Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 18
82 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 unni. Ég lá ein. Hermaður sagði að það væru átta þúsund flóttamenn í verksmiðjunni. Ég var aðeins hálfur Gyðingur og mér fundust hermennirnir líta öðruvísi á mig. En ég var hrædd við þá. Þeir voru allir með byssur og gættu þess stranglega að enginn vogaði sér út fyrir girðing- una. Ég reyndi að drattast út á hverjum degi til að fá mér frískt loft. Þeir, sem höfðu mátt til að fara út, ráfuðu fram og til baka á hlaðinu fyrir framan verksmiðj- una. Við sáum danskt fólk, sem kíkti í gegnum gaddavírsgirðing- una. Mér fannst skrýtið að það skyldi vera að skoða okkur. En ég skyldi síðar af hverju. Tveir Danir sem þóttust annars hugar stóðu fyrir utan girðingu. Mér fundust þeir hlýlegir á svipinn og færði mig nær. Þeir mynduðust til að ganga i burtu og þá sá ég glitta í eitthvað hvítt. Það var kassi. Þeir laumuðu honum í gegnum gat á girðingunni. í kassanum var brauð með osti og öðru áleggi. Ég grét af gleði en þeir bentu mér á að þegja. Ég skipti brauðinu með þeim sefn voru nærstaddir. Ein- hver sagði að hermaður mundi skjóta Danina ef þetta fréttist. Astandið í verksmiðjunni fór dagversnandi. Fólk lá afvelta og hafði rétt mátt til að lyfta niðursuðudósunum, sem við drukkum súpugutlið úr. Einn daginn kom hjúkrunarfólk frá Rauða krossinum. Það þvoði okkur. Ég hafði ekki þvegið mér í marga mánuði, kannski ár. Fólkið brenndi fötin okkar. Ég var krúnurökuð vegna lúsarinnar. Góðir Danir höfðu safnað fötum og sent okkur. „Þetta var ekki amma — samt gömul kona, lotin í heröum...“ Á hverjum degi dó fólk. Kannski var það fyrir beztu. Ég veit það ekki. Dagar urðu að vikum og vikur að mánuðum. Þá komu vörubílar og sóttu okkur. Ég vissi ekki þá að ég var að flytjast á síðasta áfangastaðinn í þessu stríði. Þó voru þrjú ár eftir af stríðinu en það vissi ég ekki heldur. Ef fólk talaði saman, talaði það um stríð. Við spurðum hvert annað hvenær því lyki, hvort við ættum eftir að hitta ættingja aftur og snúa til heima- slóðanna. Engum spurningum var svarað. Vörubílarnir fluttu okkur til Oksbul á Jótlandi. Þúsundir flóttamanna og tugir bragga. Mér var ýtt í einn þeirra. Fékk ég vinnu í eldhúsbragganum og þannig liðu árin. Ég tók upp á því að merkja dagana á vegginn. Einhver gaf mér blýant. Nóvember 1944. Ég var orðin átján ára. Alvörugefin og fullorð- in fyrir aldur fram. Sumir sögðu að stríðinu væri að ljúka. Átti ég að gleðjast eða hryggjast? Beið mín einhvers staðar í heiminum athvarf? Her- mennirnir voru breyttir, þreyttari og vonsviknari en áður. Átti ég eftir að finna mömmu aftur? Kannski var hún dáin. Síðasta árið í bragganum voru minni hömlur. Maður mátti til dæmis gá í íbúðaskrána, og athuga hvort einhverjir ættingjar væru í næriiggjandi bröggum. Þegar ég rakst á nafnið Berta Kindler í skránni, trúði ég ekki mínum eigin augum. Gat móður- amma mín frá Danzig verið í einum bragganna? En það voru eflaust fleiri með þessu nafni. Annars staðar stóð Ingeborg Kindler, nafn systurdóttur mömmu. Var þetta tilviljun? Ég fann braggann, þar sem þær ar. Það höfðum við ekki. Né pappíra eða vegabréf. Því vorum við enn fangar. Á hverjum degi sáum við hóp flóttamanna yfirgefa braggana á vörubílum. Hvenær kæmi röðin að okkur? Systir mín vildi ekki bíða. Sú bið yrði ef til vill endalaus? Hún sagði við mömmu: „Ég hef enga pappíra en ég er orðin tuttugu og tveggja ára og get alveg bjargað mér. Ég ætla að smygla mér út með næsta hóp sem fer héðan." Það gerði hún og komst að lokum til Lubeck. Leitaði þar uppi skrifstofur Rauða krossins, þar sem fólki var hjálpað til að finna týnda ættingja. Hún fann föður okkur. Hann hafði verið í fanga- búðum í Dortmund í Westfalen. Þar sem hann var orðinn sjúkling- ur hafði hann losnað úr fangabúð- um fyrr en ella. Eineygður og hafði orðið fyrir heilaskemmdum. Hann bar þess merki alla ævi og dó truflaður á geðsmunum fyrir átta árum. Þannig er stríðið. Systir mín fann hann, þar sem hann var búsettur í litlu herbergi, eignalaus og allslaus. Það urðu gleðifundir og saman fóru þau aftur til Lubeck. Þau fengu vinnu á litlu verkstæði við að búa til þvottaklemmur. Eigandi verk- stæðisins sá aumur á þeim og útvegaði þeim braggaskrifli til að þau hefðu einhvern samastað og við síðar. Þá tókst papa á einhvern hátt að ná í vegabréf sem hann sendi okkur. Það voru liðnir fimm mánuðir síðan elzta systir mín smyglaði sér út með einum hópnum. Á hverjum degi höfðu hópar niðurdreginna manna, kvenna og barna yfirgefið braggana í Oksbul. Nú var röðin komin að okkur. Vörubíll flutti okkur til þýzku landamæranna, nánar tiltekið þorpsins Gluckstadt. Enn einu sinni var okkur sagt að bjarga okkur sjálf. Það tók viku að ná til Hjónin Chrystel og Guömundur Kristinsson réku kaffihúsið Tröó ( Austurstræti í sextán ár en lögðu starfsemina niöur fyrir nokkrum mánuöum. Þessa mynd tók FriöÞjófur, Ijósm. Mbl., af beim s.l. sumar á Tröö. áttu að búa. Spurði eftir þeim og beið við innganginn með hjart- slátt. Þá sá ég konu koma labbandi. Þetta var ekki amma. Þetta var samt gömul kona, lotin í herðum. MAMMA! MAMMA! Grátandi lá ég í faðmi hennar. Fimm löng ár... Við grétum af gleði. Þegar ég loks gat talað spurði ég hana hvar systkini mín væru. „Elsku Chryst- el mín, þau eru öll hjá mér,“ sagði hún. Öll nema Paul og hún grét. Síðan bað hún mig að vera rólega og sagði: „Láttu þér ekki bregða þegar þú sérð Margot litlu. Hún slasaðist í sprengjuárás." Mamma leiddi mig inn í klef- ann, þar sem þau voru öll samankomin. Grátandi faðmaði ég þau öll, en nam staðar þegar ég sá Margot. Elsku litla, glaða Margot, sem var aðeins þriggja ára þegar ég sá hana síðast. Nú var hún orðin níu ára gömul. Toginleit og föl, búin að missa annan fótlegginn upp að mjöðm. Þegar ég innti þau eftir því hvað á daga þeirra hefði drifið öll þessi ár, fékk mamma óstöðvandi grát- kast. Við vorum öll taugaveikiuð og óróleiki einkenndi allar sam- ræður. Danzig hafði verið jöfnuð við jörðu, það fréttum við frá hroka- fullum þýzkum hermanni. Hvar var papa? Hvar var Paul? Hvað yrði um okkur er stríðinu lyki? Ég fluttist yfir í braggann til mömmu og systkinanna. Þrír mánuðir liðu. „Hópar niöurdreg- inna flóttamanna yfirgefa braggana í Oksbul“ Stundum notuðum við gamlar brauðskorpur til að útbúa kaffi. Við settum brauðið yfir kolaofn- inn, þar til það var orðið svar- brennt. Þá muldum við það út í heitu vatni og nutum þess að drekka „kaffið“. Mamma var löngu orðin niður- brotin og þunglynd mjög. Elzta systir mín virtist hins vegar hafa haldið styrk sínum, þeim sama styrk sem leiddi hana út í nóttina forðum til að betla brauð. Það var hún sem hóf talið um flótta. Flótta úr bragganum. Stríðinu var lokið. En flótta- menn máttu aðeins yfirgefa bragganna hefðu þeir vísan sama- stað einhvers staðar annars stað- Lúbeck. Harry litli var orðinn sjö ára, en svo máttfarinn af slæmu viðurværi undanfarinna ára að ég bar hann yfirleitt í fanginu. Harry þekkti ekki annað fæði en brauð og vatn, svo og kúmenost, sem við fengum endrum og eins í Oksbul. Piltur að nafni Paul Ziebert... „Nýja“ heimilið okkar var ekki vistlegt. Én það var heimili, þótt gólfið væri ekki annað en sandur og rúmin kartöflupokar, sem tuskum var troðið í. Við vorum saman á ný — öll nema Paul. Þótt stríðið hafi gert okkur svartsýn, hafði það ekki drepið vonina og sú von hélt okkur gangandi. Ég’ fékk vinnu við að týna steina úr sprengjurústum og bera þá upp á vörubílspalla. Peningar voru verðlausir. Dag- kaupið var kannski einn brauð- hleifur. Einn eldspítustokkur kostaði tíu mörk. Síðan komu skömmtunarmiðarnir, en til að þeir kæmu að einhverjum notum vaknaði ég fyrir allar aldir til að standa í biðröð og ná í hundrað grömm af smjöri eða kannski smá efnisstranga. Við héldum alltaf uppi fyrir- spurnum um Paul. En það liðu tvö ár án þess að við fréttum nokkuð. Þá kom papa einn daginn með þau gleðitíðindi að piltur að nafni Paul Ziebert ynni í kolanámu í Ruerge- bit. Papa tók lest þangað og síðla kvölds nokkrum dögum síðar birtist hann í dyragætt braggans. Með honum var hávaxinn, karl- mannlegur piltur. Gat þetta verið Paul?. Hann hljóp í faðm mömmu og hún grét. Síðar sagði hann okkur hvað á daga sína hafði drifið síðan nóttina í Szwinemunde fyrir sjö árum. Hermenn höfðu tekið hann og flæktist hann með þeim út stríðið. Vann við eldhússtörf og hvað sem til féll. Hann hafði verið í Þýzkalandi öll árin. „Hann skrifaði að á íslandi væri nógur matur og hjálpsamt fólk“ 1947 var atvinnuleysið orð slíkt að Paul, sem unnið hafði ýmis verkamannastörf, ákvað að fara af landi brott. Hann fór til Islands og var vinnumaður hjá bóndanum í Skálholti árlangt. Frá íslandi sendi hann okkur ullarsokka, lopapeysur og lambhúshettur. Mikið urðum við glöð. Þá skrifaði hann að á íslandi vaéri nógur matur, slátur og rófur. Hann sagði einnig að fólkið væri gott og hjálpsamt. Hann kom aftur til Lúbeck að ári liðnu og kvæntist. Það var hann sem hvatti mig til að fara til íslands. I Lúbeck eignuðumst við enga vini. Líf okkar mótaðist allt af fæðuöflun og vinnu. Ég vann í kjötbúð fram til ársins 1956. Þá hafði ég náð að aura saman fyrir fargjaldi til íslands. Flaug ég með vél Flugfélags íslands frá Ham- borg og lenti á Reykjavíkurflug- velli í miklu hvassvirði um miðja nótt í janúar. Ég ætlaði mér ekki frekar en Paul að dveljast hér til langframa en þá kom Guðmundur til sögunn- ar. Að vísu ekki strax. Ég hafði verið vinnukona hjá íslenzkri fjölskyldu í Reykjavík, síðan unnið í niðursuðuverksmiðjunni Matborg á Lindargötu, þar til ég heyrði að það vantaði stúlku í eldhúsið á Nausti." Guðmundur Kristinsson, eigin- maður Chrystelar, segist aldrei geta gleymt því þegar hún kom og sótti um starfið, en hann var skrifstofustjóri í Naustinu. „Hún var með hár niður á mitti. Ég fór með þýzka endursögn fyrir hana og hún hló að mér... Annars var hún treg og tortryggin til að byrja með... Ég fór hægt í sakirnar, bauðst til að aka henni heim af og til. Hún byrjaði að vinna hjá okkur um haustið og næsta vor gengum við í hjóna- band.“ „Hann sagði að það væri ekkert vit í því að ég væri að leigja mér herbergi út í bæ, þegar hann ættr þessa ágætu íbúð á Tómasarhaga, svo ég flutti inn með allt draslið, sem ég hafði safnað mér síðan til Islands kom, þrjátíu stykki hand- klæði og sitthvað fleira. Ég ætlaði nefnilega að sýna foreldrum mín- um hvað ég væri dugleg og sparsöm stúlka." Guðmundur og Chrystel eiga eina dóttur, Helgu, og dótturdótt- urina Hörpu, sem amma kennir þýzk vers. „Ég er hamingjusöm á íslandi. Hvernig gæti maður verið annað. Ég á indælasta manninn „von Island", mitt eigið heimili og þótt lífið sé ekki alltaf dans á rósum, þá er það nú samt dans miðað við þau ár, sem ég upplifði áður en ég kom hingað...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.