Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 77 Frá Rauða torginu. Dómkirkja heilags Basils. I MOSKVU MEÐ KERFIÐ Á HÆLUNUM Einhverra hluta vegna sækja þeir þó fyrirmyndir sínar í Biblíuna og ef til vill er það til þess að skilja hið mannlega í boðskap hennar — svo sem okkur var sagt. Já, okkur var sagt hitt og þetta — en hverju á gestur í Sovétríkjunum að trúa? Kaiser, blaðamaðurinn við Washington Post, var vissulega í vafa eftir þriggja ára veru í Sovétríkjunum sem fréttaritari blaðs síns þar. í bók sinni Russia lýsir hann sannleika og lygi í Sovétríkjunum. Hann nefnir dæmi sagnfræðilegs eðlis. Arið 1905, 12 Kristsmyndir — samt eru þeir Lemport og Silis trúleysingjar. árum áður en byltingin var gerð, voru fyrstu sovétin stofnuð eða byltingarráðin. Eitt hið mikilvæg- asta var í Pétursborg, og ljóngáfað- ur, 26 ára gamall maður, Leon Trotsky, varð formaður þess. Þetta var fyrsta verkefni Trotskys í byltingunni. 1 dag geta ferðamenn skoðað byltingarsafnið í Gorki-götu, þar sem fyrir byltingu var „enski klúbburinn“. Sérstakt herbergi er í safninu með ártalinu 1905 og er þar lýst byltingarviðburðum þess árs. En ferðamennirnir þurfa ekki að leita af sér neinn grun — hvergi er minnst á TrOtsky eða að hann hafi átt hlut að byltingunni. „Hvar er Trotsky?" segist Kaiser hafa spurt gamla konu sem gætti herbergis ársins 1905. „Óvinur fólksins," svaraði sú gamla, en þetta var einmitt það sem Stalín kallaði Trotsky. „Já, síðar,“ sagði Kaiser, „en 1905 var hann leiðtogi sovétsins í Péturs- borg og mikilvægur byltingarsinni." Gamla konan hristi höfuðið og svaraði: „Óvinur fólksins." Goðsagnirnar Þrjár Kaiser segir eftir gömlum Moskvubúa, að Rússar hefðu búið til þrjár goðsagnir, sem væri grundvöll- Vinnustofa þeirra Lemports og Silis í Moskvu. ur hins nýja þjóðskipulags. Þær væru goðsögnin um Lenin, goðsögnin um októberbyltinguna og goðsögnin um hið mikla föðurlandsstríð, síðari heimsstyrjöldina. Um fyrstu goð- sögnina, þ.e. um Lenín, bendir hann á klausu í Pravda eftir konu Lenins, Nadezhda Kruoskaya, þar sem hún segist eiga mikla bón. Hún biður fólk að syrgja ekki Lenin og að það geri hann ekki að eilífri tilbeiðsluper- sónu. Reisið ekki minnisvarða hon- um til heiðurs eða nefnið staði eftir honum og minnist hans ekki með hátíðum o.s.frv. Allt slíkt fannst honum svo fánýtt og allt slíkt varð honum til byrði... sagði kona Lenins. í raun hefði ekki verið unnt að sniðganga þessa ósk konunnar á ruddalegri hátt en gert hefur verið. Lenin er alls staðar nálægur og í berioskum má kaupa af honum litlar styttur í öllum stærðum. Goðsögnin um Lenin er og samtvinnuð goðsögn- inni um byltinguna. Þriðja goðsögnin er um heims- styrjöldina síðari. Þá færðu Sovét- ríkin miklar fórnir og herir þeirra börðust vissulega. hetjulega, en Rússar fara mjög frjálslega með staðreyndir, þegar fjallað er um sagnfræðilegar heimildir. Þannig eru allar goðsagnirnar byggðar upp. En goðsögnin um stríðið hefur ef til vill tekið hvað mestum breytingum, þar sem svo skammt er um liðið frá því er það átti sér stað. Nýir herrar taka völd í Kreml og þeir þurfa allir sínar söguskýringar. Mannkynssög- unni er breytt. í hinni miklu sovézku alfræðiorðabók segir t.d. um Pólland í útgáfu frá 1940: „Innri spilling og veikleiki Póllands og hin herskáa stefna valdamanna og tengsl þeirra við heimsvaldasinna í Englandi og Frakklandi varð til þess að það lenti í styrjöld við Þýzkaland og féll saman við fyrstu árás þýzkra hersveita". Siðan segir í sömu bók, útgáfu sem endurskoðuð hefur verið og gefin er út 1971: „Hin hreystilega vörn pólska hersins, markaði glæsi- leg spor í veraldarsöguna, en gat ekki komið í veg fyrir fall Póllands." Jafnvel sögulegar staðreyndir virð- ast hverfular — allt er breytingum undirorpið. Þessi árátta eða ósiður — að breyta sögulegum staðreyndum er annars ekki kommúnískt fyrir- brigði. Það er gamall rússneskur vani. Þetta gerði ívan grimmi á 16. öld og fleiri valdamenn í Rússlandi. __________Tortryggni____________ Nú eftir þessa lesningu er kannski ekki undarlegt, þótt ég hafi haft vantrú á því sem mér var sagt þessa sjö daga í Sovétríkjunum á síðast- liðnu hausti. Ég tortryggði gestgjafa mína og þeir tortryggðu mig ekki síður sem alla aðra útlendinga. Engu að síður hafði ég mikla ánægju af að heimsækja vinnustofu þeirra Lemports og Silis. Raunar fékk ég ekki að kynnast hinum fyrrnefnda í eigin persónu, en ég hafði gaman af að skoða list þeirra „andófsmann- anna“, sem sungu svo skemmtilega sína tregablöndu rússnesku söngva. 17 næturi Paradís Einstölí ævintýrafcnð sem ekki veróur endurtekin Vegna sérstakra samninga við International Air Bahamas býöur ferðaskrifstofan Úrval einstaka ævintýraferð til Bahamaeyjanna. Brottför: 7. apríl nk. Gisting: 2ja manna herbergi með baði á lúxushóteli í 17 nætur. Innifalið: Beint þotuflug til Nassau. Ferðir til og frá hóteli. Amerískur morgunveröur. Fararstjórn. urval:%JJF‘ lafelagshusmu simi 26900 Eimskipafélagshúsinu simi BEINT ÞOTUFLUG KEFLAVÍK/NASSAU AÐEINS 60 SÆTI LAUS Verð kr. 188.000. Ekki innifalið: Brottfararskattur. Heimkoma: 25. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.