Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 81 Hestvagnar hlaðnir líkum og hálfdauðu fólki... Við vorum í marga mánuði á flótta. Gangan í gegnum skóginn var endalaus. Vonlaus. Við misst- um tímaskynið. Maður hætti- meira að segja að finna til svengdar. Við vorum öll lúsug nema mamma. Hún var sú eina sem aldrei fékk lús. Alltaf héldum við áfram, vökn- uðum, sváfum og grétum við sprengjudyninn. Stundum flugu sprengjuflugvélarnar lágt og við köstuðum okkur í jörðina í hvert sinn. Alls staðar sá ég fólk skotið niður, hlaupandi fólk, grátandi fólk á flótta. Hestvagnar óku fram hjá okkur, þeir voru hlaðnir líkum og hálfdauðu fólki. Handleggir þess löfðu máttlausir út af kerr- unni. Hermennirnir sáu til þess að líkum var alltaf safnað í hrúgur og voru þær yfirleitt hafðar á stígunum í skóginum. Við leituðum athvarfs í dældum og lautum. Eitt sinn ók fram hjá okkur'stór vörubíll. Slasaðir hermenn lágu í haug á pallinum. Ég man að mamma leit upp og horfði tómum augum á bílinn aka fram hjá okkur, þar sem við sátum í kös á jörðinni. En bíllinn stanzaði. Vingjarnlegt andlit bílstjórans leit á mömmu. Hann spurði hvað börnin væru mörg. Þau voru öll grátandi. Bílstjórinn sagði mömmu að ef hún gæti þaggað niður í þeim, gætum við fengið far með vörubílnum, þótt honum væri bannað að taka aðra en hermenn. Hann hjálpaði okkur upp á bílpallinn og breiddi hálm yfir okkur. Hermennirnir virtust flestir nær dauða en lífi. Einn þeirra tautaði í sífellu: „Hjúkrun- arkona" og sneri höfðinu að mömmu. Ég fann til köfnunartil- finningar falin undir hálminum og litlu systkinin líka, sem kölluðu: Mamma, mamma... Og her- maðurinn hélt áfram: „Hjúkrun- arkona, hjúkrunarkona geturðu hjálpað mér.“ „Verið þið róleg, uss verið róleg," sagði mamma angistarfull. Börnin þögnuðu eins og þau skynjuðu hættuna og kannski að margt væri verra en köfnunartil- finning undir hálmi. Við ókum marga kílómetra, þar til bíllinn var stöðvaður og bílstjórinn mælti nokkur orð við majór í grænum búningi. Majór- inn hækkaði röddina, gekk aftur fyrir bílinn og byrjaði að róta í hálminum. Þá fann hann okkur öll með tölu. Henti okkur af pallinum og sagði okkur að hypja okkur á brott. Við lögðum vonsvikin af stað og grátandi. „í Guös bænum geföu börnunum mínum brauö.. „Mamma þarna er sveitabær," kallaði yngri bróðir minn. Það var tekið að húma að kveldi. Við vorum soltin. í margar vikur höfðum við gengið og það virtist ár síðan okkur hafði verið hent af vörubílspallinum. Við vorum ekk- ert nema skinnið og beinin. Larfarnir héngu utan á okkur. Ég horfði á mömmu. Gyðings- legt útlit hennar var enn meir áberandi en fyrr. Andlitið var markað þjáningum undanfarinna mánaða. Hún hafði samt ennþá rænu á að setja hárið í hnút í hnakkanum. Það var sléttkembt og svart. Hún hafði elzt um tíu ár. Það var fyrirlitning á andlitum fólksins, sem bjó á sveitabænum. „Nei, við hýsum ykkur ekki. Þið megið gista í hlöðunni í nótt en inn fyrir okkar þröskuld stígið þið ekki.“ í hlöðunni reyndi mamma að fyrirfara sér... “ Það er þögn... Chrystel er horfin til baka. Ég er ekki lengur í stofunni hjá henni. Hún er þar ekki lengur heldur. Hún grípur hendi fyrir andlitið og brestur í grát. Mér er sem ég sjái hana fyrir mér horfa á eftir móður sinni ganga út úr hlöðunni. „Mamma hafði verið í burtu í nokkrar mínútur. Ég vissi að það var ekki allt með felldu og fór að leita hennar. Hún stóð í einu horni hlöðunnar, hafði bundið snæri við bita í loftinu og brugðið því um háls sér. „Elsku mamma!" Ég sleit band- ið. Hún féll meðvitundarlaus á gólfið. Ég kraup við hlið máttlauss líkamans og hristist og skalf af ekka. Þá kom systir mín og saman hlupum við til fólksins á bænum. Það kom með kalt vatn. Andlit mömmu var baðað vatninu. Þegar hún kom til meðvitundar sagði bóndakonan við hana að þetta mætti hún aldrei gera aftur! Mamma leit óttaslegin á konuna og lofaði hátíðlega að hún skyldi aldrei framar reyna að hengja sig. „En í Guðs bænum gefðu börnunum mínum brauð." Bónda- konan stóð upp, og slétti úr pilsinu .sínu. Síðan strunsaði hún út. Nóttin lagðist yfir, þung og mögnuð. Ég og systir mín ákváð- um að fara út og sníkja brauð ef við fyndum einhverja hermenn í skóginum. Við fjarlægðumst hlöðuna meir og meir. Það var dimmt í skógin- um og við héldum í hvor aðra. Þangað til allt í einu — sprengju- flugvélar! Þær komu fljúgandi, lágt. Síðan heyrðum við sprengjur falla. Allt í kringum okkur. Við köstuðum Þjóðverjar marsera yfir pólsku landamærin 1. sept. 193». Þýzkar hersveitir hertóku Pólland á einni viku. saman lágum rómi og loks gáfu þeir mér hermannabúning. Svört leðurstígvél, tíu númerum of stór en það voru skór, buxur og jakka. Þeir brostu aldrei. Enginn brosti. Þeir gáfu mér brauð og vatn. Ég hafði ekki smakkað brauð dögum, kannski vikum saman. Næst sat ég á milli þeirra í jeppa. Það var ekið lengi, kannski hundruðir kílómetra. Alltaf þögðu þeir. Við komum í lítið fiskiþorp. Þarna voru samankomnir þúsund- ir flóttamanna. Fólkið sat á jörðinni og beið. Eftir hverju? Óvissa og hræðsla skein úr andlitum þeirra. Kannski var mamma þarna? Ég skimaði í kringum mig, gekk á meðal fólks og spurði marga hvort þeir hefðu séð lágvaxna konu með mikið af börnum. Sumir hristu höfuðin. Aðrir litu ekki einu sinni upp. Eldri Gyðingur sat á lúinni ferðatösku. Það var sjaldgæf sjón. Hann leit á hermannabúninginn, benti mér að koma til sín. Opnaði töskuna og dró upp forláta kjól. „Hérna barnið mitt, klæddu þig í kjólinn og losaðu þig við búning- inn.“ Ég spurði hvort hann hefði séð mömmu. Hann leit á mig og úr augunum skein ólýsanleg hryggð. „Bráðum förum við um borð í skipin," sagði hann. Fólkið rottaði sig saman á jörðinni og stundir liðu. Ég settist afsíðis þungt hugsi. í höfninni voru nokkur skip og þangað var okkur smalað um borð. Ég man ennþá nafnið á skipinu, sem ég fór í. Það hét URUNDI. Okkur var smalað niður í lestina eins og rollum. Það var hálmur á gólfinu. Hvað skipin voru mörg veit ég ekki en þau voru eflaust full af flóttafólki. URUNDI lagði fyrst af stað og var rétt skriðið út úr hafnarmynn- innu, þegar lætin byrjuðu. Drunur í loftinu. Sprengjuárás. Öll hin skipin höfðu verið sprengd í loft upp. Mér fannst ég sjá flótta- mennina í lestum hinna skipanna fyrir mér. Ég leit í kringum mig, konur, börn, gamalmenni. Grátur! „Fólk lá affvelta og haföi rétt mátt til að lyfta niöursuöudósunum.“ . Kona hélt á dánu smábarni í fanginu. Var ég dauð? Ég hafði ekki talað í margar vikur. Við vorum enn úti á sjó. Márgir höfðu dáið á leiðinni. Flest börnin dóu úr næringarskorti. Aðrir voru þungt haldnir. Við fengum tvær kring- lóttar kexkökur á dag. Ég var svo máttlaus að mér sortnaði fyrir augum, þegar ég sá SS-menn í dagsbirtunni á bryggj- unni. Við vorum komin til Kaup- mannahafnar. Það hlaut að vera komið sumar, því sólin skein og golan var hlý. Við vorum flutt í verksmiðju, sem var tóm. í kringum hana var há gaddavírsgirðing. Á gólfinu var hálmur. Fólkið lagðist fyrir. Ef það voru fjölskyldur, aðskildu þær sig frá hinum með því að búa til lítinn stíg meðfram hálmhrúg- Faðir Chrystelar, Paul Franz Ziebert, og móðuramma, Berta Kindler. Móöir Chrystelar, sem nú er 77 ára. Myndin er tekin é s.l. ári í LUbeck. okkur á jörðina, sprengja féll rétt hjá með ofsalegum krafti. Allt dimmt, reykur hvert sem litið var. Mér sýndist ég sjá bæ brenna í fjarska. Ég kallaði nafn systur minnar. Hafði liðið yfir mig? Ég kallaði á Guð, ég kallaði á mömmu. Ekkert svar, aðeins reykský. Ég kallaði, æpti. Ekkert svar. Ég hljóp, ég gekk, ég grét. Hvar var hlaðan? Hvar var systir mín? Hvar voru mamma og litlu systkinin? Öll hin skipin sprengd í loft upp ... „Können sie mir helfen. Ich bin allein!" Það var kominn morgunn, samt var enn dimmt. Þeir stóðu í hóp nokkrir þungbúnir hermenn. Mér fannst hjarta mitt vera að springa og ég hljóp til þeirra. Getið þið hjálpað mér. Ég er alein. Þeir litu á mig. Andlit þeirra óhrein og svipurinn þungur. Þeir virtu mig fyrir sér, töluðu Sjá nœstu síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.