Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 73 Þegar de Valera dró sig í hlé sem forseti áriö 1973 fór hann I kurteisisheimsókn í Þinghúsið, „Dail Eireann" Þar sem hann haföi marga hildi háö. heimti ætíð þrek sitt aftur til endurnýjaðrar baráttu. Smáþjóð, sem aldrei gat lýst sig sigraða og hefur aldrei glatað sál sinni." En de Valera hélt sínu ekki síður gagnvart Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum og tók t.d. talsverða áhættu með því að fordæma árásina á Holland og Belgíu einmitt á þeim tíma, er Hitler var í mestum uppgangi. Við fráfall Hitlers sendi de Valera samúðarkveðjur til þýzka sendiherrans í Dyflinni, Hempel. „Að láta það úr hendi fallast hefði verið ófyrirgefanlegt virðingarleysi við þýzku þjóðina og herra Hempel," sagði hann. De Valera var við völd samfellt frá 1932 til 1948. Eftir því, sem stríðið fjarlægðist, virtist svo sém töfrar hans dvínuðu. Stjórn hans féll í kosningunum 1948. Tóku nokkrir flokkar höndum saman og var samsteypustjórn sett á fót undir forystu annars stærsta stjórnmála- flokksins, Fine Gael. Ekki leið þó á löngu unz hann fékk uppreisn á ný og sat hann aftur við stjórnvölinn frá 1951 til 1954. Var hann þá 72 ára • að aldri og næsta steinblindur. Stóð það þó ekki í vegi fyrir því að hann leiddi stjórnarandstöðuna áfram. Tign í ellinni En því fer fjarri að gamla manninum væri öllum lokið. Hversu ótrúlegt sem það kann að virðast átti hann eftir að vinna sinn stærsta sigur fyrr og síðar. Hálfáttræður að aldri, árið 1957, vann hann stærri meirihluta á þingi en flökkur hans hafði nokkru sinni notið áður eða 13 sæta meirihluta. Þetta er öllu meira afrek þegar tillit er tekið til þess að hér var í fyrsta skipti kosið hlut- fallslegri fulltrúakosningu. Það leyndi sér þó ekki lengur að kempan var farin að lýjast og komst nánasti samstarfsmaður hans og arftaki, Sean Lemass, svo að orði að hann væri ekki frumkvöðull lengur heldur nokkurs konar „sáttasemjari". Árið 1958 komu nokkrir „piltanna hans“ saman og ákváðu að fara á fjörurnar við öldunginn um að hann yrði forsetaefni flokksins í kosningum, sem þá voru á næsta leiti. Það er athyglisvert að lesa frásögur nákom- inna samstarfsmanna de Valera um kvöl þá og erfiðismuni er ákvörðun þessari fylgdu. Það var alvarleg stund, er gengið var frá hverjir ganga skyldu fyrir leiðtogann og impra á málinu við hann og gengu þeir næsta grátklökkir á fund hans. Foringinn gaf samþykki sitt eftir nokkra umhugsun og hlaut hann kosningu ctil forseta með rúmum meirihluta. Þót hann hefði hér með hætt beinum afskiptum af stjórn- málum hafði vakandi auga hans með þjóðmálum í hásætinu mótandi áhrif á allar athafnir eftirkomandi leið- toga. Áður en de Valera kvaddi þingsali hinstu kveðju átti hann þó eftir að sýna eftirminnileg tilþrif. I maí mánuði 1959 flutti hann ræðu með framlögðu þingfrumvarpi sínu um afnám hlutfallskosningar. Hann sannaði þá að hann var ennþá fær um að tala í flóknum og erfiðum þingumræðum svo bragur væri að. Talaði hann í klukkustund blaða- laust áður en hann tók upp dagblað stjórnarandstöðu og þóttist lesa þar upp ummæli um óhagkvæmni þáver- andi kosningafyrirkomulags. Hann hélt blaðinu fyrir framan sig og virtist lesa upphátt af síðum þess. Það fór að vísu ekki frarahjá þeim sem næstir honum sátu að gamli maðurinn sneri blaðinu öfugt. Frum varp þetta var fellt áður en hann yfirgaf þingsalinn, þar sem hann hafði ráðið lögum og lofum í 33 ár. Þann sama dag voru sama sem 42 ára síðan hann hafði sloppið úr fangelsi í Bretlandi og hafizt til vegs sem mesti þjóðarleiðtogi írlands á öldinni. Hinn aldraði forseti átti eftir að koma á óvart með óbilandi starfs- þreki og næmri innsýn. Hann ferðaðist víða og hafði oft viðstöðu í páfagarði. Hann var gestgjafi margra þjóðhöfðingja og voru de Gaulle, Kennedy og Nixon í hópi þeirra. Fortíð helzti vandi nútíðar Það er erfitt að meta mótunar- áhrif stjórnmálamanns sem de Valera öðru vísi en í ljósi írskrar sögu og þjóðarlundar. Má í rauninni segja að hann hafi verið leiðtogi af þeirri tegund, sem vex ekki aðeins af eigin hæfni heldur einnig og ekki síður af samhljómun hans og þeirrar þjóðar er hann leiðir. Kemur þetta heim og saman við áðurnefnd ummæli leiðtogans um hvernig hann þóttist kanna hug írsku þjóðarinnar. Aðdáendur hans hafa mjög haft þessi orð hans í hávegum en hinu er ekki að neita að þau hafa orðið öðrum aðhlátursefni, enda er því ekki að leyna að þau voru sögð um líkt leyti og biðraðir útflytjenda hrönnuðust upp. Þannig hefur einn beinskeyttasti gagnrýnandi hans, Sean 0‘Faolain, sagt að enda þótt segja megi að de Valera hafi verið með heiðvirðustu mönnum að svo miklu leyti sem hann beindi kast- ljósum sínum að eigin hjarta, verði engu síður að segjast að kastljós þessi myrkvuðust oft á ærið dular- fullan hátt. Hann segir á einum stað: „Vandamálið er hér að vegna þröng- sýni sinnar hneigðist hann oft til að hemja hugsun sína við hefðbundnar og einföldustu línur. Eftir að hafa verið alinn upp í bóndakoti leit hann svo á að hann væri fulltrúi smábænda. En þetta er jafn kjána- legt og að segja ef þú værir rithöfundur og sonur lögreglumanns eða alinn upp í leiguhúsnæði, að þú yrðir að sækja hugmyndir þínar á lögreglustöðina eða skrifa allar sögur þínar fyrir húsráðendur." Þessi orð 0‘Faolains virðast ekki all fjarri sanni þegar tillit er tekið til þeirra hugðarefna, sem foringinn helgaði krafta sína.' Oft hefur verið á það bent að de Valera hafi ekki haft ýkja mikinn áhuga á því, sem kallað hefur verið velferðarríki okkar tíma. Viðfangsefni hans voru fyrst og fremst þjóðleg og menning- arleg og hann skeytti lítt um að koma Irlandi á efnahagslegt landa- kort tuttugustu aldar. Það, sem virðist hafa vakað fyrir honum, var að standa vörð um lítið og guðhrætt land, keltneskt og samstætt, dreif- býlt en sjálfu sér nægt. Stjórnarskrá lýðveldisins frá 1938, sem var svo til að öllu leyti verk de Valera, ber þessari hugsjón leiðtogans ríkulegt vitni. Með samningu stjórnarskrár þessarar má vissulega líta svo á að de Valera hafi unnið umtalsvert afrek. Byggja þurfti upp sjálfstraust fátækrar og fákunnandi þjóðar og græða kaunin eftir harðvítugt borg- arastríð, sem splundrað hafði ein- ingu landsins. Segja má áð stjórnar- skráin sé minnismerki um þetta tilkomumikla afrek einstaklings. Þegar litið er á hvernig hann lagði grunninn og hvaða verðmæti hann hafði til viðmiðunar, „að írland, sem okkur hefur dreymt um“ skýrist á hvern hátt stórmennið táknaði fremur en mótaði. Það var ímynd hans sem þjóðhetju, sem varð honum drýgst til brautargengis og það var sú ímynd sem hann lagði rækt við á vettvangi stjórnmálanna. Það má því taka undir gagnrýni 0‘Faolains að „styrkur hans í kosningum hafi verið hans mesti veikleiki sem leiðtoga". Sagt hefur verið að stærsta vandamál Ira á tuttugustu öld hafi verið fortíðin. Ýmis þau málefni, sem efst eru á baugi í írsku þjóðlífi, renna stoðum undir þessa staðhæf- ingu. I flokk þessara málefna má nefna trúmál, trúarlegt uppeldi og almennt siðgæði, hjónaskilnaði og getnaðar- varnir, auk mála, sem lúta að írskri menningu eins og varðveizla máls- ins. Umræða um þessi mál og önnur, sem markast af viðhorfum kaþólskr- ar einangrunarstefnu og fábrotins lífsstíls, hafa löngum skyggt á jarðbundnari verkefni, sem snerta efnahagslega afkomu þjóðarinnar. Það er sumpart af þessum ástæðum að írsk stjórnmál eru að miklu leyti eitthvað allt annað en stjórnmál, ef við notum til viðmiðunar þau sjónarmið er hæst hafa borið í Framhald á bls. 76. Ber er hver ad baki nema sér bródur eigi ( K * Norsku skóla- og skíöapokarnir. Fisléttir, en mjög sterkir, góöir skólann og í útileguna. Opiö til hádegis laugardag 25. marz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.