Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 79 mörgæsirnar lyfta sér upp, eins og höfrungar, og eru afar rennilegar í sjónum. Við landtökuna sjást þær oft renna sér upp á margra feta háar jakabrúnir. — í auðum sjó úti fyrir strönd- um sjást bæði háhyrningar og hnúfubakar. En fyrr á tímum var þarna mikill fjöldi hvala. Hvala- stofninn minnkaði mjög á fyrri hluta þessarar aldar vegna of- veiði. Var svo komið að veiðar lögðust niður, því til algjörrar eyðingar virtist horfa á hvala- stofninum. En rétt er að geta þess, að landspendýr eru engin á Suðurskautslandinu og hafa' sennilega aldrei veríð vegna fjar- lægðar landsins frá öðrum álfum. — Eins og gefur að skilja, er lóftslag svæðisins afar kaldrana- legt. Við vorum þarna á hlýjasta tíma ársins, yfir hásumarið á suðurhveli, sem ér janúarmánuður og svarar til júlímánaðar á norðurhveli. Þarna er yfirleitt frost um nætur og jafnvel hörku- frost, en hlínaði oftast á daginn. Stöku sinnum snjóaði. Við vorum samt .sérstaklega heppin með veður. A pólsku veðurathugunar- stöðinni var okkur tjáð, að slík eindæma blíða og sólskin hefði varla mælzt í 12 ár. Þeir sögðu að góðir sólardagar gætu samt komið fjórum sinnum á sumri. • Tvær tegundir æðri plantna — Á svæðum, sem voru auð af ís, vaxa fáeinar plöntutegundir. Er talið að þar sé fátt lægri plantna. Þarna er nokkuð af skófum og mosum og tvær tegund- ir æðri plantna. Er það snarrótar- puntstegund, aðeins þumlungur á hæð, og lambagrasbróðir, lágvaxin planta er myndar þúfur. Báðar þessar plöntur voru í blóma. Tók ég sýnishorn af þeim, sem eru í ræktun hér í tilraunastöðinni á Korpu. Einnig kom ég með sýni af skófum og mosum, sem ég hefi fært sérfræðingum í þeim grein- um. Auk þess safnaði ég sýnum af bergtegundum, sem ætluð eru jarðfræðingum. Að heimskautaferðinni lokinni var siglt til Eldlands, að því er Sturla sagði. — Þangað hafði ég komið áður, fyrir rúmum 25 árum, og þótti ánægjulegt að geta ferðazt þar svolítið um, sagði hann. — Við fórum um stuður- hluta Eldlands. Um skóglendi, sem er sennilega syðsti skógar jarðar. En þangað sótti ég einu sinni trjáplöntur af suður- hvels-beyki. í þetta skipti reyndi ég aftur að flytja nokkrar plöntur af þessu beyki til landsins. Einnig tók ég fræ af ýmsum lægri runnum og grastegundum, sem líka verða reynd hér að Korpu. Þau Sturla og Sigrún sneru síðan heim og komu til íslands í byrjun febrúar. Leiðir ferðafélag- anna skildu í Argentínu. Bernharð prins var að fara í opinbera heimsókn til Surinam. Er dr. Sturla var spurður uhi það, hvernig maður Bernharð prins væri við kynningu, svaraði hann: — Hann er sérstaklega aðlað- andi maður og fullur af áhuga á náttúruskoðun og náttúruvernd. Hann hefur unnið sérstaklega þarft verk um allan heim með því að opna augu manna fyrir þörf- inni á að friða lífverur, sem eiga í vök að verjast. Að lokinni þessari ferð til Suðurskautslandsins, sagði prinsinn í viðtali við arngentínsk- an blaðamann, að hann vildi vekja athygli á því, að allar þjóðir heims þurfi að sameinast um að varð- veita flóru og fánu og yfirleitt allt náttúrufar Suðurskautslandsins, sem sé eitt fegursta svæði heims. Það hefði veigamikla þýðingu fyrir allt lífríki jarðar og mann- kynið í heild. Nokkur sýnishorn af mokkaflfkum sem ávallt eru fyrirtiggjandi hjá okkur Viö bjóöum einnig mikiö úrval af lúffum og mokkahúfum á börn og fulloröna. Litlð við i verzlun okkar. Gjafaúrvallð hefur aldrei verlð fallegra. RANflAGERÐIN HAFNARSTRÆTI 19 Opið á laugardögum ffrá kl. 9—12. Mokka íslensk tízkuvara á alþióðamarkaði. Mokka kápur og frakkar hafa vakið alþjóðaathygli sem vönduð og sígild tízkuvara. í Mokka eruð þér ávallt vel klædd. Mokka er munaður sem auðvelt er að láta eftir sér. ®SANYO Stereo Hi-Fi SAMSTÆÐUR GXT4513 — Góð ódýr samstæða — 4 bylgjur FM stereo. Fullkomið kassettutæki 2 hátalarar 2 mikrafónar DCW 4800 — Mjög vönduð samstæða 2x22 R.M.S. wött — 4 bylgjur FM stereo, belti-drifinn, plötuspilari sjálfvirkur. GXT 4580 — Samstæða hinna vandlátu. Búin öllum helstu nýjungum, 2x25 R.M.S. wött Í80 músikwött). Verð frá kr. 148.000 unnai Sfyszá’ibbGn h.p Suðurlandsbraut 16, sími 35200 - E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.