Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 14
78 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 Með Bernharði Framhald af bls. 57. bændur kvörtuðu að fuglinn græfi út og eyddi gróðri. Gróðurfarið er sérstætt. Þarna eru nokkrir þar- lendir runnar, sem sumir' eru. blómfagrir. En eftirtektarverðast er mjög hávaxið sveifgras, sem myndar um tveggja metra háa kolla „tussocks", og mætti kalla það kolla (sveif) gras. Þykir þetta gras gott til. vetrarbeitar. Það stendur upp úr snjónum og helzt nokkuð grænt. Ég tók fræ, rætur og græðlinga af ýmsum þarlend- um plöntutegundum og flutti með mér. Eru þessar plöntur nú til ræktunar í gróðurhúsi í tilrauna- stöðinni í Korpu. Ef vel tekst til með uppeldi, gæti þarna verið um að ræða tegundir, sem hugsanlega gætu komið að gagni hér á landi. Og ef til vill gætum við ýmislegt lært af Falklandsbúum, þessum andbýlingum okkar í suðurhluta Atlantshafsins, sem eins og við búa við rakt og vindasamt eyja- loftslag. • Hættuleg siglingaleið Frá Falklandseyjum siglum við svo í tvo sólarhringa til suðurs. Er þá komið inn í kaldan sjó og á þessum slóðum er talið að sé ein hin versta veðrátta á jörðu. Þótti þetta svæði hættuleg siglingaleið, sem sæfarar á skútum óttuðust mjög. Suður undan Eldlandi eru sker og eyjar, sem hafa orðið mörgum ski'pum að grandi. Þarna eru einnig risastórir borgarísjak- ar á floti. Sigldum við fram hjá nokkrum þeirra. En við fengum kyrrt veður og sólskinið glampaði á fannhvíta jakana. — Eftir tveggja sólarhringa siglingu sáum við land á Fílaeyju. Er hún austan í eyjaklasa, sem liggur undan Antarctikuskaga. ÖH er hún hulin jökli hið efra, og skriðjöklar síga víða í sjó fram eða falla fram af klettabrúnum. í smáafdrepi á urðarrana höfðu leiðangursmenn Shackletons vetursetu árið 1916. Skip hans hafði strandað í ísnum, en hann sigldi sjálfur á litlum björgunar- báti um langan veg- til þess að fá aðstoð til að bjarga öðrum úr leiðangrinum. — Við fórum þarna í land til að leita að byrgisrúsum, en sáum aðeins grýttan fjörukamb og mörgæsir. Þar voru mörgæsir, sem við höfðum ekki séð á Falklandseyjum, svo sem Ford Fairmont hefur allt til brunns að bera sem hœgt er að ætlast til af farhosti á fjórum hjólum. • 6 cyl. vél • Stuðarahlífar • Sjálfskipting • Tau áklœði á scetum • Vökvastýri • Vinyltoppur • Heilt sœti m. skiptu baki • Sílslistar • Hitaelement í afturrúðu Enda stóðst Vísir ekki freistinguna og býður Ford Fairmont í Áskrifendagetrcum sinni. Freistaðu gœfunnar og vertu með, hver veit, kannski verður þú sá lukkunnar pamfíll sem fcerð einn með öllu 1. apríl einn með öltu 1. apríl ■ Áskrifendagetraun VlSIS kverkólagæs, sem heitir svo vegna svartrar rákar um kverk. Á næstu dögum siglum við svo milli nokkurra suðurskautseyja og komum á eyju Georgs konungs, þar sem við heimsóttum pólska rannsóknarstöð. Þaðan fórum við að Deceptioneyju. Er það eldeyja, sem gýs öðru hvoru. Er hún öskjulögð og er gígurinn í sjó. Sigldum við um mynnið á gígnum og fórum þar í iand. • Hafa not af hundasleðum — Frá eyjunum sigldum við svo að Suðurskautslandinu, hélt dr. Sturla áfram frásögn sinni af ferðalaginu. — Þar heimsóttum við m.a. ýmsar rannsóknastöðvar, svo sem stöðvar Chile- og Argen- tínubúa, rússneska stöð og nokkr- ar brezkar stöðvar. Eru þetta vetursetustöðvar, þar sem rann- sóknamenn eru að leysa af hendi ýmsar veðurfræðilegar, líffræði- legar og jarðfræðilegar rannsókn- ir. Við dvöldum vikutíma þarna á Suðurskautslandinu. Þessar stöðv- ar eru byggðar á klapparholtum, sem standa upp úr snjó og jökli, eða eru við sjávarsíðuna, þar sem hægt er að finna auða jörð á sumrin. En þær lokast inni af ísnum á veturna, þegar sjóinn leggur langt út fyrir eyjaklasana, sem við sigldum fram hjá. — Við ætluðum að koma við í bandarískri rannsóknastöð, sem er á Palmereyju, en urðum frá að hverfa vegna ísreks. Ekki var talið hægt að sigla, ef sjór væri meira hulinn ísi en 5/8. En þarna komum við í sjó, sem var nær alveg hulinn af lagís og rekís. Við vorum komin allnærri stöðinni og í loftskeytasambandi við hana. Mikil eftirvænting var í búðum vetursetumanna, því þangað hafði ekki komið skip í rúmt ár. En að lokum urðum við frá að hverfa. — Á argentínsku stöðina kom- um við eftir að hafa brotist daglangt í gegnum ísinn. Þeir sem þar búa hafa not af hundasleðum í leiðöngrum, sem þeir efna til frá stöðinni. Fengum við að reyna hvernig er að ferðast skamman spöl í svona hundasleðum. Eftir- tektarvert er, að hundar þeirra eru miklu gæfari heldur en sagt er að Alaska- og Grænlandshundar séu, enda nota þeir ekki á þá písk, heldur hvetja þá með hrópum. • Sérstætt fugla og sjódýralíf — Ferðin var sérstaklega farin til þess að skoða dýralíf staðarins. Og enginn verður fyrir vonbrigð- um, sem sér það sérstæða fugalíf, sem þar er. Mörgæsirnar höfðu fyrir nokkru ungað út í varp- byggðum sínum. Þær sitja þar uppi á klettunum í hundraða eða þúsunda tali, og ungarnir hjúfra sig saman í hópum. Einhvern veginn þekkir hver móðir sinn unga og fóðrar hann á sílum og ljósátu, sem hún sækir í nærliggj- andi sjó. Þarna eru tvær tegundir mörgæsa, keisaramörgæsin, sem verpir inni á ísnum um hávetur, og Adelie-mörgæs (aðalmörgæs), sem fræg er í dýragörðum víða um heim og flestir þekkja af líkingu hennar við menn í viðhafnarbún- ingi. — Þarna eru einnig margar tegundir af selum. Sérstæðastur er sæfíllinn, sem hefur langa snoppu, og ber selurinn nafn af henni. Þár er einnig pardusselur, sem er skætt Tándýr og gerir oft usla í hópi mörgæsa, þegar þær eru á veiðum. Sér maður oft mörgæsavöður synda í hópum á flótta undan pardusselnum. En

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.