóðar verður í hvert skipti að taka mið af því mynztri, er þjóðin sjálf hefur kjörið sér til leiðsagnar, hvort heldur af eðlisávísun eða auðsýndum vilja. írinn Eamon de Valera var tákn eins slíks mynzturs og hafði það sérkenni fram yfir ýmis þurrmenntuð af- sprengi lýðræðislegra stjórnarhátta á Vesturlöndum að hafa haft hug- sjón og barizt fyrir hana. Þessi hugsjón kom vel fram í útvarps- ávarpi leiðtogans frá 1943: „Það Irland, er okkur hefur dreymt um, yrði heimastaður fólks, sem léti sér nægja fáskipt þægindi og helgaði tómstundir sínar andlegum efnum...“ Það var draumur hans á meira en hálfrar aldar starfsferli að gera hugsjón þessa að veruleika. I ljósi aðsteðjandi vandamála, sem hrellt hafa smáa þjóð og fákunnandi um aldabil, er það engu síður höfuðverkur framsækinna arftaka að honum virðist hafa orðið meira ágengt við hið andstæða; frekar en gæða drauminn veruleika hefur hann sveipað veruleikann draumi. Sýningin í Festi Myndir Jakobs Hafstein Það er orðið heldur bágborið menningarástandið í höfuð- borginni þegar myndlistarmaður á borð við Jakob Hafstein þarf að flýja út á land með sýningar sínar vegna þess að aðalsýningarsalir borgarinnar eru lokaðir fyrir þeim, sem afskræma ekki fegurð náttúrunnar. Það er líka leitt til þess að vita, að vinir mínir norður á Húsavík skyldu ekki fá þessa sýningu þangað, sv'o sem Jakob hafði ráðgert. En ég er þess vegna þakklátur fyrir það, að Félagsheimilið Festi í Grindavík skyldi klófesta þessa sýningu, því áð þá gafst mér tækifæri til að sjá hana, skoða og njóta hennar í ríkum mæli. Oft hefur Jakob komið mér á óvörum í myndlist sinni, en áreiðanlega aldrei jafnt og nú. Fjölbreytnin er svo mikil, alls konar tækni notuð, en fyrst og fremst er þó nú, eins og áður, fegurðin látin ráða ríkjum. Og þó að mér væri ánægja að því að aka enn einu sinni suður Reykjanesið eins og svo margoft áður, þá leið mér enn betur á heimleiðinni eftir að hafa notið þess að sjá og skoða sýninguna í Festi. Ég skrifa ekki línur þessar til að dæma um myndlist — menningar- vitarnir og sérfræðingarnir þykj- ast einir vera bærir um það. Mitt erindi er aðeins að ráðleggja mönnum að fara og sjá þessar myndir Jakobs, sem höfðu svo góð áhrif á mig. Og til þess nú einnig að leið- beina mönnum svolítið, þá er Félagsheimilið í Grindavík fyrsta stóra byggingin, vinstra megin við veginn, þegar ekið er inn í þetta ört, vaxandi og skemmtilega „pláss“, sem skapar þjóðinni millj- arða í verðmætum á ári hverju. Já — Suðurnesjamenn — þið getið verið glaðir yfir því að þessi sýning skuli standa yfir alla dymbilvikuna. Þið, sem eigið eftir að sjá sýninguna, eigið gott. Venni Bjarna frá Húsavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.