Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 95 Ur myndinni Slöngueggið. Leiðrétting Sú villa var í síðustu kvik- myndasíðu að sagt var að höfundur væri Sig Sverrir en átti að vera Sæbjörn. Páskaglaðningur kvikmyndahúsanna AUSTURBÆJARBÍÓi ÚT- LAGINN JOSEY WALES Hér er á ferðinni hressi- legur vestri þar sem að Clint Eastwood fer bæði með aðalhlutverkið og leik- stýrir. Efnið er gamalkunn- ugt og sem sniðið fyrir Eastwood. Sagan gerist skömmu eftir lok þræla- stríðsins. Ribþaldar, eink- um úr liði sunnanmanna, standa uppi slyppir og snauðir og grípa til rána og morða til þess að afla sér fjár. Hópur slíkra manna verður konu og ungum syni Josey Wales (Eastwood) að bana og veitir Josey sjálf- um svo mikla áverka að þeir halda hann dauðan. Þar með er tónninn gef- inn. Jósi er náttúrulega með endemum lífseigur, hreinsar byssurnar og leit- ar hefnda. Inn í myndina fléttist að sjálfsögðu r.auð- synlegt ástarævintýri, Indíánahöfðingi, sem leik- inn er af virðuleik af Chief Dan George (LITTLE BIG MAN), og gömul kona sem slæst í ferð með þeim og er að leita son sinn uppi. Með önnur hlutverk fara Sandra Locke og John Vernon. Myndin ér tekin á ægifögrum slóðum í fylkjunum Arizona, Utah og N-Kaliforníu. REGNBOGINNi THE BUTTERFLY BALL í aðalsal verður að öllum líkindum endursýnd áfram yfir hátíðarnar hiri vinsæla flóttamynd PAPILLON, og þarf tæpast að kynna fyrir lesendum. Hér verða einnig á boðstólunum tvær aðrar endursýningar; meistara- verk Bergmans, PERSONA, og NÆTURVÖRÐURINN með þeim Bogarde og Charlotte Rampling. Þá verður frumsýnd glæ- ný, bresk poppópera sem ber nafnið THE BUTTERFLY BALL. Þulur er enginn annar en gamli, góði Vincent Price, en nokkur þekkt nöfn sjást einnig í hópi leikaranna og söngvaranna. M.a. Twiggy, Tony Ashton, Ian Gillan, Roger Glover og Jon Lord. NÝJA BÍÓ. MOTHER, JUG AND SPEED Hér mun vera á ferðinni ærslafull grínmynd með hinum bráðskemmtilega gamanleikara Bill Crosby í aðalhlutverki, auk Raquel Welch og Harvey Keitel, sem er upprennandi stjarna. Myndin lýsir á gaman- saman hátt hinum marg- brotnustu ævintýrum áhafnar á sjúkrabíl í stór- borg í Bandaríkjunum. Ætlunin var að sýna hina kunnu hrollvekju THE OMEN, en hún barst ekki til landsins í tæka tíð, en verður stillt upp fljótlega. STJÖRNUBÍÓ. BITE THE BULLIT Hér fá langsoltnir vestraunnendur '‘eitthvað fyrir sig, því að þessi næst nýjasta mynd Richards Broooks . (THE PROFESSIONALS) virðist lofa góðu. Hún er í „stór- myndarstíl", með frægum stjörnum í öllum helstu hlutverkunum, m.a. Gene Hackman, James Coburn, Ben Johnson, Candice Berg- en, Ian Bannen og Jan- Michael Vincent. Tónlistin er eftir Alex North en myndatakan er í öruggum höndum Harry Stradling, jr- BITE THE BULLET^eg- ir frá æðislegu veðhlaúpi sem átti að eiga sér stað 1906. Það er háð við hinarj erfiðustu aðstæður, hkidið er yfir eyðimerkur, skog- lendi, vatnsföll og fjall-' Dinosaur á fullri ferð í páskamynd Gamla Bíós, TYNDA RISAEÐLAN garða. Alls er vegalengdin 700 mílur, og há verðlaun eru í boði. Þátttakendurnir eru af misjöfnu sauðahúsi og samkomulag þeirra inn- byrðis ekkert alltof gott. Myndin, sem er um tveir tímar að lengd, er tekin í fjallafylkjunum Nevada og Colorado og Nýju-Mexico. HAFNARBÍÓ. UNDER THE DOCTOR Hér segir nafnið allt. Þetta er breksk gaman- mynd, þar sem brandararn- ir eru örugglega klæmnir, velflestir. Englendingar eru orðnir sérfróðir í gerð þessara mynda og þeir flýtja út marga lélegri vöru. GAMLA BÍÓ. TÝNDA RISAEÐLAN Að venju er hér boðið uppá Disney-mynd yfir hátíðarnar. Að þessu sinni er það ævintýramynd fyrir „börn á öllum aldri“. Mynd- in gerist skömmu eftir heimsstyrjöldina fyrri. Breskur lávarður, sem er á ferðalagi í Kína, stelur mikrófilmu með leyniupp- skrift nokkurri og gengur myndin útá eltingaleikinn1 sem upphefst þegar að stuldsins hefur orðið vart. Berst leikurinn víða, m.a. inná náttúrugripasafn! Með aðalhlutverk fara Peter Ustinov, Helen Hayes, Clive Revill og Roy Kinnear. Leikstjóri er Robert Stevenson, sem Ieik- stýrir velflestum, ’meiri- háttar myndum Disney— kvikmyndaarmsins. TÓNABÍÓ. ROCKY Það er lítil þörf á að kynna páskamyndina hér, því það er engin önnur en umtalaðasta mynd síðari ára, Oscarsverðlaunamynd- in frá því í fyrra, ROCKY. Hér er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu og er það spá mín að það verði ekki skipt um mynd í Tónabíói á næstunni. 'ROKY kom öllum á óvart í hitteðfyrra; leikararnir voru lítt kunnir, engin stjörnunöfn, leikstjórinn var ekki baðaður í frægð frekar en aðrir og handritið var óskabarn aðalleikarans, Sylvester „Sly“ Stallone. Hann var búinn að gana með það á milli manna í ein tvö ár, en enginn vildi fjármagna fyrirtækið. Það fylgdi líka nokkur böggull skammrifi: Hinn lítt þekkti höfundur krafðist þess undantekningarlaust að fara með aðalhlutverkið! En til að gera langa sögu Clint Eastwood í gamalkunnri stellingu. Þeir Steve MacQueen og Dustin Hoffman í Papillon Atriði úr hinni glænýju poppóperu, THE BUTTERFLY BALL Gene Ilackman og Jan-Michael Vincent í BITETHE BULLET stutta þá fannst loksins framleiðandi sem þorði að gera draum Stallones að veruleika og síðan er sagan um ROCKY ein óslitin sigurganga. Hún var kjörin besta mynd ársins í fyrra og leikstjórinn hlaut einnig sín Oscarsverðlaun. Að auki várð hún með alvin- sælustu myndum síðari ára og hefur fært öllum þeim sem að henni stóðu lán og virðingu. HÁSKÓLABÍÓ. TIIE SERPENTS EGG Það er skammt stórra högga á milli í þessu kvikmyndahúsi; hver glæný stórmyndin á eftir annarri. Að þessu sinni er það nýjasta verk meistara Bergmans sem varð fyrir valinu sem páskamyndin í ár. Nefnist hún THE SERPENT'S EGG og gerist í Berlín millistríðsáranna. Hitler og árar hans eru að brjótast til valda og óhugnaður nazismans blundar undir yfirborðinu. Myndin fjallar um skemmtikraft á lélegum næturklúbbi (Liv Ullmann) og mág hennar af Gyðinga- ættum, sem leikinn er af bandaríska leikaranum David Carradine. Þetta er viðamesta og kostnaðarsamasta mynd Bergmans til þessa, en margir vilja meina að hún standi nokkuð að baki hans bestu myndum. Ástæðurn- ar fvrir því geta verið að THÉ SERPENT'S EGG er gerð skömmu eftir áfallið sem varð til þess að Berg- man flúði land. BÆJARBÍÓ. GULA EMANUELLE Sú gula mun halda áfram að velgja Hafnfirðingum og fleirum yfir páskana. Myndin, sem var frumsýnd þar syðra, hefur hlotið ágæta aðsókn. HAFNARFJARÐARBÍÓ, GAUKSHREIÐRIÐ I hinu Hafnarfjarðarbíó- inu er boðið uppá eina bestu mynd síðari ára og eina vinsælustu mynd sem sýnd hefur verið hérlendis á síðari árum: GAUKS- HREIÐRIÐ. LAUGARÁSBÍÓ. AIRPORT ‘77 Airport-myndirnar hafa reynst Universal kvik- myndafélaginu sannkölluð gullnáma. Þessi nýjasta segir af flugslysi, er Boeing-747 verður fyrir skakkaföllum yfir Bermuda-þríhyrningnum fræga, og hrapar þar í sjóinn. Vélin, sem er full af farþegum, marar í hálfu kafi og greinir myndin frá bj örgu n araðgerðu n u m. Allnokkur stjörnufans kemur fram í myndinni, m.a. Jack Lemmon, Lee Grant, Brenda Vaecaro, Jaseph Cotten, Olivia DeHaviland, Christopher Lee og James Stewart auk George Kennedy sem virð- ist ómissandi í þetta af- brigði kvikmyndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.