Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 10
74 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 Æ Utvarp og sjónvarp Páskaefni fyrir börn EINS OG undanfarin ár er tals- vert af efni fyrir börn í útvarpi og hljóðvarpi yfir hátíðarnar. Klukk- an 11.10 á laugardagsmorgun er í útvarpi barnatími sem Jónína Hafsteinsdóttir stjórnar. Þáttur sá er helgaður hestinum og hefst hann á því að sagt er frá hestavígum til forna. Þá eru lesnir kaflar úr bókinni „Fákar á ferð“ eftir Þórarin Helgason og úr safnriti Pálma Hannessonar og Jóns Eyþórssonar, „Hrakningar og heiðavegir". Lesari er Þorbjörn Sigurðsson. Seinna um daginn er framhalds- leikrit barna og unglinga og verður þá fluttur fjórði hluti Davíðs Copperfields eftir Charles Diekens. Á páskadag er barnatími í útvarpi sem Þórir S. Guðbergsson stjórnar. Þar koma fram fimm unglingar úr Langholtsskóla og flytja stuttar hugleiðingar um páskahátíðina, staldrað er við í forskóladeild Mýrarhúsaskóla, Rúna Gísladóttir les frumsamda sögu, „Sögulegir atburðir", og séra Arngrímur Jónsson flytur páska- hugvekju. Barnatíminn hefst klukkan 17.05 og er klukkustundar langur. Annan páskadag klukkan 17.00 er þriðji barnatíminn og sér Jónína H. Jónsdóttir um hann. Fjölskylda nokkur í Garðabæ er heimsótt, sagt er frá stofnanda KFUM, Friðriki Friðrikssyni, og rætt við Hildi Þóru Hallbjörns- dóttur, sveitarstjóra KFUK í Garðabæ. Að síðustu les Halla Margrét Jóhannesdóttir frásögu. í stundinni okkar á páskadag hefst nýr framhaldsmyndaflokkur, en það er kvikmyndin „Síðasti bærinn í dalnum". Kvikmyndin, sem er komin nokkuð til ára sinna, er eftir Óskar Gíslason og verður hún sýnd næstu sunnudaga. Þá koma nokkrir krakkar úr Þjóðdansafélaginu í heimsókn og sýna innlenda og erlenda dansa. Sýndur verður annar hluti fram- haldsmyndarinnar „Strigaskór" eftir Sigrúnu Eldjárn og nefnist þátturinn sem sýndur verður „Tapazt hefur virðulegur hundur á rauðum strigaskóm". Sýnd verður teiknimynd um ævintýri Kubbs og Klunna, en teiknimyndir þessar eru sænskar. Ennfremur verðqr í stundinni okkar kannaður bókaáhugi barna. Litið er inn í Bústaðaútibú Borgar- bókasafnsins, og krakkar teknir tali og spurðir um hvað þeir lesi. I Bústaðaútibúinu er einnig hægt að hlusta á plötur og þar er sérstök „sögustund" einu sínni í viku. Er þá lesin saga fyrir ólæsu börnin. Páskaboðskapurinn er hugleidd- ur og loks sýna nemendur úr Menntáskólanum við Hamrahlíð, Menntaskólanum í Reykjavík og Langholtsskóla helgileik. Umsjón með stundinni okkar hefur Ásdís Emilsdóttir en auk hennar er kynnir Jóhanna Kristín Jónsdóttir. Laugardaginn 25. marz klukkan 20.30 verður sýndur þáttur með prúðuleikurunum f sjónvarpi og er gestur þeirra í það skiptið dansarinn Rudolf Nurejev. Hér á myndinni sjást Svína og Nurejev dansa saman atriði úr „Svínavatninu“. Tónleikar Fóstbrædra í Háskólabíói KLUKKAN 20.00 að kvöldi annars dags páska er kórsöngur í sjón- varpi. Karlakórinn Fóstbræður syngur á samsöng í Háskólabíói síðastliðinn mánudag, en tón- leikarnir voru fyrir Styrktarfélaga kórsins. Söngstjóri er Jónas Ingi- mundarson og einsöngvarar Há- kon Oddgeirsson og Hjalti Guð- mundsson, en píanóleikari er Lára Rafnsdóttir. Á efnisskránni eru fjölmörg lög bæði innlend og erlend, en fyrst syngur kórinn tvö lög eftir Árna Björnsson, „Víkingana" og „Kvöld- vísu“. Þá eru fimm þjóðlög, íslenzk stemma í útsetningu Jóns G. Ásgeirssonar, „Nótt“, slavneskt þjóðlag í útsetningu Jónasar Ingimundarsonar, „Floginn burt“, japanskt þjóðlag í útsetningu Jónasar Ingimundarsonar, „Pétur svínahirðir", sænskt þjóðlag og loks slavneskur dans. Þá syngur karlakórinn lag Ole Bulls, „Sunnu- dagur selstúlkunnar", og þar næst „Tónana" eftir Emil Sjöberg, en fyrri hluta tónleikanna lýkur með því, að sungin eru tvö lög eftir Selim Palmgreen, „íkorninn" og „Sæfarinn við kolgröfina". Kai'fas, æðsti prestur (Karl Guðmundsson) og Elíel, trúnaðarmaður (Sigurður Skúlason), bera saman ráð sfn. Nýtt íslenzkt leikrit frumsýnf: Fyrsta íslenzka sjón- varpsleikritið sem tekið er upp í lit KLUKKAN 20.20 á föstudaginn langa verður frumsýnt í sjónvarpi nýtt íslenzkt leikrit, „Maðurinn sem sveik Barrabas", eftir dr. Jakob Jónsson. Leikstjóri er Sig- urður Karlsson en alls koma fram í leikritunu sjö leikarar. Þetta er fyrsta íslenzka leikritið sem tekið er upp í lit í stúdíói. í viðtali við Mbl. sagði dr. Jakob að leikritið ætti að gerast um svipað leyti og þegar Kristur er handtekinn og fjallaði um Barra- bas og skæruliðaflokk hans. Dr. Jakob sagði að leikritið fylgdi því sögulega umhverfi sem var er Barrabas var uppi, en þá var „Gyðingaland hluti af skattlandi Rómverja. Yfirmaður skattlands- ins var skattlandsstjórinn á Sýr- landi, en'Pílatus var umboðsmaður hans. Pílatus var í dálítið óþægi- Iegri stöðu, hann vildi vera varkár, en honum gekk illa sem heiðnum Rómverja að skilja æðstaprestinn Kaífas. Þá skildi Pílatus ekki heldur hvað átt var við með konungur, er talað var um Jesús. Kaífas á hinn bóginn leit á Jesú sem guðlastara, en æðstuprestarn- ir voru voldugustu innlendu ein- staklingarnir í Gyðingalandi. Alþýða manna vænti komu konungsins Krists, en alþýðan hafði margvíslegar hugmyndir um hann og skiptist í marga flokka. Einn flokkurinn voru skæruliðar, en þeir eru að vísu kallaðir vandlætarar í Biblíunni, en það orð getur átt við um margt. í mínum leik er Barrabas foringi skæruliðanna, en um það er hvergi nokkuð sagt í Biblíunni. Þar er ekki heldur neitt sagt um að Barrabas hafi verið svikinn, held- ur er það einnig mín hugmynd að til hafi verið maður er sveik hann. Mér finnst íslendingum oft hætta til að blanda saman sagn- fræði og sögulegum skáldskap. í sögulegum skáldskap tekur höf- undur persónunnar ög rrtótar þær eftir sinni hugmynd og það er það sem ég geri í þessu leikriti. „Maðurinn sem sveik Barrabas" var upprunalega skrifað sem útvarpsleikrit, og hafa verið gerð- ar töluverðar breytingar á því síðan. Við samningu útvarpsleik- rits hyggur maður að því sem varðar heyrn, en í sjónvarpi verður það sem áhorfandinn sér aðalatriðið. Það er skammt síðan leikritið var tekið upp og tel mér Dr. Jakob Jónsson, höfundur hinsi nýja leikrits. - mikinn heiður sýndan með því að taka leikrit mitt fyrst allra íslenzkra leikrita upp í litum í stúdíói. Þegar leikrit er tekið upp í lit þá eru margir möguleikar á fjölbreytni í túlkun þess. Hitt er svo annað mál að sum leikrit koma betur út í svört-hvítu, en hvað um það, ég tel litvæðinguna stórkost- legt spor í framfaraátt. Þegar ég ber saman tímana í leikhúblífinu eins og þeir voru þegar ég var ungur og eins og þeir eru nú þá sér maður hvað breyt- ingarnar hafa orðið miklar á þeim tíma. Áhugasamur maður gat fylgzt með öllu því markverðasta í leikhúslífi Reykjavíkur er ég var ungur, en nú er komin svo mikil gróska í þetta, leikstarfsemin orðin svo mikil að það er orðinn ógjörningur að fylgjast með. Við ættum að vera glöð yfir því. Þegar við ræðum og ritum um leikhús og leikhúsmál verðum við að hafa í huga að við eigum ekki margra alda hefð að baki eins og ná- grannaþjóðir okkar," sagði dr. Jakob að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.