Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 67 samdi fuglabók þá er Almenna bókafélagið gaf út í þýðingu dr. Finns Guðmundssonar. Nefna má Tenzing, fjallgöngumanninn, sem fór fyrstur á Mt. Everest með Hillary, mannfræðinginn og myndatökumanninn Lewis Cotlow og dr. George Benjamin, sem er frægur neðansjávarmyndatöku- maður. Þarna voru ýmsir fleiri þekktir vísindamenn og náttúru- skoðarar og voru konur margra þessara manna með í förinni. En alls munu hafa verið í förinni 40—50 manns, auk áhafnarinnar á skipinu. — Þegar til Eldlands kom, lá fyrir að fara yfir Suðurskautshaf- ið, um 1000 km leið, sem er svipuð vegalengd og milli Islands og Noregs. Og þessa leið sigldum við á skipi. — Reyndar fórum við fyrst til Falklandseyja og komum þangað eftir hálfs annars sólarhrings siglingu hinn 11. janúar. Við komum í höfuðstaðinn Port Stan- ley, sem er lítið þorp með um 1000 íbúa. íbúar Falklandseyja eru flestir brezkrar ættar og vilja halda tryggð við Bretland, enda þótt talsverður samgangur sé við Argentínu og Argentínumenn vilji tileinka sér eyjarnar vegna nálægðar þeirra. Eyjarnar eru alls 340 með hólmum og landið ekki ósvipað annesjum Skotlands. Það liggur á 51. gráðu suðlægrar breiddar. • Andbýlingar okkar á Falklandseyjum — Falklandseyjabúar, sem upp- nefna sig stundum „þönglara" eða „kelpers", vegna þörungagróðurs við eyjarnar, eru um 2000 talsins og lifa einkum á sauðfjárrækt. Hafa þar um 360 þúsund fjár af Polworth-kyni. Aðeins 15 eyjar eru í byggð. Hinar eru heimkynni mörgæsa og ýmissa annarra sjó- fugla og sela, en þar gengur einnig fé á beit. Þarna á eyjunum eru um 60 tegundir fugla. Ymsar sæsvölur og albatrosar (styrmir), upland gæs, ófleyg skipönd og fimm mörgæsategundir, þ.e. kóngamör- gæs, gentoo, magellan, macaroni og klettaskvetta. Magellanmörgær grefur sér holur eins og lundi. Fuglinn situr á gættinni og veltir vöngum í sífellu, þegar að honum er komið. Aðrar verpa í þéttum byggðum á jafnsléttu, svo sem hin virðulega kóngamörgæs og gentoo-mörgæsin, sem er með hvítan blett á kolli. — Veðurfar á eyjunum er vindasamt. Þar blása tíðir vestan- vindar af hafi, svalir og rakir, en veðrið breytist ört, og þegar sólin brýzt fram úr skýjunum er þar þægilegt veður. Vaxtartíminn er um 176 dagar í Port Stanley, frá 15. okt. til 20. apríl. I júní — ágúst er meðalhitinn 1—2 stig á celcius, en í desember — febrúar er meðalhitinn 7—11 stig. — Við heimsóttum nokkrar eyjar og skoðuðum dýralíf og gróður. Nokkrir eyjabændur hafa friðað fuglabyggðir og látur, þar sem loðselir, sæljón og sæfílar kæpa og mörgæsir verpa í hundraða- eða jafnvel þúsunda- tali. Við heimsóttum eyjabóndann á Carcass-eyju. Hann er þar með 10 þúsund fjár. Það er annasamt hjá honum um sauðburð og rúning. Hann er með ullarmikið fé og fær gott verð fyrir ullina, en lætur sig lítið varða kjötið, enda eru engin frystihús á eyjunum. Bærinn hans er úr aðfluttu timbri, sumt byggt úr skipsfjölum og rekaefni. Þarna er enginn skógur. Þökin eru úr bárujárni, máluð græn eða rauð. í kringum húsið vex limgerði og í skjóli þess er blómsturgarður með skrautlegum lúpínum og ýmsum harðgerðum blómjurtum, sem við þekkjum héðan úr okkar görðum, svo sem venusvagn og valmúar. Eina eldsneytið á staðnum er mór og mórinn dökkur og hitaríkur. Eldavél er í miðri setustofu og er hún kynt látlaust allan daginn með mónum. Pönnur og pottar eru borin inn úr búri og sett á eldavélina, þegar matreiðsla hefst. Fólkið er afar gestrisið og vin- gjarnlegt og svo heimakært að það vill helst aldrei hreyfa sig burt af sinni eyju. Bóndakonan sagðist þó fara einu sinni á ári í þorpið Port Stanley til innkaupa. Annars er allt unnið á staðnum og hver bóndi er sjálfum sér nægur. Póst fá þeir sendan með lítilli flugvél og bögglinum hent niður til þeirra úr vélinni. — Gróðurinn virtist mér heldur snöggur og landið grátt yfir að líta, þrátt fyrir mikla úrkomu, og Framhald á bls. 78. Sæfílabrimlar i Suöurskautslandinu. Dr. Sturla Friöriksson tók myndina. Þessi nýi fjölskylduafsláttur gildir til allra Norðurlandanna, Bretlands og Luxemborgar. Fyrst er reiknað út „almennt sérfargjald" fyrir hvern einstakan í fjölskyldunni - þá kemur fjölskylduafslátturinn til sögunnar á þann hátt að einn í fjölskyldunni borgar fullt „almennt sérfargjald" en allir hinir aðeins hálft. Með „almennum sérfargjöldum" getur afsláttur „Almenn sérfargjöld" okkar eru 8-21 dags af fargjaldi þínu orðið 40%, og enn hærri sért fargjöld sem gilda allt árið til nær 60 staða í þú á aldrinum 12 - 22ja ára - og ekki nóg með Evrópu. það, nú bjóðum við enn betur. Láttu starfsfólk okkar á söluskrifstofunum, umboðsmenn okkar, eða starfsfólk ferðaskrif- stofanna finna hagkvæmasta fargjaldið fyrir þig og þina. Nú færö þú fjölskylduafsJátt til viðbótar FLUCFÉLAC LOFTLEIDIfí ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.