Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 83 Magnús Magnússon frá Nesi — Minning F. 19. júní 1896. D. 15. mars 1978. Magnús í Nesi lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 15. mars síðastliðinn, tæplega áttatíu og tveggja ára að aldri. Þangað flutti hann sl. haust ásamt konu sinni Helgu Asmunds- dóttur, eftir að hafa búið allan sinn búskap í Grindavík eða í tæp sextíu ár. Magnús var fæddur að Akrahóli í Grindavík 19. júní 1896, sonur hjónanna Guðmundu Gísladóttur og Magnúsar Magnússonar. For- eldrar hans fluttu skömmu síðar að Bökkum við Hraun í Þórkötlu- staðahverfi. Magnús eldri stundaði sjóróðra frá Hrauni, en lést á sóttarsæng er Magnús sonur hans var sjö ára gamall. Hann dvaldi þá áfram með móður sinni en eldri bróðir hans, ívar, fór að Garðhúsum. Ivar bjó síðan í Grindavík alla sína tíð, en er nú látinn fyrir all mörgum árum. Magnús var um fermingu er hann hóf sjósókn á vetrum með fóstra sínum, Hákoni Sigurðssyni á Bökkum. Á þessum árum var hann kaupmaður á sumrin í Herdísarvík hjá Þórarni Árnasyni og tókst með jjeim góð vinátta upp frá því. Magnús kvæntist 27. desember 1918 eftirlifandi konu sinni, Helgu Ásmundsdóttur, er verið hafði vertíðarkona á Hrauni. Helga er fædd í Þorkelsgerði í Selvogi 13. ágúst 1888, dóttir hjónanna Guð- rúnar Einarsdóttur, ljósmóður og Ásmundar Ásmundssonar. Árið 1919 fluttu ungu hjónin að Móakoti í Staðarhverfi, hjáleigu frá prestssetrinu Stað. Séra Brynjólfur Magnússon var þá prestur á Stað og hófu þeir Magnús útgerð í félagi við fleiri Staðhverfinga. Leigðu þeir í fyrstu árabát og var Magnús formaður tuttugu og þriggja ára gamall og var elstur af skipshöfninni. Nokkr- um árum síðar keyptu þeir opinn vélbát er kallaður var Von og var Magnús formaður á honum þar til hann varð að láta af sjómennsku vegna sjúkleika. Eftir það var hann landformaður og stundaði ýmiss störf í landi ásamt búskap í Móakoti. Þegar Helga og Magnús flytja í Staðarhverfið eru þar 12—14 býli, byggð út frá höfuðbólunum tveim- ur, Stað og Húsatóftum. Á flestum þeirra voru torfbæir og svo var í Móakoti, en timburhús á nokkrum stöðum. Kjör fólksins voru þröng og fátækt mikil, en þó var oftast nóg til matar. Híbýlin voru köld og erfitt með eldivið, sem að mestu var sóttur í fjöruna, þang, reka- spýtur og mosi úr hrauninu. Kol var almennt ekki farið að nota fyrr en eftir 1920. Sjósókn var helsta atvinnu- greinin og var stunduð á opnum bátum. Grasnytjar voru litlar og ræktunarmöguleikar litiir. Land- búnaður var því harla lítill, helst sauðfé sem var að mestu leyti sjálfbjarga. Bílaöld gekk í garð, en þrátt fyrir það var tíðum gengið á milli hverfa í Grindavík og á milli byggðarlaga. Magnús þótti röskur göngumaður og vel á sig kominn líkamlega. Er gengið var til Reykjavíkur var oft farið inn Brúnir með fram Fagradalsfjalli og tók það um tíu tíma. Árið 1931 byggðu þau Magnús og Helga myndarlegt steinhús í Móakoti. Þetta hús stendur á hæð vestur af Staðarhúsinu og er þaðan víðsýni mikið. Til norðvest- urs sjást hin hrjóstrugu hraun Reykjanesskagans. I norðaustri Þorbjarnarfell, Festarfjall og Krísuvíkurbjarg. En í suðri blasir við víðátta hafsins. Um 1940 var byggð mjög farin að strjálast í Stðarhverfinu og örlög þess að ráðast. Stærri vélbátar voru komnir til sögunnar, en aðstöðuna fyrir þá vantaði. Vonir voru bundnar við bryggju- smíð í Staðarhverfi en þær urðu að engu. Miðpunktur athafnalífsins varð í Járngerðastaðahverfi, þar sem aðstæður voru betri og fólkið flutti. Árið 1943 fór Magnús að vinna í Hraðfrystihúsi Grindavíkur og gekk þá úr Staðarhverfi dag hvern til vinnu, sem er einnar klukku- stundar gangur. En tveimur árum síðar keypti hann húsið Nes í Járngerðastaðahverfi. Árið 1959 varð Magnús fyrir alvarlegu slysi er leiddi til þess að hann varð að hætta sinni fyrri atvinnu. Tók hann þá að sér ýmis störf, varð umboðsmaður Alm. trygginga og Happdrættis SIBS. Einnig vann hann margar vertíðir á talstöð Grindavíkurbáta og gegndi því starfi af lífi og sál. I mörg ár var hann gjaldkeri í Verkalýðsfélagi Grindavíkur. Hann var heiðursfélagi í Stað- hverfingafélaginu, sem er átthaga- félag þeirra sem búsetu höfðu átt í Staðarhverfi og ættingja þeirra. Magnúsi og Helgu varð þriggja dætra auðið, elst var Ásrún fædd 16. desember 1919, gift Þórhalli Einarssyni frá Húsatóftum í Grindavík, en hún lést 1969. Þá áttu þau stúlkubarn er fæddist andvana. Yngst er svo Ásta, gift Júlíusi Sigurðssyni úr Hafnarfirði. Barnabörn eiga þau sjö og þrettán barnabarnabörn. Magnús var hærri en í meðal- lagi, þéttur á velli og kvikur á fæti. Hann var oftast hress og glaður í bragði og ákaflega ræðinn. Minningar mínar um afa eru fjölþættar og dýrmætar. Ævi hans var samtvinnuð sögu æskustöðva minna í Grindvík og örlögum Staðarhverfisins. Og það er margt að læra af reynslu hans, hispurs- leysi, einlægum lífsviðhorfum og heiðarleika. Við geymum öll góðar minning- ar um lífið í Nesi á undanförnum árum. Minningar um heimsóknir og hlýjar móttökur, um samband þeirra elstu og yngstu í fjöiskyld- unni og samskipti afa og ömmu við dæturnar og tengdasynina, sem einkenndust af gagnkvæmri vel- vild og hjálpsemi. Allt þetta auðgar líf okkar og fyrir það erum við þakklát. Amma mín. Við sendum þér öll innilegar samúðarkveðjur. Útför Magnúsar verður gerð frá Grindavíkurkirkju laugard. 25. mars. Blessuð sé minning hans. Helga H. Þórhallsdóttir. AUGLÝSINGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Aðalstræti 6 simi 25810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.