Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 69 getur að líta viðfangsefni þeirra í járn, tré og stein. Þau eru bæði sagnfræðilegs eðlis og táknræn fyrir nútíma tækniöld. Atómöld virðist þeim einkar hugleikin og víða eru myndir af Albert Einstein og Niels Bohr. Þá eru einnig kunnugleg andlit i listaverkum þeirra félaga og má þar t.d. nefna Hemingway og Pi- casso. Stórt verk af Don Quixote er í innri vinnustofu listamannanna. Er hann allsérkennilegur ásýndum í útfærslu þeirra og daglega fær hann ferska rós, sem hann heldur á í vinstri hendi. Andófsmenn?___________ Ég verð að viðurkenna að ég var fremur tortrygginn á söguna um að þessir listamenn væru andófsmenn — eins og okkur var sagt. Sannast sagna held ég að við höfum átt að trúa því. Sjálfur hafði ég lagt fram beiðni um að fá að ræða við frægasta andófsmann í Moskvu, Andrei Sak- harov, en fengið synjun. Þarna átti því eflaust að fullnægja þeirri þörf minni áð ræða við slíka menn. En þessir „andófsmenn" sögðu ekkert illt um kerfið, enda kannski ekki von, þar sem þeir lifðu í því og virtust eiga allt sitt undir því að hafa það hliðhollt og gott. Þeir höfðu einnig fengið það verkefni að skreyta sendiráðsbyggingu Sovétríkjanna í Nígeríu og umhverfi hennar. I þeirri ferð höfðu þeir greinilega orðið fyrir Konumyndir steyptar í bronz. afrískum áhrifum, því sum lista- verkanna báru keim af slíkri list. Menn verða auðvitað ekki kunnug- ir einni borg af nokkurra daga kynnum. Samt held ég að vinnustofa listamannanna hafi ekki verið ýkja fjarri Hótel Ukrainu eða í nágrenni við Kutuzovsky-breiðgötuna. Svo vill tii að í bók bandarísks' blaðamanns við Washington Post, Roberts G. Kaiser, getur hann þess einmitt að við þá götu hafi hann búið. Þetta er greinilega ein af fínu götunum í Moskvu, því að margir af leiðtogum Sovétríkjanna búa þar einmitt. Má gjarnan sjá þessa leiðtoga koma í Zil-bílunum sínum svörtu, sem er eins konar stæling á hinum banda- ríska Lincoln. Hafa þeir jafnán lögreglufylgd og aka eftir sérstakri akrein á miðjum breiðgötunum, sem er með rauðu litarefni og er aðeins fyrir leiðtogana, svo að þeir verði ekki fyrir töfum. Beint framhald Kutuzovsky-breiðgötunnar er Kalin- inbreiðgatan og nær hún svo til upp að Kremlarmúrum. Ólöglegar vinstri beygjur Ut frá þessari breiðgötu á móts við Lenin-bókasafnið er gata sem heitir Granovskovo-stræti. Vinstri beygja inn í þessa götu er bönnuð og eru ströng viðurlög við brotum á um- ferðarlögum í Moskvu sem öðrum stórborgum. En komi svartur bíll þessa leið, sem ber einkennisstafina MOC á undan númerinu og stefnu- Nieis Bohr. ljósið vinstra megin blikkar í sífellu, stöðvar lögregluþjónninn á horninu alla bíla, sem koma úr öndverðri átt til þess að hleypa foringjanum áfram. Þeir einir mega taka ólögleg- ar vinstri beygjur. Þessir menn koma í Granovskovo-stræti til þess að sækja sér vörur í verzlun, sem aðeins er fyrir yfirstéttina. í slíkar verzlanir fá aðeins beir að koma, sem hafa undir höndum sérstaka passa. þetta eru eins konar yfirstétta berioskur, en berioskur eru verzlan- ir, þar sem aðeins þeir sem keypt geta fyrir eerlendan gjaldeyri, fá að verzla. í þessum yfirstétta-beriosk- um fæst allt það sem hugurinn girnist. Gestgjafar okkar þetta kvöld voru raunar fremur ólíkir listamenn. Myndir Nokolai Silis eru yfirleitt ávalar og í þeim finnast naumast beinar línur. Hann kýs gjarnan tré sem efnivið og konan er greinilega honum mjög hugleikið viðfangsefni, enda gat að líta í vinnustofunni mikinn fjölbreytileika í kvenna- myndum hans. Einnig voru þarna konur gerðar úr járni, engu að síður skemmtilegar myndir en trémynd- irnar. ___________Ólíkur stíll_________ Stíll Vladimirs Lemports er gjör- ólíkur stíl félaga hans. Hann velur sér stein miklu fremur sem efnivið en Silis. Prófverkefni Lemports var Móðurást, sérkennilegt verk. Mörg verka þeirra félaga eru einnig trúarlegs eðlis, Kristmyndir, en þó segjast þeir vera trúleysingjar. Framhald á bls. 77 Konumyndir í tré. Don Quixote — sérkennilegur skúlptúr. 930 56 Verö kr 98 5 Verö kr Verö kr, 19.980- Eigum nú mikið úrval af frábærum f erða ú tva rpstæ kju m SKIPHOLTI 19 flL SIMI 29800 (5 LINUR) 27 ÁR í FARARBRODDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.