Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 75 Útvarp og sjónvarp Þrjár úrvalsmyndir í sjónvarpi um páskana SJÓNVARPIÐ um páskana býður upp á þrjár kvikmyndir og það er víst óhætt að segja að þær eru ekki af verri endanum. Föstudaginn langa klukkan 17.00 verður kvikmyndin „Þrúgur reiðinnar" (Grapes of Wrath) sýnd, en kvikmyndin, sem gerð er árið 1940, er byggð á hinni þekktu skáldsögu Johns Steinbecks. Hefur sagan komið út í íslenzkri þýðingu. Leikstjóri er John Ford, en þau Henry Fonda og Jane Darwell fara með aðalhlutverkin. Sögusvið myndarinnar er Bandaríkin á kreppuárunum og fjallar hún um ungan mann sem snýr til fjölskyldu sinnar eftir að hafa afplánað fangelsisdóm, sem hann fékk fyrir að bana manni í sjálfsvörn. Fjölskyldan er að leggja af stað í atvinnuleit og slæst ungi maðurinn í för með henni. Kvikmyndahandbókin er ekki spar á stóryrðin í umsögn sinni um myndina og gefur henni náttúru- lega hæstu mögulega einkunn. Athygli skal vakin á því, að „Þrúgur reiðinnar" hefur verið sýnd áður í sjónvarpi. Seinna á föstudaginn langa eða klukkan 22.05 verður bandaríska verðlaunakvikmyndin „Veðlánar- inn“ (The pawnbroker) sýnd og er hún gerð árið 1965. Leik’stjóri er Sidney Lumet, e'n Rod Steiger, Geraldine Fitzgerald og Brock Peters fara með helztu hlutverk. „Veðlánarinn“ segir frá veðlán- ara sem er þýzkur Gyðingur. Hann slapp naumlega úr útrýmmgar- búðum nazista á stríðsárunum, en kona hans og börn voru líflátin þar. Sækja minningar þaðan sífellt á veðlánarann. Rod Steiger fær góða dóma í kvikmyndahandbókinni fyrir leik Hver myndi trúa því að óreyndu, að væskillinn á myndinni (Woody Allen) væri forhertur glæpamað- ur og hefði eytt mestum hluta ævi sinnar í fangelsi. sinn sem veðlánarinn, en Steiger var tilnefndur til verðlauna fyrir leik sinn í myndinni, þó svo Lee Marvin hafi fengið þau fyrir leik sinn í „Cat ballou". Síðasta kvikmyndin sem sjón- varpið sýnir yfir páskana er „Fingralangur og frár á fæti“ (Take the money and run). Sú myíid var gerð árið 1969, og er Woody Allen höfundur handrits, leikstjóri og annar aðalleikaranna. Hitt aðalhlutverkið leikur Janet Margolin. Kvikmyndin fjallar um forhert- an glæpamann og ævintýri hans og náttúrulega leikur Allen glæpa- manninn. Woody Allen er vel þekktur fyrir leik myndir sínar hér á landi, en hann er nú einn alvinsælasti grínleikari Banda- ríkjanna. Mynd hans „Fingralang- ur og frár á fæti“ er án efa meðal betri mynda hans og enginn ætti að vera illa svikinn á því að eyða 80 mínútum af laugardagskvöld- inu í að horfa á hana, en myndin hefst klukkan 21.20. Rod Steiger í hlutvcrki sfnu í „Veðlánarinn“, en sú mynd fær, eins og allar aðrar kvikmyndir sem sjónvarpið sýnir yfir hátíðirnar, hæstu einkunn í kvikmyndahandbókinni eða fjórar stjörnur. „Gamlar lummur og nýjar” KLUKKAN 14.00 á annan í páskum er í útvarpi þáttur í umsjá Svavars Gests er nefnist „Gamlar lummur og nýjar“. í þættinum ræðir Svavar Gests um lögin á lummuplötu Gunnars Þórðarsonar, og tekur tali söngvara, hljóðfæra- leikara, textahöfunda og lagasmiði. Platan „Gamlar góðar lummur“ seldist ákaflega vel, og virðist vera svipað farið með Gunnar Þórðarson og Mídas konung, að allt sem hann snertir verður að gulli. Samdi Messías á 24 dögum KLUKKAN 20.20 á páskadags- kvöld verður fluttur annar og þriðji kafli óratóríunnar Messías eftir Georg Friedrich Hándel. Flytjendur eru Pólýfónkórinn og kammersveit undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Hándel samdi Messías, sem margir telja hans mesta snilldar- verk, árið 1741, en þá var hann blásnauður og heilsulaus maður. Þjáður, vonsvikinn og yfirgefinn hafði Hándel dregið sig út úr öllu veraldarvafstri og einangrað sig í húsi sínu í Brook Street í Lundún- um. Það var sem vitund hans hæfist á æðra tilverustig, hann gleymdi stund og stað, líkast knúinn yfirnáttúrulegu afli. Hann lifði sem í öðrum heimi, gleymdi að sofa eða matast. Hann vék ekki burtu úr húsinu í 24 daga, en að þeim tíma liðnum hafði hann lokið við að semja Messías. Messías var svo frumfluttur í Dyflinni árið 1742 og vakti verkið mikla hrifningu. Hefur sú hrifn- ingaralda sem Messías vakti strax í upphafi síðan borizt um allan hinn siðmenntaða heim. KLUKKAN 16.25 í dag er í útvarpi þáttur um málefni vangefinna. Sigríður Ingimarsdóttir húsmóðir flytur erindi um þróun þeirra mála hér á landi og síðan stjórnar Kári Jónasson fréttamaður umræðum foreldra, kennara og þroskaþjálfa. Umræður þessar ættu að geta orðið hinar fjörlegustu, enda mikils að spyrja í sambandi við vangefna og þeirra mál. Myndin hér að ofan er tekin af nemendum Þroska- þjálfaskólans. , ,Konungsefnin, 9 síðari í KVÖLD klukkan 20.00 verður fluttur síðari hluti leikritsins „Konungsefnin" eftir Henrik Ibsen. Þýðandi er Þorsteinn Gíslason, en Gísli Halldórsson annast leikstjórn. Með stærstu hlut- verkin fara Róbert Arnfinns- son, Rúrik Haraldsson, Jón Aðils, Sigurður Skúlason, Erlingur Gíslason og Guðrún Ásmundsdóttir. í fyrri hluta leiksins sagði frá því, að Hákon Hákonar- son er kjörinn til konungs í Noregi. Skúli jarl telur sig ekki síður réttborinn til hluti þjóðhöfðingja, og Nikulás Árnason biskup í Osló hvetur hann til að hopa hvergi. Biskupinn hefur orðið fyrir margs kyns vonbrigðum og mótlæti á langri ævi. Bitur- leiki hans kemur fram í refsskap og illgirni. Á bana- sænginni lætur hann Skúla brenna bréf, sem hefði getað sannað rétt hans til konung- dóms. Þá hefur Hákon gert Skúla að hertoga og vill greinilega allt til vinna að ekki komi til innanlands- ófriðar. En Nikulás biskup hefur þegar borið eld að bálkestinum. Annan dag páska kl, 13.20: Síðasta hádegiserindið Annan dag páska klukkan 13.00 flytur Jóhann Guðmundsson lækn- ir síðasta erindið í erindaflokknum um málefni vangefinna, og nefnist það „Að eiga vangefið barn“. Foreldrar vangefinna barna verða yfirleitt að taka meira tillit til barna sinna en ef um heilbrigð börn er að ræða, auk þess sem ýmis vandamál koma upp sem eru óþekkt hjá öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.