Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 16
80 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 Saga úr stríðinu um afdríf ungrar, pótskrar stúlku, sem nú er gift og búsett á ísiandi A í okk&l- aÖ8 föartrí6 Hvaða stríð? Hvaíi er_ ^ Ín£Sa DáUum brauð banda eru bermenn. • ára. * er bætt m\u, sem er Ur \ík. Eg « ( i, h «.d í,«»«■>. •» :£raTk « nvma segir bunir að „ar\evs\ u8 l Skórmr míwr eru ^ í hand\egglun .^ur kannsk' * ^ erUIU u Uðnar ®ntg v\ð vitum ekkibv ^annsk\ aivgi' skóginum. stelnulaust ^ Það bytjaði all , rðl. v\ð vorum að leik Eftir HERDISI ÞORGEIRSDÓTTUR Þetta er aðeins upphaf þeirra hörmunga, sem síðari heims- styrjöldin hafði í för með sér. Og þetta er aðeins brot af þeim hörmungum, sem ég fékk Chrystel til að rifja upp. Þegar stríðið skall á var hún þrettán ára gömul, næst elzt af átta systkinum. Þau bjuggu í Danzig, sem var frfríki (pólska hliðið) þegar stríðið brauzt út og Þjóðverjar hertóku. Faðir hennar var þá tekinn í herinn. Það var í byrjun septem- ber. Tveir menn birtust á æsku- heimili hennar í Danzig. Menn í svörtum búningum. Hún -vissi að þeir voru kallaðir SS-menn. Minnist Chrystel á æskuár sín áður en ósköpin dundu yfir, er svipur hennar friðsæll og hún minnist þeirra með glöðu geði. Sérstaklega sunnudagsmorgnana, þegar faðir hennar fór í bakaríið og keypti heit rúnstykki. Þá drukku þau morgunkaffið úti í garði, hlógu og spjölluðu saman. „Papa var „dachdecker". Hann smíðaði húsþök. Við vorum hvorki rík né fátæk, aðeins hamingjusöm fjölskylda og allt lék í lyndi.“ Faðir Chrystelar hét Paul Franz Ziebert, ættarnafn hans var von Sybulski sem- er pólskt. Móðir hennar var af gyðingaættum. „Langafi minn var herragarðseig- andi sem missti allar eigur sínar í fyrra stríðinu. Síðan tók fjöl- skyldan upp þýzkt nafn. Eg fæddist í Danzig í nóvember árið 1926. Æska mín var ham- ingjusöm. Papa var mikill fjöl- skyldumaður." Chrystel hlær. „Ég man til dæmis eftir því að á hverjum páskadagsmorgni fórum við út í skóg til að leita að páskaeggjum, sem papa hafði falið þar kvöldið áður. Við systurnar vorum í stífuðum undirpilsum, sem mamma saumaði á okkur. Okkur fundumst við miklar tízku- dömur, og fórum ekki eins óðslega í leitinni að páskaeggjunum og bræðurnir, enda fór það stundum svo að „einhver“ hafði tekið páskaeggin okkar áður en við fundum þau. „Faldi silfurborð- búnaðinn í bakgarðinum“ „Ég gleymi því aldrei. Mamma var að þvo þvott, þegar SS-menn- irnir birtust og sögðu okkur að taka það sem við gætum borið og yfirgefa húsið. Þetta var um fjögur-leytið eftir hádegi.“ Svipur Chrystelar verður fjar- rænn og hvort sem henni fellur það betur eða verr er hún horfin á vit fortíðarinnar. Næstu þrjár klukkustundirnar talar hún stanz- laust. Hún upplifir hörmungarnar og einu sinni brestur hún í grát. Það eru liðnir næstuiii fjórir áratugir síðan en Chrystel hefur engu gleymt. Enginn gleymir stríðinu. „Mamma var aldrei sterk kona og um leið og mennirnir birtust fékk hún hálfgert taugaáfall, kallaði á okkur krakkana. Við vissum ekki hvar papa var. Þarna stóð mamma í dyrunum og ég þrettán ára fyrir framan hana og elzta systir mín. Yngri systkini okkar stóðu í hóp fyrir aftan okkur. Mamma var grátandi en hún sagði okkur að taka það sem við gætum borið. Við værum að fara í burtu. Ég hljóp inn í stofu og náði í stóra mynd af papa, sem hékk fyrir ofan píanóið. Paul elzti bróðirinn, ellefu ára, tók útvarpið, föt og sængur. Mamma spurði hvort ég væri vitlaus að ætla að rogast með þessa mynd. En hún tók hana ekki af mér. Þegar SS-mennirnir sáu hvað við vorum stað, við vissum ekki hvert. Enginn vissi það. Eftir átta til tíu tíma nam hún staðar á einhverj- um „dauðum“ stað. Við vissum ekki hvaða stað. Það var nótt og inn í lestarvagninur komu hjúkr- unarkonur frá Ra„oa krossinum. Þær deildu tveimur kexkökum á mann og gáfu okkur að drekka. Mig langaði til að sofna en gat það ekki. Lestin lagði aftur af stað út í nóttina og það var ennþá dimmt, þegar hún nam staðar og inn í vagninn komu SA-menn í brúnum búningum. Þeir æptu frekjulega: „Þið eruð komin til Þýzkalands. Farið út úr lestinni og bjargið ykkur sjálf!“ Ég sá að vesalings mamma tók á öllum sínum styrk. „Krakkar haldið í hvert annað. Hópurinn má ekki sundrast. Þannig leidd- umst við út. Þetta var stórt þorp og hét Szwinemunde. Þegar út var komið Chrystel um prítugt. Myndin er tekin ettir aö hún kom til íslands. með mikinn farangur urðu þeir enn strangari á svipinn og skipuðu okkur að skilja allt eftir. Þeir skipuðu okkur síðan byrstir að hundskast af stað, sem við og gerðum. Paul þóttist hins vegar þurfa sð skreppa inn í húsið. Þar greip hann silfurborðbúnaðinn, hljóp með hann út í bakgarðinn og ruslaði honum bak við eitthvað spýtudrasl. Hann hélt við mund- um koma aftur. Við komum aldrei til baka... og silfurborðbúnaður- inn var engu betur settur úti í garði — heimilið okkar hefur eflaust verið sprengt í loft upp eins og Danzig öll. „Þið eruð komin til Þýzkalands — farið út og bjargið ykkur sjálf“ Þeir fóru með okkur á lestarstöð og þar var okkur hent inn í flutningalest. í sama klefanum voru tugir manna samanþjappað- ir, grátandi börn og gamalmenni. Við systkinin héldum í hvert annað og grétum. Lestin lagði af skiptust allir í smáhópa og við lögðum af stað. Hvert? Það vissi ég ekki og ekki heldur mamma. Enginn vissi það. Við gengum bara'áfram. Eitthvað inn í skóg- inn. Alls staðar voru hermenn, slasað fólk og lík sem var hrúgað saman. Við lögðumst fyrir á berri jörðinni, ekkert okkar gat í raun sofið og yngstu börnin grétu hástöfum. ‘ Þau voru svöng. Paul gat ekki hlustað á grát þeirra lengur og sagðist ætla að biðja herfólkið um brauð handa þeim. Elzta systir mín fór með honum. Ég horfði á eftir Paul, hann var lítill og grannur, en mér fannst hann hetja. Ég sá hann ekki framar í stríðinu. Ekki fyrr en tveimur árum eftir að því lauk. Þessa nótt týndist hann og kom ekki aftur. En systir mín kom með brauð handa litlu börnunum. Þegar mamma frétti um afdrif Pauls brotnaði hún niður, það var aðeins fyrsta áfallið... Hún hefur aldrei náð sér á strik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.