Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 28
92 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 ylto r:* .„ „m-' «i KArtlNU ]\ rv. Úfá GRANI göslari 1 f 1096 Kötturinn? — Við hvaða kött áttu? Jú, hann er sætur — mamma hans er bláeyg og hennar augnalit hefur hann bersýni- lega erft og svo æðisgenginn sportbfl frá pabba sfnum. Nú er þér óhætt að setja kjúklinginn á borðið. Að hafa vit fyrir sér BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Með ágætri vörn tókst varnar- spilara að hnekkja spilinu hér að neðan. En sagnhafi gaf færi á sér. ílonum yfirsást nokkuð örugg vinningsleið. Gjafari suður, norður og suður á hættu. Norður S. KÐG6 H. ÁKDGIO T. G52 L. 6 Vestur Austur S. 9743 S. 8 H. 65 H. 98432 T. D94 T. 10873 L. ÁD94 L. K73 Suður S. Á1052 H. 7 T. ÁK6 L. G10852 Suður var sagnhafi í sex spöðúm og vestur spilaði út spaðaþristi, sem tekinn var með kóng. Lægju trompin 3—2 á höndum A—V var spilið upplagt. Sagnhafi spilaði því lágum spaða á ásinn en austur lét þá hjarta. Með ellefu slagi í háslögum varð sagnhafi að búa til þann tólfta með trompun. Hann spilaði þá laufgosa frá hendinni en vestur tók slaginn og spilaði hjarta. Og með því rauf hann samband sagnhafa við blindan. Nú var ekki lengur nóg að trompa lauf í bor.ði því eftir það væri ekki hægt að nýta hjartalitinn. Sagnhafi tók því trompin og hjartaslagina en þegar tíguldrottningin kom ekki í ás og kóng urðu slagirnir aðeins ellefu. Einn niður. Hjartaspilið frá vestri kom þannig í veg fyrir, að sagnhafi fengi tólfta slaginn með lauf- trompun í borðinu. En suður kom ekki auga á vinningsleiðina, sem var að gera blindan góðan. Eftir að hafa tekið tvisvar tromp gat suður tekið á tígulás og kóng. Síðan tvisvar hjarta og tígulsex látið af hendinni. Tígul- gosann mátti þá trompa með spaðatíu. taka síðan trompin og hendi blinds stendur. ®.PJÍ 7668 ____________________COSPER. Er þér kalt? — Þú situr líka ofan á ístertunni! Gísli Sigurðsson ritstjóri skrifar í Lesbók Morgunblaðsins 19. mars um að hafa vit fyrir alþýðunni. Segir hann þar sitthvað um bannást manna. Við þá ritgerð má gera nokkrar athugasemdir. Ekki verður séð að það komi lögbönnum við þó að efnt hafi verið til „háðungarsýningar" á því sem kallað var „klessulist". í öllum vestrænum löndum er reynt að „hafa vit fyrir alþýðunni" með því -ab lögbinda hömlur á því hvar megi selja áfengi, hvenær og hverjum. Gísli telur að „í þetta köldu loftslagi“ sé „meira en líklegt að bjórdrykkja yrði mun minni en í heitari löndum." Þetta ætti hann að rökstyðja með'samanburði á bjórneyslu í Finniandi og Dan- mörku og syðst og nyrst í Noregi t.d. Gísli segir: „Aftur á móti yrði bjórinn til þess að draga eitthvað úr brennivínskaupum unglinga, sem eru ekkert smáræði." Hvernig getur Gísli sannað þetta? Veit hann ekki að brennivínskaup jukust með ódæmum í Finnlandi á því sama ári sem mest var rýmkað um bjórsöluna? Þar reyndust skoðanabræður hans hinir mestu falsspámenn — erkilygarar. Fyrst Gísli telur óþarfa að hafa vit fyrir fólki með lögbönnum vill hann væntanlega gefa öll eiturlyf frjáls í trausti þess að fólkið viti sjálft hvað því er óhætt og hvað er hollt. Kannski telur hann öðru máli gegna um veiðiskap og umferð. Þar er kannski ástæða til að hafa vit fyrir fólki. En áfengi og önnur eiturlyf hlýtur hann að vilja hafa í frjálsri sölu alltaf og alls staðar samkvæmt þeirri stefnu að ekki þurfi og ekki eigi að hafa vit fyrir fólkinu. En- mikið starf á hann fyrir höndum að snúa Sameinuðu þjóðunum frá þeirri bannstefnu sem þær fylgja í eíturlyfjamálum, þó að þær taki að vísu vettlingatökum á vínmálun- um. Gísli gengur fram hjá því að hugsanlegt er að meiri hluti okkar alþýðumanna vilji fá að vera í friði fyrir ýmiskonar óþverra og sóða- skap á almannafæri. Þegar svo er kemur upp það vandamál hvort meirihlutinn megi ráða. Og svo að lokum. Finnst Gísla Sigurðssyni að ástand áfengismála MAÐURINN A BEKKNUM Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 7 föt. Þér efist alls ekki um að þetta sé hann. — Nei. alls ekki. En þetta eru ekki skórnir hans. Ég bursta skóna hans á hverjum morgni áður en hann fer til vinnu. svo að ég ætti að vita það. í morgun. þegar hann fór að heiman. var hann í svörtum skóm með tvöföldum sólum. Hann notar þá alltaf hvunn- dags. Maigret dró nú lakið til hliðar. — Þctta er írakkinn hans. eða hvað? — Jú. — Og fötin? — Jú. fötin hans. Enn þetta er ekki bindið hans. Hann hefði aidrei látið sér detta í hug að setja upp svona litskrúðúgt hálsbindi. Mér sýnist þetta vera rautt! Þvflíkt og annað eins! — Lifði maðurinn yðar reglubundnu Iífi? — Já. sannarlega. Systir mín getur vitnað um það með mér. A morgnana fór hann með strætisvagninum til stiiðvar- innar í Juvisy og tók lestina þaðan kl. 8.17 morgun hvern. Ilann varð alltaf samferða nágranna okkar. hr. Beaudoin. sem starfar á skattstofunni. Þegar hann kom til Gare de Lyon fór hann í vagni til Saint Martin. Einn starfsmannanna gaf Maigret bendingu sem hann skildi þegar og hann leiddi konurnar tvær að borði. þar sem munir úr vösum hins látna lágu. — Þér kanni/t vamtanlega við þetta? Silfurúr með keðju. vasaklút- ur. sigarettupakki sem hafði verið opnaður. kveikjari. lykill og síðan tveir litlir miðar sem samstundis vöktu athygli henn- ar. — Þetta eru bíómiðar. sagði hún. Maigret leit á þá nánar og sagðii — Já. að kvikmyndahúsi í Boulevard Bonne Novelle þar sem sýndar eru nýjar myndir. Eftir því sem ég fæ séð eru miðarnir síðan í dag. — Nei. það er alveg óhugs- andi! Ilvað finnst þér Jeannes? — Já. þetta er sérkenniiegt. svaraði systirin rólegri röddu. — Viljið þér líta á það sem var í veskinu. Hún gerði það og enn á ný hnyklaði hún brýrnar. — Louis hafði ekki svona mikla peninga á sér í morgun? — Eruð þér vissar um það? — Já. vegna þess að ég hef eftirlit með því á hverjum degi hvort hann hafi nóg til .þess sem hann þarf þann daginn. Hann ber aldrei á sér meira en einn þúsund franka seðil og fáeina hundrað franka seðla. — Og hann átti ekki að fá útborgað í dag? — Nei. það eru ekki komin mánaðamót. — Þegar hann kemur heim á kvöldin hefur hann þá venju- lega eðlilega mikla fjáruppha>ð í vösunum? — Já. nema hann hefur keypt sér strætisvagnamiða og tóbak. Ilann kaupir sér mánað- arkort í lestina. Ilún ætlaði að taka veskið og setja það í handtösku sína en hikaði við. — Þér þurfið kannski að athuga það nánar. — Ég held það sé betra að við geymum það um sinn. — Það sem ég skil ekki og get ekki fengið inn í höfuðið á mér er að einhver skuli hafa klætt hann í aðra skó og sett á hann þetta hálshindi. Og auð- vitað get ég alls ekki skilið að hann skyldi ekki vera á skrif- stofunni á þessum tíma dags. Maigret spurði einskis frek- ar en bað hana að skrifa undir nauðsynleg plögg. — Farið þér heim núna? — Já. hvenær fæ ég lík hans afhent? — Eftir einn eða tvo daga. — Verður hann krufinn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.