Morgunblaðið - 23.03.1978, Side 4

Morgunblaðið - 23.03.1978, Side 4
68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 I MOSKVU MEÐ KERFIÐ Á HÆLUNUM Moskva séö úr turni Moskvuháskóla. Auðvitað — sögðu þeir i bílnum, sem þekktu stóra bróður af eigin raun. Bílstjórinn, sem ekur okkur er ekki leigubílstjóri. Þetta er stjórnarbíll og bílstjórinn fer í næsta síma og tilkynnir hvert hann flytur okkur. Þrátt fyrir þetta var bíllinn með gjaldmæli eins og hver annar leigubíll. Á ákvörðunarstað vildi ég taka þátt í kostnaði við bílferðina, en mér var sagt að þess gerðist ekki þörf — nóg yrði að sletta einhverri smásummu í bílstjórann og fráleitt væri að greiða honum, það sem hann setti upp. Þetta fannst mér allt mjög skrítið og framandi. Við borguðum bílinn og hlupum út í rigninguna og niður í kjallara húss, Boris Pasternak, myndin, sem Sovétstjórninni féll ekki. sem ég hafði litla hugmynd um hvar væri í þessari framandi borg. Þar var okkur tekið með kostum og kynjum af listamönnunum. Raunar var aðeins annar þeirra á staðnum, en auk þess var þar kvikmyndaleik- stjóri og ung stúlka. Um leið og við hurfum inn í kjallarann ók gul Lada-bifreið fram hjá — lögreglan. Kerfið hafði þá eftir allt verið á hælum okkar. Það var svo sannar- lega erfitt að snúa á það — og líklegast hefur bílstjórinn ekki þurft að hringja og tilkynna ákvörðunar- staö okkar. Greinilega var séð fyrir öllu. Rússneskir ___________gyðingar___________ Myndlistarmennirnir reyndust vera rússneskir Gyðingar, Vladimir Lemport og Nokolai Silis, og var sá fyrrnefndi fjarstaddur. Vissulega eru ekki miklir möguleikar fyrir listamenn af Gyðingaættum í Sovét- ríkjunum og slíkir menn hafa svo sannarlega lifað betri tíma þar eystra. Líklegast hafa beztu tímar þeirra verið á fyrstu árunum eftir byltinguna, því að Lenin var þá baráttumaður gegn anti-semitisma og stjórnin eyddi að mestu þeim hindrunum, sem settar voru á Gyðinga fyrst eftir að zarinn féll. Þá var Gyðingdómur tekinn sem hver önnur trúarbrögð. En Stalín leit Gyðinga ekki sömu augum og Lenín. Svo sem sagan sannar snerist hann gegn félögum Leníns af Gyðingaætt- um með alls kyns aðdróttunum og er Trotsky ef til vill bezta dæmið um það. Smám saman kom hann því inn hjá fólki, að þeir væru óvinir ríkisins. Stalín hafði sjálfur óbeit á Gyðingum og vakti upp gamla fordóma. Jafnvel eftir síðari heims- styrjöldina hélt hann uppi ákveðinni ,herferð gegn Gyðingum og þá sérstaklega menntamönnum. Eftir- menn Stalíns hættu þessari herferð, en tóku þó aldrei upp hina frjáls- lyndu stefnu Leníns gagnvart þeim. Eftir dauða Stalíns kom því upp mjög sérstætt óvissuástand fyrir sovézka Gyðinga. Þeir fengu miklu meiri tækifæri en áður, en skuggi fordómanna grúfði þó enn yfir þeim. Sex daga stríðið 1967 kom eins og sprenging. Það gaf Gyðingum í Sovétríkjunum sem annars staðar í heiminum tilfinningalega uppreisn. Stolt Israelsmanna varð einnig stolt þeirra — tilfinning, sem sovézkir Gyðingar höfðu aldrei áður haft. Andúð Sovétstjórnarinnar á ísrael varð einnig til þess að endurnýja anti-semitisma í Sovétríkjunum. Brydda fór á anti-zionisma í Rúss- landi og almenningur tók þá herferð sem andgyðinglega. Mynd af ___________Pasternak___________ En þessir sovézku Gyðingar, sem við hittum þetta kvöld í útjaðri Moskvu, voru í raun miklir Rússar. Þeir sungu og spiluðu á gítar fram eftir nóttu rússneska söngva, trega- blandna en einkar ljúfa í senn og svo sannarlega höfðum við íslendingarn- ir gaman af kvöldinu. Á borðum voru ljúffengir ostar og brauð, sem var ákaflega bragðgott og sjaldgæft er fyrir Islendinga, að þeir eigi slíks kost. Okkur var sagt að þessir vinir okkar væru andófsmenn. Þeir hefðu lent upp á kant við kerfið. Þó voru þeir í viðurkenndum samtökum listamanna og þar af leiðandi gjaldgengir sem myndhöggvarar. Þeir höfðu fengið frá stjórnvöldum beiðni um skreytingar á mannvirkj- um, sem verið var að reisa. I eitt skipti fengu þeir beiðni um að skreyta bókasafn, sem var í bygg- ingu. Áttu þeir að búa til lágmynd á bygginguna, sem átti að vera táknræn fyrir bókmenntir. Þeir gerðu mynd af Boris Pasternak. Það féll stjórnvöldum ekki og myndin var aldrei notuð sem skreyting á opin- bera byggingu eins og bókasafn. Hún er nú aðeins til í vinnustofu þeirra félaga í kjallaranum, sem við heimsóttum þetta vota september- kvöld. í vinnustofu listamannanna er mjög sérstætt andrúmsloft og þar gleðilega páska — gleðlilega páska — gleðilega péaka — gleðilega péaka — gleðilega péaka — gleðilega páska — gleðilega péaka <o I s •a »• M K* » <D l 1 •a B>' W I I <o I e <o a> ■o tt' (0 tt <o I <2 ■O tt' (0 to I <2 tt ■O tt' » tc tt okkur er opið páskana Skírdag: Opiö frá kl. 8 til kl. 21. Föstudagurinn langi: Opió frá kl. 9 til kl. 21. Laugardaginn fyrir páska: Opið frá kl. 7 til kl. 23.30 Páskadagur: Opiö frá kl. 9 til kl. 21. Annar páskadagur: Opið frá kl. 9 til kl. 21. Múlakaffi veitir atttaf 50 % fjölskylíluafslátt fyrir börn yngri en 12 ára. Múlakaffi er alltaf í leiöinni W HALLARMULA SÍMI 37737 og 36737 i to I «2 ■O tt' tt » I <Q 1 <2 n ■o tt' tt ff I to I ® to tt ■o tt' w x- tt to I to tt ■o tt' w 7T tt ® o> ® <o tt ■o tt' tt pr » gleðilega páska — gleðilega páska — gleöilega páska — gleðilega páska — gleöilega páska — gleðilega páska — gleðilega páska

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.